Wednesday, February 28, 2007
Munnmælasögur#57
Ritstífla gerði vart við sig á nýju ári í Munnmælasögunum en þessi vinsæli dagskrárliður hefur ekki verið uppfærður í sex vikur eða svo. Úr því skal bætt ekki seinna en strax og dugir þá ekkert minna en saga af þeim Gleðipinnum, HáEmm verndara Bloggs fólksins og Ásgeiri Þór nýgifta.
Eftir söguleg ár í Menntaskólanum á Ísafirði skráðu þeir Halldór og Ásgeir sig í lögfræðideild Háskóla Íslands, innblásnir af Matlock þáttunum á RÚV. Jafnframt höfðu þeir haft spurnir af miklu skemmtanalífi í lögfræðinni. Á þeim tíma hreiðraði Dóri um sig í Sólheimunum (þarna skiptir greinirinn lykilmáli) og Ásgeir pikkaði hann gjarnan upp á bláum BMW sem Geiri hafði fest kaup á. Tók hann upp á því að festa eins konar gjallarhorn við flautubúnaðinn í bílnum en þessi mekkanismi er fyrir ofan skilning síðuhaldara. Útkoman varð alla vega sú að Ásgeir gat spilað músík og látið hana dynja langar leiðir, eða gargað á fólk á götum úti. Skemmtilegast fannst honum að taka lagið þegar hann sótti Dóra á leið í lögfræðitíma hjá Sigurði Líndal. Dóra varð gjarnan frekar brugðið þegar hann heyrði sönglað fyrir utan blokkina hjá sér: ,,Þig vil ég fá, til að vera mér hjá, vertu nú vænn og segðu já, því betra er að sjást en kveljast og þjást af eins konar ást." Á eftir fylgdi: ,,Góðan daginn Halldór. Ég er mættur"
Ritstífla gerði vart við sig á nýju ári í Munnmælasögunum en þessi vinsæli dagskrárliður hefur ekki verið uppfærður í sex vikur eða svo. Úr því skal bætt ekki seinna en strax og dugir þá ekkert minna en saga af þeim Gleðipinnum, HáEmm verndara Bloggs fólksins og Ásgeiri Þór nýgifta.
Eftir söguleg ár í Menntaskólanum á Ísafirði skráðu þeir Halldór og Ásgeir sig í lögfræðideild Háskóla Íslands, innblásnir af Matlock þáttunum á RÚV. Jafnframt höfðu þeir haft spurnir af miklu skemmtanalífi í lögfræðinni. Á þeim tíma hreiðraði Dóri um sig í Sólheimunum (þarna skiptir greinirinn lykilmáli) og Ásgeir pikkaði hann gjarnan upp á bláum BMW sem Geiri hafði fest kaup á. Tók hann upp á því að festa eins konar gjallarhorn við flautubúnaðinn í bílnum en þessi mekkanismi er fyrir ofan skilning síðuhaldara. Útkoman varð alla vega sú að Ásgeir gat spilað músík og látið hana dynja langar leiðir, eða gargað á fólk á götum úti. Skemmtilegast fannst honum að taka lagið þegar hann sótti Dóra á leið í lögfræðitíma hjá Sigurði Líndal. Dóra varð gjarnan frekar brugðið þegar hann heyrði sönglað fyrir utan blokkina hjá sér: ,,Þig vil ég fá, til að vera mér hjá, vertu nú vænn og segðu já, því betra er að sjást en kveljast og þjást af eins konar ást." Á eftir fylgdi: ,,Góðan daginn Halldór. Ég er mættur"
Tuesday, February 27, 2007
Afbrotamenn á Grenivík
Í meðfylgjandi frétt er sagt frá þjófnaði ungmenna á Grenivík. Þjóðin hlýtur að spyrja sig hvort uppeldis og fræðslustefna Grunnskólans á Grenivík sé að bregðast. Vinur stjórnmálafræðinga, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði eitt sinn að skipta þyrfti um karlinn í brúnni ef ekki fiskaðist. Sér skólastjórinn sóma sinn í því að segja af sér?
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1255332
Í meðfylgjandi frétt er sagt frá þjófnaði ungmenna á Grenivík. Þjóðin hlýtur að spyrja sig hvort uppeldis og fræðslustefna Grunnskólans á Grenivík sé að bregðast. Vinur stjórnmálafræðinga, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði eitt sinn að skipta þyrfti um karlinn í brúnni ef ekki fiskaðist. Sér skólastjórinn sóma sinn í því að segja af sér?
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1255332
Orðrétt
"Allir sem fylgjast með fótbolta vita að í janúar opnast leikmannamarkaðurinn. Þá er leikmönnum heimilt að skipta um lið. Svikalaust gleyma þeir gömlum hugsjónum og skipta um treyju. Ganga til liðs við óvininn. Ég er ekki frá því að íslensk stjórnmál séu að verða eins og enski boltinn. Að undanförnu hefur leikmannaskiptaglugginn verið galopin í stjórnmálunum. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum hefur skipt um treyju. Nýverið skipti Valdimar Leó Friðriksson um lið. Hann fattaði daginn eftir herfilega útreið í prófkjöri að hann er á móti ESB en ekki með. Prófkjörstapið hristi svo rosalega uppí hugsjónum þingmannsins að í stað þess að berjast með Samfylkingu fyrir hófsamri stefnu í innflytjendamálum, situr hann á fremasta bekk í klappliðinu þegar Guðjón Arnar varar við því að til landsins komi berklasjúkir innflytjendur og glæpamenn. Þetta eru svo mikil umskipti að sú spurning kviknar hvort hann sé ennþá með sömu konunni? Eða haldi með sama fótboltaliðinu?
Það er reyndar velþekkt í lífinu að fólk sem lendir í alvarlegum áföllum endurmeti líf sitt. En er það sannfærandi að stjórnmálamaður sem verður fyrir alvarlegu áfalli í prófkjöri, endurmeti hugsjónir sínar? Fatti skyndilega við tapið að hann var í vitlausu liði. Sama gerist með Kristinn H Gunnarsson. Samkvæmt alþingisvefnum hefur Kristinn verið í fleiri stjórnmálaflokkum en hjónaböndum. Þingflokkarnir sem Kristinn H hefur verið í, eru jafnmargir börnunum mínum. Og ég á gommu af börnum. Einn daginn er Kristinn eldheitur baráttumaður hugsjóna Alþýðubandalagsins og krefst þess að Ísland gangi úr Nató. Næsta daginn faðmar hann Framsóknarflokkinn og má ekki til þess hugsa að Ísland gangi úr Nató. Stuttu síðar, eftir áfall í prófkjöri, kviknar enn eitt ljósið. Frjálslyndir eru málið."
-Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður í Krónikunni 15. febrúar 2007.
"Allir sem fylgjast með fótbolta vita að í janúar opnast leikmannamarkaðurinn. Þá er leikmönnum heimilt að skipta um lið. Svikalaust gleyma þeir gömlum hugsjónum og skipta um treyju. Ganga til liðs við óvininn. Ég er ekki frá því að íslensk stjórnmál séu að verða eins og enski boltinn. Að undanförnu hefur leikmannaskiptaglugginn verið galopin í stjórnmálunum. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum hefur skipt um treyju. Nýverið skipti Valdimar Leó Friðriksson um lið. Hann fattaði daginn eftir herfilega útreið í prófkjöri að hann er á móti ESB en ekki með. Prófkjörstapið hristi svo rosalega uppí hugsjónum þingmannsins að í stað þess að berjast með Samfylkingu fyrir hófsamri stefnu í innflytjendamálum, situr hann á fremasta bekk í klappliðinu þegar Guðjón Arnar varar við því að til landsins komi berklasjúkir innflytjendur og glæpamenn. Þetta eru svo mikil umskipti að sú spurning kviknar hvort hann sé ennþá með sömu konunni? Eða haldi með sama fótboltaliðinu?
Það er reyndar velþekkt í lífinu að fólk sem lendir í alvarlegum áföllum endurmeti líf sitt. En er það sannfærandi að stjórnmálamaður sem verður fyrir alvarlegu áfalli í prófkjöri, endurmeti hugsjónir sínar? Fatti skyndilega við tapið að hann var í vitlausu liði. Sama gerist með Kristinn H Gunnarsson. Samkvæmt alþingisvefnum hefur Kristinn verið í fleiri stjórnmálaflokkum en hjónaböndum. Þingflokkarnir sem Kristinn H hefur verið í, eru jafnmargir börnunum mínum. Og ég á gommu af börnum. Einn daginn er Kristinn eldheitur baráttumaður hugsjóna Alþýðubandalagsins og krefst þess að Ísland gangi úr Nató. Næsta daginn faðmar hann Framsóknarflokkinn og má ekki til þess hugsa að Ísland gangi úr Nató. Stuttu síðar, eftir áfall í prófkjöri, kviknar enn eitt ljósið. Frjálslyndir eru málið."
-Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður í Krónikunni 15. febrúar 2007.
Thursday, February 22, 2007
Vinstri stjórn 2007 - ?
Kosningar til Alþingis fara fram þann 12. maí næstkomandi. Ef við gefum okkur að vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðunni nái meirihluta þá er ekki ólíklegt að þeir myndi stjórn, að því gefnu að VG og Samfylking geti komið sér saman um hver fái forsætisráðherrastólinn. Ég gaf mér smá tíma til þess að pæla í því hvernig útkoman gæti orðið. Segjum að Samfylking verði stærri og fái stóra stólinn og fjóra aðra, VG fimm stóla og “Frjálslyndir” tvo. Með þriggja flokka stjórn er reyndar sú hætta fyrir hendi að flokkarnir fjölgi ráðuneytum til þess að hafa alla góða en vð skulum vona ekki. Ríkisstjórnin gæti litið svona út og raunar sé ég ekki margar aðrar leiðir í mannauði þessara flokka:
Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S
Utanríkisráðherra: Steingrímur J. Sigfússon V
Fjármálaráðherra: Össur Skarphéðinsson S
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Ögmundur Jónasson V
Sjávarútvegsráðherra: Guðjón Arnar Kristjánsson F
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ágúst Ólafur Ágústsson S
Menntamálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir V
Samgönguráðherra: Björgvin G. Sigurðsson S
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir V
Félagsmálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir S
Landbúnaðarráðherra: Magnús Þór Hafsteinsson F
Umhverfisráðherra: Kolbrún Halldórsdóttir V
Hvað segja lesendur um þetta? Draumur eða martröð?
Kosningar til Alþingis fara fram þann 12. maí næstkomandi. Ef við gefum okkur að vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðunni nái meirihluta þá er ekki ólíklegt að þeir myndi stjórn, að því gefnu að VG og Samfylking geti komið sér saman um hver fái forsætisráðherrastólinn. Ég gaf mér smá tíma til þess að pæla í því hvernig útkoman gæti orðið. Segjum að Samfylking verði stærri og fái stóra stólinn og fjóra aðra, VG fimm stóla og “Frjálslyndir” tvo. Með þriggja flokka stjórn er reyndar sú hætta fyrir hendi að flokkarnir fjölgi ráðuneytum til þess að hafa alla góða en vð skulum vona ekki. Ríkisstjórnin gæti litið svona út og raunar sé ég ekki margar aðrar leiðir í mannauði þessara flokka:
Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir S
Utanríkisráðherra: Steingrímur J. Sigfússon V
Fjármálaráðherra: Össur Skarphéðinsson S
Heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Ögmundur Jónasson V
Sjávarútvegsráðherra: Guðjón Arnar Kristjánsson F
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ágúst Ólafur Ágústsson S
Menntamálaráðherra: Katrín Jakobsdóttir V
Samgönguráðherra: Björgvin G. Sigurðsson S
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir V
Félagsmálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir S
Landbúnaðarráðherra: Magnús Þór Hafsteinsson F
Umhverfisráðherra: Kolbrún Halldórsdóttir V
Hvað segja lesendur um þetta? Draumur eða martröð?
Tuesday, February 20, 2007
Vissir þú.....?#11
Vissir þú að einn þriðji af öllum óléttum á Íslandi endar með fóstureyðingu? Nú er ég fylgjand því að konur hafi þann valmöguleika að fara í fóstureyðingu ef þeim sýnist svo, en þessar tölur komu mér vægast sagt á óvart.
Vissir þú að einn þriðji af öllum óléttum á Íslandi endar með fóstureyðingu? Nú er ég fylgjand því að konur hafi þann valmöguleika að fara í fóstureyðingu ef þeim sýnist svo, en þessar tölur komu mér vægast sagt á óvart.
Orðrétt
"Þarna var fullur A-salur af fólki sem hafði valið sér þennan tíma til að sjá þessa mynd og var síðan boðið upp á svona afarkosti, það gat annað hvort sætt sig við að fyrstu 15 mínútur myndarinnar væru ónýtar eða farið heim og komið bara seinna. Fólk var ósátt við þetta en fór ekki heim fyrr en að sýningu lokinni, ennþá ósátt. Kreddur Græna ljóssins voru virtar að vettugi sem og óskir viðskiptavina. Íslensk bíó eru ömurleg."
- Stefán Máni rithöfundur um ferð í Regnbogann í Velvakanda Moggans mánudaginn 19. febrúar.
"Þarna var fullur A-salur af fólki sem hafði valið sér þennan tíma til að sjá þessa mynd og var síðan boðið upp á svona afarkosti, það gat annað hvort sætt sig við að fyrstu 15 mínútur myndarinnar væru ónýtar eða farið heim og komið bara seinna. Fólk var ósátt við þetta en fór ekki heim fyrr en að sýningu lokinni, ennþá ósátt. Kreddur Græna ljóssins voru virtar að vettugi sem og óskir viðskiptavina. Íslensk bíó eru ömurleg."
- Stefán Máni rithöfundur um ferð í Regnbogann í Velvakanda Moggans mánudaginn 19. febrúar.
Gimsteinn sem glóir í mannsorpinu
Svo orti Hjálmar frá Bólu eitt sinn. Ekki er laust við að svona skáldskapur leiti á mann við nýjustu harmafregn en svo virðist sem mannkynið hafi á dögunum misst einn af sínum glæsilegustu sonum. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt manninn en hef orðið hugvits hans aðnjótandi oftar en einu sinni. Stöku sinnum má finna gimsteina sem á glóir í mannsorpinu og með einhverjum hætti gera þeir manni lífið léttbærara. Uppfinningar sem ekki virðast merkilegar í fyrstu en spara manni svo ófá sporin. Sú speki að hesturinn sé þarfasti þjóninn er barn síns tíma. Farðu í friði Robert Adler.
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1254117
Svo orti Hjálmar frá Bólu eitt sinn. Ekki er laust við að svona skáldskapur leiti á mann við nýjustu harmafregn en svo virðist sem mannkynið hafi á dögunum misst einn af sínum glæsilegustu sonum. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt manninn en hef orðið hugvits hans aðnjótandi oftar en einu sinni. Stöku sinnum má finna gimsteina sem á glóir í mannsorpinu og með einhverjum hætti gera þeir manni lífið léttbærara. Uppfinningar sem ekki virðast merkilegar í fyrstu en spara manni svo ófá sporin. Sú speki að hesturinn sé þarfasti þjóninn er barn síns tíma. Farðu í friði Robert Adler.
http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1254117
Monday, February 19, 2007
Orðrétt
"Þarna eru fígúrur; Sigfried og Roy."
- Svali Björgvinsson starfsmannastjóri Kaupþings banka í lýsingu á Stjörnuleik NBA 2007 á Sýn.
"Þarna eru fígúrur; Sigfried og Roy."
- Svali Björgvinsson starfsmannastjóri Kaupþings banka í lýsingu á Stjörnuleik NBA 2007 á Sýn.
Thursday, February 15, 2007
Besta leiðin valin
Samgönguáætlun var kynnt á mánudaginn. Þetta var góður dagur fyrir okkur Bolvíkinga en kannski ekki fyrir skattgreiðendur annars staðar af landinu. Skynsamlegasta leiðin og sú ódýrasta af þessum þremur virðist hafa verið valin. Ég myndi aldrei gefa mig út fyrir að vera sérfræðingur í því hvar er best að bora göng en sem leikmanni fannst mér Skarfaskersleiðin einmitt vera skynsamlegust. Fyrir hálfu ári síðan sat ég í bílnum hjá Valdimari Lúðvík þar sem hann sagðist einnig vera þeirrar skoðunar og færði fyrir því sannfærandi rök. Það er auðvitað ekki ástæða til þess að taka mark á krötum í öllum málum en ástæða er til þess að taka mark á Lúlla í þessu máli, enda búinn að keyra Hlíðina oft á dag í áratugi.
Það er kominn tími til að gefa Óshlíðarveginum frí en síðuhaldari hefur einmitt lent á milli flóða á þessum fræga vegi. Trúverðugleiki minn í málinu er því gríðarlegur. Þá var ég í félagsskap Guðmundar Björnssonar sölumanns Íslands. Sem betur fer var hann á þeim tíma ekki byrjaður að rausa um samvinnuhreyfinguna í tíma og ótíma og þekkti ekki muninn á Halldóri Ásgrímssyni og Halldóri Blöndal. Það hefðu verið grimm örlög að sitja undir Framsóknarrausinu og komast hvorki lönd né strönd í orðsins fyllstu merkingu.
Skarfaskersleiðin er einnig góð leið fyrir Hnífsdælinga og forðar því að bústað Kaupfélagsstjórans
og family sé fórnað. Ekki vilja menn fá þá tvíburabræður upp á móti sér rétt fyrir kosningar.
Samgönguáætlun var kynnt á mánudaginn. Þetta var góður dagur fyrir okkur Bolvíkinga en kannski ekki fyrir skattgreiðendur annars staðar af landinu. Skynsamlegasta leiðin og sú ódýrasta af þessum þremur virðist hafa verið valin. Ég myndi aldrei gefa mig út fyrir að vera sérfræðingur í því hvar er best að bora göng en sem leikmanni fannst mér Skarfaskersleiðin einmitt vera skynsamlegust. Fyrir hálfu ári síðan sat ég í bílnum hjá Valdimari Lúðvík þar sem hann sagðist einnig vera þeirrar skoðunar og færði fyrir því sannfærandi rök. Það er auðvitað ekki ástæða til þess að taka mark á krötum í öllum málum en ástæða er til þess að taka mark á Lúlla í þessu máli, enda búinn að keyra Hlíðina oft á dag í áratugi.
Það er kominn tími til að gefa Óshlíðarveginum frí en síðuhaldari hefur einmitt lent á milli flóða á þessum fræga vegi. Trúverðugleiki minn í málinu er því gríðarlegur. Þá var ég í félagsskap Guðmundar Björnssonar sölumanns Íslands. Sem betur fer var hann á þeim tíma ekki byrjaður að rausa um samvinnuhreyfinguna í tíma og ótíma og þekkti ekki muninn á Halldóri Ásgrímssyni og Halldóri Blöndal. Það hefðu verið grimm örlög að sitja undir Framsóknarrausinu og komast hvorki lönd né strönd í orðsins fyllstu merkingu.
Skarfaskersleiðin er einnig góð leið fyrir Hnífsdælinga og forðar því að bústað Kaupfélagsstjórans
og family sé fórnað. Ekki vilja menn fá þá tvíburabræður upp á móti sér rétt fyrir kosningar.
Monday, February 12, 2007
Orðrétt
"Sevilla og Real Zaragosa gerðu í dag markalaust jafntefli. Lokatölur 0:0."
-Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í fréttum Stöðvar 2 þann 4. febrúar 2007.
"Sevilla og Real Zaragosa gerðu í dag markalaust jafntefli. Lokatölur 0:0."
-Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í fréttum Stöðvar 2 þann 4. febrúar 2007.
Sunday, February 11, 2007
Vestlendingurinn Gunnar Sigurðsson
Uppgangur Gunnars Group Sigurðssonar hefur verið mikill eftir að síðuhaldari tók hann að sér. Síðuhaldari hefur nú gert þennan skjólstæðing sinn að framkvæmdarstjóra V-dagsins svo dæmi sé tekið. Áður en það komið til sögunnar átti sér stað skemmtileg hugmyndavinna hjá síðuhaldara og Gunnari Group þar sem lagt var á ráðin um að Gunnar yrði formaður KSÍ. Vorum við komnir með tvö feykilega góð slagorð fyrir kosningabaráttuna þegar leikar stóðu sem hæst. Annars vegar: "Geir, ekki meir!" Og hins vegar: "Kjósum Gunnar Sigurðsson af Vesturlandi sem formann KSÍ. Þið þekkið nafnið!" Þar sem Gunni bakari af Skaganum er vel þekktur innan hreyfingarinnar hefðu að sjálfsögðu engar myndir birst af frambjóðandanum Gunnari Sigurðssyni.
Uppgangur Gunnars Group Sigurðssonar hefur verið mikill eftir að síðuhaldari tók hann að sér. Síðuhaldari hefur nú gert þennan skjólstæðing sinn að framkvæmdarstjóra V-dagsins svo dæmi sé tekið. Áður en það komið til sögunnar átti sér stað skemmtileg hugmyndavinna hjá síðuhaldara og Gunnari Group þar sem lagt var á ráðin um að Gunnar yrði formaður KSÍ. Vorum við komnir með tvö feykilega góð slagorð fyrir kosningabaráttuna þegar leikar stóðu sem hæst. Annars vegar: "Geir, ekki meir!" Og hins vegar: "Kjósum Gunnar Sigurðsson af Vesturlandi sem formann KSÍ. Þið þekkið nafnið!" Þar sem Gunni bakari af Skaganum er vel þekktur innan hreyfingarinnar hefðu að sjálfsögðu engar myndir birst af frambjóðandanum Gunnari Sigurðssyni.
Benedikt Erlingsson og KSÍ
Stuðningsmenn Höllu Gunnarsdóttur kollega míns af Mogganum splæstu í auglýsingu þar sem vel valið fólk lýsir yfir stuðningi sínum við framboð hennar til formanns KSÍ. Greinilega var vandað til valsins enda fólk úr héðan og þaðan úr þjóðfélaginu. Gallinn var bara sá að nánast enginn á þessum lista hefur einhver sambönd í knattspyrnuhreyfingunni sem er frekar bagalegt í ljósi þess að fulltrúar knattspyrnufélaganna í landinu kjósa sér formann. Stórleikarinn Benedikt Erlingsson var til dæmis á listanum og hefði það sjálfsagt vegið þungt ef leiklistarfólk hefði kosið formann KSÍ. Þarna var einnig ágætur Sagnfræðingur, Kristín Ástgeirsdóttir, sem er nú ekki fyrsta nafnið sem kemur upp í hugann þegar minnst er á knattspyrnu. En þessi stuðningsyfirlýsing var ágætis framtak engu að síður, en hafði líklega afskaplega takmörkuð áhrif á fulltrúa á KSÍ þinginu.
Stuðningsmenn Höllu Gunnarsdóttur kollega míns af Mogganum splæstu í auglýsingu þar sem vel valið fólk lýsir yfir stuðningi sínum við framboð hennar til formanns KSÍ. Greinilega var vandað til valsins enda fólk úr héðan og þaðan úr þjóðfélaginu. Gallinn var bara sá að nánast enginn á þessum lista hefur einhver sambönd í knattspyrnuhreyfingunni sem er frekar bagalegt í ljósi þess að fulltrúar knattspyrnufélaganna í landinu kjósa sér formann. Stórleikarinn Benedikt Erlingsson var til dæmis á listanum og hefði það sjálfsagt vegið þungt ef leiklistarfólk hefði kosið formann KSÍ. Þarna var einnig ágætur Sagnfræðingur, Kristín Ástgeirsdóttir, sem er nú ekki fyrsta nafnið sem kemur upp í hugann þegar minnst er á knattspyrnu. En þessi stuðningsyfirlýsing var ágætis framtak engu að síður, en hafði líklega afskaplega takmörkuð áhrif á fulltrúa á KSÍ þinginu.
Wednesday, February 07, 2007
Þögnin er ærandi
Hvað varð um allt fólkið sem mátti vart mæla af hneykslan þegar þingmaðurinn Görl gekk úr "Frjálslynda flokknum" í Sjálfstæðisflokkinn? Fjöldinn allur af fólki var tilbúinn til þess að tjá sig um málið og vinsæl var sú skoðun að kjörinn þingmaður skyldi frekar segja af sér þingmennsku en að halda áfram þingsetu í öðrum flokki. Hefði maður því haldið að sama fólkið hefði risið upp á afturlappirnar þegar Valdimar Leó Friðriksson gekk á dögunum úr Samfylkingunni yfir í "Frjálslynda". Svo virðist sem Kristinn H. Gunnarsson muni leika sama leik á næstunni. Allt þetta mikla hugsjónafólk sem vill að þingmenn segji frekar af sér, hlýtur fljótlega að birtast þrútið af réttlátri reiði í fjölmiðlum og láta skoðun sína heyrast. Annars fer maður að halda að fjaðrafokið í kringum Görl, hafi verið vegna þess að fjölmiðlasækið fólk hafi einfaldlega ekki viljað sjá aukningu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Hvað varð um allt fólkið sem mátti vart mæla af hneykslan þegar þingmaðurinn Görl gekk úr "Frjálslynda flokknum" í Sjálfstæðisflokkinn? Fjöldinn allur af fólki var tilbúinn til þess að tjá sig um málið og vinsæl var sú skoðun að kjörinn þingmaður skyldi frekar segja af sér þingmennsku en að halda áfram þingsetu í öðrum flokki. Hefði maður því haldið að sama fólkið hefði risið upp á afturlappirnar þegar Valdimar Leó Friðriksson gekk á dögunum úr Samfylkingunni yfir í "Frjálslynda". Svo virðist sem Kristinn H. Gunnarsson muni leika sama leik á næstunni. Allt þetta mikla hugsjónafólk sem vill að þingmenn segji frekar af sér, hlýtur fljótlega að birtast þrútið af réttlátri reiði í fjölmiðlum og láta skoðun sína heyrast. Annars fer maður að halda að fjaðrafokið í kringum Görl, hafi verið vegna þess að fjölmiðlasækið fólk hafi einfaldlega ekki viljað sjá aukningu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Friday, February 02, 2007
Orðrétt
"Síendurtekið efni er gamla klisjan um meint yfirráð Sjálfstæðisflokksins yfir Ríkisútvarpinu og öllu sem þar heyrist og sést og fer fram. En í hverju felast þau yfirráð? Hvað er útvarp annað en fólkið sem starfar þar og við heyrum í dags daglega? Ég minnist spjallþáttar sem ég hlustaði á fyrir fáeinum misserum. Þar voru nokkrir eindregnir andstæðingar ríkisstjórnarinnar að venju samankomnir fyrir hádegi á laugardegi til að ræða landsins gagn og nauðsynjar en þó einkum ógagn og ónauðsynjar. Talið barst að Ríkisútvarpinu og einn kjaftajötnanna nefnir að nú sé svo komið að það þurfi flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum til að fá þar inni. Allir viðstaddir flissuðu samþykkjandi að þessum almæltu sannindum, þar hittirðu nú aldeilis naglann á höfuðið...
En ég, saklaus hlustandinn heima, sagði við sjálfan mig: Ja, ljótt er að heyra, en er þetta virkilega svona? Ég hlustaði og hlusta enn mikið á Rás eitt og fór að hugsa: Í hverjum heyrist í útvarpinu? Hverjir ERU Rás eitt? Á þeim tíma reyndust það eftir stutta minnisleit einkum vera eftirtaldir, allt saman frábærir, lifandi og áhugasamir útvarpsmenn: Ævar Kjartansson, Arthúr Björgvin Bollason, Jórunn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson, Anna Kristín Jónsdóttir, Leifur Hauksson, Eiríkur Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Jón Ásgeir Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Friðrik Páll Jónsson, Steinunn Harðardóttir, Una Margrét Jónsdóttir...Ég man að mér þóttu það óvænt og váleg tíðindi að allt þetta ágæta fólk skyldi vera gengið í Sjálfstæðisflokkinn."
- Þórarinn Eldjárn skáld á bloggsíðu sinni 18. janúar 2007.
"Síendurtekið efni er gamla klisjan um meint yfirráð Sjálfstæðisflokksins yfir Ríkisútvarpinu og öllu sem þar heyrist og sést og fer fram. En í hverju felast þau yfirráð? Hvað er útvarp annað en fólkið sem starfar þar og við heyrum í dags daglega? Ég minnist spjallþáttar sem ég hlustaði á fyrir fáeinum misserum. Þar voru nokkrir eindregnir andstæðingar ríkisstjórnarinnar að venju samankomnir fyrir hádegi á laugardegi til að ræða landsins gagn og nauðsynjar en þó einkum ógagn og ónauðsynjar. Talið barst að Ríkisútvarpinu og einn kjaftajötnanna nefnir að nú sé svo komið að það þurfi flokksskírteini í Sjálfstæðisflokknum til að fá þar inni. Allir viðstaddir flissuðu samþykkjandi að þessum almæltu sannindum, þar hittirðu nú aldeilis naglann á höfuðið...
En ég, saklaus hlustandinn heima, sagði við sjálfan mig: Ja, ljótt er að heyra, en er þetta virkilega svona? Ég hlustaði og hlusta enn mikið á Rás eitt og fór að hugsa: Í hverjum heyrist í útvarpinu? Hverjir ERU Rás eitt? Á þeim tíma reyndust það eftir stutta minnisleit einkum vera eftirtaldir, allt saman frábærir, lifandi og áhugasamir útvarpsmenn: Ævar Kjartansson, Arthúr Björgvin Bollason, Jórunn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson, Anna Kristín Jónsdóttir, Leifur Hauksson, Eiríkur Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Jón Ásgeir Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Friðrik Páll Jónsson, Steinunn Harðardóttir, Una Margrét Jónsdóttir...Ég man að mér þóttu það óvænt og váleg tíðindi að allt þetta ágæta fólk skyldi vera gengið í Sjálfstæðisflokkinn."
- Þórarinn Eldjárn skáld á bloggsíðu sinni 18. janúar 2007.
Billy Idol, Hillary Swank og síðuhaldari
Síðuhaldara hefur borist til eyrna að unga fólkið í bloggheimum stundi nú síðunua myheritage.com af kappi. Þar er hægt að hlaða inn myndum af fólki og þá dælir forritið inn myndum af frægu fólki sem viðkomandi á að líkjast. Síðuhaldari vill að sjálfsögðu halda í við unga fólkið og lét slag standa auk þess sem þetta er upplagt tækifæri til þess að kanna hvort kynþokki síðuhaldara eigi sér hliðstæðu úti í hinum stóra heimi. Fyrst var hlaðið inn nokkuð gamalli mynd og viti menn, skýtur ekki Chandlerinn sjálfur upp kollinum: Matthew Perry. Í kjölfarið fylgdu Colin Firth og Freddie Ljungberg. Svo fór nú að halla undan fæti þegar arabinn Abdullah Gul skaut upp kollinum og í humátt á eftir honum kom blökkumaðurinn Brady. Síðuhaldari taldi sér öllum lokið þegar Billy Idol poppaði einnig upp sem tvífari en steininn tók endanlega úr þegar kvenmaðurinn Hilary Swank lét sjá sig.
Þessar niðurstöður sætti síðuhaldari sig ekki fullkomlega við og hlóð inn annari mynd sem er nær okkur í tíma. Ekki urðu niðurstöðurnar þá jafn fjölbreyttar hvað varðar kyn og kynþátt en þó má klóra sér nokkuð í hausnum yfir þeim. Fyrstan skal frægan telja Pablo Picasso. Einnig duttu inn Jason Priesley, Brendon Frasier og knattspyrnumennirnir Fernando Redondo og Zinedine Zidane. Að lokum birtist Robert Redford á skjánum þannig að skjátur geta þá vitað hvernig síðuhaldari mun líta út í ellinni. Við þetta er rétt að bæta að aðstandendur þessa forrits gera sér greinilega ekki grein fyrir því hve Egill Helgason er þekktur í Grikklandi og því er hann ekki í kerfinu. Annars var þetta á allan hátt mjög sérkennilega upplifun og einsýnt að síðuhaldari mun halla sér verulega að Bakkusi um helgina.
Síðuhaldara hefur borist til eyrna að unga fólkið í bloggheimum stundi nú síðunua myheritage.com af kappi. Þar er hægt að hlaða inn myndum af fólki og þá dælir forritið inn myndum af frægu fólki sem viðkomandi á að líkjast. Síðuhaldari vill að sjálfsögðu halda í við unga fólkið og lét slag standa auk þess sem þetta er upplagt tækifæri til þess að kanna hvort kynþokki síðuhaldara eigi sér hliðstæðu úti í hinum stóra heimi. Fyrst var hlaðið inn nokkuð gamalli mynd og viti menn, skýtur ekki Chandlerinn sjálfur upp kollinum: Matthew Perry. Í kjölfarið fylgdu Colin Firth og Freddie Ljungberg. Svo fór nú að halla undan fæti þegar arabinn Abdullah Gul skaut upp kollinum og í humátt á eftir honum kom blökkumaðurinn Brady. Síðuhaldari taldi sér öllum lokið þegar Billy Idol poppaði einnig upp sem tvífari en steininn tók endanlega úr þegar kvenmaðurinn Hilary Swank lét sjá sig.
Þessar niðurstöður sætti síðuhaldari sig ekki fullkomlega við og hlóð inn annari mynd sem er nær okkur í tíma. Ekki urðu niðurstöðurnar þá jafn fjölbreyttar hvað varðar kyn og kynþátt en þó má klóra sér nokkuð í hausnum yfir þeim. Fyrstan skal frægan telja Pablo Picasso. Einnig duttu inn Jason Priesley, Brendon Frasier og knattspyrnumennirnir Fernando Redondo og Zinedine Zidane. Að lokum birtist Robert Redford á skjánum þannig að skjátur geta þá vitað hvernig síðuhaldari mun líta út í ellinni. Við þetta er rétt að bæta að aðstandendur þessa forrits gera sér greinilega ekki grein fyrir því hve Egill Helgason er þekktur í Grikklandi og því er hann ekki í kerfinu. Annars var þetta á allan hátt mjög sérkennilega upplifun og einsýnt að síðuhaldari mun halla sér verulega að Bakkusi um helgina.