Tuesday, October 30, 2007
Orðrétt
"Hinn 14. apríl síðastliðinn lagði Bjarni Ármannsson þáverandi bankastjóri það til á landsfundi Samfylkingarinnar að löggjafinn bannaði fólki að semja um að launakjör þess væru einkamál. Þetta kallaði hann afnám launaleyndar. Í byrjun vikunnar flutti Morgunblaðið fréttir af samningum Bjarna og Orkuveitu Reykjavíkur um sölurétt á hlutum Bjarna í Reykjavík Energy Invest ef hann væri ekki kjörinn í stjórn félagsins, fengi ekki stjórnarlaun eða vatn hætti að renna niður í móti. Morgunblaðið bar þennan samning um kaup og kjör Bjarna undir hann og forstjóra Orkuveitunnar: „Hvorki Bjarni Ármannsson né Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vildu tjá sig um málið og sögðu mögulega samninga vera trúnaðarmál milli samningsaðila.“
- Vef-þjóðviljinn þann 27. október 2007.
"Hinn 14. apríl síðastliðinn lagði Bjarni Ármannsson þáverandi bankastjóri það til á landsfundi Samfylkingarinnar að löggjafinn bannaði fólki að semja um að launakjör þess væru einkamál. Þetta kallaði hann afnám launaleyndar. Í byrjun vikunnar flutti Morgunblaðið fréttir af samningum Bjarna og Orkuveitu Reykjavíkur um sölurétt á hlutum Bjarna í Reykjavík Energy Invest ef hann væri ekki kjörinn í stjórn félagsins, fengi ekki stjórnarlaun eða vatn hætti að renna niður í móti. Morgunblaðið bar þennan samning um kaup og kjör Bjarna undir hann og forstjóra Orkuveitunnar: „Hvorki Bjarni Ármannsson né Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vildu tjá sig um málið og sögðu mögulega samninga vera trúnaðarmál milli samningsaðila.“
- Vef-þjóðviljinn þann 27. október 2007.
Monday, October 29, 2007
Kynþokki á Víkaranum
Vek athygli á nýjum dagskrárlið á Víkaranum: Hugrenningar úr Hólshreppi. Þar hefur síðuhaldari verið beðinn um að stinga niður blýanti annað veifið. Vonandi verður fólki ekki stórlega misboðið.
Vek athygli á nýjum dagskrárlið á Víkaranum: Hugrenningar úr Hólshreppi. Þar hefur síðuhaldari verið beðinn um að stinga niður blýanti annað veifið. Vonandi verður fólki ekki stórlega misboðið.
Endurkoma Jóns Gunnars
Jón Gunnar Kristinsson hefur komið afskaplega ferskur inn í skemmtanabransann á nýjan leik eftir nokkura ára hlé. Síðuhaldari er líklega ekki einn um þá skoðun. Jón og Sigurjón voru með frábær innslög í útvarpinu í sumar, eru mjög góðir í lagaþættinum í sjónvarpinu, næturvaktin er snilld fyrir utan auglýsingarnar fyrir Símann og Prentmet. Svo virðist sem Jón hafi haft afskaplega gott af því að leggjast undir feld og finna sig í trúmálum og alls kyns heimspeki. Hann kemur alla vega endurnærður til baka. Allt sem hann snertir verður að gulli þessa dagana og bara spurning um hvernig hann spilar úr því.
Jón Gunnar Kristinsson hefur komið afskaplega ferskur inn í skemmtanabransann á nýjan leik eftir nokkura ára hlé. Síðuhaldari er líklega ekki einn um þá skoðun. Jón og Sigurjón voru með frábær innslög í útvarpinu í sumar, eru mjög góðir í lagaþættinum í sjónvarpinu, næturvaktin er snilld fyrir utan auglýsingarnar fyrir Símann og Prentmet. Svo virðist sem Jón hafi haft afskaplega gott af því að leggjast undir feld og finna sig í trúmálum og alls kyns heimspeki. Hann kemur alla vega endurnærður til baka. Allt sem hann snertir verður að gulli þessa dagana og bara spurning um hvernig hann spilar úr því.
Thursday, October 25, 2007
Að vera eða ekki vera best
Kjör á leikmanni ársins í Landsbankadeild kvenna hefur vakið furðu mikla athygli og þá sérstaklega í samanburði við áhorf á leiki deildarinnar. Þorri dómaranna í dómstóli götunnar er því að fella dóma út frá tölfræðinni en ekki því sem þau sáu. Þetta er hins vegar langt frá því að vera í fyrsta skipti sem slíkt val veldur deilum. Elvar kom með frábæran punkt úr körfunni: Siggi Ingimundar hefur aldrei verið valinn þjálfari ársins! Valið í fótboltanum hefur einnig oft verið umdeilt án þess þó að landið og miðin logi í illdeilum. Dæmi: Hvernig var hægt að ganga fram hjá Hómer Guðjóns 1996?
Kjör á leikmanni ársins í Landsbankadeild kvenna hefur vakið furðu mikla athygli og þá sérstaklega í samanburði við áhorf á leiki deildarinnar. Þorri dómaranna í dómstóli götunnar er því að fella dóma út frá tölfræðinni en ekki því sem þau sáu. Þetta er hins vegar langt frá því að vera í fyrsta skipti sem slíkt val veldur deilum. Elvar kom með frábæran punkt úr körfunni: Siggi Ingimundar hefur aldrei verið valinn þjálfari ársins! Valið í fótboltanum hefur einnig oft verið umdeilt án þess þó að landið og miðin logi í illdeilum. Dæmi: Hvernig var hægt að ganga fram hjá Hómer Guðjóns 1996?
Sama umræðan
Vegna þeirrar umræðu sem nú á sér stað, vegna frumvarps margra þingmanna um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu, þá vil ég hvetja fólk til þess að kynna sér umræðuna sem skapaðist í aðdraganda þess, að íslenskir stjórnmálamenn treystu löndum sínum til þess að versla sér bjór seint á níunda áratuginum. Það er afar fróðlegt að bera umræðuna um þessi tvö frumvörp saman, því rökin með og á móti eru þau sömu. Annars vegar um aukið frelsi einstaklingum til handa og hins vegar lýðheilsumál. Það má því spyrja í leiðinni hvort fólk telji almennt að bjórfrumvarpið fræga hafi verið mistök? Þeir sem eru andvígir frumvarpinu sem nú er í gildi, telja væntanlega að reynslan af bjórnum sé slæm.
Vegna þeirrar umræðu sem nú á sér stað, vegna frumvarps margra þingmanna um afnám ríkiseinokunar á áfengissölu, þá vil ég hvetja fólk til þess að kynna sér umræðuna sem skapaðist í aðdraganda þess, að íslenskir stjórnmálamenn treystu löndum sínum til þess að versla sér bjór seint á níunda áratuginum. Það er afar fróðlegt að bera umræðuna um þessi tvö frumvörp saman, því rökin með og á móti eru þau sömu. Annars vegar um aukið frelsi einstaklingum til handa og hins vegar lýðheilsumál. Það má því spyrja í leiðinni hvort fólk telji almennt að bjórfrumvarpið fræga hafi verið mistök? Þeir sem eru andvígir frumvarpinu sem nú er í gildi, telja væntanlega að reynslan af bjórnum sé slæm.
Saturday, October 20, 2007
Orðrétt
"Dane Cook verður fljótt pirrandi í hlutverki sínu, en hann er líklega fyrsta karlhetjan á hvíta tjaldinu sem kemst upp með að vera með mjög slæma húð."
- Trausti Salvar Kristjánsson kvikmyndagagnrýnandi, um myndina Good luck Chuck, í 24 Stundum miðvikudaginn 17. október 2007.
"Dane Cook verður fljótt pirrandi í hlutverki sínu, en hann er líklega fyrsta karlhetjan á hvíta tjaldinu sem kemst upp með að vera með mjög slæma húð."
- Trausti Salvar Kristjánsson kvikmyndagagnrýnandi, um myndina Good luck Chuck, í 24 Stundum miðvikudaginn 17. október 2007.
Friday, October 19, 2007
Hvar endar þetta?
Nú virðist flugfreyjumaðurinn á hæðinni fyrir ofan mig vera endanlega genginn af vitinu. Ég hef áður deilt með lesendum sögum af því þegar hann skrúfar undarlega tónlist í botn um miðjar nætur á virkum dögum. Þar hefur ýmislegt fengið að flakka eins og lag Ólympíuleikanna 1992. Í nótt náði maðurinn enn einu sinni að toppa sjálfan sig og nú held ég að það sé fullreynt með að þessi maður nái sér á strik andlega. Í nótt glumdi yfir mér einhverskonar kirkjutónlist. Þá er ég að tala um orgelspil en ekki gospel. Á milli heyrðist mér svo einhver prestur taka til máls. Þetta gekk frá svona tvö til fimm í nótt þannig að varla hefur þarna verið á ferðinni upptaka af messu á Rás1. Getur verið að þetta sé karma? Er verið að refsa manni fyrir að ganga úr þjóðkirkjunni? Enn sem komið er stilli ég mig um að kvarta undan þessum undarlegheitum því ég vill ekki vera sú týpa.
Nú virðist flugfreyjumaðurinn á hæðinni fyrir ofan mig vera endanlega genginn af vitinu. Ég hef áður deilt með lesendum sögum af því þegar hann skrúfar undarlega tónlist í botn um miðjar nætur á virkum dögum. Þar hefur ýmislegt fengið að flakka eins og lag Ólympíuleikanna 1992. Í nótt náði maðurinn enn einu sinni að toppa sjálfan sig og nú held ég að það sé fullreynt með að þessi maður nái sér á strik andlega. Í nótt glumdi yfir mér einhverskonar kirkjutónlist. Þá er ég að tala um orgelspil en ekki gospel. Á milli heyrðist mér svo einhver prestur taka til máls. Þetta gekk frá svona tvö til fimm í nótt þannig að varla hefur þarna verið á ferðinni upptaka af messu á Rás1. Getur verið að þetta sé karma? Er verið að refsa manni fyrir að ganga úr þjóðkirkjunni? Enn sem komið er stilli ég mig um að kvarta undan þessum undarlegheitum því ég vill ekki vera sú týpa.
Einn sá fyndnasti
Lengi hefur staðið til að vekja hér athygli á einum fyndnasta bloggara landsins, Ívari Páli Jónssyni blaðamanni. Hann er með athyglisvert blogg sem ætti að skýra sig sjálft, en reglulega ganga hinir og þessir apakettir í gildrurnar sem hann leggur. Trendið er að birta mynd af frægum og skrifa í leiðinni um einhvera allt aðra fræga eins og sjá má í hausnum. Um daginn "ruglaði" hann Dorrit og Yoko saman og apakettirnir misstu sig í commentunum.
Lengi hefur staðið til að vekja hér athygli á einum fyndnasta bloggara landsins, Ívari Páli Jónssyni blaðamanni. Hann er með athyglisvert blogg sem ætti að skýra sig sjálft, en reglulega ganga hinir og þessir apakettir í gildrurnar sem hann leggur. Trendið er að birta mynd af frægum og skrifa í leiðinni um einhvera allt aðra fræga eins og sjá má í hausnum. Um daginn "ruglaði" hann Dorrit og Yoko saman og apakettirnir misstu sig í commentunum.
Hörður og línuvarðarasninn
Ég sá síðustu tíu mínúturnar af landsleik Englands og Rússlands í vikunni en sá leikur var nokkuð jafnari en leikur Liechtenstein og Íslands. Hörður Magnússon (41) lýsti leiknum og fór ekki leynt með vonbrigði sín. Ég hjó eftir tvennu. Annars vegar sagði hann að "lokakeppni EM yrði hvorki svipur né sjón án Englendinga." Ég geri ráð fyrir því að þetta sé hans persónulega skoðun og sé byggt á tilfinningum, því ekki er hægt að finna þessu stoð í sögu EM. Ef minnið bregst mér ekki þá er besti árangur Englendinga á EM að komast í undanúrslit á heimavelli. Hin ummælin voru mun meira krassandi en það var að leiknum loknum þegar var verið að sýna helstið. Englendingar fengu dæmt á sig víti ósanngjarnt og þá sagði Hörður: "og línuvarðarasninn dæmdi vítaspyrnu". Ilmandi fínar tvíbökur hjá Herði sem seint verður sakaður um að vera dauflegur í knattspyrnulýsingum.
Ég sá síðustu tíu mínúturnar af landsleik Englands og Rússlands í vikunni en sá leikur var nokkuð jafnari en leikur Liechtenstein og Íslands. Hörður Magnússon (41) lýsti leiknum og fór ekki leynt með vonbrigði sín. Ég hjó eftir tvennu. Annars vegar sagði hann að "lokakeppni EM yrði hvorki svipur né sjón án Englendinga." Ég geri ráð fyrir því að þetta sé hans persónulega skoðun og sé byggt á tilfinningum, því ekki er hægt að finna þessu stoð í sögu EM. Ef minnið bregst mér ekki þá er besti árangur Englendinga á EM að komast í undanúrslit á heimavelli. Hin ummælin voru mun meira krassandi en það var að leiknum loknum þegar var verið að sýna helstið. Englendingar fengu dæmt á sig víti ósanngjarnt og þá sagði Hörður: "og línuvarðarasninn dæmdi vítaspyrnu". Ilmandi fínar tvíbökur hjá Herði sem seint verður sakaður um að vera dauflegur í knattspyrnulýsingum.
Tuesday, October 16, 2007
Orðrétt
"Sven Olof Svenson, keppandi á alþjóðlegu súkkulaðikennslamóti sem fram fór á Garðatorgi í dag, hljóp gersamlega í baklás í lokaumferðinni. Sven, sem fyrirfram var talinn sigurstranglegastur á mótinu, byrjaði að svitna töluvert, bæði á hvirfli og á efrivör, þegar hann var beðinn um að bera kennsl á franskt hnetusúkkulaði. Í kjölfarið nefndi hann í flýti nokkrar belgískar myntusúkkulaðitegundir áður en hann brotnaði saman og hljóp grátandi út - enda ekki að undra því hann bar kennsl á nákvæmlega sama súkkulaðið á sterku móti á Kýpur fyrir aðeins viku síðan."
- Baggalútur þann 15. október 2007.
"Sven Olof Svenson, keppandi á alþjóðlegu súkkulaðikennslamóti sem fram fór á Garðatorgi í dag, hljóp gersamlega í baklás í lokaumferðinni. Sven, sem fyrirfram var talinn sigurstranglegastur á mótinu, byrjaði að svitna töluvert, bæði á hvirfli og á efrivör, þegar hann var beðinn um að bera kennsl á franskt hnetusúkkulaði. Í kjölfarið nefndi hann í flýti nokkrar belgískar myntusúkkulaðitegundir áður en hann brotnaði saman og hljóp grátandi út - enda ekki að undra því hann bar kennsl á nákvæmlega sama súkkulaðið á sterku móti á Kýpur fyrir aðeins viku síðan."
- Baggalútur þann 15. október 2007.
Saturday, October 13, 2007
Tungumálið tekur sífelldum breytingum
Eftir að hafa hlýtt á hina nýju leiðtoga í Reykjavík þá má lýðnum ljóst vera að íslensk tunga er í stöðugri endurnýjun. Við skulum kíkja á nokkrar orðskýringar sem nýjasta himnasending kallar óneitanlega á:
- "Standa í lappirnar": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá þýðir þetta nú að viðkomandi sé tilbúinn að sveiflast til hægri og vinstri eftir því hvernig vindar blása.
- "Glundroði": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá er þetta gott orð yfir fólk úr sama flokki með svipaðar lífsskoðanir og þar af leiðandi óstarfhæft. Heillavænlegra sé því að halla sér að fólki í ólíkum flokkum með ólíkar lífsskoðanir.
- "Hægt á ferðinni - aukin yfirvegun": Samkvæmt Degi Bergþórusyni Eggertssyni, þá þýðir þetta nú að mynda fjögurra flokka meirihlutasamstarf í stærsta sveitarfélagi landsins á 210 mínútum.
- "Kafa ofan í málefni": Samkvæmt Svandísi Svavarsdóttur, þá þýðir þetta nú að kanna hvort skoðanir fólks á einhverju deilumáli breytist þegar fólk er sest að kjötkötlunum."
Ef tungumál okkar á að breytast hratt á annað borð þá er auðvitað fagnaðarefni að þetta andans fólk skuli sjá um þær breytingar. Þegar merking hugtaka og lýsingarorða breytist jafn hratt og raun ber vitni, þá er reyndar verið erfitt að hendar reiður á slíku en nú þarf einungis blessun Marðar Árnasonar varðhundar, og þá er málið dautt. Allar vættir góðar forði okkur frá því, að saka þessa leiðtoga lífs okkar um að þau séu með innihaldslausa fagurgala á ögurstundu, þegar þau bera augljóslega hag borgarbúa eingöngu fyrir brjósti. Guð láti gott á vita.
Eftir að hafa hlýtt á hina nýju leiðtoga í Reykjavík þá má lýðnum ljóst vera að íslensk tunga er í stöðugri endurnýjun. Við skulum kíkja á nokkrar orðskýringar sem nýjasta himnasending kallar óneitanlega á:
- "Standa í lappirnar": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá þýðir þetta nú að viðkomandi sé tilbúinn að sveiflast til hægri og vinstri eftir því hvernig vindar blása.
- "Glundroði": Samkvæmt Birni Inga Hrafnssyni, þá er þetta gott orð yfir fólk úr sama flokki með svipaðar lífsskoðanir og þar af leiðandi óstarfhæft. Heillavænlegra sé því að halla sér að fólki í ólíkum flokkum með ólíkar lífsskoðanir.
- "Hægt á ferðinni - aukin yfirvegun": Samkvæmt Degi Bergþórusyni Eggertssyni, þá þýðir þetta nú að mynda fjögurra flokka meirihlutasamstarf í stærsta sveitarfélagi landsins á 210 mínútum.
- "Kafa ofan í málefni": Samkvæmt Svandísi Svavarsdóttur, þá þýðir þetta nú að kanna hvort skoðanir fólks á einhverju deilumáli breytist þegar fólk er sest að kjötkötlunum."
Ef tungumál okkar á að breytast hratt á annað borð þá er auðvitað fagnaðarefni að þetta andans fólk skuli sjá um þær breytingar. Þegar merking hugtaka og lýsingarorða breytist jafn hratt og raun ber vitni, þá er reyndar verið erfitt að hendar reiður á slíku en nú þarf einungis blessun Marðar Árnasonar varðhundar, og þá er málið dautt. Allar vættir góðar forði okkur frá því, að saka þessa leiðtoga lífs okkar um að þau séu með innihaldslausa fagurgala á ögurstundu, þegar þau bera augljóslega hag borgarbúa eingöngu fyrir brjósti. Guð láti gott á vita.
Saturday, October 06, 2007
Munnmælasögur#69 (afmælisútgáfa)
Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon, fagnar stórafmæli í dag og fær að því tilefni afmæliskveðju frá ritstjórninni. Þá er einnig við hæfi að skella í loftið einni munnmælasögu af kappanum:
"Vorið 1995 var haldið samkvæmi hjá Sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum þar sem frambjóðendur XD til Alþingis þökkuðu fyrir stuðninginn í þáafstöðnum kosningum. Þeir sem að veislunni stóðu lögðu upp með blátt þema, eðli málsins samkvæmt, og var meðal annars boðið upp á fagurbláa bollu sem drykkjarfang. Þegar búið var að ganga hringinn og skenkja öllum í glas, steig nýkjörinn þingmaður, Einar Oddur heitinn, í pontu. Rétt í þann mund sem hann hafði fengið gott hljóð til þess að ávarpa mannskapinn, heyrðist Halldór Magnússon kalla á eina konuna sem var að skenkja bolluna í glösin: "Fyrirgefðu fröken! Gefðu mér oggulítið meira af þessu rúðupissi!!"
Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon, fagnar stórafmæli í dag og fær að því tilefni afmæliskveðju frá ritstjórninni. Þá er einnig við hæfi að skella í loftið einni munnmælasögu af kappanum:
"Vorið 1995 var haldið samkvæmi hjá Sjálfstæðismönnum á Vestfjörðum þar sem frambjóðendur XD til Alþingis þökkuðu fyrir stuðninginn í þáafstöðnum kosningum. Þeir sem að veislunni stóðu lögðu upp með blátt þema, eðli málsins samkvæmt, og var meðal annars boðið upp á fagurbláa bollu sem drykkjarfang. Þegar búið var að ganga hringinn og skenkja öllum í glas, steig nýkjörinn þingmaður, Einar Oddur heitinn, í pontu. Rétt í þann mund sem hann hafði fengið gott hljóð til þess að ávarpa mannskapinn, heyrðist Halldór Magnússon kalla á eina konuna sem var að skenkja bolluna í glösin: "Fyrirgefðu fröken! Gefðu mér oggulítið meira af þessu rúðupissi!!"
Friday, October 05, 2007
Hvað eru menn að reykja á RÚV?
Einhverjum húmorista virðist hafa tekist að fífla íþróttadeildina á RÚV með miklum tilþrifum í kvöld. Vonandi er það skýringin því annars eru menn að reykja eitthvað ólöglegt í Efstaleitinu. Ég veit svo sem ekki hverjir uppfæra www.ruv.is og textavarpið en í kvöld var þar ágæt frétt um að Haukar væru komnir í toppsætið í handboltanu eftir sigur fyrir norðan. Í niðurlagi fréttarinnar segir hins vegar frá því að markahæstur Hauka, hafi verið "Jón Bassi" sem skorað hafi 17 af 27 mörkum liðsins !!! Þetta er alveg snilldarlegt. Ég veit um einn mann sem kallaður hefur verið Jón Bassi og er það Sjálfstæðismaður á Akranesi. Faðir Gulla Jóns og fyrsti Íslendingurinn til þess að fá rauða spjaldið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Ég skelli link á þessa merkilegu frétt með þá von í brjósti að þessi skemmtilega villa verði ekki leiðrétt. Ilmandi fínar tvíbökur þarna á ferðinni.Frétt ársins
Einhverjum húmorista virðist hafa tekist að fífla íþróttadeildina á RÚV með miklum tilþrifum í kvöld. Vonandi er það skýringin því annars eru menn að reykja eitthvað ólöglegt í Efstaleitinu. Ég veit svo sem ekki hverjir uppfæra www.ruv.is og textavarpið en í kvöld var þar ágæt frétt um að Haukar væru komnir í toppsætið í handboltanu eftir sigur fyrir norðan. Í niðurlagi fréttarinnar segir hins vegar frá því að markahæstur Hauka, hafi verið "Jón Bassi" sem skorað hafi 17 af 27 mörkum liðsins !!! Þetta er alveg snilldarlegt. Ég veit um einn mann sem kallaður hefur verið Jón Bassi og er það Sjálfstæðismaður á Akranesi. Faðir Gulla Jóns og fyrsti Íslendingurinn til þess að fá rauða spjaldið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Ég skelli link á þessa merkilegu frétt með þá von í brjósti að þessi skemmtilega villa verði ekki leiðrétt. Ilmandi fínar tvíbökur þarna á ferðinni.Frétt ársins
Thursday, October 04, 2007
Hver tekur við af Styrmi?
Síðuhaldari varð var við ýmsar vangaveltur í sumar um hver verði arftaki Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu. Eftir því sem þessu síðuhaldi skilst þá getur Styrmir ekki gegnt starfinu lengur en út árið 2008 sökum aldurs. Ýmis nöfn hafa verið nefnd en í kvöld rakst síðuhaldari á mann úr fjölmiðlaheiminum sem var með skemmtilega kenningu. Þessi nafnlausi heimildamaður, sem ekki hefur starfað á Morgunblaðinu og er einungis kunningi síðuhaldara, segir Ásgeir Friðgeirsson ganga með ritstjórann í maganum. Ásgeir starfar sem kunnugt er hjá Björgólfsfeðgum sem eiga stærsta hlutann í Árvakri, útgáfufélagi Moggans ef mér skjátlast ekki. Mjög athyglisverð kenning.
Síðuhaldari varð var við ýmsar vangaveltur í sumar um hver verði arftaki Styrmis Gunnarssonar á Morgunblaðinu. Eftir því sem þessu síðuhaldi skilst þá getur Styrmir ekki gegnt starfinu lengur en út árið 2008 sökum aldurs. Ýmis nöfn hafa verið nefnd en í kvöld rakst síðuhaldari á mann úr fjölmiðlaheiminum sem var með skemmtilega kenningu. Þessi nafnlausi heimildamaður, sem ekki hefur starfað á Morgunblaðinu og er einungis kunningi síðuhaldara, segir Ásgeir Friðgeirsson ganga með ritstjórann í maganum. Ásgeir starfar sem kunnugt er hjá Björgólfsfeðgum sem eiga stærsta hlutann í Árvakri, útgáfufélagi Moggans ef mér skjátlast ekki. Mjög athyglisverð kenning.