Thursday, February 28, 2008
Lætin á efri hæðinni hækkuð um nokkra tóna
Þetta hyski á hæðinni fyrir ofan dúfnakofann minn á Grandaveginum er ekkert að draga úr. Frekar var bætt í ef eitthvað er á aðfaranótt miðvikudags. Á bilinu 2:30 - 3:30 var dauðarokki skellt í græjurnar einhvers staðar á annari hæðinni. Hafi þetta komið frá flugfreyjumanninum, sem ég hef nokkrum sinnum minnst á hér, þá er um einhverja meiriháttar lífstílsbreytingu að ræða. Hann hefur nú hingað til verið í annari tónlistardeild en í gegnum tíðina hefur maður vaknað upp við: hugljúfar 80´s ballöður eins og Forever young, lag Ólympíuleikanna 1992, ættjarðarlög og kirkju/orgel-tónlist. Hafi þetta ómelódíska dauðarokk komið frá honum þá er flugfreyjumaðurinn sennilega búinn að fara tónlistarlegan hring. Hef ekki kvartað hingað til á ævinni en er farinn að nálgast þolmörk. Hef ekki alltaf þótt sáttur við svefntruflanir. Síðuhaldari væri ekki næst fallegasti maður við Djúp á eftir Óla Gumma Golla án þess að hafa fengið sína fegurðarblundi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Þetta hyski á hæðinni fyrir ofan dúfnakofann minn á Grandaveginum er ekkert að draga úr. Frekar var bætt í ef eitthvað er á aðfaranótt miðvikudags. Á bilinu 2:30 - 3:30 var dauðarokki skellt í græjurnar einhvers staðar á annari hæðinni. Hafi þetta komið frá flugfreyjumanninum, sem ég hef nokkrum sinnum minnst á hér, þá er um einhverja meiriháttar lífstílsbreytingu að ræða. Hann hefur nú hingað til verið í annari tónlistardeild en í gegnum tíðina hefur maður vaknað upp við: hugljúfar 80´s ballöður eins og Forever young, lag Ólympíuleikanna 1992, ættjarðarlög og kirkju/orgel-tónlist. Hafi þetta ómelódíska dauðarokk komið frá honum þá er flugfreyjumaðurinn sennilega búinn að fara tónlistarlegan hring. Hef ekki kvartað hingað til á ævinni en er farinn að nálgast þolmörk. Hef ekki alltaf þótt sáttur við svefntruflanir. Síðuhaldari væri ekki næst fallegasti maður við Djúp á eftir Óla Gumma Golla án þess að hafa fengið sína fegurðarblundi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Skrif Trausta vekja athygli
Svo virðist sem fólk sé farið að hnjóta um skrif Trausta Salvars í 24stundum. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart og var í sjálfu sér aðeins tímaspursmál. Sérstaklega hefur áhugi hans á nekt vakið athygli eins og þessi skrif bera með sér.
Passið ykkur á myrkrinu.
Svo virðist sem fólk sé farið að hnjóta um skrif Trausta Salvars í 24stundum. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart og var í sjálfu sér aðeins tímaspursmál. Sérstaklega hefur áhugi hans á nekt vakið athygli eins og þessi skrif bera með sér.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hagræðing á Mogganum
Ég tók eftir því að Ólafur Þ. Stephensen er að elta Geir Hilmar í Brussel og skrifar bæði fyrir 24stundir og Moggann. Einnig tekur Ólafur að sér störf ljósmyndara í ferðinni. Jafnframt því þarf hann sjálfsagt að ritstýra 24stundum enda ekki hægt að gefa kommunum á þeirri ritstjórn lausan tauminn. Það geta greinilega fleiri hagrætt heldur en Þorsteinn Már.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég tók eftir því að Ólafur Þ. Stephensen er að elta Geir Hilmar í Brussel og skrifar bæði fyrir 24stundir og Moggann. Einnig tekur Ólafur að sér störf ljósmyndara í ferðinni. Jafnframt því þarf hann sjálfsagt að ritstýra 24stundum enda ekki hægt að gefa kommunum á þeirri ritstjórn lausan tauminn. Það geta greinilega fleiri hagrætt heldur en Þorsteinn Már.
Passið ykkur á myrkrinu.
Munnmælasögur í útrás
Víkari.is hefur fengið leyfi til þess að birta valdar sögur af Víkurum, sem teknar eru úr hinum sívinsæla dagskrárlið Munnmælasögur. Hvað finnst lesendum að öðru leyti um nýja Víkaravefinn? Eru menn sáttir ?
Passið ykkur á myrkrinu
Víkari.is hefur fengið leyfi til þess að birta valdar sögur af Víkurum, sem teknar eru úr hinum sívinsæla dagskrárlið Munnmælasögur. Hvað finnst lesendum að öðru leyti um nýja Víkaravefinn? Eru menn sáttir ?
Passið ykkur á myrkrinu
Tuesday, February 26, 2008
Jim Carrey
Skjár1 býður upp á hræðilegan þátt sem heitir CSI Miami. Samtölin eru léleg og þættirnir illa leiknir. Fremstur í flokki fer aðalpersóna þáttana, sem David Caruso leikur, en hann gengur á undan með slæmu fordæmi. Töffaraskapurinn nær aldrei neinum trúverðugleika og í ljósi þessa er nauðsynlegt að hann sé tekinn fyrir af glensurum. Ég rakst á stutt brot þar sem Jim Carrey hermir eftir Caruso hjá Letterman. Ágætar tvíbökur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Skjár1 býður upp á hræðilegan þátt sem heitir CSI Miami. Samtölin eru léleg og þættirnir illa leiknir. Fremstur í flokki fer aðalpersóna þáttana, sem David Caruso leikur, en hann gengur á undan með slæmu fordæmi. Töffaraskapurinn nær aldrei neinum trúverðugleika og í ljósi þessa er nauðsynlegt að hann sé tekinn fyrir af glensurum. Ég rakst á stutt brot þar sem Jim Carrey hermir eftir Caruso hjá Letterman. Ágætar tvíbökur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, February 25, 2008
Orðrétt
"Þar sem ég kann ekki við að gera grín að veikindum fólks, því allir geta jú veikst nema Ólafur F. Magnússon, þá ákvað ég að gefa Dabba líffæragjafakort í sextugsafmælisgjöf. Hann ljómaði í framan eins og tungl í fyllingu, líkt og hann hefði verið að hækka stýrivexti. Hann hefði ekki getað orðið hamingjusamari jafnvel þótt Ólafur Ragnar hefði orðið fyrir eldingu."
- Sverrir Stormsker, listamaður, á bloggi sínu þann 22. febrúar 2008.
"Þar sem ég kann ekki við að gera grín að veikindum fólks, því allir geta jú veikst nema Ólafur F. Magnússon, þá ákvað ég að gefa Dabba líffæragjafakort í sextugsafmælisgjöf. Hann ljómaði í framan eins og tungl í fyllingu, líkt og hann hefði verið að hækka stýrivexti. Hann hefði ekki getað orðið hamingjusamari jafnvel þótt Ólafur Ragnar hefði orðið fyrir eldingu."
- Sverrir Stormsker, listamaður, á bloggi sínu þann 22. febrúar 2008.
Nýir og ferskir straumar
Það leika væntanlega ferskir straumar um kommúnistaeyjuna Kúbu í augnablikinu, enda búið að yngja upp í forystu kommúnistaflokksins. Ungur og upprennandi maður er búinn að taka við tæplega fimmtíu ára gömlu kefli, eftir að hafa verið "kosinn" forseti í gær. Fyrir einhverja undarlega tilviljun er það bróðir fráfarandi einræðisherra sem tekur við. Enda svo sem engin ástæða til að gera miklar breytingar þegar árangurinn við stjórnun landsins er slíkur, að fjöldi fólk reynir frekar að skella sér til Miami á gúmmítuttlu, en að draga fram lífsbjörgina á Kúbu. Nýi maðurinn heitir Raúl og kemur ferskur til leiks rétt eins og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þess má geta að Raúl er 76 ára.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það leika væntanlega ferskir straumar um kommúnistaeyjuna Kúbu í augnablikinu, enda búið að yngja upp í forystu kommúnistaflokksins. Ungur og upprennandi maður er búinn að taka við tæplega fimmtíu ára gömlu kefli, eftir að hafa verið "kosinn" forseti í gær. Fyrir einhverja undarlega tilviljun er það bróðir fráfarandi einræðisherra sem tekur við. Enda svo sem engin ástæða til að gera miklar breytingar þegar árangurinn við stjórnun landsins er slíkur, að fjöldi fólk reynir frekar að skella sér til Miami á gúmmítuttlu, en að draga fram lífsbjörgina á Kúbu. Nýi maðurinn heitir Raúl og kemur ferskur til leiks rétt eins og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þess má geta að Raúl er 76 ára.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 22, 2008
Orðrétt
"Þeir tímar hafa komið í mínu pólitíska lífi, sem betur fer skammvinnir, að ég hef sjálfur gert það að fyrsta verki dagsins að fara yfir blöðin og henda þeim, sem ég vildi ekki að dætur mínar læsu. Ég minnist ótrúlega rætinnar greinar Einar Kárasonar, rithöfundar, sem smó gegnum greipar mínar, og ég náði ekki að forða frá augum dóttur mínnar, sem flóðu fyrir vikið. Á þeirri stundu hefði ég heldur viljað kasta frá mér formannstitli og stjórnmálaferli en upplifa varnarleysið og vanlíðanina sem hellist yfir þegar saklausar sálir lenda í innri eldi af föðurvöldum."
- Össur Skarphéðinsson, heiðursmaður, á bloggi sínu þann 24. janúar 2008.
"Þeir tímar hafa komið í mínu pólitíska lífi, sem betur fer skammvinnir, að ég hef sjálfur gert það að fyrsta verki dagsins að fara yfir blöðin og henda þeim, sem ég vildi ekki að dætur mínar læsu. Ég minnist ótrúlega rætinnar greinar Einar Kárasonar, rithöfundar, sem smó gegnum greipar mínar, og ég náði ekki að forða frá augum dóttur mínnar, sem flóðu fyrir vikið. Á þeirri stundu hefði ég heldur viljað kasta frá mér formannstitli og stjórnmálaferli en upplifa varnarleysið og vanlíðanina sem hellist yfir þegar saklausar sálir lenda í innri eldi af föðurvöldum."
- Össur Skarphéðinsson, heiðursmaður, á bloggi sínu þann 24. janúar 2008.
Bjarni Dagur býður betur
Síðuhaldari fór á dögunum að skrifa um leik í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna á Seltjarnarnesi. Stjarna kvöldsins var ekki inni á vellinum heldur hélt um hljóðnema í blaðamannastúkunni, en kynnir á leiknum var Bjarni Dagur, sá hinn sami og les inn á Bónus auglýsingarnar. Hann hefur víst verið að sinna þessu starfi í vetur fyrir Gróttu og kemur óneitanlega inn með nýjar áherslur. Bjarni byrjaði af krafti í kynningu á leikmönnum gestaliðsins og var ekkert að stressa sig á því að nota full nöfn, heldur var með alls kyns skemmtilegar styttingar. Til dæmis var markvörðurinn Florentina Stanciu einfaldlega kynnt til leiks sem Florentza! Í leiknum sjálfum fer Anna Úrsula á vítapunktinn og skýtur í stöngina, en um það bil sem samherji hennar er að taka frákastið í góðu færi, þá galar Bjarni í hljóðnemann: "Spennó" !!! Eitthvað segir mér að þessi frasi eigi eftir að lifa góðu lífi á meðal íþróttafréttamanna. Skömmu síðar fór Anna aftur á vítapunktinn og skaut á nákvæmlega stað á markið nema að í þetta skiptið fór boltinn út fyrir hliðarlínu. Þá snéri kynnirinn sér að næsta manni og spurði: "Var þetta ekki mark" ?. Þetta var auðvitað alveg gríðarlega hressandi allt saman en maður saknaði þess að Bjarni skyldi ekki skjóta inn á milli setningum eins og: "Holta ferskir kjúklingaleggir 395 krónur kílóið".
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari fór á dögunum að skrifa um leik í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna á Seltjarnarnesi. Stjarna kvöldsins var ekki inni á vellinum heldur hélt um hljóðnema í blaðamannastúkunni, en kynnir á leiknum var Bjarni Dagur, sá hinn sami og les inn á Bónus auglýsingarnar. Hann hefur víst verið að sinna þessu starfi í vetur fyrir Gróttu og kemur óneitanlega inn með nýjar áherslur. Bjarni byrjaði af krafti í kynningu á leikmönnum gestaliðsins og var ekkert að stressa sig á því að nota full nöfn, heldur var með alls kyns skemmtilegar styttingar. Til dæmis var markvörðurinn Florentina Stanciu einfaldlega kynnt til leiks sem Florentza! Í leiknum sjálfum fer Anna Úrsula á vítapunktinn og skýtur í stöngina, en um það bil sem samherji hennar er að taka frákastið í góðu færi, þá galar Bjarni í hljóðnemann: "Spennó" !!! Eitthvað segir mér að þessi frasi eigi eftir að lifa góðu lífi á meðal íþróttafréttamanna. Skömmu síðar fór Anna aftur á vítapunktinn og skaut á nákvæmlega stað á markið nema að í þetta skiptið fór boltinn út fyrir hliðarlínu. Þá snéri kynnirinn sér að næsta manni og spurði: "Var þetta ekki mark" ?. Þetta var auðvitað alveg gríðarlega hressandi allt saman en maður saknaði þess að Bjarni skyldi ekki skjóta inn á milli setningum eins og: "Holta ferskir kjúklingaleggir 395 krónur kílóið".
Passið ykkur á myrkrinu.
Dr. Haraldur að störfum
Micran sleit liðbönd í ökkla seint á miðvikudagskvöldið. Dr. Haraldur rauk til og læknaði hana á staðnum. Þetta er almennileg þjónusta. Sjúkrahúsið sem Dr. Haraldur vinnur á heitir Bifreiðaverkstæði (Miltis)Brands og síminn þar er 555 3555. Hringið í kallinn. Mæli með þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Micran sleit liðbönd í ökkla seint á miðvikudagskvöldið. Dr. Haraldur rauk til og læknaði hana á staðnum. Þetta er almennileg þjónusta. Sjúkrahúsið sem Dr. Haraldur vinnur á heitir Bifreiðaverkstæði (Miltis)Brands og síminn þar er 555 3555. Hringið í kallinn. Mæli með þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 19, 2008
Síðuhaldari í S-inu sínu
Það er ekki ofsögum sagt að síðuhaldari hafi verið í sínu besta formi á síðum Morgunblaðsins í gær. Fyrir það fyrsta þá sagði hann serbneskar handboltakonur vera slóvenskar, sem er einstaklega áhugavert í ljósi þess að þjóðernishyggja er óvíða meiri á byggðu bóli en einmitt í fyrrum Júgóslavíu. En ekki var látið þar við sitja því höfuðið var svo bitið af skömminni með því að nota tvö nöfn yfir þetta ágæta serbneska félag í greininni. En hvað gerir maður ekki til þess að draga athyglina frá leiðaraskrifum blaðsins? Verði síðuhaldara sagt upp á Mogganum þá er hann tilbúinn til þess að taka við handboltalandsliðinu. Röðin fer að koma að manni.
Það er ekki ofsögum sagt að síðuhaldari hafi verið í sínu besta formi á síðum Morgunblaðsins í gær. Fyrir það fyrsta þá sagði hann serbneskar handboltakonur vera slóvenskar, sem er einstaklega áhugavert í ljósi þess að þjóðernishyggja er óvíða meiri á byggðu bóli en einmitt í fyrrum Júgóslavíu. En ekki var látið þar við sitja því höfuðið var svo bitið af skömminni með því að nota tvö nöfn yfir þetta ágæta serbneska félag í greininni. En hvað gerir maður ekki til þess að draga athyglina frá leiðaraskrifum blaðsins? Verði síðuhaldara sagt upp á Mogganum þá er hann tilbúinn til þess að taka við handboltalandsliðinu. Röðin fer að koma að manni.
Pólitískt aðhald
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður nú fyrir stöðugum árásum á vefsíðunni guf.fi. Þessi síða sem hýst er í Finnlandi, eftir því sem næstu verður komist, hefur reyndar verið eitt helsta aðhald ráðherrans í ráðherratíð hans og raunar lengur. Ráðherrann virðist fátt mega aðhafast án þess að ritstjóri guf.fi taki það fyrir með kröftugum hætti. Ritstjórinn hefur farið hamförum að undanförnu en ráðherrann hefði nú svo sem getað sagt sér það sjálfur, að viðskipti hans við vefinn kindur.is myndu verða ritstjóranum andagift fyrir verðlaunafærslu.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verður nú fyrir stöðugum árásum á vefsíðunni guf.fi. Þessi síða sem hýst er í Finnlandi, eftir því sem næstu verður komist, hefur reyndar verið eitt helsta aðhald ráðherrans í ráðherratíð hans og raunar lengur. Ráðherrann virðist fátt mega aðhafast án þess að ritstjóri guf.fi taki það fyrir með kröftugum hætti. Ritstjórinn hefur farið hamförum að undanförnu en ráðherrann hefði nú svo sem getað sagt sér það sjálfur, að viðskipti hans við vefinn kindur.is myndu verða ritstjóranum andagift fyrir verðlaunafærslu.
Monday, February 18, 2008
Allar stöðvarnar með yfirburði
Það er ávísun á mígreniskast þegar íslensku sjónvarpsstöðvarnar birta niðurstöður áhorfskannanna. Undantekningarlaust eru allar stöðvarnar sigurvegarar. Og það með yfirburðum. Til að botna eitthvað í þessu þá þarf maður að lesa smáa letrið. Sé stækkunarglerinu beint undir niðurstöðutöfluna má sjá hvernig úrtakið er. Stöð2 var til dæmis að birta niðurstöður úr könnun frá Capacent og að sjálfsögðu var stöðin að murka lífið úr RÚV og Skjá1, sem einnig birta niðurstöður úr sömu könnun, þar sem lífið er murkað úr Stöð2. Niðurstöðurnar sem henta Stöð2 í þessu tilfelli, eru sem sagt svör frá fólki sem er með áskrift að Stöð2, á aldrinum 18 - 49 ára ef ég man rétt. Þá myndi ég halda að búið væri að klippa út markhóp Spaugstofunnar. Talandi um Spaugstofuna: Var Pálmi að herma eftir Valla bakara á laugardaginn? Sjálfskipaður eftirhermumeistari Bolungarvíkur, Röggi pensill, getur kannski frætt mann um það?
Það er ávísun á mígreniskast þegar íslensku sjónvarpsstöðvarnar birta niðurstöður áhorfskannanna. Undantekningarlaust eru allar stöðvarnar sigurvegarar. Og það með yfirburðum. Til að botna eitthvað í þessu þá þarf maður að lesa smáa letrið. Sé stækkunarglerinu beint undir niðurstöðutöfluna má sjá hvernig úrtakið er. Stöð2 var til dæmis að birta niðurstöður úr könnun frá Capacent og að sjálfsögðu var stöðin að murka lífið úr RÚV og Skjá1, sem einnig birta niðurstöður úr sömu könnun, þar sem lífið er murkað úr Stöð2. Niðurstöðurnar sem henta Stöð2 í þessu tilfelli, eru sem sagt svör frá fólki sem er með áskrift að Stöð2, á aldrinum 18 - 49 ára ef ég man rétt. Þá myndi ég halda að búið væri að klippa út markhóp Spaugstofunnar. Talandi um Spaugstofuna: Var Pálmi að herma eftir Valla bakara á laugardaginn? Sjálfskipaður eftirhermumeistari Bolungarvíkur, Röggi pensill, getur kannski frætt mann um það?
Sunday, February 17, 2008
Orðrétt
"Sumir þurfa greinilega lögreglufyld til þess að komast út úr skápnum"
- Heimir Már Pétursson, að lokinni frétt um að strokufangi hafi fundist í fataskáp, í hádegisfréttum Stöðvar 2 á laugardag.
"Sumir þurfa greinilega lögreglufyld til þess að komast út úr skápnum"
- Heimir Már Pétursson, að lokinni frétt um að strokufangi hafi fundist í fataskáp, í hádegisfréttum Stöðvar 2 á laugardag.
Thursday, February 14, 2008
Mjúku hliðarnar
Síðuhaldari situr nú og gætir þriggja barna (aleinn !) á aldrinum hálfs árs til fjögurra ára. Sonur Gríms rakara hefur veitt þessa fálkaorðu að minna tilefni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari situr nú og gætir þriggja barna (aleinn !) á aldrinum hálfs árs til fjögurra ára. Sonur Gríms rakara hefur veitt þessa fálkaorðu að minna tilefni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, February 13, 2008
Kalli snýr aftur í skemmtanabransann
Kalli Hallgríms hefur sagt frá því á blogginu sínu undanfarið að hann sé kominn í duó sem ætli að leggja árshátíðarbransann að fótum sér. Mér líst vel á þetta enda á þetta að vera blanda af skemmtun og tónlist. Hann hefur talað um að þeir verði bara tveir í þessu en svo virðist sem þriðji aðilinn hafi bæst í hópinn, því Kalli sendi mér í tölvupósti upptöku af fyrsta gigginu þeirra. Hér er sýnishorn af því.
Passið ykkur á myrkrinu.
Kalli Hallgríms hefur sagt frá því á blogginu sínu undanfarið að hann sé kominn í duó sem ætli að leggja árshátíðarbransann að fótum sér. Mér líst vel á þetta enda á þetta að vera blanda af skemmtun og tónlist. Hann hefur talað um að þeir verði bara tveir í þessu en svo virðist sem þriðji aðilinn hafi bæst í hópinn, því Kalli sendi mér í tölvupósti upptöku af fyrsta gigginu þeirra. Hér er sýnishorn af því.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 12, 2008
Orðrétt
"Það virðist liggja beint við að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Hópur í kringum Guðlaug Þór Þórðarson sem er líka nákominn Geir Haarde má ekki hugsa þá hugsun til enda að Hanna Birna eða Gísli Marteinn komist til frekari metorða í flokknum. Ef Hanna Birna yrði oddviti og þar með líklega borgarstjóri og ef henni tækist vel upp þá gæti hún jafnvel farið að íhuga frekari frama, jafnvel að verða formaður flokksins. Sumum mislíkar þessi tilhugsun svo mikið að þeir eru frekar tilbúnir til að styðja Vilhjálm til að sitja áfram í oddvitasætinu. Þeir eru ekki vissir um að það gangi að gera hann að borgarstjóra en þeir vilja frá tíma til að finna einhverja lausn á málinu. Aðra lausn en að hleypa Hönnu eða Gísla að.
En á meðan magnast óánægjan innan Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn í kringum Geir, Ingu Jónu, Borgar Þórs og Guðlaug hefur verið duglegur við að ná tökum á fulltrúaráðinu í Reykjavík og hverfafélögum hefur lagt meira upp úr því en nokkurn tíma Davíð Oddsson. Í félögunum er fólk hins vegar að missa þolinmæðina með Vilhjálmi svo það er spurning hvaða styrk hann getur sótt þangað. Ekki einu sinni Geir sjálfur treysti sér til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við að Vilhjálmur yrði borgarstjóri."
- Egill Helgason, meintur tvífari, á bloggi sínu í gær.
"Það virðist liggja beint við að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Hópur í kringum Guðlaug Þór Þórðarson sem er líka nákominn Geir Haarde má ekki hugsa þá hugsun til enda að Hanna Birna eða Gísli Marteinn komist til frekari metorða í flokknum. Ef Hanna Birna yrði oddviti og þar með líklega borgarstjóri og ef henni tækist vel upp þá gæti hún jafnvel farið að íhuga frekari frama, jafnvel að verða formaður flokksins. Sumum mislíkar þessi tilhugsun svo mikið að þeir eru frekar tilbúnir til að styðja Vilhjálm til að sitja áfram í oddvitasætinu. Þeir eru ekki vissir um að það gangi að gera hann að borgarstjóra en þeir vilja frá tíma til að finna einhverja lausn á málinu. Aðra lausn en að hleypa Hönnu eða Gísla að.
En á meðan magnast óánægjan innan Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn í kringum Geir, Ingu Jónu, Borgar Þórs og Guðlaug hefur verið duglegur við að ná tökum á fulltrúaráðinu í Reykjavík og hverfafélögum hefur lagt meira upp úr því en nokkurn tíma Davíð Oddsson. Í félögunum er fólk hins vegar að missa þolinmæðina með Vilhjálmi svo það er spurning hvaða styrk hann getur sótt þangað. Ekki einu sinni Geir sjálfur treysti sér til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við að Vilhjálmur yrði borgarstjóri."
- Egill Helgason, meintur tvífari, á bloggi sínu í gær.
Síðuhaldari og brasilíska sjálfsvarnarlistin
Fyrir mörgum árum síðan setti Elvar Þórólfs mig á einhvern lista hjá fyrirbæri sem heitir Núið. Síðan þá fæ ég sendan póst frá þessu apparati alla virka daga. Að komast út úr þessu er líklega álíka erfitt og að segja sig úr íslenskum stjórnmálaflokki. Kannski var þetta hans leið til þess að hefna fyrir það þegar ég "bað" Elvar um að kjósa frænda minn í prófkjöri í dauðariðlinum fyrir svona fimm árum síðan. Í Núinu fær maður sem sagt tölvupóst, velur eitt númer og fær stundum vinning frá einhverjum þjónustufyrirtækjum. Eitt sinn þegar ég opnaði þetta, blasti við mér smettið á Pétri Jóns, sem þá hafði unnið einhverja utanlandsferð. En það er önnur saga og skemmtilegri. Í morgun þá opnaði ég þetta og fékk meldinguna: Til hamingju. Þú hefur unnið tvær vikur í Jiu Jitsu !!!
Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíma á uppvaxtarárum mínum í Bolungarvík heyrt nokkurn mann minnast á Jiu Jitsu. Mér datt helst í hug að þetta væri götunafn í Grafarvoginum og ég hefði unnið einbýlishús. Götunöfnin í Grafarvoginum eru nefnilega mörg hver undir asískum áhrifum eins og Múrurimi. En þar sem ég er mjög tæknilega sinnaður maður hóf ég rannsókn á Netinu. Þá kom þetta upp úr dúrnum. Það gæti verið fróðlegt að nýta þessar tvær vikur sem maður fær frítt og æfa sig svo á strákunum í blaðamannastúkunni: Benna, Tom, Henry og hvað þeir heita nú allir þessir spekingar. Ég mun leyfa lesendum að fylgjast með framgangi málsins ef einhver verður.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fyrir mörgum árum síðan setti Elvar Þórólfs mig á einhvern lista hjá fyrirbæri sem heitir Núið. Síðan þá fæ ég sendan póst frá þessu apparati alla virka daga. Að komast út úr þessu er líklega álíka erfitt og að segja sig úr íslenskum stjórnmálaflokki. Kannski var þetta hans leið til þess að hefna fyrir það þegar ég "bað" Elvar um að kjósa frænda minn í prófkjöri í dauðariðlinum fyrir svona fimm árum síðan. Í Núinu fær maður sem sagt tölvupóst, velur eitt númer og fær stundum vinning frá einhverjum þjónustufyrirtækjum. Eitt sinn þegar ég opnaði þetta, blasti við mér smettið á Pétri Jóns, sem þá hafði unnið einhverja utanlandsferð. En það er önnur saga og skemmtilegri. Í morgun þá opnaði ég þetta og fékk meldinguna: Til hamingju. Þú hefur unnið tvær vikur í Jiu Jitsu !!!
Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíma á uppvaxtarárum mínum í Bolungarvík heyrt nokkurn mann minnast á Jiu Jitsu. Mér datt helst í hug að þetta væri götunafn í Grafarvoginum og ég hefði unnið einbýlishús. Götunöfnin í Grafarvoginum eru nefnilega mörg hver undir asískum áhrifum eins og Múrurimi. En þar sem ég er mjög tæknilega sinnaður maður hóf ég rannsókn á Netinu. Þá kom þetta upp úr dúrnum. Það gæti verið fróðlegt að nýta þessar tvær vikur sem maður fær frítt og æfa sig svo á strákunum í blaðamannastúkunni: Benna, Tom, Henry og hvað þeir heita nú allir þessir spekingar. Ég mun leyfa lesendum að fylgjast með framgangi málsins ef einhver verður.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 08, 2008
Munnmælasögur#74
Til skamms tíma var þeim félögum, Hannesi Má Sigurðssyni og Harald Péturssyni, treyst fyrir knattspyrnuþjálfun ungra drengja í Víkinni. Á meðal þeirra verkefna sem þeir fengu í hendurnar var að fara með 79´ og 80´ árganginn á 5. flokks mót á Skaganum. Ef frá er talið eitt atvik þar sem einn liðsmaðurinn týndist og fannst niðri á höfn á Akranesi, þá var Jón Eggert Víðisson, frændi minn, að öðrum ólöstuðum; maður ferðarinnar. Áður en ferðalagið hófst var fundað með púkunum og foreldrum þeirra, þar sem farið var yfir dagskrána þessa helgina. Samkvæmt planinu þá átti hópurinn að vera tvo daga á Skaganum og fengu öll liðin á mótinu frítt í sund báða dagana, enda nauðsynlegt að komast í sturtu eftir fótboltaleiki. Þarna var réttlætiskennd Nonna alveg stórlega misboðið og gargaði hann hneykslaður á þjálfarana: "Bara tveir frímiðar í sund!" Einhverra hluta vegna var Nonni svo settur í vörnina á mótinu en eins og svo oft í leikjum Bolvíkinga var lítið að gera í vörninni. Halla þótti Nonni vera frekar staður og kallaði til hans ábendingu um að hreyfa sig eitthvað. Nonni tók því vel og byrjaði að dansa!
Til skamms tíma var þeim félögum, Hannesi Má Sigurðssyni og Harald Péturssyni, treyst fyrir knattspyrnuþjálfun ungra drengja í Víkinni. Á meðal þeirra verkefna sem þeir fengu í hendurnar var að fara með 79´ og 80´ árganginn á 5. flokks mót á Skaganum. Ef frá er talið eitt atvik þar sem einn liðsmaðurinn týndist og fannst niðri á höfn á Akranesi, þá var Jón Eggert Víðisson, frændi minn, að öðrum ólöstuðum; maður ferðarinnar. Áður en ferðalagið hófst var fundað með púkunum og foreldrum þeirra, þar sem farið var yfir dagskrána þessa helgina. Samkvæmt planinu þá átti hópurinn að vera tvo daga á Skaganum og fengu öll liðin á mótinu frítt í sund báða dagana, enda nauðsynlegt að komast í sturtu eftir fótboltaleiki. Þarna var réttlætiskennd Nonna alveg stórlega misboðið og gargaði hann hneykslaður á þjálfarana: "Bara tveir frímiðar í sund!" Einhverra hluta vegna var Nonni svo settur í vörnina á mótinu en eins og svo oft í leikjum Bolvíkinga var lítið að gera í vörninni. Halla þótti Nonni vera frekar staður og kallaði til hans ábendingu um að hreyfa sig eitthvað. Nonni tók því vel og byrjaði að dansa!
Orðrétt
"Þú ert ekki fucking borgarstjóri!"
- Málefnalegur ungur maður tjáir lýðræðisást sína á pöllum Ráðhússins á dögunum.
"Þú ert ekki fucking borgarstjóri!"
- Málefnalegur ungur maður tjáir lýðræðisást sína á pöllum Ráðhússins á dögunum.
Wednesday, February 06, 2008
Nýr pistill á Víkaranum
Í dag birtist nýr pistill eftir síðuhaldara á vikari.is. Alveg sæmilegar tvíbökur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Í dag birtist nýr pistill eftir síðuhaldara á vikari.is. Alveg sæmilegar tvíbökur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 05, 2008
Önnu Mjallar sindrúmið
Ég kíki reglulega á Laugardagslögin á ruv.is. Skoða brot úr lögunum og tékka á hvað Sigurjón og Gnarrinn eru að taka fyrir, enda er Umferðar-Einar í miklu uppáhaldi. Ég hef tekið eftir því að Friðrik Ómar og Regína Ósk eru búin að tjalda öllu til í þetta skiptið. Þáttaka þeirra í þessum undankeppnum er farin að minna mig nokkuð á hið svokalla Önnu Mjallar sindrúm, sem þessar undankeppnir áttu við að stríða fyrir svona fimmtán árum síðan. Rétt eins og var með Önnu Mjöll, þá sýnist mér ljóst vera að Friðrik og Regína munu ekki linna látum fyrr en þau verða send í þessa keppni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég kíki reglulega á Laugardagslögin á ruv.is. Skoða brot úr lögunum og tékka á hvað Sigurjón og Gnarrinn eru að taka fyrir, enda er Umferðar-Einar í miklu uppáhaldi. Ég hef tekið eftir því að Friðrik Ómar og Regína Ósk eru búin að tjalda öllu til í þetta skiptið. Þáttaka þeirra í þessum undankeppnum er farin að minna mig nokkuð á hið svokalla Önnu Mjallar sindrúm, sem þessar undankeppnir áttu við að stríða fyrir svona fimmtán árum síðan. Rétt eins og var með Önnu Mjöll, þá sýnist mér ljóst vera að Friðrik og Regína munu ekki linna látum fyrr en þau verða send í þessa keppni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, February 04, 2008
Orðrétt
"Ég og Sigrún systir erum andstæður á ýmsum sviðum. Vel flestum meira að segja. Við kjósum sama stjórnmálaflokkinn er þó eitt sem við eigum sameiginlegt. En það er líka gert til að tryggja hlutdeild í arfi og fá að borða. Annars er hún lítil og mjó á meðan ég er stór og feitur. Hún talar meira þegar hún þarf, en ég þyrfti eiginlega að læra að þegja af og til. Hún er skolhærð eins og áður hefur komið fram en ég er dökkhærður. Ég spila á hljóðfæri en hún hins vegar, sem er mjög óeðlilegt í þessum armi Hvítanesættarinnar, er mjög góð í íþróttum. Á meira að segja að baki glæstan handboltaferil og medalíur í stíl. Á meðan ég endaði minn handboltaferil sem kynnir á heimaleikjum hjá Val."
- Stuðfinnur Einarsson, áhugamaður um sjávarútveg og landbúnaðarmál, í myndskreyttri færslu um litlu systur á bloggi sínu í dag.
"Ég og Sigrún systir erum andstæður á ýmsum sviðum. Vel flestum meira að segja. Við kjósum sama stjórnmálaflokkinn er þó eitt sem við eigum sameiginlegt. En það er líka gert til að tryggja hlutdeild í arfi og fá að borða. Annars er hún lítil og mjó á meðan ég er stór og feitur. Hún talar meira þegar hún þarf, en ég þyrfti eiginlega að læra að þegja af og til. Hún er skolhærð eins og áður hefur komið fram en ég er dökkhærður. Ég spila á hljóðfæri en hún hins vegar, sem er mjög óeðlilegt í þessum armi Hvítanesættarinnar, er mjög góð í íþróttum. Á meira að segja að baki glæstan handboltaferil og medalíur í stíl. Á meðan ég endaði minn handboltaferil sem kynnir á heimaleikjum hjá Val."
- Stuðfinnur Einarsson, áhugamaður um sjávarútveg og landbúnaðarmál, í myndskreyttri færslu um litlu systur á bloggi sínu í dag.