<$BlogRSDURL$>

Friday, December 31, 2004

Jólastúss
Glegðilega hátíð kæru lesendur nær og fjær. Ég var aðeins að velta fyrir mér jólainnpakkningum en ég pakka yfirleitt inn gjöfunum sjálfur. Ekki það að ég sé sérlega nothæfur til slíks brúks heldur er það bara eitthvað svo persónulegt að gera það sjálfur. Það sést langar leiðir að ég hafi pakkað pökkunum inn sjálfur og enginn verksmiðjuvinnubrögð þar á ferðinni. Flóknast finnst mér að setja borðann utan yfir pakkann en ég er samt nokkuð lunkinn að krulla hann með skærunum. Ætli Dóru Línu vökni ekki um augun að lesa þetta og sjá hvað ég hef komist langt í handavinnunni sem var nú ekki mín allra sterkasta hlið í dentid.
Passið ykkur á myrkrinu.

Thursday, December 23, 2004

Lesið yfir sig
Lesendur Morgunblaðsins rak í rogastans og transdans eru þeir flettu blaðinu í dag og rákust á aðsenda grein sem heitir því forvitnilega nafni "Skammtafræðileg jól". Er hún eftir eðlisfræðinemann Victor Blæ Birgisson sem mér sýnist á myndinni að sé gamli kókstrákurinn. Þrátt fyrir að hafa gluggað í greinina þá sýnist mér tilgangur hennar vera fremur óljós og þá kannski vegna þess að ég á afar erfitt með að skilja innihald hennar. Við skulum endilega grípa niður í kafla úr greininni:

"Í skammtafræði (skammtafræði er öflugasta vísindakenning sögunnar) flokkast eindir (rafeindir, róteindir, ljóseindir o.s.frv.) í tvo flokka, bóseindir og fermíeindir. Fermíeindir eru allar þær eindir sem hafa svokallaðan hálftölu-spuna eða margfeldi af oddatölu sinnum 1/2 spuna ((2n + 1)1/2 , þar sem n er náttúruleg tala). Í skammtafræði er jafna Schrödingers allt í öllu. Við leysum þessa jöfnu til að fá bylgjufall eindarinnar sem segir okkur síðan allt sem við viljum vita um eindina. Jafna Schrödingers (Gerards? innskot ritstjóra) lítur svona út: #"%&)="$##"
Eins og kínverska, ekki satt? Við erum gerð úr atómum sem samanstanda m.a. af róteindum og rafeindum. Það furðulega við þessar eindir er að það er ómögulegt að þekkja þær í sundur, þær eru nákvæmlega eins, á hátt sem engir tveir klassískir eðlisfræðihlutir geta orðið. Það er engin vísindaleg takmörkun á þekkingu okkar sem veldur því að við þekkjum þá ekki í sundur; Guð sjálfur veit ekki hvor eind er hvað! Við getum fundið lausnir á jöfnu Schrödingers sem eru "samhverf"(eigingildi +1) eða "ósamhverf"(eigingildi -1) undir "skiptingu"; ø(r1, r2) = ±ø(r2, r1). Köllum þetta samhverfisskilyrðið. Fyrir eins eindir þarf bylgjufallið (sem er lausn á jöfnu Sch.) að uppfylla þetta samhverfisskilyrði."

Það er einlæg von mín að lesendum hafi ekki orðið meint af þessari lesningu en þeir sem geta fundið botn í þessa grein er bent á að hafa samband við vísindavef HÍ í einum grænum. Auk þess væri ágætt að tékka á því hvort einhvers sé saknað af Kleppi.
Passið ykkur á myrkrinu.


Aðventulag Baggalúts 2004
Snillingarnir í Baggalúti er komnir með frábært aðventulag fyrir þessi jól. Gamall Bee Gees slagari með afskaplega skemmtilegum texta. Mæli með þessu stöffi.
Passið ykkur á myrkrinu.

Wednesday, December 22, 2004

Menn gera ekki gys að Gylfa Ægis
Stefán Jón Einstein sagði í Sunnudagsþættinum á Skjá1 síðastliðinn, ja gott ef ekki sunnudag, að ríkisvaldið hefði ekki átt að festa kaup á myndum Sigmunds. Gott hjá Einstein þar er ég sammála honum. Sem mikill aðdáandi Sigmunds þá finnst mér að einstaklingar og einkaaðilar eigi að geta keypt af honum myndir ef þeim sýnist svo, eða hann gefi þær út í bók eins og hann gerði í mörg ár. Auk þess sem hægt er að njóta hans á síðum Moggans. En það var annað hjá Einstein sem stakk mig og það var háðsglósa hans um að ríkið gæti alveg eins keypt upp plöturnar hans Gylfa Ægis. Svona gera menn ekki, menn gera ekki gys að Gylfa Ægis. Ef Einstein væri ennþá að sjá um Þjóðarsálina þá myndi ég hringja inn og kvarta undan þessum ummælum. Ég eins og aðrir nýt þess um þessar mundir að hlusta á jólaplötuna Gylfi og Gerður: uppáhaldslögin hans pabba. Gylfi ætti fyrir löngu að vera búinn að fá fálkaorðuna fyrir framlag sitt til tónlistarinnar enda hefur hann fært okkur lög á borð við: Stolt siglir fleyið mitt, Hinsta bón blökkukonunnar, Heim á leið, Gústi Guðsmaður, Sjúddirarirei, Minning um mann, Í sól og sumaryl og þannig mætti lengi telja.
Passið ykkur á myrkrinu.

Hrafninn fær liðsstyrk
Hrafn Jökulsson hefur fengið annan geðsjúkling til liðs við sig í skákforystuna hérlendis; Bobby Fischer eða Bóbó Fiskara eins og hann kýs að kalla sig á Íslandi. Bóbó þessi þykir ekki ganga heill til skógar frekar en Hrafn og heyrst hefur að Egill Helgason hafi aldrei stamað á ævinni fyrr en að hann tók viðtal við Fischer í þætti sínum. Þar fór Fischer mikinn í samsæriskenningum sínum um heimsyfirráðatilburði gyðinga og hefur Egill ekki hætt að stama síðan. Hrafni hefur á sama tíma vegnað vel í djöfulgangi sínum innan skákhreyfingarinnar og hefur séð til þess að eitt félag innan Skáksambandsins; Hrókurinn, skipuleggur útbreiðslu skákaríþróttarinnar hérlendis. Ef þetta er sett í knattspyrnulegt samhengi þá má ímynda sér KR laða til sín fjármagn sem annars færi til KSÍ, myndi halda ýmis mót án samstarfs við KSÍ og myndi viljandi brjóta reglur um liðsskipun.
Passið ykkur á myrkrinu.

Tuesday, December 21, 2004

Þetta er allt að koma
Já góða kvöldið kæru lesendur og velkomnir að skjánum. Eitt af þeim háleitu markmiðum sem aðstandendur þessarar síðu settu sér er vefnum var ýtt úr vör í febrúar síðastliðnum, var að vitnað yrði í skrif á síðunni í liðnum "Af netinu" í Fréttablaðinu. Markmiðið hefur ekki náðst þrátt fyrir miklar vinsældir síðunnar en Fréttablaðið steig þó skref í rétta átt í blaðinu í dag er vitnað var í skrif ritstjórans á bls 29. En þar var birtur bútur úr grein sem birtist á sus.is í gær. Þar sem ritstjórinn er orðinn þjóðfélagsrýnir sem Fréttablaðið vitnar til þá verður þess vart langt að bíða að þessi þjóðfélagsspegill fái sitt pláss í því ágæta blaði.
Passið ykkur á myrkrinu.

Monday, December 20, 2004

Vitsmunalegt innlegg
Glettilega góð grein sem birtist á SUS-vefnum í dag en svo skemmtilega vill til að hún er einmitt eftir ritstjóra bloggs fólksins.
Passið ykkur á myrkrinu.

Sunday, December 19, 2004

Jólasveinaboogie tonight
"Jólasveinarnir koma og svo koma þeir hér og þeir dansa boogie og þeir dansa með þér" söng Alli Boogie í aðdraganda jólanna fyrir nokkrum árum. Ritstjórinn fer eins og endranær í villta vestrið yfir jólin, fer 22. des og fer til baka 28. des ef að líkum lætur. Það verður hressandi að anda að sér hreinu lofti, þ.e.a.s skötulykt.
Passið ykkur á myrkrinu.

Saturday, December 18, 2004

Hollensk yfirvöld hafa afskipti af Kristni
Fyrir áhugafólk um átakanlegar lífsreynslusögur í kómískum stíl þá bendi ég á að nýjasti pistillinn frá Kristni Hermanns í Maastricht er alger skyldulesning. En þarlend yfirvöld virðast hafa gripið í taumana vegna svívirðilegra umferðalagabrota kappans...á reiðhjóli! Áður en ég vissi af var ég búinn að skella hressilega upp úr hér í tölvustofunni í Odda (HÍ) og gott ef velflestir rússnesku skiptinemarnir snéru sig ekki úr hálsliðnum.
Passið ykkur á myrkrinu.

Friday, December 17, 2004

Boðflennan#3
Ólsarinn Gunnar Samloka Sigurðsson heldur áfram að skemmta lesendum (95% þjóðarinnar) í þessum dagskrárlið. Nú sendi hann ritstjórninni pistil þar sem frma koma tilnefningar í flokki sjónvarpsþátta til hinna virtu þjóðfélagsverðlauna: Samlókur. Tilnefningunum fylgir haldgóður rökstuðningur. Góða skemmtun.

Sæll Höbbdingi, hér koma fyrstu tilnefningar í Samlók 2004. Tilnefningar
þessar eru fyrir íslenskt sjónvarpsefni 2004. Margir veðbjóðslegir þættir
komu vissulega til greina en eins og máltakið kveður segir, sitjandi selur
fljúgandi fær.

með vegsemd og virðingu
Gunnar Sigurðsson
Stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur

SAMLÓKUR 2004

Íslenskir sjónvarpsþættir sem tilnefndir eru til Samlóks 2004

Fólk með karrí; Hugljúfur en afar leiðinlegur sjónvarpsþáttur fyrir annað kynið. Þáttarstjórnandinn dregur fram hvern aumingjann á fætur öðrum til að segja áhorfendum frá neikvæðum lífreynslusögum sínum. Hver kannast ekki við verkamannaveðbjóðinn sem kemst ekki út og skítur á sig í hvert mál, hver er hennar saga? Eða…hálfsystkynin sem komust að því að þau eru í raun foreldrar hvurs annars? Hver er veðbjóðurinn á bak við veðbjóðinn? Fólk með Karrí er áhugaverður þáttur þar sem leiðindin og veðbjóðurinn hafa blandast saman við grútun og hrylling skipar þessi þáttur sér í sæti sem einn al-versti veðbjóður fyrr og síðar.

Mongó-bingó; Hreinn og tær, höfuð og herðar, hné í gagnauga. Norðlenski stórtenórinn Vilgeir, sem er betur þekkur undir nafninu Villli gambítur en hann fer með hlutverk söngvara í hljómseit sinni 20. þúsund naglalökk, fer hamförum í mestu leiðindum sem fram hafa komið á sjónvarpsskjá landsmanna síðan stillimyndin var alsráðandi á skjá landsmanna hvurt fimmtudagskveldið á fætur öðru (um). Vilhjálmur sýnir í mongó-bingó þætti sínum hvursu framúrskarandi leiðinlegt íslenskt sjónvarpsefni getur verið. Með óþolandi öskrum og óhnittnum húmor er þessi veðbjóðslegi þáttur einstakur í sinni röð og því tilnefning þessi engri tilviljun háð né húð né kyn né húð og kyn. Sem minnir mig á að panta tíma fyrir 4. í aðventu.

Mongó-bingó er ekki eini þátturinn sem Vilmundur kemur að til tilnefningar til Samlóks. Í sumar fengu landsmenn (alveg nóg) forskot á sæluna þegar Vilhelm dró bróður sinn, rokrassgatið Kára, hálf-nauðugan að virtist í útivistarþáttinn;
Út með Kára að grilla Villa: Í útivistarþætti þessum létu (st þeir því miður ekki) þeir áhorfendur sitja agndofa úr pirring og viðurstyggð fyrir framan við(bjóðinn)tækin. Þátturinn gekk út að þeir bræððr brytjuðu niður 3. flokks hráefni til manneldis og elduðu það við misgóðar aðstæður. Árangur þáttarins hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Sérfræðingar í Asíu óttast að afleiðing hráefnisvinnslu þeirra bræðra muni breiðast hratt út um allan heim á næstu árum. Nú þegar hafa mörg hundruð manns misst líf sitt í Asíu og talið er að hægt sé að rekja tvö dauðsföll í Kanada til flensu þeirra sem af fuglum bræðranna varð.
Drengirnir náðu ekki heldur einvörðungu að sína fram á framúrskarandi húmorsleysi sitt heldur sviptu þeir hulu sinni af veðurstyggð og almennum leiðindum sem þeir búa yfir.

Á Ríkissjónvarpinu hefur undanfarin ár verið sýndur þáttur um eitthvað sem fáir jafnt sem enginn veit um. Þátturinn er í umsjón sérkennilegasta sjónvarpsmanns ársins 2003, Gísla Einarssyni, og bera nafnið Norður og niður. Í þessari klassískri veðurstyggð heimsækir Gísli drepleiðinlegt fólk, sem oftast nær sökum leiðinda sinna býr ekki meðal fólks. Gísli nær með ótrúlega liprum hætti að töfra fram það leiðinlegasta úr hvejum viðmælanda sinna. Viðfangsefni þeirra leiðinlegu viðmælanda Gísla eru ekki af verra toganum þar sem rætt er um ekki neitt sem máli getur skipt fyrir fólk sem á annað borð nær útsendingu Ríkissjónvarpsins.

Hinn afar svo þreytandi, wanna be Hemmi Gunn, borgarfulltrúi Reykvíkinga Gísli Marteinn, heldur enn úti þáttum sínum Laugadagsleiðindi með G. Marteinssyni. Gísli hefur á kynþroska árum náð að mynda 12 manna hóp þjóðþekktra, leiðinlegra íslendinga og tekur endalaust viðtöl við þau til skiptist hvurt einasta helvítis laugardagskvöld yfir vetrarmánuðina þegar skammdegisþuglyndi er hvað mest. Samkvæmt rannsóknum heilbrigðisyfirvalda sést hvursu góð áhrif Laugardagsleiðindi Gísla hefur á landan en hægt er að segja, með 95% vissu án skekkjumarka, ef svarhlutfall næst sem 65% af aðspurðum, að sjálfsvíg eru einvörðungu framin á útsendingartíma þáttarins.

Leiðindarkvöld Gísla Mc-Arteins er ekki eini þátturinn í flokki léttra sjálfsmorðsþátta. Á meðan spænska veikin, stóra bóla og móður harðindin stóðu mislangt yfir landanum virðist sem al- mestu leiðindi sem dunið hafa á Íslendingum aldrei ætta að taka endi. Grútstofan með Hrafnistugrínurunum hrútleiðinlegu, heldur árlega áfram að drepa Íslendinga niður úr leiðindum með veðbjóðslegum pólitískum húmor og þunglyndri þjóðfélagsádeilu. Það er óþarfi að kynna þá frekar enda hafa þeir hampað Samlóknum undanfarin 10-40 ár, sem þeim hefur tekist að troða sér á skjáinn.

Monday, December 13, 2004

Orðrétt
Síðast þegar Liverpool varð meistari voru Milli Vanilli að einoka vinsældarlistana.
-Einhver snillingur á liverpool.is

Saturday, December 11, 2004

Munnmælasögur#7
Fyrir mörgum árum var Trausti Salvar frændi minn í vinnu hjá Hagkaup, og var hann settur í karladeildina í verslun þeirra í Kringlunni, enda maðurinn mikill smekkmaður. Fór hann fljótlega að afgreiða í skódeildinni, en Salvar hefur um dagana verið þekktur fyrir allt annað en táfýlu. Hins vegar er Salvar ekkert sérlega mannglöggur, en hefur þó nokkra trú á sjálfum sér í þeim efnum sem öðrum. Á hann það því til að giska á hverjir hinir og þessir eru sem á vegi hans verða. Einn daginn bar það til, að Salvari fannst hann þekkja gráhærðan mann, er gekk framhjá skódeildinni þar sem Salvar var við afgreiðslu. Braut hann nokkuð heilann um það hver maðurinn væri, en hann taldi sig nokkuð öruggann um að þetta væri andlit úr heimabæ hans Bolungarvík. Eitthvað stóð þetta samt í honum, en Salvar hafði flutt frá Bolungarvík einhverjum 2 árum áður. Eftir stutta umhugsun taldi Salvar sig vita að þarna væri á ferðinni Sverrir sem lengi var verkstjóri hjá bænum. Salvar telur í sig kjark og vindur sér upp að þessum manni, og spyr hvellhátt: "Ert þú ekki maðurinn hennar Stínu gangó"? Ekki vildi þessi maður kannast við það, og því næst spurði Salvar: "En þú ert frá Bolungarvík, er það ekki"? Maðurinn fullyrti hins vegar að þaðan væri hann ekki og þar hefði hann aldrei búið. Þá verður Salvar undrandi og spyr manninn að nafni, sem svarar: "Ég heiti Pámi Gunnarsson"!! Var þar poppstjarnan sjálf ljóslifandi kominn og var hann ekki parhrifinn af þessari uppákomu, enda ógleymanlegur öllum sem fylgdust meðsigurför Gleðibankans hér um árið.

"Þjóðar"hreyfingin
Að senda Írökum skilaboð í gegnum New York Times er álíka gáfulegt og að halda Fullveldishátíð alþýðunnar og bjóða hinum alþýðlega forseta Ólafi Ragnari Grímssyni. Ef marka má sjónvarpsmyndir frá fundi hreyfingarinnar þá virðast þessir peningabrennuvargar vera aðallega þekkt fólk. Það sem ég sá var fólk sem er virkt í pólitík á vinstri vængnum og þekkta listamenn (þetta tvennt fer nú reyndar oft saman). Ég gat ekki séð mikið af "venjulegu fólki" þarna en það er svo sem aukaatriði. Í hópi þessara herskáu friðarsinna virðast vera margir úr þeim hópi sem koma saman á sérstakri sigurhátíð í Háskólabíó á áttunda áratugnum þar sem félagshyggjufólk við HÍ fagnaði því að Rauðu Khmerarnir og Pol Pot hefðu komist til valda í Kambódíu. Koma skal því til skila að ekki hafi hver einasti Íslendingur stutt innrás bandamanna í Írak fyrir 3 milljónir króna að mér skilst. Gott og vel. Þessar upphrópanir með lýðræðið eru hins vegar merkilegar, sérstaklega í ljósi þess hvernig að þessari hreyfingu er staðið. Til dæmis ákvarðanatöku innan hennar, upplýsingum frá henni og fleira. Mér sýnist að hugtakið lýðræði sé að taka á sig aðrar og sérkennilegri myndir en Óli Harðar hefur predikað yfir manni. Að endingu er rétt að benda á að þjóðir mynda ekki hreyfingar heldur einstaklingar.
Passið ykkur myrkrinu.

Friday, December 10, 2004

Mogginn flytur
Ég, Styrmir og Hallgrímur höfum ákveðið í sameiningu að selja lóð Morgunblaðsins og flytja okkur upp á heiði þar sem prentsmiðjan er. Nú verður líklega styttra hjá mér að fara á Traðarstíginn úr vinnunni heldur en Grandaveginn.
Passið ykkur á myrkrinu.

Wednesday, December 08, 2004

Boðflennan#2
Á dögunum fékk ég hugstrump að nýjum dagskrárlið er hinn bolvíski Spassky; Magnús Pálmi Örnólfsson, ruddist inn á þessa bloggsíðu með fróðleik og djöfulgangi. Hef ég í framhaldi af því ákveðið að vera með dagskrárlið sem gengur út á að útskýra hvaðan orðatiltæki/spakmæli eru tilkomin, þ.e.a.s söguna á bak við spakmælið. Í flestum tilfellum verða þetta spakmæli sem maður skilur, veit hvernig á að beita en hefur ekki hugmynd um hvað þau þýddu í raun og veru á fornmálinu. Samningar hafa tekist á milli Bloggs fólksins og Mentors míns; Gunnars Sigurðssonar frá Ólafsvík, enda hann orðinn einn af okkar lærðustu mönnum. Gunnar hefur áður kveðið sér hljóðs á þessari síðu við miklar vinsældir. Fyrsta fyrirspurn sem ég sendi honum var um máltækið: Sjaldan er flas til fagnaðar. Góða skemmtun:

Sæll Cris Bol-c-vikki.
Þá brugðust krosstré sem önnur en ég reyni að sína heilt kák í stað hálfkák
og svara þeirri beiðni sem fyrir mig hefur verið lagt. Til að byrja með er
brýnt að velta fyrir sér merkingu og tilgang orðtaka. Samkvæmt fræðunum eri
þau brúkuð í óeiginlegri merkingu, þ.e.a.s. þau krefjast samhengis til að
merking þess skiljist. Þessu er ég algjörlega ósammála, og tel brýnt að nota hvað orðtak sem er við hvaða tækifæri sem er. Þannig er alltaf hægt að bera fyrir svörum. Nýlegt dæmi er að í vinnu mína hringdi maður og spurði um verð á fasteign. Þar sem
ég er menntaður í rannsóknum og fræðistörfum þá svaraði ég honum með ákveðnum, djúpum, sterkum raddblæ;

"sjaldan er flas til fagnaðar"

Til að gera langa sögu stutta þá sagði viðskiptavinurinn að það væri best jú
að kaupa eign sem væri ekki á þessu svæði. Þannig er alltaf hægt að beita orðtökum til að draga úr samræðum eða stýra þeim í þá átt sem við á.

Sjaldan er flas til fagnaðar er umrætt orðtak. Til að njörva niður
útskýringar á orðtökum er brýnt að skoða allar hliðar þess. Sjaldan merkir
ekki alltaf heldur stundum. Þannig að flas er stundum til fagnaðar en oftast
er flas ekki til fagnaðar, þó slíkt geti hent. Flestir veða fyrir flasi einhvern tíman á lífsleiðnni og þykir þá mönnum það miður, oftast en ekki alltaf því flasið er eins og máltakið segir sjaldan til fagnaðar.

Þar sem flas er til ófagnaðar, í flestum en þó ekki öllum tilvikum, þá er
ljóst að hér er um neikvætt orð að ræða. Hver vill flas sér til framdráttar?, Hvaða heimili ber með sér hlýtt og gott flas, flosi, flasa, flos, flón, flóð og flagð, flökurt. Orð sem eru með fl í byrjun er neikvæð. Þannig eru flas og slys förunautar, og flas er falli næst. Flas er án efa veðbjóður einn, enda getur veðbjóður ekki verið til fagnaðar, ekki alltaf heldur sjaldan. Saga uppruna neikvæðu merkingar flasins hefur oftar en ekki verið rakin meðal fræðimanna;

"réttu mér flasið strákur"....
"nei pabbi, nei pabbi,"...
"nú hvurn andskotann vanhagar þig um verkfærni sonur" ...
"já en pabbi...! já en pabbi...!"
"Þegiðu sonur og ekker já en...já en...já en HVURN DJÖFULL VANHAGAR
VERKFÆRNI ÞÍNA"
"Pabbi minn...ég get ekki komið með flasið....mér er illt"
"ER ÞÉR HVAÐ? (hæðingstónn) er þér hvurn djöfuls stórkyrta og klafabeinn"
"Það vei ég eigi minn faðir nema flasið reynist þér um of við AAAAAAAA"
"HA? HVAÐ MEINIÐ ÞÉR SKÖGULSONUR TÍKARSPENI?"
"Faðir, faðir æsið ei múginn með marðarorðum þínum"
"Puff og skítt og veðbjóður og drullastu með flas til mín svo hægt sé að
verkloka degi af dröngnum orðum"
...tók þá sonur flas upp, gekk í átt föður síns og makaði hann svo miklu
flasi á föður sinn að sjaldan hefur það verið til fagnaðar upp frá því.

Fyrir þá sem hafa frekari áhuga á uppruna merkingarinnar er bent á Marcus

kv. Mentor síður haldariMonday, December 06, 2004

Danni Íslandsmeistari...eða hvað?
Valsmenn unnu tvöfalt á Íslandsmótinu innanhúss á dögunum. Ekki varð ég þó var við þá góðkunningja sjúkraþjálfaranna; Danna og Gumma Ben, þegar sýnt var frá mótinu. Sperning hverjir voru að spila fyrir Valsarana, kannski að þeir hafi hóað í Jóa og Svavar?
Passið ykkur á myrkrinu.

Orðrétt
Þau gleðitíðindi urðu nú í vikunni að síðasti flokksbundni framsóknarmaðurinn hlaut embætti hjá ríkinu. Ingvar Haraldsson hefur um nokkurt skeið verið eini atvinnulausi framsóknarmaðurinn enda sitja flokkssystkin hans sem fastast í nær öllum störfum hjá hinu opinbera.
-Baggalútur þann 3. des 2004.


Sunday, December 05, 2004

Trausti og tenórinn
Trausti Salvar var að skrifa skemmtilega grein þar sem hann segir Kristjáni Jóhannssyni stórtenór til syndanna.
Passið ykkur á myrkrinu.

Saturday, December 04, 2004

Auglýsingameikið
Félagi minn Gunni Samloka er að fara á kostum í auglýsingum fyrir enska boltann á Skjá1. Ef maður horfir á leik þá fara þær vart framhjá manni enda sýndar fyrir og eftir útsendingu. Samkvæmt mínum heimildum voru 12 slíkar auglýsingar teknar upp þannig að maður á enn nokkrar til góða. Einnig tók ég eftir að gamall kunningi frá Ísafirði Kristján Freyr trymbill hefur dúkkað upp í auglýsingum fyrir Pennann Eymundson. Það hlýtur að vera stílbrot því síðast þegar ég vissi var Krisrokk æðsti prestur í íslensku deildinni í Máli og Menningu. En hann hefur nú aldrei vantað leikarahæfileikana og mætti gera meira af þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.

Wednesday, December 01, 2004

Munnmælasögur #6
Ásgeir bróðir tók stundum að sér að leika jólasvein á skemmtunum í Bolungarvík ef hinir raunverulegu forfölluðust. Gekk það jafnan vel en frumraun hans endaði þó á nokkuð skondin hátt. Ásgeir og Gunnar heitinn Leósson höfðu tekið að sér hlutverk jólasveina er kveikt var á jólatrénu í Víkinni við hátíðlega athöfn. Tróðu þeir sér í búninga kvenfélagsins en þeim fylgdu forláta sauðskinnskór, sem voru kannski ekki heppilegasta skótauið við þessar aðstæður: nístingskuldi og hálagler. Sinntu þeir skyldum sínum af stakri prýði en er þeir huggðu á heimför rann upp fyrir þeim að mikilvægasta atriðið hafði gleymst. Gleymst hafði að skipulegga flóttaleið undan púkunum sem auðveldlega má leysa með því að fá einhverja til þess að skutla á bíl eða snjósleðum. Skunduðu þeir eftir Aðalstrætinu í átt að JFE og púkaskarinn veitti þeim eftirför. Nú voru góð ráð dýr því enginn kom þeim til hjálpar og tóku þessir karlmannlegavöxnu menn til fótanna...og púkarnir á eftir. Hlupu þeir sem leið lá eftir Stigahlíðinni (enda heimkynni Jólasveinanna í Traðarhyrnu eins og alkunna er). Þrautseigustu púkarnir gáfust upp á eltingarleiknum til móts við Völusteinsstrætið þar sem jólasveinarnir lögðust til hvílu með skeggið aftur á baki, buxurnar á hælunum og vel hruflaðir eftir að hafa dottið nokkrum sinnum í hálkunni á leiðinni.

Ljóðahornið Mósaiksglugginn #2
Maður er nefndur Bjarki Már Karlsson (bróðir Ingu Lindar í Morgunbítinu). Hann þvældist stundum vestur í eina tíð, enda skyldur Brynjari Kristjáns og co og ágætis vinur Ásgeirs bróðurs. Kom stundum í party á Traðarstígnum þar sem faðir minn otar iðulega gestabók að gestum og sérstaklega aðkomufólki. Bjarki er ágætlega hagmæltur og hefur til dæmis ritstýrt Skessuhorninu ásamt hinum stórskemmtilega Gísla-RUVmanni(Skessuhornið státaði til dæmis af Halifax-vefnum dásamlega). Eitt sinn var pressa á Bjarka Má að yrkja í gestabókina á Traðarstígnum og var hann tregur til en skrifaði þó þetta:

Húsbondi mjög harmar það
að hér sé ljóðavöntun.
En ávallt erfitt er að
yrkja eftir pöntun.

Síðar kom andinn yfir hann og þá lét hann þessa vaða í gestabókina:

Á Traðarstígnum teiti er
í timburmannsins ranni.
Fimm þúsund þakkir færum vér
Finnlands-ræðismanni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?