Wednesday, June 30, 2004
Prinsessa á leið í Villta Vestrið
Prinsessan með rauða blóðið í æðum: Leoncie, er víst á leið í Villta Vestrið um helgina. Mun hún troða upp í Krúsinni á laugardagskvöldið. Það er vægast sagt áfall af missa af þessum viðburði enda ritstjóri Bloggs fólksins afar menningarlega sinnaður. Ég held að þessi heimsókn kalli nú á að rannsóknarblaðamaður BB; Kristinn Hermannsson taki við hana eins og eitt opnuviðtal á Hindískri tungu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Prinsessan með rauða blóðið í æðum: Leoncie, er víst á leið í Villta Vestrið um helgina. Mun hún troða upp í Krúsinni á laugardagskvöldið. Það er vægast sagt áfall af missa af þessum viðburði enda ritstjóri Bloggs fólksins afar menningarlega sinnaður. Ég held að þessi heimsókn kalli nú á að rannsóknarblaðamaður BB; Kristinn Hermannsson taki við hana eins og eitt opnuviðtal á Hindískri tungu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Staðreyndir á haus
Og ekki verður það af Ólafi Ragnari Grímssyni skafið að hann var atvinnumaður í pólitískum áróðursbrögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreyndum á haus, ef það mætti verða til framdráttar röngum málstað.
-Jón Baldvin Hannibalsson í endurminningabók sinni: Tilhugalíf.
Eins og við var að búast þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson túlkað niðurstöður forsetakosninganna sem mikinn sigur fyrir sig. Þá sérstaklega í ljósi meintrar "herferðar" og "atlögu" gegn sér af sterkum öflum í þjóðfélaginu. Eftir því sem ég kemst næst eru það Styrmir Gunnarsson og Ingvi Hrafn Jónsson sem þar hafa átt í hlut með því að gagnrýna Ólaf í vinnunni. Þessi yfirgengilega herferð og atlaga kallaði á þau viðbrögð að hreinlega 2 af hverjum 5 atkvæðabærum mönnum í landinu þustu á kjörstað til þess að halda uppi vörnum fyrir Forsetann. Einnig er athyglisvert að Ólafur skuli nefna sérstaklega forsíðu Moggans á laugardeginum þar sem greint var frá því að hlutfall auðra seðla yrði gefið upp. Það túlkar Ólafur sem hvatningu til þess að skila auðu en hann hefur ekki minnst á að Fréttablaðið birti niðurstöður úr skoðanakönnun í vikunni fyrir kosningar þar sem sérstaklega var bent á að 20% þeirra sem svöruðu segðust ætla að skila auðu í kosningum. Maður spyr sig þá hvort slíkt sé einnig eins konar hvatning og hvort Fréttablaðið heyri kannski undir þessi öfl sem hafi beitt sér gegn honum.
Ummælin hér að ofan voru rifjuð upp af alnafna mínum á Morgunblaðinu í ágætri grein hans í Viðhorfinu í gær. Sjálfur þekki ég ekki Ólaf Ragnar persónulega en eins og nafni minn bendir á í greininni þá þekkir Jón Baldvin hann persónulega og starfaði náið með honum í ríkisstjórninni ´88-´91. Jón ætti því að vera sæmilega fær um að meta það hversu mikið er að marka orð Ólafs alla jafna. Ég minnist þess eftir kosningarnar ´91 þá lýsti Ólafur því einmitt yfir sem þáverandi formaður Alþýðubandalagsins að úrslitin væru sigur fyrir flokkinn og hann væri samhentari og sterkari en hann hefði verið um árabil. Flokkurinn fékk um 14% en hafði mest fengið um 23% í kosningum ´78 og fyrir kosningarnar gekk fólk úr flokknum yfir í Alþýðuflokk auk þess sem forysta BHMR kvatti Alþýðubandalagsfólk til þess að kjósa Kvennalistann. Ólafur sagði einnig við sama tækifæri að úrslitin sýndu að vilji þjóðarinnar væri sá að stjórnarsamstarfið héldi áfram en Jón Baldvin leit þau öðrum augum og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Og ekki verður það af Ólafi Ragnari Grímssyni skafið að hann var atvinnumaður í pólitískum áróðursbrögðum og hikaði aldrei við að snúa staðreyndum á haus, ef það mætti verða til framdráttar röngum málstað.
-Jón Baldvin Hannibalsson í endurminningabók sinni: Tilhugalíf.
Eins og við var að búast þá hefur Ólafur Ragnar Grímsson túlkað niðurstöður forsetakosninganna sem mikinn sigur fyrir sig. Þá sérstaklega í ljósi meintrar "herferðar" og "atlögu" gegn sér af sterkum öflum í þjóðfélaginu. Eftir því sem ég kemst næst eru það Styrmir Gunnarsson og Ingvi Hrafn Jónsson sem þar hafa átt í hlut með því að gagnrýna Ólaf í vinnunni. Þessi yfirgengilega herferð og atlaga kallaði á þau viðbrögð að hreinlega 2 af hverjum 5 atkvæðabærum mönnum í landinu þustu á kjörstað til þess að halda uppi vörnum fyrir Forsetann. Einnig er athyglisvert að Ólafur skuli nefna sérstaklega forsíðu Moggans á laugardeginum þar sem greint var frá því að hlutfall auðra seðla yrði gefið upp. Það túlkar Ólafur sem hvatningu til þess að skila auðu en hann hefur ekki minnst á að Fréttablaðið birti niðurstöður úr skoðanakönnun í vikunni fyrir kosningar þar sem sérstaklega var bent á að 20% þeirra sem svöruðu segðust ætla að skila auðu í kosningum. Maður spyr sig þá hvort slíkt sé einnig eins konar hvatning og hvort Fréttablaðið heyri kannski undir þessi öfl sem hafi beitt sér gegn honum.
Ummælin hér að ofan voru rifjuð upp af alnafna mínum á Morgunblaðinu í ágætri grein hans í Viðhorfinu í gær. Sjálfur þekki ég ekki Ólaf Ragnar persónulega en eins og nafni minn bendir á í greininni þá þekkir Jón Baldvin hann persónulega og starfaði náið með honum í ríkisstjórninni ´88-´91. Jón ætti því að vera sæmilega fær um að meta það hversu mikið er að marka orð Ólafs alla jafna. Ég minnist þess eftir kosningarnar ´91 þá lýsti Ólafur því einmitt yfir sem þáverandi formaður Alþýðubandalagsins að úrslitin væru sigur fyrir flokkinn og hann væri samhentari og sterkari en hann hefði verið um árabil. Flokkurinn fékk um 14% en hafði mest fengið um 23% í kosningum ´78 og fyrir kosningarnar gekk fólk úr flokknum yfir í Alþýðuflokk auk þess sem forysta BHMR kvatti Alþýðubandalagsfólk til þess að kjósa Kvennalistann. Ólafur sagði einnig við sama tækifæri að úrslitin sýndu að vilji þjóðarinnar væri sá að stjórnarsamstarfið héldi áfram en Jón Baldvin leit þau öðrum augum og myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Tuesday, June 29, 2004
Vestfjarðamótið
Var á Vestfjarðamótinu í golfi um helgina sem haldið var í Bolungarvík þetta árið. Röggi pensill setti vallarmet fyrir daginn, spilaði á 70 höggum eða einu undir pari sem er frekar sterkt hjá manni með 10 í forgjöf. Maggi Gísla var svo á parinu seinni daginn og missti stutt pútt fyrir vallarmetsjöfnun. Sjálfur lék ég illa í mótinu, sérstaklega á flötunum, var á 89 og 92 höggum. Hækkaði þar með forgjöfina úr 12,3 í 12,5.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Var á Vestfjarðamótinu í golfi um helgina sem haldið var í Bolungarvík þetta árið. Röggi pensill setti vallarmet fyrir daginn, spilaði á 70 höggum eða einu undir pari sem er frekar sterkt hjá manni með 10 í forgjöf. Maggi Gísla var svo á parinu seinni daginn og missti stutt pútt fyrir vallarmetsjöfnun. Sjálfur lék ég illa í mótinu, sérstaklega á flötunum, var á 89 og 92 höggum. Hækkaði þar með forgjöfina úr 12,3 í 12,5.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Wednesday, June 23, 2004
Mugison hótar breytingum
Öddi er eitthvað að tala um breytingar á síðunni sinni. Hætta þessu einsmanns eitthvað eins og hann orðar það og búa til band. Hann gæti eflaust sett saman skemmtilegt band með gömlum Lauganemum; Rikka og co eða tekið fjölskyldustemninguna á þetta; Kalla Hallgríms á munnhörpu og Harbour Master sem leadsöngvara. Veit samt ekki hvort það væri skynsamlegt hjá honum að breyta; þetta sólódæmi hefur þótt mjög ferskt og frumlegt í ólíklegustu kreðsum. En ef hann er að tapa gleðinni þá er náttúrulega lítið annað að gera. Svo er þetta kannski bara gamla sveitaballatrixið eins og hann nefnir sjálfur á síðunni. Fyrir þá sem þetta lesa og hafa lítið kynnt sér diskinn Lonely Mountain; þá mæli ég með að kíkja á lögin Ear og Poke a Pal. Á sjálfur áritað eintak frá feðgunum sem ég ligg á eins og gulli. Þar stendur meðal annars: Til Harbour Masters assistant eða Mini me!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Öddi er eitthvað að tala um breytingar á síðunni sinni. Hætta þessu einsmanns eitthvað eins og hann orðar það og búa til band. Hann gæti eflaust sett saman skemmtilegt band með gömlum Lauganemum; Rikka og co eða tekið fjölskyldustemninguna á þetta; Kalla Hallgríms á munnhörpu og Harbour Master sem leadsöngvara. Veit samt ekki hvort það væri skynsamlegt hjá honum að breyta; þetta sólódæmi hefur þótt mjög ferskt og frumlegt í ólíklegustu kreðsum. En ef hann er að tapa gleðinni þá er náttúrulega lítið annað að gera. Svo er þetta kannski bara gamla sveitaballatrixið eins og hann nefnir sjálfur á síðunni. Fyrir þá sem þetta lesa og hafa lítið kynnt sér diskinn Lonely Mountain; þá mæli ég með að kíkja á lögin Ear og Poke a Pal. Á sjálfur áritað eintak frá feðgunum sem ég ligg á eins og gulli. Þar stendur meðal annars: Til Harbour Masters assistant eða Mini me!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
2:2
Mín lið Svíar og Danir eru bæði komin áfram í EM eftir ótrúleg úrslit í gærkvöldi. Ekki nein glansframmistaða í þessum leik en ég get ekki séð að Ítalirnir eigi meira skilið að komast áfram. Þeir geta sjálfum sér um kennt - þeir hafa mannskapinn til þess að leika til sigurs en gera það aldrei. Þeir þurfa að ráða útlending sem landsliðsþjálfara til þess að brjótast út úr þessum hugsunarhætti sínum sem hefur ekki skilað þeim titli síðan 1982.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Mín lið Svíar og Danir eru bæði komin áfram í EM eftir ótrúleg úrslit í gærkvöldi. Ekki nein glansframmistaða í þessum leik en ég get ekki séð að Ítalirnir eigi meira skilið að komast áfram. Þeir geta sjálfum sér um kennt - þeir hafa mannskapinn til þess að leika til sigurs en gera það aldrei. Þeir þurfa að ráða útlending sem landsliðsþjálfara til þess að brjótast út úr þessum hugsunarhætti sínum sem hefur ekki skilað þeim titli síðan 1982.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Tuesday, June 22, 2004
Rokkið
Ég á systurson á fermingaraldri sem er í rokkhljómsveit og hlustar meira og minna á þungarokk. Ég gerði nokkuð af því að hlusta á rokkið á hans aldri og gaf honum um daginn tvo boli sem ég átti einhvers staðar í skápum fyrir vestan. Báðir sennilega um tíu ára gamlir; annar með Pink Floyd og hinn með Alice Cooper. Sem sagt sannkölluð klassík og féll í góðan jarðveg. Ég leitaði jafnframt mikið af AC/DC bol sem ég átti og notaði mikið í gaggó, en fann hvergi. Hætt er við því að móðir mín; Frú Margrét, hafi einhvern tíma talið að hann yrði ekki notaður meira og gefið hann til Sre bre Nizza.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ég á systurson á fermingaraldri sem er í rokkhljómsveit og hlustar meira og minna á þungarokk. Ég gerði nokkuð af því að hlusta á rokkið á hans aldri og gaf honum um daginn tvo boli sem ég átti einhvers staðar í skápum fyrir vestan. Báðir sennilega um tíu ára gamlir; annar með Pink Floyd og hinn með Alice Cooper. Sem sagt sannkölluð klassík og féll í góðan jarðveg. Ég leitaði jafnframt mikið af AC/DC bol sem ég átti og notaði mikið í gaggó, en fann hvergi. Hætt er við því að móðir mín; Frú Margrét, hafi einhvern tíma talið að hann yrði ekki notaður meira og gefið hann til Sre bre Nizza.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
DV og SUS
Mér skilst að DV sé búið að birta frétt um að SUS sé með skipulagðar hringingar fyrir Baldur Ágústsson. Ég ætla nú að taka það fram hér að þessi frétt er röng og í besta falli villandi. Ég veit auðvitað ekki hvort einhverjir skráðir í SUS séu að styðja Baldur, en get a.m.k. fullyrt að ekkert hefur verið rætt um forsetakosningarnar á stjórnarfundum sambandsins. Þannig að SUS er ekki að sýna einhverjum frambjóðandanum formlegan stuðning.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Mér skilst að DV sé búið að birta frétt um að SUS sé með skipulagðar hringingar fyrir Baldur Ágústsson. Ég ætla nú að taka það fram hér að þessi frétt er röng og í besta falli villandi. Ég veit auðvitað ekki hvort einhverjir skráðir í SUS séu að styðja Baldur, en get a.m.k. fullyrt að ekkert hefur verið rætt um forsetakosningarnar á stjórnarfundum sambandsins. Þannig að SUS er ekki að sýna einhverjum frambjóðandanum formlegan stuðning.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Friday, June 18, 2004
Dávaldur
Það mun víst vera feiknarlega skemmtilegur dávaldur á leið til landsins með haustinu. Er hann með mikið prógram; 2 1/2 tími og er kynntur sem gríndávaldur. Heyrst hefur að hann hafi nýlega dáleitt leikmenn LA Lakers og sagt þeim að þeir mættu ekki gefa boltann hver á aðra. Voru þeir í kjölfarið flengdir af nokkrum starfsmönnum General Motors sem leika körfuknattleik í hádeginu á föstudögum og hafa hvorki nauðgað fólki né leikið í bíómyndum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Það mun víst vera feiknarlega skemmtilegur dávaldur á leið til landsins með haustinu. Er hann með mikið prógram; 2 1/2 tími og er kynntur sem gríndávaldur. Heyrst hefur að hann hafi nýlega dáleitt leikmenn LA Lakers og sagt þeim að þeir mættu ekki gefa boltann hver á aðra. Voru þeir í kjölfarið flengdir af nokkrum starfsmönnum General Motors sem leika körfuknattleik í hádeginu á föstudögum og hafa hvorki nauðgað fólki né leikið í bíómyndum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Tuesday, June 15, 2004
Baggalútur skorar á Vigdísi
Baggalútsmenn hafa nú skorað á Vigdísi Finnbogadóttur að gefa kost á sér sem Forseti á nýjan leik. Ekki dugði minna en að semja sérstakann lofsöng handa henni. Ég kemst ekki yfir það hversu mikið hugmyndaflug er ríkjandi á Baggalúti. Það er aldrei dauður punktur. Já, meðan ég man; eftir að Júróvísa fór fram og Steingrímur HÍJK hafði kallað Davíð druslu í pontu, þá birti Baggalútur þrífara: Davíð, Ruslana, og drusla(mynd af bílhræi)!!!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Baggalútsmenn hafa nú skorað á Vigdísi Finnbogadóttur að gefa kost á sér sem Forseti á nýjan leik. Ekki dugði minna en að semja sérstakann lofsöng handa henni. Ég kemst ekki yfir það hversu mikið hugmyndaflug er ríkjandi á Baggalúti. Það er aldrei dauður punktur. Já, meðan ég man; eftir að Júróvísa fór fram og Steingrímur HÍJK hafði kallað Davíð druslu í pontu, þá birti Baggalútur þrífara: Davíð, Ruslana, og drusla(mynd af bílhræi)!!!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Margur verður af silfri api
Ekki það að ég sé að mælast til þess að allir séu eins, alls ekki, en sjónvarpsþættirnir Út og suður eru sérkennilega þjóðlegir. Þetta virðist vera svona klassísk aumingjadýrkun eins og maður hefur ekki séð síðan Stiklur Ómars Ragnarssonar voru upp á sitt besta. Á köflum voru þær eins og dýragarður - þegar best lét voru ferðamenn meira að segja farnir að henda banönum inn á túnið hjá Gísla í Uppsölum. Ef Íslendingar sjá fólk sem er með fullu viti verða þeir grænir af öfund og byrja snimendis að níða af því skóinn, en þeir gapa hins vegar þegar þeir sjá aumingja. Þá meina ég aumingja í nokkuð góðri og víðri merkingu þess orðs. Eins og bent hefur verið á eru bókmenntir þjóðarinnar fullar af aumingjadýrkun. Stærstu aumingjarnir eru án efa Bjartur í Sumarhúsum og Ólafur Kárason. Annars var Gísli í Uppsölum víst misskilinn. Ólafur Hannibalsson bjó á næsta bæ við hann í Selárdal í mörg ár og sagði einhvern tíma í útvarpi að Gísli hefði ekki verið vitund skrítinn - hann hefði bara "lent í þessu". Sagt er að á þeim tíma hafi verið þrír einsetukarlar í Selárdal, Gísli og tveir Ólafar sem helst ekki töluðust við. Gísli mun hafa flutt boð á milli þeirra ef með þurfti.
-Egill Helgason á strik.is þann 10. júní 2004.
Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð hissa á meintum tvífara mínum, Agli Helgasyni, þegar hann er að talar um að sjónvarpsviðtöl við fólk í sveitum sé aumingjadýrkun. Einhver mun víst hafa sent honum athugasemd vegna þessa sem hann svaraði á strikinu:
Ég held þú skiljir ekki alveg hvað ég er að fara. Það hefur verið lenska hér að elta uppi alls kyns kynlega kvisti og setja þá í bækur, blöð og sjónvarpsþætti. Ég hef ekki orðið var við að svona mikið sé um þetta með öðrum þjóðum sem ég hef kynnst. Um þetta var búið til hugtakið "aumingjadýrkun", ég er ekki viss um hvaðan það er komið. En það hefur til dæmis verið notað um Halldór Laxness - mikið af stóru söguhetjunum hans eru það sem kallast "aumingjar". Ég nefni Bjart í Sumarhúsum og Ólaf Kárason. Það er ekkert mikið af uppréttum glæsimennum í íslenskum bókmenntum seinni tíma - ekki eins og þær sem við sjáum til dæmis í Íslendingasögunum. Bóbó á Holtinu er miklu nær því að vera dæmigerð sögupersóna - hann breyttist í Badda hjá Einari Kárasyni. Svo var þetta einhvers konar tíska á blómatíma Ómars Ragnarssonar að fara út um allar grundir og finna skrítið fólk, helst hálfruglaða einbúa. Árni Johnsen tók líka þátt í þessu og fleiri og fleiri. Maður hélt að þetta væri kannski búið, en nú kemur þessi þáttur hans Gísla Einarssonar sem er í þessum þjóðlega anda. Samt alveg ágætur, þótt menn verði ekki sjálfkrafa spekingar af því að verða skrítnir. Ég man til dæmis eftir viðtali við einsetukarl í einum svona þætti, maður beið eftir ógurlegum spekimálum en svo kom bara einhver steypa um landsliðið í handbolta. Hins vegar hefur verið landlægt á Íslandi að níða skóinn af fólki sem ber af vegna gáfna og glæsileika. Við getum ekki gert að því - það er í eðli okkar.
Að búa í sveit er kannski ekki jafn dyggðugt og að rölta með barnavagninn í 101, en mér finnst þetta vera einkennileg þjóðfélagsgagnrýni hjá honum. Hvernig er hægt að ganga út frá því sem gefnu að það sé eitthvað eðlilegra að búa í þéttbýli heldur en dreifbýli? Geta sjónvarpsviðtöl við Sigurð A. Magnússon ekki alveg eins verið aumingjadýrkun? Ég er hins vegar sammála punkti Egils um hve gjarnt fólk er á að rakka niður þá sem njóta einhvers konar velgengni.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ekki það að ég sé að mælast til þess að allir séu eins, alls ekki, en sjónvarpsþættirnir Út og suður eru sérkennilega þjóðlegir. Þetta virðist vera svona klassísk aumingjadýrkun eins og maður hefur ekki séð síðan Stiklur Ómars Ragnarssonar voru upp á sitt besta. Á köflum voru þær eins og dýragarður - þegar best lét voru ferðamenn meira að segja farnir að henda banönum inn á túnið hjá Gísla í Uppsölum. Ef Íslendingar sjá fólk sem er með fullu viti verða þeir grænir af öfund og byrja snimendis að níða af því skóinn, en þeir gapa hins vegar þegar þeir sjá aumingja. Þá meina ég aumingja í nokkuð góðri og víðri merkingu þess orðs. Eins og bent hefur verið á eru bókmenntir þjóðarinnar fullar af aumingjadýrkun. Stærstu aumingjarnir eru án efa Bjartur í Sumarhúsum og Ólafur Kárason. Annars var Gísli í Uppsölum víst misskilinn. Ólafur Hannibalsson bjó á næsta bæ við hann í Selárdal í mörg ár og sagði einhvern tíma í útvarpi að Gísli hefði ekki verið vitund skrítinn - hann hefði bara "lent í þessu". Sagt er að á þeim tíma hafi verið þrír einsetukarlar í Selárdal, Gísli og tveir Ólafar sem helst ekki töluðust við. Gísli mun hafa flutt boð á milli þeirra ef með þurfti.
-Egill Helgason á strik.is þann 10. júní 2004.
Ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð hissa á meintum tvífara mínum, Agli Helgasyni, þegar hann er að talar um að sjónvarpsviðtöl við fólk í sveitum sé aumingjadýrkun. Einhver mun víst hafa sent honum athugasemd vegna þessa sem hann svaraði á strikinu:
Ég held þú skiljir ekki alveg hvað ég er að fara. Það hefur verið lenska hér að elta uppi alls kyns kynlega kvisti og setja þá í bækur, blöð og sjónvarpsþætti. Ég hef ekki orðið var við að svona mikið sé um þetta með öðrum þjóðum sem ég hef kynnst. Um þetta var búið til hugtakið "aumingjadýrkun", ég er ekki viss um hvaðan það er komið. En það hefur til dæmis verið notað um Halldór Laxness - mikið af stóru söguhetjunum hans eru það sem kallast "aumingjar". Ég nefni Bjart í Sumarhúsum og Ólaf Kárason. Það er ekkert mikið af uppréttum glæsimennum í íslenskum bókmenntum seinni tíma - ekki eins og þær sem við sjáum til dæmis í Íslendingasögunum. Bóbó á Holtinu er miklu nær því að vera dæmigerð sögupersóna - hann breyttist í Badda hjá Einari Kárasyni. Svo var þetta einhvers konar tíska á blómatíma Ómars Ragnarssonar að fara út um allar grundir og finna skrítið fólk, helst hálfruglaða einbúa. Árni Johnsen tók líka þátt í þessu og fleiri og fleiri. Maður hélt að þetta væri kannski búið, en nú kemur þessi þáttur hans Gísla Einarssonar sem er í þessum þjóðlega anda. Samt alveg ágætur, þótt menn verði ekki sjálfkrafa spekingar af því að verða skrítnir. Ég man til dæmis eftir viðtali við einsetukarl í einum svona þætti, maður beið eftir ógurlegum spekimálum en svo kom bara einhver steypa um landsliðið í handbolta. Hins vegar hefur verið landlægt á Íslandi að níða skóinn af fólki sem ber af vegna gáfna og glæsileika. Við getum ekki gert að því - það er í eðli okkar.
Að búa í sveit er kannski ekki jafn dyggðugt og að rölta með barnavagninn í 101, en mér finnst þetta vera einkennileg þjóðfélagsgagnrýni hjá honum. Hvernig er hægt að ganga út frá því sem gefnu að það sé eitthvað eðlilegra að búa í þéttbýli heldur en dreifbýli? Geta sjónvarpsviðtöl við Sigurð A. Magnússon ekki alveg eins verið aumingjadýrkun? Ég er hins vegar sammála punkti Egils um hve gjarnt fólk er á að rakka niður þá sem njóta einhvers konar velgengni.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Helgi kemur auga á klíkuskap
Ummæli Helga Hjörvars hafa valdið einhverjum titringi, þar sem hann sagðist sjá klíkumyndun í Ráðhúsinu hjá félögum sínum í R-listanum. Ég held nú reyndar að Helgi hafi nú ekki ætlað sér að koma höggi á R-listann heldur hefur hann sennilega verið að reyna að setja þrýsting á Þórólf að ákveða hvort hann verði frambjóðandi eða ekki. Samt nokkuð fast skotið að tala um klíku, en Steinunn Valdís skaut nú reyndar nokkuð fast til baka. Hún talaði um að nú væri meiri valddreifing og meira samstarf en áður þegar ISG var borgarstýra, en Helgi var þá forseti borgarstjórnar ef ég man þetta rétt.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ummæli Helga Hjörvars hafa valdið einhverjum titringi, þar sem hann sagðist sjá klíkumyndun í Ráðhúsinu hjá félögum sínum í R-listanum. Ég held nú reyndar að Helgi hafi nú ekki ætlað sér að koma höggi á R-listann heldur hefur hann sennilega verið að reyna að setja þrýsting á Þórólf að ákveða hvort hann verði frambjóðandi eða ekki. Samt nokkuð fast skotið að tala um klíku, en Steinunn Valdís skaut nú reyndar nokkuð fast til baka. Hún talaði um að nú væri meiri valddreifing og meira samstarf en áður þegar ISG var borgarstýra, en Helgi var þá forseti borgarstjórnar ef ég man þetta rétt.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Heilagur Guðmundur
Galdramaðurinn Guðmundur Benediktsson er búinn að opna markareikninginn fyrir KR þetta sumarið. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hans mesta knattspyrnulega afrek að skora tvívegis gegn Víði, en þetta eru engu að síður mjög góðar fréttir fyrir KR. Ef hann kæmi með skemmtilegt comeback í sumar þá væri það ævintýralegt, því það er búið að afskrifa fæturna á þessum manni svona tuttugu sinnum. Af virðingu við HáEmm og fleiri góða menn þá læt ég eins og ég viti ekki hvernig HK-ÍA fór.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Galdramaðurinn Guðmundur Benediktsson er búinn að opna markareikninginn fyrir KR þetta sumarið. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hans mesta knattspyrnulega afrek að skora tvívegis gegn Víði, en þetta eru engu að síður mjög góðar fréttir fyrir KR. Ef hann kæmi með skemmtilegt comeback í sumar þá væri það ævintýralegt, því það er búið að afskrifa fæturna á þessum manni svona tuttugu sinnum. Af virðingu við HáEmm og fleiri góða menn þá læt ég eins og ég viti ekki hvernig HK-ÍA fór.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
EM rúllar af stað
Veislan er byrjuð. Lítið af mörkum enn sem komið er ef frá eru taldir Svíarnir. Mín lið í þessari keppni eins og öðrum stórkeppnum þar sem Ísland er ekki á meðal þáttakenda eru Danir og Svíar. Er sáttur við byrjun þeirra í mótinu, en leiðinlegt að þau séu í sama riðli. Dramatík hjá Frökkum og Englendingum. Það kemur ekki á óvart að Emil Heimski skyldi hleypa Frökkum inn í leikinn en hann er næst lélegasti knattspyrnumaður í heiminum í dag á eftir Helga Sigurðssyni. Einnig er ótrúlegt að jafn mikil knattspyrnuþjóð og Englendingar skuli ekki eiga betri markverði en þessa þrjá sem í hópnum eru. Frakkarnir virkuðu ekki mjög hungraðir, spurning hvort hrokinn muni bera þá ofurliði. Það sem mér fannst helst vanta hjá þeim á HM var leiðtogi. Maður tók eftir því hvað liðið var breytt þegar Deschamps og Blanc voru hættir. Nú er spurning hvort Zidane eða Vieira náði að taka leiðtogahlutverkið að sér og skila því. Ég veit ekki hverja maður á að tippa á í þessu móti. Er að spá í að hætta mér út á sylluna og spá því að Spánverjar nái að skála í 40 ára gömlu kampavíni. Þeir virkuðu sannfærandi í fyrsta leik.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Veislan er byrjuð. Lítið af mörkum enn sem komið er ef frá eru taldir Svíarnir. Mín lið í þessari keppni eins og öðrum stórkeppnum þar sem Ísland er ekki á meðal þáttakenda eru Danir og Svíar. Er sáttur við byrjun þeirra í mótinu, en leiðinlegt að þau séu í sama riðli. Dramatík hjá Frökkum og Englendingum. Það kemur ekki á óvart að Emil Heimski skyldi hleypa Frökkum inn í leikinn en hann er næst lélegasti knattspyrnumaður í heiminum í dag á eftir Helga Sigurðssyni. Einnig er ótrúlegt að jafn mikil knattspyrnuþjóð og Englendingar skuli ekki eiga betri markverði en þessa þrjá sem í hópnum eru. Frakkarnir virkuðu ekki mjög hungraðir, spurning hvort hrokinn muni bera þá ofurliði. Það sem mér fannst helst vanta hjá þeim á HM var leiðtogi. Maður tók eftir því hvað liðið var breytt þegar Deschamps og Blanc voru hættir. Nú er spurning hvort Zidane eða Vieira náði að taka leiðtogahlutverkið að sér og skila því. Ég veit ekki hverja maður á að tippa á í þessu móti. Er að spá í að hætta mér út á sylluna og spá því að Spánverjar nái að skála í 40 ára gömlu kampavíni. Þeir virkuðu sannfærandi í fyrsta leik.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Friday, June 11, 2004
Sigurlagið
Heimurinn á ennþá menn eins og Sverri, sem allt lýsa upp.
-Úr laginu Horfðu á björtu hliðarnar
Stormskerið er búið að senda frá sér nýtt lag; Sigurlagið. Ekki slæmt, heldur ekki við því að búast. Hef þó ekki heyrt það nema nokkrum sinnum í útvarpi, en maður reynir einhvern veginn að verða sér úti um þetta. Ekki oft sem lag skartar 39 leadsöngvurum, sem Skerið kýs að kalla Sigurmolana. Mæli með þessari tónsmíð.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Heimurinn á ennþá menn eins og Sverri, sem allt lýsa upp.
-Úr laginu Horfðu á björtu hliðarnar
Stormskerið er búið að senda frá sér nýtt lag; Sigurlagið. Ekki slæmt, heldur ekki við því að búast. Hef þó ekki heyrt það nema nokkrum sinnum í útvarpi, en maður reynir einhvern veginn að verða sér úti um þetta. Ekki oft sem lag skartar 39 leadsöngvurum, sem Skerið kýs að kalla Sigurmolana. Mæli með þessari tónsmíð.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Wednesday, June 09, 2004
Afmæli
Margrét móðir mín á afmæli í dag. Blogg fólksins óskar henni til hamingju með daginn.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Margrét móðir mín á afmæli í dag. Blogg fólksins óskar henni til hamingju með daginn.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Kría
Bolvíkingurinn Sigurjón Jónsson er einn af stjórnendum vefsíðu fyrir knattspyrnulið Skagamanna. Hann bað mig um að skrifa upphitunarpistil fyrir hönd KR á síðuna vegna KR-ÍA sem fram fer í Frostaskjólinu í kvöld.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Bolvíkingurinn Sigurjón Jónsson er einn af stjórnendum vefsíðu fyrir knattspyrnulið Skagamanna. Hann bað mig um að skrifa upphitunarpistil fyrir hönd KR á síðuna vegna KR-ÍA sem fram fer í Frostaskjólinu í kvöld.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Monday, June 07, 2004
Blóðtaka
Þungarokkshljómsveitin Metallica hefur boðað komu sína til landsins í byrjun næsta mánaðar. Þau válegu tíðindi hafa nú borist að hinn danski trumbuslagari sveitarinnar Lars Ulrik hafi verið lagður á sjúkrahús. Ekki er unnt að greina frá heilsufari hans að svo stöddu, né hvort líklegt sé að hann fylgi sveitinni á klakann. Burt séð frá því þá er alltaf sjokkerandi þegar ungir menn, sem leggja sig fram við að lifa heilsusamlegu líferni, eru lagðir inn á sjúkrahús.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Þungarokkshljómsveitin Metallica hefur boðað komu sína til landsins í byrjun næsta mánaðar. Þau válegu tíðindi hafa nú borist að hinn danski trumbuslagari sveitarinnar Lars Ulrik hafi verið lagður á sjúkrahús. Ekki er unnt að greina frá heilsufari hans að svo stöddu, né hvort líklegt sé að hann fylgi sveitinni á klakann. Burt séð frá því þá er alltaf sjokkerandi þegar ungir menn, sem leggja sig fram við að lifa heilsusamlegu líferni, eru lagðir inn á sjúkrahús.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Vinátta
Í VINÁTTUlandsleik Englendinga og Íslendinga á laugardaginn voru dæmdar 18 aukaspyrnur í öllum leiknum. Til samanburðar má geta þess að í venjulegum knattspyrnuleik á þessum styrkleika eru yfirleitt á bilinu 40-50 aukaspyrnur dæmdar.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Í VINÁTTUlandsleik Englendinga og Íslendinga á laugardaginn voru dæmdar 18 aukaspyrnur í öllum leiknum. Til samanburðar má geta þess að í venjulegum knattspyrnuleik á þessum styrkleika eru yfirleitt á bilinu 40-50 aukaspyrnur dæmdar.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Hve glöð er vor æska
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur gamall félagi minn, Valdimar Víðisson verið ráðinn skólastjóri í Grunnskólanum á Grenivík. Þetta þykir víst tíðindum sæta norðan heiða, þar sem maðurinn er einungis 26 ára og nýskriðinn úr kennaranámi. Þetta kemur mér hins vegar ekkert á óvart, þar sem Valdi hafði sagt mér að hann myndi hafa takmarkaðann áhuga á því að vera óbreyttur kennari einhvers staðar, heldur yrði hann að verða skólastjóri sem fyrst. Annað væri honum ekki bjóðandi vegna þess að í beinum karllegg hans væri samansafn af mönnum sem hefðu orðið skipstjórar innan við tvítugt. Valdimar kenndi reyndar systursyni mínum í Grunnskólanum á Álftanesi í fyrravetur. Er ég spurðist fyrir um kennsluvenjur kappans þá sagði frændi minn mér að í ensku væru þau látin lesa um Elvis og í íslensku væru þau látin lesa um Ragga Bjarna. Blogg fólksins óskar Valda til hamingju með starfið.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur gamall félagi minn, Valdimar Víðisson verið ráðinn skólastjóri í Grunnskólanum á Grenivík. Þetta þykir víst tíðindum sæta norðan heiða, þar sem maðurinn er einungis 26 ára og nýskriðinn úr kennaranámi. Þetta kemur mér hins vegar ekkert á óvart, þar sem Valdi hafði sagt mér að hann myndi hafa takmarkaðann áhuga á því að vera óbreyttur kennari einhvers staðar, heldur yrði hann að verða skólastjóri sem fyrst. Annað væri honum ekki bjóðandi vegna þess að í beinum karllegg hans væri samansafn af mönnum sem hefðu orðið skipstjórar innan við tvítugt. Valdimar kenndi reyndar systursyni mínum í Grunnskólanum á Álftanesi í fyrravetur. Er ég spurðist fyrir um kennsluvenjur kappans þá sagði frændi minn mér að í ensku væru þau látin lesa um Elvis og í íslensku væru þau látin lesa um Ragga Bjarna. Blogg fólksins óskar Valda til hamingju með starfið.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Friday, June 04, 2004
Hróður íslenskra knattspyrnumanna berst til Englands
Ég sá snilldarlega upphitun fyrir landskappleik Englendinga og Íslendinga í boltasparki, sem fram fer í rigningarborginni Manchester á morgun, á Sky news í gær. Íþróttafréttakonan spurði þeirra mann í Manchester um hvort hann þekkti einhverja aðra leikmenn í íslenska liðinu heldur en Guðjohnsen og svo fór hún að hlæja! Þessi mikli snillingur sem við hana ræddi sagði þá orðrétt: "The Icelandic players are known to be very physical but we have been promised that there will be no silly tackles" !!!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Ég sá snilldarlega upphitun fyrir landskappleik Englendinga og Íslendinga í boltasparki, sem fram fer í rigningarborginni Manchester á morgun, á Sky news í gær. Íþróttafréttakonan spurði þeirra mann í Manchester um hvort hann þekkti einhverja aðra leikmenn í íslenska liðinu heldur en Guðjohnsen og svo fór hún að hlæja! Þessi mikli snillingur sem við hana ræddi sagði þá orðrétt: "The Icelandic players are known to be very physical but we have been promised that there will be no silly tackles" !!!
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Þögnin rofin
Það er erfitt að finna efnisleg rök í yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessastöðum í gær fyrir þeirri ákvörðun hans, að "staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum". Forsetinn sagði í yfirlýsingu sinni: "Því miður hefur skort á samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga, að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa."
Leiðari Morgunblaðsins þann 3. júní 2004.
Af virðingu við lesendur bloggs fólksins þá tók ég þá ákvörðun að sofa aðeins á þeim tíðindum sem bárust þann 2. júní síðastliðinn, frá alþýðumanninum Ólafi Gríms rakara; sameiningartákni þjóðarinnar, áður en ég ryddist fram á ritvöllinn með dónaskap og djöfulgangi. En nú verður sem sagt þögnin rofin, en þessi pistill mun vart komast í dálkinn "af netinu" í Fréttablaðinu sem er markmið mitt með þessari bloggsíðu.
Það er einungis tvennt sem ég ætla að taka fyrir að svo stöddu. Það eru tvö atriði þar sem mér fannst sameiningartákninu mistakast. Annars vegar tókst honum ekki að rökstyðja ákvörðun sína efnislega né að útskýra við hvaða aðstæður rétt sé að beita þessu ákvæði sem nú hefur verið gert í fyrsta sinn. Það sem eftir situr er að geðþóttaákvarðanir Forsetans á hverjum tíma séu nægilegar til þess að þessu ákvæði sé beitt, og þar með tel ég ólíklegt að týpur á borð við Kristján Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur eigi auðvelt uppdráttar í forsetakosningum framtíðarinnar.
Hins vegar tókst Sameiningartákninu ekki að sannfæra mig um að ákvörðun hans væri ekki efnisleg afstaða. Raunar fannst mér hann ekki reyna mikið að rökstyðja það. Eftir stendur að Sameiningartáknið, sem kjörinn var með minna en helmingi atkvæða í lýðræðislegum kosningum, stoppaði lagasetningu Ríkisstjórnarflokka sem fengu meira en helming atkvæða í lýðræðislegum kosningum.
Það er ágætt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. En forvitnilegt yrði að vita um hug þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu: ef vinstri stjórn væri við völd og hægri sinnaður Forseti myndi synja lögum staðfestingar:) Þá gæti ég trúað að orð eins og "nauðgun á lýðræðinu" myndi skjóta upp kollinum í umræðunni, frekar en "traustsyfirlýsing á lýðræðinu".
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Það er erfitt að finna efnisleg rök í yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessastöðum í gær fyrir þeirri ákvörðun hans, að "staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum". Forsetinn sagði í yfirlýsingu sinni: "Því miður hefur skort á samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga, að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa."
Leiðari Morgunblaðsins þann 3. júní 2004.
Af virðingu við lesendur bloggs fólksins þá tók ég þá ákvörðun að sofa aðeins á þeim tíðindum sem bárust þann 2. júní síðastliðinn, frá alþýðumanninum Ólafi Gríms rakara; sameiningartákni þjóðarinnar, áður en ég ryddist fram á ritvöllinn með dónaskap og djöfulgangi. En nú verður sem sagt þögnin rofin, en þessi pistill mun vart komast í dálkinn "af netinu" í Fréttablaðinu sem er markmið mitt með þessari bloggsíðu.
Það er einungis tvennt sem ég ætla að taka fyrir að svo stöddu. Það eru tvö atriði þar sem mér fannst sameiningartákninu mistakast. Annars vegar tókst honum ekki að rökstyðja ákvörðun sína efnislega né að útskýra við hvaða aðstæður rétt sé að beita þessu ákvæði sem nú hefur verið gert í fyrsta sinn. Það sem eftir situr er að geðþóttaákvarðanir Forsetans á hverjum tíma séu nægilegar til þess að þessu ákvæði sé beitt, og þar með tel ég ólíklegt að týpur á borð við Kristján Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur eigi auðvelt uppdráttar í forsetakosningum framtíðarinnar.
Hins vegar tókst Sameiningartákninu ekki að sannfæra mig um að ákvörðun hans væri ekki efnisleg afstaða. Raunar fannst mér hann ekki reyna mikið að rökstyðja það. Eftir stendur að Sameiningartáknið, sem kjörinn var með minna en helmingi atkvæða í lýðræðislegum kosningum, stoppaði lagasetningu Ríkisstjórnarflokka sem fengu meira en helming atkvæða í lýðræðislegum kosningum.
Það er ágætt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. En forvitnilegt yrði að vita um hug þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu: ef vinstri stjórn væri við völd og hægri sinnaður Forseti myndi synja lögum staðfestingar:) Þá gæti ég trúað að orð eins og "nauðgun á lýðræðinu" myndi skjóta upp kollinum í umræðunni, frekar en "traustsyfirlýsing á lýðræðinu".
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Wednesday, June 02, 2004
Smásaga um stjórnmálafræðinema framtíðarinnar
Matthías Berg Pétursson kemur að máli við stjórnmálafræðinginn föður sinn. Tilefnið er að Matthías er að koma heim úr fyrsta degi sínum í háskólanámi, en hann er að byrja í stjórnmálafræði við HÍ árið 2030. Pétur faðir hans spyr hverjir séu að kenna honum og Matthías svarar: Hjalti Þór Vignisson er að kenna mér Smáríkjakúrs, Gunnar Sigurðsson kennir mér Opinbera stjórnsýslu, Kolbeinn Marteinsson er að kenna mér Evrópusamvinnu og Vésteinn Ingibergsson er að kenna mér Aðferðafræði I. Þekkirðu þessa menn pabbi? Já Já þetta voru allt þekktar fyllibyttur þegar ég var í þessu, en þeir eru nú allir búnir að fara í meðferð núna, svarar Pétur. En Gunnar Valþórsson og Kristján Jónsson, eru þeir ekkert að kenna þér? Jú, Gunnar Valþórs kennir mér tónmennt og Kristján kennir mér íþróttir, en það eru nú bara valfög. Af hverju spyrðu pabbi, eru þeir stjórnmálafræðingar?
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Matthías Berg Pétursson kemur að máli við stjórnmálafræðinginn föður sinn. Tilefnið er að Matthías er að koma heim úr fyrsta degi sínum í háskólanámi, en hann er að byrja í stjórnmálafræði við HÍ árið 2030. Pétur faðir hans spyr hverjir séu að kenna honum og Matthías svarar: Hjalti Þór Vignisson er að kenna mér Smáríkjakúrs, Gunnar Sigurðsson kennir mér Opinbera stjórnsýslu, Kolbeinn Marteinsson er að kenna mér Evrópusamvinnu og Vésteinn Ingibergsson er að kenna mér Aðferðafræði I. Þekkirðu þessa menn pabbi? Já Já þetta voru allt þekktar fyllibyttur þegar ég var í þessu, en þeir eru nú allir búnir að fara í meðferð núna, svarar Pétur. En Gunnar Valþórsson og Kristján Jónsson, eru þeir ekkert að kenna þér? Jú, Gunnar Valþórs kennir mér tónmennt og Kristján kennir mér íþróttir, en það eru nú bara valfög. Af hverju spyrðu pabbi, eru þeir stjórnmálafræðingar?
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Tuesday, June 01, 2004
Besta lykt...
Íslenskir Júgóslavar og aðrir Pólverjar hafa gjarnan vakið athygli mína er þeir spreyta sig á hinu ástkæra ylhýra. Fátt er skemmtilegra en að heyra ranga íslensku talaða í sjónvarpi. Mér finnst ekkert að því að hlæja að þessu, sjálfum finnst mér að aðrir eigi að hafa gaman af því að heyra mig tala dönsku, frönsku, þýsku og spænsku sem ég geri aldrei, vel að merkja. Uppáhaldssetning mín um þessar mundir er innlegg Sinisa Valdimar Kekic í Sýnarauglýsingunni fyrir Landsbankadeildina. Hún er eitthvað á þessa leið "Þetta er besta lykt fyrir mig" (og þefar af leðurtuðru). Þessi mun fara í flokk með nokkrum af mínum eftirlætis Júggasetningum, og hér gefur að líta sýnishorn:
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
"Mmmmmmmm, KR spila vel, spila vel, spila vel." (Mikki Bibercic eftir þrennu gegn ÍA)
"Þetta er góður deildur þessi Landssímadeildur." (Lúkas Kostic þáverandi þjálfari nýliða Grindavíkur)
"Í Grindavík við ekki spila góður leikur en við vinna leikur. Í dag við spila góður leikur en við tapa leikur." (Goran Kristófer Micic þáverandi þjálfari Stjörnunnar)
"Ríkhardur er gódur leikmadur, og Þormódur og Gúmmí Ben." (Lúkas Kostic þáverandi þjálfari KR)
Íslenskir Júgóslavar og aðrir Pólverjar hafa gjarnan vakið athygli mína er þeir spreyta sig á hinu ástkæra ylhýra. Fátt er skemmtilegra en að heyra ranga íslensku talaða í sjónvarpi. Mér finnst ekkert að því að hlæja að þessu, sjálfum finnst mér að aðrir eigi að hafa gaman af því að heyra mig tala dönsku, frönsku, þýsku og spænsku sem ég geri aldrei, vel að merkja. Uppáhaldssetning mín um þessar mundir er innlegg Sinisa Valdimar Kekic í Sýnarauglýsingunni fyrir Landsbankadeildina. Hún er eitthvað á þessa leið "Þetta er besta lykt fyrir mig" (og þefar af leðurtuðru). Þessi mun fara í flokk með nokkrum af mínum eftirlætis Júggasetningum, og hér gefur að líta sýnishorn:
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
"Mmmmmmmm, KR spila vel, spila vel, spila vel." (Mikki Bibercic eftir þrennu gegn ÍA)
"Þetta er góður deildur þessi Landssímadeildur." (Lúkas Kostic þáverandi þjálfari nýliða Grindavíkur)
"Í Grindavík við ekki spila góður leikur en við vinna leikur. Í dag við spila góður leikur en við tapa leikur." (Goran Kristófer Micic þáverandi þjálfari Stjörnunnar)
"Ríkhardur er gódur leikmadur, og Þormódur og Gúmmí Ben." (Lúkas Kostic þáverandi þjálfari KR)
Hræringar
Miklar hræringar eru nú í gangi í þjálfaramálum knattspyrnuliða. Liverpool er að leita, Juventus, Bayern og Real búin að skipta og auk þess er talið að Monaco, Porto og Valencia muni missa sína stjóra. Einhverra hluta vegna virðist þó ekkert hafa verið komið að máli við Guðjón Þórðarson vegna þessara starfa, og er hann furðu lostinn samkvæmt heimildum bloggs fólksins. Nýjustu tíðindin í þessum efnum eru þau að Ranieri er orðinn atvinnulaus. En hann verður það varla lengi, því heyrst hefur að hann hafi fengið fjölmörg tilboð um að gerast enskukennari.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Miklar hræringar eru nú í gangi í þjálfaramálum knattspyrnuliða. Liverpool er að leita, Juventus, Bayern og Real búin að skipta og auk þess er talið að Monaco, Porto og Valencia muni missa sína stjóra. Einhverra hluta vegna virðist þó ekkert hafa verið komið að máli við Guðjón Þórðarson vegna þessara starfa, og er hann furðu lostinn samkvæmt heimildum bloggs fólksins. Nýjustu tíðindin í þessum efnum eru þau að Ranieri er orðinn atvinnulaus. En hann verður það varla lengi, því heyrst hefur að hann hafi fengið fjölmörg tilboð um að gerast enskukennari.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.