Wednesday, June 29, 2005
Gunnar Group á Sirkus
Vek athygli lesenda á því að skjólstæðingur minn Gunnar Group er með innslög í kvöldþætti Sviðmundar Dritgrímssonar á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Þar gengur hann undir nafninu Gunnar fréttamaður. Þetta verður væntanlega reglulega skemmtilegt og um að gera fyrir fólk að stíla inn á þessi innslög þó það nenni ekki að sitja yfir heilum þætti af Sviðmundi.
Gangið á Guðs vegum.
Vek athygli lesenda á því að skjólstæðingur minn Gunnar Group er með innslög í kvöldþætti Sviðmundar Dritgrímssonar á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Þar gengur hann undir nafninu Gunnar fréttamaður. Þetta verður væntanlega reglulega skemmtilegt og um að gera fyrir fólk að stíla inn á þessi innslög þó það nenni ekki að sitja yfir heilum þætti af Sviðmundi.
Gangið á Guðs vegum.
Kaupir þú Hér og Nú?
Mikið búið að mæða á Eiríki Jónssyni blaðamanni að undanförnu og kannski kominn tími til. Slúðurblöðin setja fremur leiðinlegan svip á fjölmiðlaflóruna þar sem til dæmis er hægt að finna trausta miðla eins og Blogg fólksins. En ef fréttastefna, Hér og Nú, DV og Séð og Heyrt, fer almennt í taugarnar á fólki að þá er til mjög einföld leið fyrir neytendur til þess að drepa þessi blöð.
Gangið á Guðs vegum.
Mikið búið að mæða á Eiríki Jónssyni blaðamanni að undanförnu og kannski kominn tími til. Slúðurblöðin setja fremur leiðinlegan svip á fjölmiðlaflóruna þar sem til dæmis er hægt að finna trausta miðla eins og Blogg fólksins. En ef fréttastefna, Hér og Nú, DV og Séð og Heyrt, fer almennt í taugarnar á fólki að þá er til mjög einföld leið fyrir neytendur til þess að drepa þessi blöð.
Gangið á Guðs vegum.
Tuesday, June 28, 2005
Orðrétt
"Nema einn þjóðfélagshópur. Sá hópur er að jafnaði sundurlyndur. Hann er ósammála um margt. Hann gerir tilkall til þess að endurspegla mismunandi skoðanir. Hann lítur á sjálfan sig sem vörð hinnar lýðræðislegu fjölbreytni og eins konar persónugerving opinnar fjölþættrar umræðu. Þetta eru blessaðir leiðarahöfundarnir á dagblöðunum. Þeir eiga það sameiginlegt að kyrja Greenpeace stefið þegar kemur að umfjöllun um hvalveiðar. Fjandskapast gegn sjálfbærri nýtingu okkar á auðlindum og gengur ekki hnífurinn í þessu máli á milli hins siðprúða Jónasar á DV og leiðarahöfunda Morgunblaðsins svo dæmi sé tekið. Þarna eru þeir búnir að marka sér sameiginlegan bás, vandlega afgirtir frá skoðunum hins upplýsta almennings, sem lætur síbylju fjölmiðlanna gegn hvalveiðum ekki villa sér sýn og skilur langt um betur hið rökræna samhengi á bak við það að vilja nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir okkar."
-Einar Kristinn Guðfinnsson á ekg.is.
"Nema einn þjóðfélagshópur. Sá hópur er að jafnaði sundurlyndur. Hann er ósammála um margt. Hann gerir tilkall til þess að endurspegla mismunandi skoðanir. Hann lítur á sjálfan sig sem vörð hinnar lýðræðislegu fjölbreytni og eins konar persónugerving opinnar fjölþættrar umræðu. Þetta eru blessaðir leiðarahöfundarnir á dagblöðunum. Þeir eiga það sameiginlegt að kyrja Greenpeace stefið þegar kemur að umfjöllun um hvalveiðar. Fjandskapast gegn sjálfbærri nýtingu okkar á auðlindum og gengur ekki hnífurinn í þessu máli á milli hins siðprúða Jónasar á DV og leiðarahöfunda Morgunblaðsins svo dæmi sé tekið. Þarna eru þeir búnir að marka sér sameiginlegan bás, vandlega afgirtir frá skoðunum hins upplýsta almennings, sem lætur síbylju fjölmiðlanna gegn hvalveiðum ekki villa sér sýn og skilur langt um betur hið rökræna samhengi á bak við það að vilja nýta hvalastofna með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir okkar."
-Einar Kristinn Guðfinnsson á ekg.is.
Munnmælasögur#27
Fyrir mörgum árum kom hljómsveitin Iron Maiden til landsins og hélt tónleika líkt og nú. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar ekki búnir að klippa sig stutt og farnir að fljúga flugvélum. Söfnuðust þar saman helstu rokkarar landsins. Jón Smári Jónsson vinur minn frá Ísafirði var staddur á höfuðborgarsvæðinu í keppnisferð með sundfélaginu Vestra. Hugði hann gott til glóðarinnar en fékk fljótlega þær skipanir að þar sem hann væri að keppa í sundi þá fengi hann ekki leyfi til þess að sækja tónleikana. Jón hugsaði málið og tók svo yfirvegaða ákvörðun: Hann hætti að æfa sund og fór á tónleikana! Félag íslenskra stórrokkara ætti að mínu mati að heiðra Jón fyrir þetta fordæmi.
Fyrir mörgum árum kom hljómsveitin Iron Maiden til landsins og hélt tónleika líkt og nú. Þá voru meðlimir hljómsveitarinnar ekki búnir að klippa sig stutt og farnir að fljúga flugvélum. Söfnuðust þar saman helstu rokkarar landsins. Jón Smári Jónsson vinur minn frá Ísafirði var staddur á höfuðborgarsvæðinu í keppnisferð með sundfélaginu Vestra. Hugði hann gott til glóðarinnar en fékk fljótlega þær skipanir að þar sem hann væri að keppa í sundi þá fengi hann ekki leyfi til þess að sækja tónleikana. Jón hugsaði málið og tók svo yfirvegaða ákvörðun: Hann hætti að æfa sund og fór á tónleikana! Félag íslenskra stórrokkara ætti að mínu mati að heiðra Jón fyrir þetta fordæmi.
Sunday, June 26, 2005
Ný grein
Í dag birtist splunkuný grein eftir ristjóra Bloggs fólksins á vef ungra sjálfstæðismanna sus.is. Ljómandi fínar tvíbökur, mæli með þessu stöffi.
Gangið á Guðs vegum.
Í dag birtist splunkuný grein eftir ristjóra Bloggs fólksins á vef ungra sjálfstæðismanna sus.is. Ljómandi fínar tvíbökur, mæli með þessu stöffi.
Gangið á Guðs vegum.
Saturday, June 25, 2005
7. sæti á Arctic open
Ritstjóri Bloggs fólksins stóð sig bara þokkalega á Arctic open. Fyrri hringur 35 punktar og síðari 37 punktar. Þetta skilaði 7. sæti en leikin var punktakeppni. Án forgjafar var þetta í kringum 30. sæti sem er ágætt ef tekið er mið af keppendafjölda; 159. Hins vegar er óþarfi að tapa fyrir kunningjum sínum eins og Boga Molby og Dodda Makan. Forgjöfin lækkaði örlítið og er nú 10,5.
Gangið á Guðs vegum.
Ritstjóri Bloggs fólksins stóð sig bara þokkalega á Arctic open. Fyrri hringur 35 punktar og síðari 37 punktar. Þetta skilaði 7. sæti en leikin var punktakeppni. Án forgjafar var þetta í kringum 30. sæti sem er ágætt ef tekið er mið af keppendafjölda; 159. Hins vegar er óþarfi að tapa fyrir kunningjum sínum eins og Boga Molby og Dodda Makan. Forgjöfin lækkaði örlítið og er nú 10,5.
Gangið á Guðs vegum.
Friday, June 24, 2005
Orðrétt
"Pólítískar ákvarðanir hafa oftast ófyrirséðar afleiðingar. Oft eru þær þveröfugar við það sem ætlunin var. Þeir sem vilja „þéttingu byggðar“ með öllum ráðum hafa rekið sig á að afleiðingar þess að stöðva byggingu nýrra úthverfa við borgir, í þeim tilgangi að þétta byggð og stytta vegalengdir manna úr vinnu og til heimilis, geta snúist upp í andhverfu sína. Þeir sem vilja búa í úthverfum eru að sækjast eftir einbýlishúsum með bílskúrum, garðhýsum og stórum görðum þar sem allir í fjölskyldunni hafa nægt rými til að huga að sínum málum. Þetta eiga margir kaffihúsaspekingar í miðborginni erfitt með að skilja því það eina sem þeir þurfa er lítil kjöltutölva til að skrifa geðvonskupistla sína gegn „botnlangabúum“ í úthverfunum."
-Vef-þjóðviljinn 24. júní 2005.
"Pólítískar ákvarðanir hafa oftast ófyrirséðar afleiðingar. Oft eru þær þveröfugar við það sem ætlunin var. Þeir sem vilja „þéttingu byggðar“ með öllum ráðum hafa rekið sig á að afleiðingar þess að stöðva byggingu nýrra úthverfa við borgir, í þeim tilgangi að þétta byggð og stytta vegalengdir manna úr vinnu og til heimilis, geta snúist upp í andhverfu sína. Þeir sem vilja búa í úthverfum eru að sækjast eftir einbýlishúsum með bílskúrum, garðhýsum og stórum görðum þar sem allir í fjölskyldunni hafa nægt rými til að huga að sínum málum. Þetta eiga margir kaffihúsaspekingar í miðborginni erfitt með að skilja því það eina sem þeir þurfa er lítil kjöltutölva til að skrifa geðvonskupistla sína gegn „botnlangabúum“ í úthverfunum."
-Vef-þjóðviljinn 24. júní 2005.
Ágætis gengi á Arctic
Gekk ágætlega hjá mér á Arctic í gærkvöldi. Keppt er í punktakeppni og fékk ég 35 punkta sem er á minni forgjöf. Er í 22. sæti af 159 keppendum eftir fyrri daginn. Þetta lítur því ágætlega út en þetta þýðir að ég á ekki rástíma fyrr en klukkan 21:20. Ætti því að vera að klára um 1:30 í nótt en þetta á víst að heita miðnæturgolf.
Gangið á Guðs vegum.
Gekk ágætlega hjá mér á Arctic í gærkvöldi. Keppt er í punktakeppni og fékk ég 35 punkta sem er á minni forgjöf. Er í 22. sæti af 159 keppendum eftir fyrri daginn. Þetta lítur því ágætlega út en þetta þýðir að ég á ekki rástíma fyrr en klukkan 21:20. Ætti því að vera að klára um 1:30 í nótt en þetta á víst að heita miðnæturgolf.
Gangið á Guðs vegum.
Thursday, June 23, 2005
Eyfirðingar hafna ofbeldi
Þar sem ég er nú staddur í Eyjafirði til þess að spila í arctic open þá má ég til með að minnast á ofbeldismálin í Eyjafirðinum. Hér logaði víst miðbærinn um síðustu helgi í fjöldaslagsmálum. Ég býð ekki í hvernig þessi fjöldaslagsmál hefðu orðið ef Eyfirðingar hefðu ekki sýnt ofbeldi rauða spjaldið við dramatíska athöfn á dögunum. En sjálfsagt voru þetta bara allt utanbæjarfólk eins og vanalega. Hvað segja Valdi og Arnljótur um þetta?
Gangið á Guðs vegum.
Þar sem ég er nú staddur í Eyjafirði til þess að spila í arctic open þá má ég til með að minnast á ofbeldismálin í Eyjafirðinum. Hér logaði víst miðbærinn um síðustu helgi í fjöldaslagsmálum. Ég býð ekki í hvernig þessi fjöldaslagsmál hefðu orðið ef Eyfirðingar hefðu ekki sýnt ofbeldi rauða spjaldið við dramatíska athöfn á dögunum. En sjálfsagt voru þetta bara allt utanbæjarfólk eins og vanalega. Hvað segja Valdi og Arnljótur um þetta?
Gangið á Guðs vegum.
Stoðsendingar
Blogg fólksins hefur öruggar heimildir fyrir því að knattspyrnumaðurinn Heimir Guðjónsson kalli nú kollega sinn Guðmund Benediktsson; "John Stockton", í undirheimum knattspyrnunnar.
Gangið á Guðs vegum.
Blogg fólksins hefur öruggar heimildir fyrir því að knattspyrnumaðurinn Heimir Guðjónsson kalli nú kollega sinn Guðmund Benediktsson; "John Stockton", í undirheimum knattspyrnunnar.
Gangið á Guðs vegum.
Áfengisauglýsingar
Ég heyrði að Ríkið auglýsti á dögunum að ábyrgir gestgjafar létu ekki gesti sína keyra heim ef þeir hefðu neytt áfengis. Hún hljóðaði eitthvað á þá leið; "Áfengisneysla og akstur fer aldrei saman" og svo eitthvað bla bla bla. Ég stakk upp á auglýsingu fyrir Vín Hússins áður en ég hætti sem átti að hljóða svona; "Ölvunarakstur skal stunda í hófi" - Vín Hússins. Þessari tillögu minni var alfarið hafnað.
Gangið á Guðs vegum.
Ég heyrði að Ríkið auglýsti á dögunum að ábyrgir gestgjafar létu ekki gesti sína keyra heim ef þeir hefðu neytt áfengis. Hún hljóðaði eitthvað á þá leið; "Áfengisneysla og akstur fer aldrei saman" og svo eitthvað bla bla bla. Ég stakk upp á auglýsingu fyrir Vín Hússins áður en ég hætti sem átti að hljóða svona; "Ölvunarakstur skal stunda í hófi" - Vín Hússins. Þessari tillögu minni var alfarið hafnað.
Gangið á Guðs vegum.
Tuesday, June 21, 2005
Hættur í starfsliði Bakkusar
Ég er hættur að selja Bakkus. Vann út síðustu viku. Þetta gekk ekki lengur. Mér var ætlað að vinna 250 klukkustundir á viku fyrir 500 krónur á tímann ellegar verða sendur úr landi. Ráðningarsamningur minn leit svona út. Auk þess fór þetta ekki nægilega vel saman við hinn gríðarlega heilbrigða lífstíl sem ég hef tamið mér að undanförnu. Maður hefur nú löngum verið heilbrigð sál í hraustum líkama en jafnframt bannar Elmar Göring einkaþjálfari mér að detta í það oftar en einu sinni í mánuði. En ef ég skyldi lenda aftur í slagtogi með Bakkusi þá er ég vongóður um að verða ráðinn forstjóri ÁTVR. Getið þið ímyndað ykkur hæfari mann í það djobb?
Gangið á Guðs vegum.
Ég er hættur að selja Bakkus. Vann út síðustu viku. Þetta gekk ekki lengur. Mér var ætlað að vinna 250 klukkustundir á viku fyrir 500 krónur á tímann ellegar verða sendur úr landi. Ráðningarsamningur minn leit svona út. Auk þess fór þetta ekki nægilega vel saman við hinn gríðarlega heilbrigða lífstíl sem ég hef tamið mér að undanförnu. Maður hefur nú löngum verið heilbrigð sál í hraustum líkama en jafnframt bannar Elmar Göring einkaþjálfari mér að detta í það oftar en einu sinni í mánuði. En ef ég skyldi lenda aftur í slagtogi með Bakkusi þá er ég vongóður um að verða ráðinn forstjóri ÁTVR. Getið þið ímyndað ykkur hæfari mann í það djobb?
Gangið á Guðs vegum.
Sóun á matvælum
Þeir sem hafa efni á því að sletta matvælum upp um alla veggi á Nordica hljóta að vera vel stæð. Ég er ekki viss um að karl faðir minn yrði ánægður ef ég sóaði matvælum á þennan hátt. Fólk á bara ekki að fara svona með mat. Hvernig væri að hugsa um hungruðu börnin svona einu sinni áður en ætt er út í næstu umhverfisverndarárás?
Gangið á Guðs vegum.
Þeir sem hafa efni á því að sletta matvælum upp um alla veggi á Nordica hljóta að vera vel stæð. Ég er ekki viss um að karl faðir minn yrði ánægður ef ég sóaði matvælum á þennan hátt. Fólk á bara ekki að fara svona með mat. Hvernig væri að hugsa um hungruðu börnin svona einu sinni áður en ætt er út í næstu umhverfisverndarárás?
Gangið á Guðs vegum.
Kristján Jónsson allt í öllu á Mogganum eða hvað?
Ég á alnafna á Morgunblaðinu. Hann hefur verið í mörg ár í að fjalla um erlendar fréttir og skrifar auk þess reglulega viðhorfsgreinar. Nú hefur Mogginn tekið upp á þeirri nýbreytni að allar fréttir séu skrifaðar undir nafni. Margir vita að ég hef verið viðlogandi skrif á Mogganum í nokkur ár. Vita kannski ekki að ég hef nær eingöngu skrifað um íþróttir. En vita kannski að ég hef verið í stjórnmálafræði. Það er því algengur misskilningur hjá fólki að ég eigi fréttir um alþjóðastjórnmál á forsíðum Morgunblaðsins. Það leiðréttist hér með. Hins vegar er oft vit í þvi sem nafni minn skrifar um í viðhorfsgreinunum. Hér er gott dæmi:
,,Líklega skiptir engu hve oft er bent á að það sem helst geti lyft íbúum bláfátækra landa upp úr eymdinni sé á endanum lýðræði og kapítalismi. Öll reynsla sýnir að ef til er meginregla í ringulreiðinni er hún að réttarríkið, kosningar, frjálst framtak einstaklinga og mikil viðskipti við umheiminn eru yfirleitt skilvirkasta leiðin fram á við. En við eigum samt eftir að heyra áfram ótölulegan fjölda yfirlýsinga um að það sé bara skepnuskapur auðhringanna, áþján nýlenduherranna í gamla daga eða eitthvað annað sem valdi misskiptingu auðs milli þjóða í heiminum."
Gangið á Guðs vegum.
Ég á alnafna á Morgunblaðinu. Hann hefur verið í mörg ár í að fjalla um erlendar fréttir og skrifar auk þess reglulega viðhorfsgreinar. Nú hefur Mogginn tekið upp á þeirri nýbreytni að allar fréttir séu skrifaðar undir nafni. Margir vita að ég hef verið viðlogandi skrif á Mogganum í nokkur ár. Vita kannski ekki að ég hef nær eingöngu skrifað um íþróttir. En vita kannski að ég hef verið í stjórnmálafræði. Það er því algengur misskilningur hjá fólki að ég eigi fréttir um alþjóðastjórnmál á forsíðum Morgunblaðsins. Það leiðréttist hér með. Hins vegar er oft vit í þvi sem nafni minn skrifar um í viðhorfsgreinunum. Hér er gott dæmi:
,,Líklega skiptir engu hve oft er bent á að það sem helst geti lyft íbúum bláfátækra landa upp úr eymdinni sé á endanum lýðræði og kapítalismi. Öll reynsla sýnir að ef til er meginregla í ringulreiðinni er hún að réttarríkið, kosningar, frjálst framtak einstaklinga og mikil viðskipti við umheiminn eru yfirleitt skilvirkasta leiðin fram á við. En við eigum samt eftir að heyra áfram ótölulegan fjölda yfirlýsinga um að það sé bara skepnuskapur auðhringanna, áþján nýlenduherranna í gamla daga eða eitthvað annað sem valdi misskiptingu auðs milli þjóða í heiminum."
Gangið á Guðs vegum.
Skapti veður í djúpu lauginni
Ég sá að Skapti eyjamaður var í djúpu lauginni um helgina. Ég var að svissa á milli stöðva þegar ég rakst á stórskemmtilega kynningu á manninum. Næsti þegar ég svissaði á milli þá var að hann láta pysjurnar lesa upp þjóðsönginn! Magnað!
Gangið á Guðs vegum.
Ég sá að Skapti eyjamaður var í djúpu lauginni um helgina. Ég var að svissa á milli stöðva þegar ég rakst á stórskemmtilega kynningu á manninum. Næsti þegar ég svissaði á milli þá var að hann láta pysjurnar lesa upp þjóðsönginn! Magnað!
Gangið á Guðs vegum.
Orðrétt
"Duncan er kominn með lítinn lóuunga í hjartastað sem tístir og hann brennir af vítum"
-Svali Björgvinsson starfsmannastjóri KB Banka í lýsingu á körfuboltaleik á Sýn.
"Duncan er kominn með lítinn lóuunga í hjartastað sem tístir og hann brennir af vítum"
-Svali Björgvinsson starfsmannastjóri KB Banka í lýsingu á körfuboltaleik á Sýn.
Wednesday, June 15, 2005
Djöfullinn danskur
Ég heyrði skemmtilega sögu í morgunsjónvarpinu í morgun hjá danska fréttaritaranum. Þannig er mál með vexti að Danir hafa átt í nokkrum vandræðum með innflytjendamál sín. Fyrir um mánuði síðan var ferðamaður frá Afríku stöðvaður af lögreglu í Danaveldi og átti hann erfitt með að gera grein fyrir sér og sínum ferðum. Danirnir töldu að þarna gæti verið ólöglegur og ólögulegur innflytjandi á ferðinni og vörpuðu honum í tugthúsið. Líklega stóð nú til að vinna eitthvað í málinu en það bara gleymdist hins vegar alveg. Þessi afríkubúi slapp úr prísundinni eftir 22 daga þegar Danirnir mundu loksins eftir því að hafa stungið honum inn. Þykir þetta mál á engan hátt óheppilegt í Danmörku og skilja heimamenn ekkert í því hvers vegna þessi maður geti ekki verið ligeglad yfir þessari gestrisni.
Gangið á Guðs vegum.
Ég heyrði skemmtilega sögu í morgunsjónvarpinu í morgun hjá danska fréttaritaranum. Þannig er mál með vexti að Danir hafa átt í nokkrum vandræðum með innflytjendamál sín. Fyrir um mánuði síðan var ferðamaður frá Afríku stöðvaður af lögreglu í Danaveldi og átti hann erfitt með að gera grein fyrir sér og sínum ferðum. Danirnir töldu að þarna gæti verið ólöglegur og ólögulegur innflytjandi á ferðinni og vörpuðu honum í tugthúsið. Líklega stóð nú til að vinna eitthvað í málinu en það bara gleymdist hins vegar alveg. Þessi afríkubúi slapp úr prísundinni eftir 22 daga þegar Danirnir mundu loksins eftir því að hafa stungið honum inn. Þykir þetta mál á engan hátt óheppilegt í Danmörku og skilja heimamenn ekkert í því hvers vegna þessi maður geti ekki verið ligeglad yfir þessari gestrisni.
Gangið á Guðs vegum.
Tuesday, June 14, 2005
Munnmælasögur#26
Til þess að hafa gaman af þessari sögu þarft þú lesandi góður að fletta upp sögu númer 23 sem birtist hér mánudaginn 23. maí, og lesa hana fyrst. Ég bíð bara á meðan. Það sem hér fer á eftir er eins konar framhald af þeirri sögu. Ég og Doddi Tangó vorum að keyra í gegnum Borgarnes á föstudagskveldi fyrir skömmu síðan og Doddi stingur upp á því að kíkja á Hjallinn hans Orra. Ég spyr vertinn á Shell-skála þeirra Borgnesinga hvort til sé gata í bænum sem heiti Brákarbraut. "Já Já, þú ferð bara fram hjá Pósthúsinu....hvaða húsi ertu annars að leita að?" "Hjallinum" svaraði ég. "Já Hjallinum. Þá ferðu bara fram hjá Pósthúsinu, svo til vinstri og svo til hægri þá sérðu Hjallinn!" sagði vertinn. Það er augljóst að hvert mannsbarn í plássinu kannast við Hjallinn. Við renndum upp að húsinu og sáum jeppann hans Orra fyrir utan. Ég hringdi í hann og sagði honum að mæta út á tröppur, því ég vildi vera öruggur um að hið sérkennilega hús sem var fyrir framan okkur væri hið rétta. Út kemur Orri, ber að ofan og með sveðju í hendinni sem var víst steinullarhnífur. Á þessum tímapunkti var mér skapi næst að bruna út úr bænum. Ég fékk grand tour hjá eigandanum sem lét þessi fleygu orð falla er hann sýndi okkur útsýnið: "Strákar, þetta hús á eftir að gera mig ríkann" !!!
Til þess að hafa gaman af þessari sögu þarft þú lesandi góður að fletta upp sögu númer 23 sem birtist hér mánudaginn 23. maí, og lesa hana fyrst. Ég bíð bara á meðan. Það sem hér fer á eftir er eins konar framhald af þeirri sögu. Ég og Doddi Tangó vorum að keyra í gegnum Borgarnes á föstudagskveldi fyrir skömmu síðan og Doddi stingur upp á því að kíkja á Hjallinn hans Orra. Ég spyr vertinn á Shell-skála þeirra Borgnesinga hvort til sé gata í bænum sem heiti Brákarbraut. "Já Já, þú ferð bara fram hjá Pósthúsinu....hvaða húsi ertu annars að leita að?" "Hjallinum" svaraði ég. "Já Hjallinum. Þá ferðu bara fram hjá Pósthúsinu, svo til vinstri og svo til hægri þá sérðu Hjallinn!" sagði vertinn. Það er augljóst að hvert mannsbarn í plássinu kannast við Hjallinn. Við renndum upp að húsinu og sáum jeppann hans Orra fyrir utan. Ég hringdi í hann og sagði honum að mæta út á tröppur, því ég vildi vera öruggur um að hið sérkennilega hús sem var fyrir framan okkur væri hið rétta. Út kemur Orri, ber að ofan og með sveðju í hendinni sem var víst steinullarhnífur. Á þessum tímapunkti var mér skapi næst að bruna út úr bænum. Ég fékk grand tour hjá eigandanum sem lét þessi fleygu orð falla er hann sýndi okkur útsýnið: "Strákar, þetta hús á eftir að gera mig ríkann" !!!
Monday, June 13, 2005
Umboðsmaður allra landsmanna
Vegna fjölda fyrirspurna hef ég verið að taka að mér umboðsmennsku í nokkrum mæli að undanförnu. Er nú með á mínum snærum uppistandarann, auglýsingamanninn og sjónvarpsmanninn; Gunnar Sigurðsson, sem kýs að kalla sig Gunnar Group vegna vaxandi umsvifa. Gunni verður með innslög á nýrri sjónvarpsstöð á vegum Halla Pé og félaga í 365 sem heitir Sirkus. Þar mun hana taka óhefðbundin viðtöl og er þegar búið að taka upp spjall við Görl og skjall við Brynju Þorgeirs. Einnig er ég umboðsmaður hljómsveitarinnar Ég sem skartar ÍR-ingnum Róberti Hjálmtýssyni í fylkingarbrjósti. Er væntanleg plata frá sveitinni á næstu dögum (vonandi) sem heitir einfaldlega "Plata ársins". Andri Ísfirðingur lemur húðir á plötunni og Eiður Smári gefur hana út, eða "Skeytinn inn records" öllu heldur. Vek sérstaka athygli á laginu "Eiður Smári Guðjohnsen". Er maður að meika það í bænum eða hvað?
Gangið á Guðs vegum.
Vegna fjölda fyrirspurna hef ég verið að taka að mér umboðsmennsku í nokkrum mæli að undanförnu. Er nú með á mínum snærum uppistandarann, auglýsingamanninn og sjónvarpsmanninn; Gunnar Sigurðsson, sem kýs að kalla sig Gunnar Group vegna vaxandi umsvifa. Gunni verður með innslög á nýrri sjónvarpsstöð á vegum Halla Pé og félaga í 365 sem heitir Sirkus. Þar mun hana taka óhefðbundin viðtöl og er þegar búið að taka upp spjall við Görl og skjall við Brynju Þorgeirs. Einnig er ég umboðsmaður hljómsveitarinnar Ég sem skartar ÍR-ingnum Róberti Hjálmtýssyni í fylkingarbrjósti. Er væntanleg plata frá sveitinni á næstu dögum (vonandi) sem heitir einfaldlega "Plata ársins". Andri Ísfirðingur lemur húðir á plötunni og Eiður Smári gefur hana út, eða "Skeytinn inn records" öllu heldur. Vek sérstaka athygli á laginu "Eiður Smári Guðjohnsen". Er maður að meika það í bænum eða hvað?
Gangið á Guðs vegum.
Reggie aftur til Frakklands
Maðurinn með krullurnar er farinn aftur til Frakklands frá Skjern í Danmörku. Fyrir þá sem hafa áhuga þá fer hann til Ivry sem er í París. Mér fannst þetta ekki sérlega spennandi kostur fyrir hann þar til að hann sagði mér aðeins frá félaginu. Lið með mikla hefð sem ætlar að setja í gírinn og vinna deildina á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Mér skilst á honum að þarna hafi kunnir kappar leikið listir sínar í gegnum tíðina eins og: Lavrov, Koudinov, Smajilagic, Zarasevic og Urios (línumaður hjá Ciduda). Rakst á fréttir um kaupin á vef Ivry. og einhverjum dönskum miðli.
Gangið á Guðs vegum.
Maðurinn með krullurnar er farinn aftur til Frakklands frá Skjern í Danmörku. Fyrir þá sem hafa áhuga þá fer hann til Ivry sem er í París. Mér fannst þetta ekki sérlega spennandi kostur fyrir hann þar til að hann sagði mér aðeins frá félaginu. Lið með mikla hefð sem ætlar að setja í gírinn og vinna deildina á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Mér skilst á honum að þarna hafi kunnir kappar leikið listir sínar í gegnum tíðina eins og: Lavrov, Koudinov, Smajilagic, Zarasevic og Urios (línumaður hjá Ciduda). Rakst á fréttir um kaupin á vef Ivry. og einhverjum dönskum miðli.
Gangið á Guðs vegum.
Friday, June 10, 2005
Vitsmunir og ofurheyrn
Síðuhaldari var sendur í heyrnarmælingu í morgun. Fékk heiftarlegt svimakast í fyrradag og steig ölduna í nokkra tíma. Fór til læknis sem sérhæfir sig í hálsi, nefi og eyrum í gær sem sendi mig í þessa heyrnarmælingu. Hann sagði orðrétt eftir mælinguna: "Þú heyrir grasið gróa. Það væri hægt að stilla tækin eftir þér". Ekki er heyrnin því vandamálið. Það væri líklegra gáfulegra að láta einhvern hauslækni kíkja á hauskúpuna í manni. Ég hef á tilfinningunni að ég sé á svo háu vitsmunastigi að hauskúpan þoli ekki þrýstinginn. Sperning um að eyða tvöfalt fleiri heilasellum um helgar en hingað til.
Gangið á Guðs vegum.
Síðuhaldari var sendur í heyrnarmælingu í morgun. Fékk heiftarlegt svimakast í fyrradag og steig ölduna í nokkra tíma. Fór til læknis sem sérhæfir sig í hálsi, nefi og eyrum í gær sem sendi mig í þessa heyrnarmælingu. Hann sagði orðrétt eftir mælinguna: "Þú heyrir grasið gróa. Það væri hægt að stilla tækin eftir þér". Ekki er heyrnin því vandamálið. Það væri líklegra gáfulegra að láta einhvern hauslækni kíkja á hauskúpuna í manni. Ég hef á tilfinningunni að ég sé á svo háu vitsmunastigi að hauskúpan þoli ekki þrýstinginn. Sperning um að eyða tvöfalt fleiri heilasellum um helgar en hingað til.
Gangið á Guðs vegum.
Wednesday, June 08, 2005
Þú tryggir ekki eftir á
Elmar Göring einkaþjálfari minn lenti í sérstakri lífsreynslu á dögunum, sem minnti mig nokkuð á þegar Boggi leigði sér farskjóta í reiðhjólaleigu Elíasar og Ingólfs í Víkinni forðum daga. Endaði sú ferð með ósköpum hjá fyrsta viðskiptavini þess ágæta fyrirtækis. Göring keypti sér hjól á dögunum í einhverri búð í Kringlunni. Fyrsta daginn rennur framgjörðin undan og hann sleikti malbikið. Þetta kallaði á spítalavist og vinnutap hjá kallinum. Ætla grípa aðeins niður í hans eigin frásögn á blogginu hans en færslan heitir einfaldlega; faco off:
"Þar sem ekki er gangstétt þarna þá verð ég að fara fram af kantsteininum til að komast yfir götuna. Þegar ég fer fram af, dettur gjörðin undan, af gaflinum, hann steypist i malbikið og ég yfir hjólið fer. Þessi ferð endar með því að ég tek allt fall af með andlitinu og sérstaklega nefinu mínu. Upp á slysó ég fer þar sem hjúkkan "notar tannbursta til að SKRÚBBA sandinn úr sárunum" Læknirinn sprautar mig með 10cm langri nál beint í nösina. Og maðurinn sem býður eftir því að sett sé í hann nýtt auga, hlær af mér og segir ; djöfull ertu óheppinn marrrrr....."
Gangið á Guðs vegum.
Elmar Göring einkaþjálfari minn lenti í sérstakri lífsreynslu á dögunum, sem minnti mig nokkuð á þegar Boggi leigði sér farskjóta í reiðhjólaleigu Elíasar og Ingólfs í Víkinni forðum daga. Endaði sú ferð með ósköpum hjá fyrsta viðskiptavini þess ágæta fyrirtækis. Göring keypti sér hjól á dögunum í einhverri búð í Kringlunni. Fyrsta daginn rennur framgjörðin undan og hann sleikti malbikið. Þetta kallaði á spítalavist og vinnutap hjá kallinum. Ætla grípa aðeins niður í hans eigin frásögn á blogginu hans en færslan heitir einfaldlega; faco off:
"Þar sem ekki er gangstétt þarna þá verð ég að fara fram af kantsteininum til að komast yfir götuna. Þegar ég fer fram af, dettur gjörðin undan, af gaflinum, hann steypist i malbikið og ég yfir hjólið fer. Þessi ferð endar með því að ég tek allt fall af með andlitinu og sérstaklega nefinu mínu. Upp á slysó ég fer þar sem hjúkkan "notar tannbursta til að SKRÚBBA sandinn úr sárunum" Læknirinn sprautar mig með 10cm langri nál beint í nösina. Og maðurinn sem býður eftir því að sett sé í hann nýtt auga, hlær af mér og segir ; djöfull ertu óheppinn marrrrr....."
Gangið á Guðs vegum.
Monday, June 06, 2005
Greinar síðuhaldara gera lukku
Vinsældir síðuhaldara ríða ekki við einteyming á sus.is. Þó er sennilega réttara að tala um vinsældir þeirra greina sem síðuhaldari Bloggs fólksins hefur átt þar. Var að fá tölur yfir vinsælustu greinarnar í apríl mánuði á sus.is og var greinin Sjálfsalafrelsi" í 4. sæti en eins og áður hefur verið komið inn á hér, þá er ein grein birt á dag á vefnum. 30 - 31 í hverjum mánuði, lauslega reiknað.
Gangið á Guðs vegum.
Vinsældir síðuhaldara ríða ekki við einteyming á sus.is. Þó er sennilega réttara að tala um vinsældir þeirra greina sem síðuhaldari Bloggs fólksins hefur átt þar. Var að fá tölur yfir vinsælustu greinarnar í apríl mánuði á sus.is og var greinin Sjálfsalafrelsi" í 4. sæti en eins og áður hefur verið komið inn á hér, þá er ein grein birt á dag á vefnum. 30 - 31 í hverjum mánuði, lauslega reiknað.
Gangið á Guðs vegum.
Þakkir
Í tilefni nýjustu tíðinda þá hafa síðuhaldara borist margar hjartnæmar og góðar kveðjur. Er því ástæða til þess að þakka fyrir sig. Best að gera það. Hér á eftir fer sýnishorn af einu heillaóskaskeytinu sem barst frá stórkylfingnum ofan af Akranesi; Davíð Búasyni eða David Bowie eins og hann er kallaður í Póllandi:
"Glæsilegt hjá þér!
Til lukku!
Tú ert kominn í góðra manna hóp!
Grísapungafélagið."
Gangið á Guðs vegum.
Í tilefni nýjustu tíðinda þá hafa síðuhaldara borist margar hjartnæmar og góðar kveðjur. Er því ástæða til þess að þakka fyrir sig. Best að gera það. Hér á eftir fer sýnishorn af einu heillaóskaskeytinu sem barst frá stórkylfingnum ofan af Akranesi; Davíð Búasyni eða David Bowie eins og hann er kallaður í Póllandi:
"Glæsilegt hjá þér!
Til lukku!
Tú ert kominn í góðra manna hóp!
Grísapungafélagið."
Gangið á Guðs vegum.
Draumahöggið
Ritstjóri Bloggs fólksins náði merkilegum áfanga á golfvellinum á Ísafirði á laugardag. Haldiði að drengurinn hafi ekki skellt sér á holu í höggi á 6. braut. 7 járnið dugði til þess að koma boltanum í holu af um 130 metra færi. Ansi hreint góðar tvíbökur. Saga fisksins flýgur fljótt og Baldur Smári var ekki seinn á sér að henda fréttinni inn á Víkarann. Enda voru þrír að spila með mér, Jón Steinar, Bjarni Pétur og Bjartur Flosa. Heimspressan hefur nú tekið fréttina upp og hér eru tvö dæmi: mbl.is og kylfingur.is.
Gangið á Guðs vegum.
Ritstjóri Bloggs fólksins náði merkilegum áfanga á golfvellinum á Ísafirði á laugardag. Haldiði að drengurinn hafi ekki skellt sér á holu í höggi á 6. braut. 7 járnið dugði til þess að koma boltanum í holu af um 130 metra færi. Ansi hreint góðar tvíbökur. Saga fisksins flýgur fljótt og Baldur Smári var ekki seinn á sér að henda fréttinni inn á Víkarann. Enda voru þrír að spila með mér, Jón Steinar, Bjarni Pétur og Bjartur Flosa. Heimspressan hefur nú tekið fréttina upp og hér eru tvö dæmi: mbl.is og kylfingur.is.
Gangið á Guðs vegum.
Friday, June 03, 2005
Dey í hárri elli
Í fyrradag taldi ég öruggt að ég næði háum aldri. Þá lak frétt út á Netið þess efnis að offsafengin störun á kvennmannsbrjóst væri heilsusamleg og jafnaðist á við 30 mínútur í ræktinni. Er ég var um það bil að skila inn kortinu mínu í ræktinni þá var greint frá því að þess frétt hefði verið hrekkur en ekki niðurstöður vísindakvenna. Skemmst er að minnast rannsókna sem sýndu fram á að neysla maltviskís væri með öllu heppileg. Rétt er að ítreka að sú frétt er á rökum reist.
Gangið á Guðs vegum.
Í fyrradag taldi ég öruggt að ég næði háum aldri. Þá lak frétt út á Netið þess efnis að offsafengin störun á kvennmannsbrjóst væri heilsusamleg og jafnaðist á við 30 mínútur í ræktinni. Er ég var um það bil að skila inn kortinu mínu í ræktinni þá var greint frá því að þess frétt hefði verið hrekkur en ekki niðurstöður vísindakvenna. Skemmst er að minnast rannsókna sem sýndu fram á að neysla maltviskís væri með öllu heppileg. Rétt er að ítreka að sú frétt er á rökum reist.
Gangið á Guðs vegum.
Undrabarnið
Undrakrakkinn LeBron James hjá Cleveland hefur vakið verðskuldaða athygli í NBA. Ég komst yfir rosalegt myndband í undirheimunum af kappanum og er skylduáhorf á þetta hjá íþróttaáhugamönnum. Sjón er lygi ríkari.
Gangið á Guðs vegum.
Undrakrakkinn LeBron James hjá Cleveland hefur vakið verðskuldaða athygli í NBA. Ég komst yfir rosalegt myndband í undirheimunum af kappanum og er skylduáhorf á þetta hjá íþróttaáhugamönnum. Sjón er lygi ríkari.
Gangið á Guðs vegum.
Wednesday, June 01, 2005
Námið
Skellti mér í aðferðafræðipróf í maí svona til gamans. Náði því með naumindum þrátt fyrir geysilegt tímahrak, þar sem 20% voru skilin eftir ósnert. Það sem er athyglisvert er að prófinu var skipt upp í tvo hluta þar sem reikningur var 35%. Í þeim hluta var ég næst hæstur! Öðruvísi mér áður brá! Nú er bleik brugðið! Ég held að þetta unga fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ég fékk sem sagt um 25 stig af 35 mögulegum þeim megin og 25 stig af þeim 45 sem ég gerði hinu megin (við móðuna). Tveir aðferðafræðikúrsar eftir, er að spá í tækla einn í ágúst og einn í des. Gangi það eftir er síðuhaldari orðinn einn af okkar lærðustu mönnum í febrúar.
Gangið á Guðs vegum.
Skellti mér í aðferðafræðipróf í maí svona til gamans. Náði því með naumindum þrátt fyrir geysilegt tímahrak, þar sem 20% voru skilin eftir ósnert. Það sem er athyglisvert er að prófinu var skipt upp í tvo hluta þar sem reikningur var 35%. Í þeim hluta var ég næst hæstur! Öðruvísi mér áður brá! Nú er bleik brugðið! Ég held að þetta unga fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ég fékk sem sagt um 25 stig af 35 mögulegum þeim megin og 25 stig af þeim 45 sem ég gerði hinu megin (við móðuna). Tveir aðferðafræðikúrsar eftir, er að spá í tækla einn í ágúst og einn í des. Gangi það eftir er síðuhaldari orðinn einn af okkar lærðustu mönnum í febrúar.
Gangið á Guðs vegum.