Saturday, March 31, 2007
Gylfi Ægis í brennidepli
Loksins er Gylfi Ægis að komast í kastljós fjölmiðlanna á ný. Síðuhaldari hlýddi hugfanginn á Gylfa á Rás 2 fyrir viku síðan eftir ábendingu frá Pésa Magg sem er á fertugsaldri. Þar var goðið í þætti Freys: Geymt en ekki gleymt. Þar er hlustað á gamlar plötur ásamt spjalli við viðkomandi listamenn. Tveggja tíma prógramm en síðuahaldari náði ekki að hlusta allan tímann. Það sem hann heyrði var þó gull. Skíra gull. Gylfi að bjarga fyllibyttum á verbúðinni í Vestamannaeyjum þegar fór að kjósa og fleira skemmtilegt. Þáttur Jóns Ólafs í kvöld á að skírskota til sjómanna. Með það sem yfirskrift að þættinum þá er Jóni einfaldlega ekki stætt á því að ganga fram hjá Gylfa. Þessi athygli er auðvitað verskulduð því við skulum ekki gleym því að Gylfi átti eitt besta lag síðasta árs: Í stuði.
Loksins er Gylfi Ægis að komast í kastljós fjölmiðlanna á ný. Síðuhaldari hlýddi hugfanginn á Gylfa á Rás 2 fyrir viku síðan eftir ábendingu frá Pésa Magg sem er á fertugsaldri. Þar var goðið í þætti Freys: Geymt en ekki gleymt. Þar er hlustað á gamlar plötur ásamt spjalli við viðkomandi listamenn. Tveggja tíma prógramm en síðuahaldari náði ekki að hlusta allan tímann. Það sem hann heyrði var þó gull. Skíra gull. Gylfi að bjarga fyllibyttum á verbúðinni í Vestamannaeyjum þegar fór að kjósa og fleira skemmtilegt. Þáttur Jóns Ólafs í kvöld á að skírskota til sjómanna. Með það sem yfirskrift að þættinum þá er Jóni einfaldlega ekki stætt á því að ganga fram hjá Gylfa. Þessi athygli er auðvitað verskulduð því við skulum ekki gleym því að Gylfi átti eitt besta lag síðasta árs: Í stuði.
Friday, March 30, 2007
Orðrétt
"Ekki nóg með að helvítis mótið taki margar vikur heldur getur hver leikur tekið nokkra daga"
- Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður á Rás 2 í morgun um HM í krikket.
"Ekki nóg með að helvítis mótið taki margar vikur heldur getur hver leikur tekið nokkra daga"
- Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður á Rás 2 í morgun um HM í krikket.
Thursday, March 29, 2007
Lagalisti
Það tíðkast víst hjá Play station kynsóðinni, og svo Kalla Hallgríms, að birta listann með þeim 25 lögum sem mest er hlustað á í tölvunni. Best að gera það bara. Reyndar talar Play station kynslóðin um Kalla kennara og hefur ekki hugmynd um hver Kalli Hallgríms er. En það er nú önnur saga og skemmtilegri. Síðuhaldari er sum sé með I tunes í tölvunni í vinnunni á auglýsingastofunni. Hér verður birtur listi með þeim 25 lögum sem síðuhaldari hefur mest hlustað á að undaförnu í vinnunni. Betra er að taka það fram að síðuhaldari hefur ekki náð sér í neitt lag heldur gramsað í sameiginlegu safni vinnufélaga og valið úr. Það er víst bannað að svindla á þessu enda engin ástæða til.
You have killed me - Morrissey
Have you ever seen the rain? – Creatence Clearwater Revival
Young folks – Peter Bjorn and John
Heimsmeistarakeppnin – Ég
The one (Filthy Dukes Remix) – Trabant
Ladyshave – Gus Gus
Rabbits – Paradís
Cry´n – Aerosmith
Vertu sæl María – Lúdó og Stefán
Sounds of silence – Emilana Torrini
Freedom – Jet Black Joe
Strangers in the night – Frank Sinatra
When you walk in the room – The Searchers
Cat’s in the Cradle – Johnny Cash
Good golly Miss Molly - Creatence Clearwater Revival
When you´re smiling – The Rat Pack
Child in time – Deep Purple
Louie Loiue – The Kingsmen
All day and all of the night – The Kinks
Ain´t that a kick in the head – Dean Martin
Alive – Pearl Jam
Lightning crashes – Live
London calling – The Clash
Thats amore - Dean Martin and Frank Sinatra
Eyes without a face – Billy Idol
Það tíðkast víst hjá Play station kynsóðinni, og svo Kalla Hallgríms, að birta listann með þeim 25 lögum sem mest er hlustað á í tölvunni. Best að gera það bara. Reyndar talar Play station kynslóðin um Kalla kennara og hefur ekki hugmynd um hver Kalli Hallgríms er. En það er nú önnur saga og skemmtilegri. Síðuhaldari er sum sé með I tunes í tölvunni í vinnunni á auglýsingastofunni. Hér verður birtur listi með þeim 25 lögum sem síðuhaldari hefur mest hlustað á að undaförnu í vinnunni. Betra er að taka það fram að síðuhaldari hefur ekki náð sér í neitt lag heldur gramsað í sameiginlegu safni vinnufélaga og valið úr. Það er víst bannað að svindla á þessu enda engin ástæða til.
You have killed me - Morrissey
Have you ever seen the rain? – Creatence Clearwater Revival
Young folks – Peter Bjorn and John
Heimsmeistarakeppnin – Ég
The one (Filthy Dukes Remix) – Trabant
Ladyshave – Gus Gus
Rabbits – Paradís
Cry´n – Aerosmith
Vertu sæl María – Lúdó og Stefán
Sounds of silence – Emilana Torrini
Freedom – Jet Black Joe
Strangers in the night – Frank Sinatra
When you walk in the room – The Searchers
Cat’s in the Cradle – Johnny Cash
Good golly Miss Molly - Creatence Clearwater Revival
When you´re smiling – The Rat Pack
Child in time – Deep Purple
Louie Loiue – The Kingsmen
All day and all of the night – The Kinks
Ain´t that a kick in the head – Dean Martin
Alive – Pearl Jam
Lightning crashes – Live
London calling – The Clash
Thats amore - Dean Martin and Frank Sinatra
Eyes without a face – Billy Idol
Wednesday, March 28, 2007
Sýndarmennska framkvæmdastjóranna
Framkvæmdarstjórar stjórnmálaflokkana eru búnir að ákveða hámarks upphæð fyrir auglýsingaherferðir í yfirstandandi kosningabaráttu. 28 milljónir er það heillin og þótti víst einhverjum lítið. Þetta samkomulag er hins vegar sýndarmennska þegar vel er að gáð því þessi upphæð er eingöngu varðandi landsmiðla. Inni í þessu eru því ekki héraðsmiðlar og ekki veltiskilti svo dæmi séu tekin. Upphæðin er því ansi rífleg, því engin er að fara að eyða 28 milljónum í auglýsingar í landsmiðlum á aðeins mánuði. Ef einhver gerir það þá verður það skot yfir markið og mun vinna gegn viðkomandi framboði. Það er ekkert unnið með því að láta kjósendur fá leið á frambjóðendum og stefnumálum.
Framkvæmdarstjórar stjórnmálaflokkana eru búnir að ákveða hámarks upphæð fyrir auglýsingaherferðir í yfirstandandi kosningabaráttu. 28 milljónir er það heillin og þótti víst einhverjum lítið. Þetta samkomulag er hins vegar sýndarmennska þegar vel er að gáð því þessi upphæð er eingöngu varðandi landsmiðla. Inni í þessu eru því ekki héraðsmiðlar og ekki veltiskilti svo dæmi séu tekin. Upphæðin er því ansi rífleg, því engin er að fara að eyða 28 milljónum í auglýsingar í landsmiðlum á aðeins mánuði. Ef einhver gerir það þá verður það skot yfir markið og mun vinna gegn viðkomandi framboði. Það er ekkert unnið með því að láta kjósendur fá leið á frambjóðendum og stefnumálum.
Tuesday, March 27, 2007
Orðrétt
"Þá lýsti Steingrímur J. Sigfússon yfir eindregnum stuðningi við það að nýta jarðhitasvæðin í nágrenninu fyrir orkufrekan iðnað á Húsavík og nafngreindi hann sérstakalega Þeistareyki og jarðhitasvæðin í Mývatnssveit. Það er því augljóst að stjórnmálamenn hafa að áttað sig á því hversu Húsavík og nágrenni er fýsilegur kostur varðandi orkukfrekan iðnað, og má af ofangreindu draga þá ályktun að Húsavík verði næsta staðsetning fyrir stóriðju á Íslandi á eftir Reyðarfirði."
- Frétt á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur, (http://www.oh.is/frett.asp?fID=44) þann 16. apríl 2003.
"Þá lýsti Steingrímur J. Sigfússon yfir eindregnum stuðningi við það að nýta jarðhitasvæðin í nágrenninu fyrir orkufrekan iðnað á Húsavík og nafngreindi hann sérstakalega Þeistareyki og jarðhitasvæðin í Mývatnssveit. Það er því augljóst að stjórnmálamenn hafa að áttað sig á því hversu Húsavík og nágrenni er fýsilegur kostur varðandi orkukfrekan iðnað, og má af ofangreindu draga þá ályktun að Húsavík verði næsta staðsetning fyrir stóriðju á Íslandi á eftir Reyðarfirði."
- Frétt á heimasíðu Orkuveitu Húsavíkur, (http://www.oh.is/frett.asp?fID=44) þann 16. apríl 2003.
Dagur án hjartaáfalls...
Hver dagur án hjartaáfalls er góður dagur. Siðuhaldari byrjaði í morgun í sex vikna námskeiði í boot camp. Guð sé oss náðugur.
Hver dagur án hjartaáfalls er góður dagur. Siðuhaldari byrjaði í morgun í sex vikna námskeiði í boot camp. Guð sé oss náðugur.
Orðrétt
"Ég hef ekkert á móti fituhlunkum og satt best að segja tel ég vera dulin tengs milli spiksöfnunar og húmors en dæmi hver fyrir sig. Hins vegar fara gráthlussur (feitt fólk sem grenjar yfir þyngd sinni) mikið í taugarnar á mér rétt eins og sjómenn sem eru alltaf að tala um hversu ömurlegt það sé að vera úti á sjó og tími sé komin til þess að hætta en gera aldrei neitt í því.
Ég var að ræða þetta við gildmenni sem setti upp hin alræmda spiksvip og sagði "Ef það er svona auðvelt að hætta ósóma, hvers vegna hættir þú þá ekki að taka í vörina?" Þetta eru rök sem mikið af fitunar fólki notar sem mótrök.
Það mætti dæma mig ef í 1. lagi ég væri alltaf vælandi yfir því að geta ekki hætt tóbakssulli. Í 2. lagi er ég ekki komin með nein einkenni af tóbakslíferni mínu en tek fram að þau munu koma. Fyrr eða síðar. En fólk sem er of feitt og vælir yfir því er farið að þjást og það eitt ætti að vera nóg til þess að taka sig á. Ég fer ekki til horkripplings sem er að úða í sig sælgæti og segi "ef þú borðar mikið meira af þessu verðuru feit grenjuskjóða" Vandamálið er ekki komið alveg eins vandamálin sem fylgja langvarandi reykingum eru ekki komin fram hjá 23 ára reykingamanni/konu."
- Þorsteinn Jónínuson, a.k.a Steini Sleggja, á bloggi sínu þann 13. febrúar 2007.
"Ég hef ekkert á móti fituhlunkum og satt best að segja tel ég vera dulin tengs milli spiksöfnunar og húmors en dæmi hver fyrir sig. Hins vegar fara gráthlussur (feitt fólk sem grenjar yfir þyngd sinni) mikið í taugarnar á mér rétt eins og sjómenn sem eru alltaf að tala um hversu ömurlegt það sé að vera úti á sjó og tími sé komin til þess að hætta en gera aldrei neitt í því.
Ég var að ræða þetta við gildmenni sem setti upp hin alræmda spiksvip og sagði "Ef það er svona auðvelt að hætta ósóma, hvers vegna hættir þú þá ekki að taka í vörina?" Þetta eru rök sem mikið af fitunar fólki notar sem mótrök.
Það mætti dæma mig ef í 1. lagi ég væri alltaf vælandi yfir því að geta ekki hætt tóbakssulli. Í 2. lagi er ég ekki komin með nein einkenni af tóbakslíferni mínu en tek fram að þau munu koma. Fyrr eða síðar. En fólk sem er of feitt og vælir yfir því er farið að þjást og það eitt ætti að vera nóg til þess að taka sig á. Ég fer ekki til horkripplings sem er að úða í sig sælgæti og segi "ef þú borðar mikið meira af þessu verðuru feit grenjuskjóða" Vandamálið er ekki komið alveg eins vandamálin sem fylgja langvarandi reykingum eru ekki komin fram hjá 23 ára reykingamanni/konu."
- Þorsteinn Jónínuson, a.k.a Steini Sleggja, á bloggi sínu þann 13. febrúar 2007.
Monday, March 26, 2007
Kaupfélagsstjórinn vill forleik
Bleik var heldur betur brugðið þegar síðuhaldari fletti Fréttablaðinu þann 19. mars síðastliðinn. Þar blasti við fyrirsögnin: "Ísfirðingar heimta forleik" og fyrir neðan var mynd af Kaupfélagsstjóranum!!! Já það hlaut að koma að því að Kaupfélagsstjórinn myndi trana sér fram í þjóðfélagsumræðunni, hugsaði ég og þá dugir auðvitað ekkert minna en aðkallandi umræðuefni eins og forleikur. Fréttin fjallaði svo um herferð Vífilfells og siðferðisvitund Ísfirðinga. Lesendur voru því sviknir um að heyra hugmyndir Kaupfélagsstjórans um forleik. Tvenn stórtíðindi má þó taka út úr fréttinni. Annars vegar að Kaupfélagsstjórinn hafi ekki myndað sér skoðun á herferðinni en eins og lesendur þessa bloggs vita mæta vel, þá hefur maðurinn skoðanir á öllu milli himins og jarðar og meira til. Hins vegar það að Kaupfélagsstjórinn sé ekki lengur titlaður Hnífsdælingur heldur Ísfirðingur. (Nú væri gott ef Magnús Pálmi, banki innan bankans, gæti útskýrt af hverju dalur beygjist í dæling.)
Bleik var heldur betur brugðið þegar síðuhaldari fletti Fréttablaðinu þann 19. mars síðastliðinn. Þar blasti við fyrirsögnin: "Ísfirðingar heimta forleik" og fyrir neðan var mynd af Kaupfélagsstjóranum!!! Já það hlaut að koma að því að Kaupfélagsstjórinn myndi trana sér fram í þjóðfélagsumræðunni, hugsaði ég og þá dugir auðvitað ekkert minna en aðkallandi umræðuefni eins og forleikur. Fréttin fjallaði svo um herferð Vífilfells og siðferðisvitund Ísfirðinga. Lesendur voru því sviknir um að heyra hugmyndir Kaupfélagsstjórans um forleik. Tvenn stórtíðindi má þó taka út úr fréttinni. Annars vegar að Kaupfélagsstjórinn hafi ekki myndað sér skoðun á herferðinni en eins og lesendur þessa bloggs vita mæta vel, þá hefur maðurinn skoðanir á öllu milli himins og jarðar og meira til. Hins vegar það að Kaupfélagsstjórinn sé ekki lengur titlaður Hnífsdælingur heldur Ísfirðingur. (Nú væri gott ef Magnús Pálmi, banki innan bankans, gæti útskýrt af hverju dalur beygjist í dæling.)
Sunday, March 25, 2007
Íþróttahúsagagnrýni#4
Síðuhaldari fór í dag í tvö íþróttahús sem hann hefur ekki heimsótt síðan þessum dagsrárlið var bætt við síðuhald. Dagurinn var tekinn snemma með því að mæta í Digranesið klukkan 16 hundruð. Þar áttust við HK og Fram í sögulegum leik. Aðstaðan er ekki merkileg fyrir pressuna í þessu gamla húsi. Blaðamannastúkan mjög lítil og er RÚV dettur til dæmis í hug að sýna beint þaðan þá er varla pláss fyrir mann. Lítið er um veitingar á þessum slóðum svona alla jafna en í dag var þó kaffi, vatn og doritos.
Annað var upp á teningnum í Frostaskjólinu um kvöldið þar sem Atli Önnu Svandísar heldur um þræðina. Nóg pláss fyrir það fyrsta og þegar síðuahaldari mætti á staðinn var Sweet child of mine í græjunum sem er afskaplega vel til fundið fyrir minn hatt. Í kjölfarið fylgdu Egó og Creatence sem er ilmandi fínt. Það getur þó verið hvimleitt að á körfuboltaleikjum slæðast alltaf með einhver skoppiti hoppiti hopp lög. Líklega gert til þess að koma til móts við hið erlenda vinnuafl sem setur svo skemmtilegan svip á körfuboltann. En KR-ingum tekst að toppa alla aðra með því að hafa Bakkus í hlénu, reyndar hef ég þá grunaða að sósa sig einnig fyrir leik en hef ekki tékkað á því. Mun mæta mjög snemma næst og koma mér í gírinn. Maður er svo miklu liprari penni þegar maður er aðeins mjúkur.
Síðuhaldari fór í dag í tvö íþróttahús sem hann hefur ekki heimsótt síðan þessum dagsrárlið var bætt við síðuhald. Dagurinn var tekinn snemma með því að mæta í Digranesið klukkan 16 hundruð. Þar áttust við HK og Fram í sögulegum leik. Aðstaðan er ekki merkileg fyrir pressuna í þessu gamla húsi. Blaðamannastúkan mjög lítil og er RÚV dettur til dæmis í hug að sýna beint þaðan þá er varla pláss fyrir mann. Lítið er um veitingar á þessum slóðum svona alla jafna en í dag var þó kaffi, vatn og doritos.
Annað var upp á teningnum í Frostaskjólinu um kvöldið þar sem Atli Önnu Svandísar heldur um þræðina. Nóg pláss fyrir það fyrsta og þegar síðuahaldari mætti á staðinn var Sweet child of mine í græjunum sem er afskaplega vel til fundið fyrir minn hatt. Í kjölfarið fylgdu Egó og Creatence sem er ilmandi fínt. Það getur þó verið hvimleitt að á körfuboltaleikjum slæðast alltaf með einhver skoppiti hoppiti hopp lög. Líklega gert til þess að koma til móts við hið erlenda vinnuafl sem setur svo skemmtilegan svip á körfuboltann. En KR-ingum tekst að toppa alla aðra með því að hafa Bakkus í hlénu, reyndar hef ég þá grunaða að sósa sig einnig fyrir leik en hef ekki tékkað á því. Mun mæta mjög snemma næst og koma mér í gírinn. Maður er svo miklu liprari penni þegar maður er aðeins mjúkur.
Saturday, March 24, 2007
Orðrétt
"Vilji menn perrast á þessu sviði, þá er best að þeir geri það á öðrum vettvangi."
- Stefán Konráðsson framkvæmdarstjóri ÍSÍ á vef sambandsins í gær.
"Vilji menn perrast á þessu sviði, þá er best að þeir geri það á öðrum vettvangi."
- Stefán Konráðsson framkvæmdarstjóri ÍSÍ á vef sambandsins í gær.
Friday, March 23, 2007
Munnmælasögur#59
Síðuhaldari átti gott spjall við PapaMug í vikunni þar sem Muggi kvartaði yfir því að hafa ekki komið við sögu í Munnmælasögunum lengi. Það er því ekki úr vegi að skella inn sögunni af því hvernig listamannsnafnið Mugison varð til, en Muggi sagði mér þessa útgáfu af sögunni þegar hann var að aðstoða síðuhaldara á Ísafjarðarhöfn um árið. Þó svo að oft hafi verið sagt frá þessu í viðtölum við þá feðga, þá er ég ótrúlega oft spurður að því í sódómunni hvernig nafnið Mugison kom til.
"Þegar Muggi ól manninn í Malasíu í nokkur ár var hann að eigin sögn dáðasti karókísöngvari Suðaustur Asíu. Í hjáverkum kenndi hann innfæddum sjómönnum til verka. Öddi heimsótti kallinn nokkrum sinnum á meðan dvölinni stóð. Þræddu þeir þá karókí pöbbana við gríðarlega góðar undirtektir heimamanna, enda lumar hafnarstjórinn á góðri Elvis rödd. Þegar feðgarnir birtust í dyragættinni á karókípöbbunum, görguðu innfæddir upp yfir sig: "Hei Mr. Múgí and Múgíson"!! Listamannsnafnið er því fætt í Malasíu."
Síðuhaldari átti gott spjall við PapaMug í vikunni þar sem Muggi kvartaði yfir því að hafa ekki komið við sögu í Munnmælasögunum lengi. Það er því ekki úr vegi að skella inn sögunni af því hvernig listamannsnafnið Mugison varð til, en Muggi sagði mér þessa útgáfu af sögunni þegar hann var að aðstoða síðuhaldara á Ísafjarðarhöfn um árið. Þó svo að oft hafi verið sagt frá þessu í viðtölum við þá feðga, þá er ég ótrúlega oft spurður að því í sódómunni hvernig nafnið Mugison kom til.
"Þegar Muggi ól manninn í Malasíu í nokkur ár var hann að eigin sögn dáðasti karókísöngvari Suðaustur Asíu. Í hjáverkum kenndi hann innfæddum sjómönnum til verka. Öddi heimsótti kallinn nokkrum sinnum á meðan dvölinni stóð. Þræddu þeir þá karókí pöbbana við gríðarlega góðar undirtektir heimamanna, enda lumar hafnarstjórinn á góðri Elvis rödd. Þegar feðgarnir birtust í dyragættinni á karókípöbbunum, görguðu innfæddir upp yfir sig: "Hei Mr. Múgí and Múgíson"!! Listamannsnafnið er því fætt í Malasíu."
Thursday, March 22, 2007
Orðrétt
"Meira um lystisemdir holdsins: á mbl. vefnum segir frá bandarískum ungling sem á von á 6 börnum með sex konum og þykir þetta með eindæmum fréttnæmt. Í minni sveit reyndu menn að þaga yfir svona löguðu, og þótti svona heldur ekki sérlega fréttnæmt. Mér hefði þótt meiri frétt ef hann hefði átt von á sex börnum með sjö konum, eins einhver komst að orði er fjölskylduhögum eins frænda míns var líst."
-Guðmundur Hrafn Arngrímsson á bloggi sínu þann 13. mars 2007.
"Meira um lystisemdir holdsins: á mbl. vefnum segir frá bandarískum ungling sem á von á 6 börnum með sex konum og þykir þetta með eindæmum fréttnæmt. Í minni sveit reyndu menn að þaga yfir svona löguðu, og þótti svona heldur ekki sérlega fréttnæmt. Mér hefði þótt meiri frétt ef hann hefði átt von á sex börnum með sjö konum, eins einhver komst að orði er fjölskylduhögum eins frænda míns var líst."
-Guðmundur Hrafn Arngrímsson á bloggi sínu þann 13. mars 2007.
Tarnamaður
Nú verður gripið niður í samtal síðuhaldara og Jóns Hartmanns Elíassonar sem fram fór á dögunum.
Síðuhaldari: "Ég er að vinna fyrir nokkra aðila eins og er. 150% vinna fram á vorið. Það er vertíð núna. Eins og þú veist Jón þá er ég svona tarnamaður."
Jón Hartmann: "Já þú ert vissulega tarnamaður. En þú passar þig líka á því að hafa tarnirnar bæði stuttar og snarpar" !!!
Nú verður gripið niður í samtal síðuhaldara og Jóns Hartmanns Elíassonar sem fram fór á dögunum.
Síðuhaldari: "Ég er að vinna fyrir nokkra aðila eins og er. 150% vinna fram á vorið. Það er vertíð núna. Eins og þú veist Jón þá er ég svona tarnamaður."
Jón Hartmann: "Já þú ert vissulega tarnamaður. En þú passar þig líka á því að hafa tarnirnar bæði stuttar og snarpar" !!!
Monday, March 19, 2007
Orðrétt
,,og lék hann (Birgir Leifur) lokahringinn á 68 höggum undir pari."
-Kristín fyrrum vinnufélagi síðuhaldara á mbl.is í útvarpsfréttum RÚV kl 9:00 í gærmorgun.
,,og lék hann (Birgir Leifur) lokahringinn á 68 höggum undir pari."
-Kristín fyrrum vinnufélagi síðuhaldara á mbl.is í útvarpsfréttum RÚV kl 9:00 í gærmorgun.
Wednesday, March 14, 2007
Munnmælasögur#58
Maður er nefndur Guðbjartur Flosason og er hann fermingarbróðir síðuhaldara. Bjartur er þeim kostum búinn að hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þessi eiginleiki á sér einnig sínar spaugilegu hliðar eins og þessi glóðvolga saga er glöggt vitni um. Á dögunum hélt sænska skjátan Lisa Ekdal tónleika í Bolungarvík og á einhverjum síðri stöðum. Margir af máttarstólpum bæjarins tóku þessum menningarviðburði fagnandi, eins og Eiki klipp, Jón frá Seljanesi og Bjartur. Röðuðu þeir sér framarlega í salinn en BJartur fór hins vegar að ókyrrast strax í fyrsta lagi, sem honum fannst full rólegt. Eftir þrjú róleg lög og létt hjal söngkonunnar á milli lagana; stóð Bjartur á fætur, tók hatt sinn og staf og gekk á dyr. Lét hann í leiðinni þessi orð falla: "Neeeei. Hingað borgaði ég mig ekki inn til þess að hlusta á brandara á sænsku" !!!
Maður er nefndur Guðbjartur Flosason og er hann fermingarbróðir síðuhaldara. Bjartur er þeim kostum búinn að hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þessi eiginleiki á sér einnig sínar spaugilegu hliðar eins og þessi glóðvolga saga er glöggt vitni um. Á dögunum hélt sænska skjátan Lisa Ekdal tónleika í Bolungarvík og á einhverjum síðri stöðum. Margir af máttarstólpum bæjarins tóku þessum menningarviðburði fagnandi, eins og Eiki klipp, Jón frá Seljanesi og Bjartur. Röðuðu þeir sér framarlega í salinn en BJartur fór hins vegar að ókyrrast strax í fyrsta lagi, sem honum fannst full rólegt. Eftir þrjú róleg lög og létt hjal söngkonunnar á milli lagana; stóð Bjartur á fætur, tók hatt sinn og staf og gekk á dyr. Lét hann í leiðinni þessi orð falla: "Neeeei. Hingað borgaði ég mig ekki inn til þess að hlusta á brandara á sænsku" !!!
Tuesday, March 13, 2007
Fálkinn gylltur
Er síðuhaldari var að rölta um miðbæinn aðfararnótt laugardags, sem siðgæðisvörður, brá hann sér um stund inn á Ellefuna. Þar var verið að leika heimilislega músik eins og Sweet child of mine með Guns n roses. Síðuhaldari hitti þar Geira og Valda sem oftast eru kenndir við nine elevens núorðið. Voru þeir hinir hressustu að vanda. Valdi sýndi mér forláta bol sem hann klæddist en á honum var mynd af gylltum fálka. Taldi hann að ég kynni að meta þetta og fylgdi sögunni að hann hefði orðið sér úti um flíkina í Noregi. Óneitanlega var þetta tilkomumikil sjón.
Er síðuhaldari var að rölta um miðbæinn aðfararnótt laugardags, sem siðgæðisvörður, brá hann sér um stund inn á Ellefuna. Þar var verið að leika heimilislega músik eins og Sweet child of mine með Guns n roses. Síðuhaldari hitti þar Geira og Valda sem oftast eru kenndir við nine elevens núorðið. Voru þeir hinir hressustu að vanda. Valdi sýndi mér forláta bol sem hann klæddist en á honum var mynd af gylltum fálka. Taldi hann að ég kynni að meta þetta og fylgdi sögunni að hann hefði orðið sér úti um flíkina í Noregi. Óneitanlega var þetta tilkomumikil sjón.
Orðrétt
„Síðasta plata var ástarplata en kannski þessi sé meira svona „midlife crisis"-fílingur þar sem ég er búinn að kaupa mér leðurjakka og fitna aðeins."
- Tónlistarmaðurinn Öddi Mugison í Fréttablaðinu í dag.
„Síðasta plata var ástarplata en kannski þessi sé meira svona „midlife crisis"-fílingur þar sem ég er búinn að kaupa mér leðurjakka og fitna aðeins."
- Tónlistarmaðurinn Öddi Mugison í Fréttablaðinu í dag.
Friday, March 09, 2007
Margrét Jónsdóttir 5 tug
Í kvöld verður 5 tugs afmæli Möggu systur fagnað en hún átti afmæli þann 7. mars. Síðuhaldari neyðist því til að halla sér enn frekar að Bakkusi. Blogg fólksins óskar Möggu til hamingju með tímamótin.
Í kvöld verður 5 tugs afmæli Möggu systur fagnað en hún átti afmæli þann 7. mars. Síðuhaldari neyðist því til að halla sér enn frekar að Bakkusi. Blogg fólksins óskar Möggu til hamingju með tímamótin.
Thursday, March 08, 2007
Orðrétt
"Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í vel þekktri stellingu úr klámmyndum.....stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum við tákn úr klámi, líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir. Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning"
- Guðbjörg Hildur Kolbeins doktor í fjölmiðlafræði í magnaðri færslu um fermingarbækling Smáralindar (sem nú hefur verið fjarlægð) á bloggsíðu sinni kolbeins.blog.is.
"Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í vel þekktri stellingu úr klámmyndum.....stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum við tákn úr klámi, líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir. Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning"
- Guðbjörg Hildur Kolbeins doktor í fjölmiðlafræði í magnaðri færslu um fermingarbækling Smáralindar (sem nú hefur verið fjarlægð) á bloggsíðu sinni kolbeins.blog.is.
Monday, March 05, 2007
Síðuhaldari og módelstörfin
Síðuhaldari var með svokallað missed call á dögunum. Til þess er ætlast af síðuhaldara að hann svari í símann sé þess einhver kostur en næst besti kosturinn í stöðunni sé þá að hringja til baka við fyrsta tækifæri. Þetta virðast vera viðurkenndar aðferðir í nútímanum og reynir síðuhaldari sjálfsögðu að fylgja þeim samviskusamlega eftir með misjöfnum árangri. Í þessu tilfelli var númerið sem hringt var úr augljóslega eitthvað skrifstofunúmer. "Eskimó módels góðan daginn" var heilsan á hinum enda þráðlausu línunnar. Síðuhaldari kynnti sig og sagðist hafa fengið hringingu úr þessu númeri. Skjátan sem svaraði sagðist ekki hafa hringt í þetta númer og hefði hún verið ein á skrifstofunni allan daginn. Í framhaldingu spurði hún: "Ertu á skrá hjá okkur?" spurði hún þá. Síðuhaldari svaraði: "Nei, en ég ætti auðvitað að vera það." Viðmælandanum fannst þetta einkennilegt svar og sleit símtalinu fljótlega.
Síðuhaldari var með svokallað missed call á dögunum. Til þess er ætlast af síðuhaldara að hann svari í símann sé þess einhver kostur en næst besti kosturinn í stöðunni sé þá að hringja til baka við fyrsta tækifæri. Þetta virðast vera viðurkenndar aðferðir í nútímanum og reynir síðuhaldari sjálfsögðu að fylgja þeim samviskusamlega eftir með misjöfnum árangri. Í þessu tilfelli var númerið sem hringt var úr augljóslega eitthvað skrifstofunúmer. "Eskimó módels góðan daginn" var heilsan á hinum enda þráðlausu línunnar. Síðuhaldari kynnti sig og sagðist hafa fengið hringingu úr þessu númeri. Skjátan sem svaraði sagðist ekki hafa hringt í þetta númer og hefði hún verið ein á skrifstofunni allan daginn. Í framhaldingu spurði hún: "Ertu á skrá hjá okkur?" spurði hún þá. Síðuhaldari svaraði: "Nei, en ég ætti auðvitað að vera það." Viðmælandanum fannst þetta einkennilegt svar og sleit símtalinu fljótlega.
Friday, March 02, 2007
Orðrétt
"Heiða sagði mér frá saunabaði í Berlín sem hún fór oft í. Þar voru allir saman allsberir, konur og karlar. Og meira að segja líka úti í porti, þangað sem fólk fór til að kæla sig. Porti umkringdu íbúðum þar sem íbúar höfðu beinan aðgang að hinum nöktu líkömum. Engum fannst þetta tiltökumál en í rassaborunni hér yrði líklega allt vitlaust ef einhverjum dytti í hug að opna svona unisex saunu. Fyrir það fyrsta myndu fjölmiðlar fá kast enda ekki á hverjum degi sem eitthvað skemmtilegt gerist. Þeir gætu hætt rétt á meðan að segja frá ósýnilegri svifmengun og óskiljanlegu baugsréttarhaldarugli. Allsbert fólk selur. "Gárungar" færu á kostum og það hlypi á snærið hjá Spaugstofunni. Næst færu hópar herskárra á kreik, Krossinn og femínistar gætu fundið eitthvað á þá viðurstyggð að allsbert fólk væri saman í saunu. Börnin! Ætlar enginn að hugsa um börnin?! Það yrði gífurlegt umtal um "klámsaununa" og ef hún væri einhverntímann opnuð myndu ljósmyndarar hanga í portinu og ná kannski mynd af Bryndísi Schram. Ég sé þetta alveg fyrir mér, stóra klámsaunumálið."
-Dr. Gunni tónlistarmaður á bloggi sínu 28. febrúar 2007.
"Heiða sagði mér frá saunabaði í Berlín sem hún fór oft í. Þar voru allir saman allsberir, konur og karlar. Og meira að segja líka úti í porti, þangað sem fólk fór til að kæla sig. Porti umkringdu íbúðum þar sem íbúar höfðu beinan aðgang að hinum nöktu líkömum. Engum fannst þetta tiltökumál en í rassaborunni hér yrði líklega allt vitlaust ef einhverjum dytti í hug að opna svona unisex saunu. Fyrir það fyrsta myndu fjölmiðlar fá kast enda ekki á hverjum degi sem eitthvað skemmtilegt gerist. Þeir gætu hætt rétt á meðan að segja frá ósýnilegri svifmengun og óskiljanlegu baugsréttarhaldarugli. Allsbert fólk selur. "Gárungar" færu á kostum og það hlypi á snærið hjá Spaugstofunni. Næst færu hópar herskárra á kreik, Krossinn og femínistar gætu fundið eitthvað á þá viðurstyggð að allsbert fólk væri saman í saunu. Börnin! Ætlar enginn að hugsa um börnin?! Það yrði gífurlegt umtal um "klámsaununa" og ef hún væri einhverntímann opnuð myndu ljósmyndarar hanga í portinu og ná kannski mynd af Bryndísi Schram. Ég sé þetta alveg fyrir mér, stóra klámsaunumálið."
-Dr. Gunni tónlistarmaður á bloggi sínu 28. febrúar 2007.
Til hamingju Ísland
Til hamingju með gærdaginn. Sjálfur bjórdagurinn kominn og farinn. Sjálfsagt að halda upp á daginn enda var ekki auðvelt að fá þetta í gegn. Á vinstri vængnum þótti það bara alls ekki sjálfsagt að Íslendingar fengju að kaupa sér bjór í heimalandinu annars staðar en í fríhöfninni. Í dag má svo heyra þessa umræðu, sem fram fór fyrir 1. mars 1989, enduróma þegar rætt er um hvort hægt sé að leyja kaupmönnum að selja bjór og léttvín. Síðuhaldari neyðist til þess að halla sér enn frekar að Bakkusi um helgina.
Til hamingju með gærdaginn. Sjálfur bjórdagurinn kominn og farinn. Sjálfsagt að halda upp á daginn enda var ekki auðvelt að fá þetta í gegn. Á vinstri vængnum þótti það bara alls ekki sjálfsagt að Íslendingar fengju að kaupa sér bjór í heimalandinu annars staðar en í fríhöfninni. Í dag má svo heyra þessa umræðu, sem fram fór fyrir 1. mars 1989, enduróma þegar rætt er um hvort hægt sé að leyja kaupmönnum að selja bjór og léttvín. Síðuhaldari neyðist til þess að halla sér enn frekar að Bakkusi um helgina.
Thursday, March 01, 2007
Orðrétt
,,Kvenréttindakonur sem eru alltaf að djöflast út í karlmenn eru konur sem hafa beðið mikinn ósigur í svefnherbergi sínu. Það er dálítið gróft að segja þetta en ég stend fullkomlega við það. Þessar konur eru haldnar einhverri minnimáttarkennd sem konur, vegna þess að þær eru ekki nógu miklar konur. Konurnar í Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum nota ekki einu sinni snyrtivörur. Þetta eru einhverskonar vaðmálskerlingar, með fullri virðingu fyrir íslensku sauðkindinni. Af hverju má ekki halda fram kvenlegri fegurð?"
- Rósa Ingólfsdóttir í viðtali við Mannlíf í september árið 1989.
,,Kvenréttindakonur sem eru alltaf að djöflast út í karlmenn eru konur sem hafa beðið mikinn ósigur í svefnherbergi sínu. Það er dálítið gróft að segja þetta en ég stend fullkomlega við það. Þessar konur eru haldnar einhverri minnimáttarkennd sem konur, vegna þess að þær eru ekki nógu miklar konur. Konurnar í Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum nota ekki einu sinni snyrtivörur. Þetta eru einhverskonar vaðmálskerlingar, með fullri virðingu fyrir íslensku sauðkindinni. Af hverju má ekki halda fram kvenlegri fegurð?"
- Rósa Ingólfsdóttir í viðtali við Mannlíf í september árið 1989.