Sunday, April 29, 2007
Orðrétt
"Frestur til að skila inn framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rann út klukkan tólf á hádegi og er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, einn elsti flokkur landsins, verður ekki með í kosningunum í ár. „Nei, þetta hafðist ekki, það er bara þannig,“ sagði formaður flokksins, Geir Haarde aðspurður um málið, en sagðist reikna frekar með að flokkurinn yrði með eftir fjögur ár - „eða ekki“. Ljóst er að þetta gæti breytt hinu pólitíska landslagi nokkuð, en flokkurinn hefur haft nokkuð fylgi skv. skoðanakönnunum undanfarið, einkum meðal eldri borgara."
- Baggalútur 27. apríl 2007.
"Frestur til að skila inn framboðum fyrir komandi alþingiskosningar rann út klukkan tólf á hádegi og er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, einn elsti flokkur landsins, verður ekki með í kosningunum í ár. „Nei, þetta hafðist ekki, það er bara þannig,“ sagði formaður flokksins, Geir Haarde aðspurður um málið, en sagðist reikna frekar með að flokkurinn yrði með eftir fjögur ár - „eða ekki“. Ljóst er að þetta gæti breytt hinu pólitíska landslagi nokkuð, en flokkurinn hefur haft nokkuð fylgi skv. skoðanakönnunum undanfarið, einkum meðal eldri borgara."
- Baggalútur 27. apríl 2007.
Saturday, April 28, 2007
Litli tarfur þrítugur
Jón Smári Jónsson stundum kallaður tarfurinn er þrítugur í dag. Til aðgreiningar frá The Codfather, Þórarni Ólafssyni þorskapabba sem á höfundaréttinn á tarfsnafninu, er ágætt að kalla hann bara litla tarf. Jón Smári er einmitt maðurinn sem hætti að æfa sund í sólarhring til þess að skella sér á tónleika með Iron Maiden. Blogg fólksins óskar honum til hamingju með daginn og birtir bút af bloggi kappans sem í eina tíð var vel við haldið. Það minnir mig á að ég er að verða of seinn í afmælið. Það yrði þá í fyrsta skiptið á ævinni.
,, Á vissum tímapunkti í fyrndinni kom tegundin Homo erectus fram. Næsta þróunarstig lífverunnar sem lifði af var Homo sapien, sem myndi teljast til nútímamannsins. Þessi uppréttingarþróun átti sér ekki stað til þess að karlmenn myndi setjast niður við þvaglát. Máli mínu til staðfestingar vísa ég í Guðjón Haraldsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspítalanum. Hann segir að engar rannsóknir styðji það eða hafni að betra sé að pissa sitjandi. "Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það að blaðran tæmist betur þótt menn sitji."
Jón Smári Jónsson stundum kallaður tarfurinn er þrítugur í dag. Til aðgreiningar frá The Codfather, Þórarni Ólafssyni þorskapabba sem á höfundaréttinn á tarfsnafninu, er ágætt að kalla hann bara litla tarf. Jón Smári er einmitt maðurinn sem hætti að æfa sund í sólarhring til þess að skella sér á tónleika með Iron Maiden. Blogg fólksins óskar honum til hamingju með daginn og birtir bút af bloggi kappans sem í eina tíð var vel við haldið. Það minnir mig á að ég er að verða of seinn í afmælið. Það yrði þá í fyrsta skiptið á ævinni.
,, Á vissum tímapunkti í fyrndinni kom tegundin Homo erectus fram. Næsta þróunarstig lífverunnar sem lifði af var Homo sapien, sem myndi teljast til nútímamannsins. Þessi uppréttingarþróun átti sér ekki stað til þess að karlmenn myndi setjast niður við þvaglát. Máli mínu til staðfestingar vísa ég í Guðjón Haraldsson, þvagfæraskurðlæknir á Landspítalanum. Hann segir að engar rannsóknir styðji það eða hafni að betra sé að pissa sitjandi. "Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það að blaðran tæmist betur þótt menn sitji."
Friday, April 27, 2007
Orðrétt
"Vinstri græn hafa farið í dálítið fár vegna málflutnings Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem segir að einkarekstur í opinbera kerfinu geti verið konum til hagsbóta, eflt áhrif þeirra og völd. Sköruleg orð Magrétar í síðasta Silfri hafa vakið mikla athygli. Vinstri græn hafa átt erfitt með að svara þessu, Margrét Pála var jú eitt sinn í Alþýðubandalaginu og svo er eins líklegt að þeir sem styðja VG sendi börn sín einmitt í Hjallastefnuskólana. En eftir nokkra daga dúkkuðu Vinstri græn upp með grein eftir konu sem nefnist Berglind Rós Magnúsdóttir. Þar rekur hún ókosti einkareksturs í bandarísku miðvesturríkjunum - Colorado og Arizona. Bæði Guðfríður Lilja og Ögmundur tóku þessa grein upp á arma sína og vitnuðu óspart í hana. Maður gæti auðvitað fundið ýmis dæmi um ókosti ríkisrekstrar á móti - til dæmis munaðarleysingjahæli í Rúmeníu.
En væri ekki betra að tala um einkarekstur sem er nær okkur? Til dæmis Svía sem beita einkarekstri í miklum mæli í heilbrigðiskerfinu - sósíaldemókratana, höfunda hins norræna módels, sem sáu raun ekki aðra leið færa, sökum þess hvað heilbrigðiskerfið var orðið kostnaðarsamt og óskilvirkt, biðlistar langir og þjónustan ekki nógu góð. Eða bara skoða Hjallastefnu Margrétar Pálu, hina vinsælu leik- og barnaskóla sem hún rekur þar sem komast færri að en vilja; öldrunarheimilið Sóltún sem er hið eftirsóttasta í borginni; Orkuhúsið sem er sérhæfð þjónustumiðstöð fyrir þá sem stríða við stoðkerfisvandamál, raunverulegur hátæknispítali; eða einkareknu heilsugæslustöðina í Salahverfi sem þykir sú besta á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af einkarekstri í íslenska mennta- og heilbrigðiskerfinu er nefnilega ansi góð. Ættu ekki Vinstri græn sem trúa því að smátt sé fallegt að vera andsnúin miðstýringu? Varla er það hugsjón að allt sé í höndum opinberra embættismanna, yfirleitt kerfiskarla? Annars mun Hjallastefnan loksins vera á leiðinni inn í Reykjavík með barnaskóla. Gamli R-listinn vildi ekki sjá hana, enda fjandskapaðist hann út í sjálfstæðu skólana í borginni - gerði allt sem í hans valdi stóð til að þrengja að Ísaksskóla og Landakotsskóla."
- Egill Helgason sjónvarpsmaður og wannabe síðuhaldari á visi.is þann 7. apríl.
"Vinstri græn hafa farið í dálítið fár vegna málflutnings Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem segir að einkarekstur í opinbera kerfinu geti verið konum til hagsbóta, eflt áhrif þeirra og völd. Sköruleg orð Magrétar í síðasta Silfri hafa vakið mikla athygli. Vinstri græn hafa átt erfitt með að svara þessu, Margrét Pála var jú eitt sinn í Alþýðubandalaginu og svo er eins líklegt að þeir sem styðja VG sendi börn sín einmitt í Hjallastefnuskólana. En eftir nokkra daga dúkkuðu Vinstri græn upp með grein eftir konu sem nefnist Berglind Rós Magnúsdóttir. Þar rekur hún ókosti einkareksturs í bandarísku miðvesturríkjunum - Colorado og Arizona. Bæði Guðfríður Lilja og Ögmundur tóku þessa grein upp á arma sína og vitnuðu óspart í hana. Maður gæti auðvitað fundið ýmis dæmi um ókosti ríkisrekstrar á móti - til dæmis munaðarleysingjahæli í Rúmeníu.
En væri ekki betra að tala um einkarekstur sem er nær okkur? Til dæmis Svía sem beita einkarekstri í miklum mæli í heilbrigðiskerfinu - sósíaldemókratana, höfunda hins norræna módels, sem sáu raun ekki aðra leið færa, sökum þess hvað heilbrigðiskerfið var orðið kostnaðarsamt og óskilvirkt, biðlistar langir og þjónustan ekki nógu góð. Eða bara skoða Hjallastefnu Margrétar Pálu, hina vinsælu leik- og barnaskóla sem hún rekur þar sem komast færri að en vilja; öldrunarheimilið Sóltún sem er hið eftirsóttasta í borginni; Orkuhúsið sem er sérhæfð þjónustumiðstöð fyrir þá sem stríða við stoðkerfisvandamál, raunverulegur hátæknispítali; eða einkareknu heilsugæslustöðina í Salahverfi sem þykir sú besta á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af einkarekstri í íslenska mennta- og heilbrigðiskerfinu er nefnilega ansi góð. Ættu ekki Vinstri græn sem trúa því að smátt sé fallegt að vera andsnúin miðstýringu? Varla er það hugsjón að allt sé í höndum opinberra embættismanna, yfirleitt kerfiskarla? Annars mun Hjallastefnan loksins vera á leiðinni inn í Reykjavík með barnaskóla. Gamli R-listinn vildi ekki sjá hana, enda fjandskapaðist hann út í sjálfstæðu skólana í borginni - gerði allt sem í hans valdi stóð til að þrengja að Ísaksskóla og Landakotsskóla."
- Egill Helgason sjónvarpsmaður og wannabe síðuhaldari á visi.is þann 7. apríl.
Thursday, April 26, 2007
Spádómur
Kominn tími á að leyfa spádómsgáfunni að njóta sín. Spá síðuhaldara fyrir úrslit alþingiskosninga:
Sjálfstæðisfl: 35%
Samfylking: 25%
VG: 18%
Framsókn: 12%
Frjálslyndir: 6&
Íslandshr: 4%
Kominn tími á að leyfa spádómsgáfunni að njóta sín. Spá síðuhaldara fyrir úrslit alþingiskosninga:
Sjálfstæðisfl: 35%
Samfylking: 25%
VG: 18%
Framsókn: 12%
Frjálslyndir: 6&
Íslandshr: 4%
Tuesday, April 24, 2007
Orðrétt
,,Er þetta ekki bara einhver Mugison með píku?"
- Björgvin Halldórsson söngvari, spurður um álit sitt á tónlistarkonunni Lay Low.
,,Er þetta ekki bara einhver Mugison með píku?"
- Björgvin Halldórsson söngvari, spurður um álit sitt á tónlistarkonunni Lay Low.
Saturday, April 21, 2007
Stórafmæli
Bróðir síðuhaldara, Ásgeir Þór Jónsson, er fertugur í dag. Blogg fólksins óskar honum til hamingju með tímamótin.
Bróðir síðuhaldara, Ásgeir Þór Jónsson, er fertugur í dag. Blogg fólksins óskar honum til hamingju með tímamótin.
Orðrétt
,,Talandi um herra les ég hjá Denna, að lærð deila sé um það í Vestmannaeyjum hvort Árni Johnsen hafi rætt um starfsmenn Vegagerðarinnar sem perra eða herra! Árni hefur séð sig knúinn til þess að svara þessum ásökunum Ómars Garðarssonar, ritstjóra Frétta, sem ég skil nú ekki alveg hvernig eru til komnar. Jafnvel þó Ómar kunni að vera heyrnasljór eða Árni hljóðvilltur má ljóst vera að meiningar um siðferði starfsmanna Vegagerðarinnar í einkalífinu geta ekki komið málinu við. Hitt er svo athyglisvert, að íslenskan er sjálfsagt eina málið í víðri veröld þar sem menn ávarpa aðra eða tala um þá sem herra til þess að niðra þá."
-Andrés Magnússon blaðamaður á bloggi sínu þann 20. apríl 2007.
,,Talandi um herra les ég hjá Denna, að lærð deila sé um það í Vestmannaeyjum hvort Árni Johnsen hafi rætt um starfsmenn Vegagerðarinnar sem perra eða herra! Árni hefur séð sig knúinn til þess að svara þessum ásökunum Ómars Garðarssonar, ritstjóra Frétta, sem ég skil nú ekki alveg hvernig eru til komnar. Jafnvel þó Ómar kunni að vera heyrnasljór eða Árni hljóðvilltur má ljóst vera að meiningar um siðferði starfsmanna Vegagerðarinnar í einkalífinu geta ekki komið málinu við. Hitt er svo athyglisvert, að íslenskan er sjálfsagt eina málið í víðri veröld þar sem menn ávarpa aðra eða tala um þá sem herra til þess að niðra þá."
-Andrés Magnússon blaðamaður á bloggi sínu þann 20. apríl 2007.
Ingibjörg fær furðulegt pepp
Undanfarið hafa dúkkað upp greinar og blogg á bb.is þar sem Samfylkingarkonur í Norðvesturkjördæmi eru að peppa upp Ingibjörgu Sólrúnu formann. Skrifin eru eitthvað á þessa leið: ,,Flott hjá Ingibjörgu" , ,,Ég er svo stolt af minni konu," og er verið að vísa til umræðuþáttar í sjónvarpi. Þetta eru svo sem ekki hlutir sem setja kosningabaráttu á annan endann. Alls ekki. Mér finnst þetta bara eitthvað furðuleg taktík. Það er eins og verið sé að gera lítið úr Ingibjörgu eða að það komi þessum pennum á óvart að hún geti staðið sig. Ingibjörg hefur verið atvinnustjórnmálamaður í 25 ár, meira eða minna. Þó það nú væri að hún komist klakklaust í gegnum einn umræðuþátt. Skárra væri það nú.
Undanfarið hafa dúkkað upp greinar og blogg á bb.is þar sem Samfylkingarkonur í Norðvesturkjördæmi eru að peppa upp Ingibjörgu Sólrúnu formann. Skrifin eru eitthvað á þessa leið: ,,Flott hjá Ingibjörgu" , ,,Ég er svo stolt af minni konu," og er verið að vísa til umræðuþáttar í sjónvarpi. Þetta eru svo sem ekki hlutir sem setja kosningabaráttu á annan endann. Alls ekki. Mér finnst þetta bara eitthvað furðuleg taktík. Það er eins og verið sé að gera lítið úr Ingibjörgu eða að það komi þessum pennum á óvart að hún geti staðið sig. Ingibjörg hefur verið atvinnustjórnmálamaður í 25 ár, meira eða minna. Þó það nú væri að hún komist klakklaust í gegnum einn umræðuþátt. Skárra væri það nú.
Orðrétt
Er það menningarsögulegt slys að hrörlegu kofarnir þarna í Austurstræti séu brunnir til kaldra kola? Að Fröken Reykjavík, Kebab húsið og Pravda, með öllum sínum hnakkaskemmtunum, séu glötuð að eilífu? Hmm... Jú kannski. Jörundur hélt náttúrlega partí þarna sautjánhundruð og súrkál og B.A.Robinson áritaði plötur skömmu síðar. Og Karnabær. En svona er þetta. Allir fá verndunaráráttu þegar það er of seint. Þetta var náttúrlega orðið algjört kofadrasl. Það er eins og það sé búið að kýla tönn úr Reykjavík.
- Dr. Gunni tónlistarmaður/heimspekingur á bloggi sínu þann 19. apríl 2007.
Er það menningarsögulegt slys að hrörlegu kofarnir þarna í Austurstræti séu brunnir til kaldra kola? Að Fröken Reykjavík, Kebab húsið og Pravda, með öllum sínum hnakkaskemmtunum, séu glötuð að eilífu? Hmm... Jú kannski. Jörundur hélt náttúrlega partí þarna sautjánhundruð og súrkál og B.A.Robinson áritaði plötur skömmu síðar. Og Karnabær. En svona er þetta. Allir fá verndunaráráttu þegar það er of seint. Þetta var náttúrlega orðið algjört kofadrasl. Það er eins og það sé búið að kýla tönn úr Reykjavík.
- Dr. Gunni tónlistarmaður/heimspekingur á bloggi sínu þann 19. apríl 2007.
Friday, April 20, 2007
Hlýtt og notalegt á toppnum
Er síðuhaldari eini maðurinn sem ekki hefur haldið því fram opinberlega að Cristiano Ronaldo sé besti knattspyrnumaður í heimi? Úr því verður ekki bætt nú. Við skulum segja að Thierry Henry sé betri enn sem komið er. Annars finnst mér óþarfa bjartsýni hjá United stuðningsmönnum að gera sér vonir um að hægt sé að endurtaka þrennuna frá 1999. Vonandi skjátlast mér. Malcolm Glazer er í það minnsta búinn að koma liðinu í fremstu röð á ný og það er hlýtt og notalegt á toppnum. Best að halda með United, KR og Sjálfstæðisflokknum - svona til þess að hafa líkurnar með sér.
Passið ykkur á honum Bakkusi um helgina.
Er síðuhaldari eini maðurinn sem ekki hefur haldið því fram opinberlega að Cristiano Ronaldo sé besti knattspyrnumaður í heimi? Úr því verður ekki bætt nú. Við skulum segja að Thierry Henry sé betri enn sem komið er. Annars finnst mér óþarfa bjartsýni hjá United stuðningsmönnum að gera sér vonir um að hægt sé að endurtaka þrennuna frá 1999. Vonandi skjátlast mér. Malcolm Glazer er í það minnsta búinn að koma liðinu í fremstu röð á ný og það er hlýtt og notalegt á toppnum. Best að halda með United, KR og Sjálfstæðisflokknum - svona til þess að hafa líkurnar með sér.
Passið ykkur á honum Bakkusi um helgina.
Thursday, April 19, 2007
Orðrétt
Enn hafa íslenskir fréttamenn hvorki haft það af að segja fólki frá, né spyrja forystumenn og ráðherraefni vinstrigrænna út í hið ótrúlega Alcan-söfnunarmál......Um síðustu áramót sendi Stöð 2 að venju út umræðuþátt sinn, Kryddsíld, þar sem forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu málin. Meðal þeirra auglýsinga sem íslenskar sjónvarpsstöðvar selja, er svokölluð „kostun“, og í þessu tilfelli var þátturinn í boði álfélagsins í Straumsvík, Alcan. Þá staðreynd notuðu forystumenn vinstri grænna til þess að berja sér á brjóst, auglýsa heilagleika sinn og siðgæði umfram aðra menn. Helstu forystumenn þeirra mættu í fjölmiðla alveg óskaplega reiðir. Steingrímur J. Sigfússon sagðist kunna illa við þetta og þótti „sérstaklega óviðeigandi“ að fá slíka kostun frá „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“.
Ögmundur Jónasson var ekki síður fullur réttlátrar reiði. Hann sagði einfaldlega að slegið hefði verið met „í óskammfeilni og smekkleysu að stjórnmálaforingjar sitji frammi fyrir þjóð sinni í boði Alcan í kjölfar álinnpakkaðrar mútugjafar til Hafnfirðinga.“.......... Í því ljósi og fleiri ljósum þætti sennilega flestum öðrum en íslenskum fréttamönnum áhugavert að skömmu eftir að að þeir fóstbræður, Steingrímur og Ögmundur, áttu vart til orð yfir því „meti í óskammfeilni og smekkleysu“ að „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“ styrki útsendingu umræðuþáttar, þá barst þessu sama stórfyrirtæki bréf. Þar var farið fram á að félagið styrkti hinn áruhreina flokk, Vinstrihreyfinguna grænt framboð, fjárhagslega vegna komandi kosningabaráttu. Undir bréfið ritaði Steingrímur J. Sigfússon. Það er með öðrum orðum ekkert að því að fjármagna sína eigin kosningabaráttu með styrk frá álfélaginu en stórhneyksli að sjónvarpsstöð fái frá þeim hefðbundna „kostun“ þáttar.
-Vef-þjóðviljinn í gær 18. apríl 2007.
Enn hafa íslenskir fréttamenn hvorki haft það af að segja fólki frá, né spyrja forystumenn og ráðherraefni vinstrigrænna út í hið ótrúlega Alcan-söfnunarmál......Um síðustu áramót sendi Stöð 2 að venju út umræðuþátt sinn, Kryddsíld, þar sem forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu málin. Meðal þeirra auglýsinga sem íslenskar sjónvarpsstöðvar selja, er svokölluð „kostun“, og í þessu tilfelli var þátturinn í boði álfélagsins í Straumsvík, Alcan. Þá staðreynd notuðu forystumenn vinstri grænna til þess að berja sér á brjóst, auglýsa heilagleika sinn og siðgæði umfram aðra menn. Helstu forystumenn þeirra mættu í fjölmiðla alveg óskaplega reiðir. Steingrímur J. Sigfússon sagðist kunna illa við þetta og þótti „sérstaklega óviðeigandi“ að fá slíka kostun frá „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“.
Ögmundur Jónasson var ekki síður fullur réttlátrar reiði. Hann sagði einfaldlega að slegið hefði verið met „í óskammfeilni og smekkleysu að stjórnmálaforingjar sitji frammi fyrir þjóð sinni í boði Alcan í kjölfar álinnpakkaðrar mútugjafar til Hafnfirðinga.“.......... Í því ljósi og fleiri ljósum þætti sennilega flestum öðrum en íslenskum fréttamönnum áhugavert að skömmu eftir að að þeir fóstbræður, Steingrímur og Ögmundur, áttu vart til orð yfir því „meti í óskammfeilni og smekkleysu“ að „stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“ styrki útsendingu umræðuþáttar, þá barst þessu sama stórfyrirtæki bréf. Þar var farið fram á að félagið styrkti hinn áruhreina flokk, Vinstrihreyfinguna grænt framboð, fjárhagslega vegna komandi kosningabaráttu. Undir bréfið ritaði Steingrímur J. Sigfússon. Það er með öðrum orðum ekkert að því að fjármagna sína eigin kosningabaráttu með styrk frá álfélaginu en stórhneyksli að sjónvarpsstöð fái frá þeim hefðbundna „kostun“ þáttar.
-Vef-þjóðviljinn í gær 18. apríl 2007.
Wednesday, April 18, 2007
Hugmyndaflug hótelerfingja
Maður er nefndur Gylfi Ólafsson og er hótelerfingi. Gylfi er með skemmtilegt síðuhald sem hann uppfærir bærilega reglulega. Gylfi á góða spretti og sérstaklega langar mig til þess að benda fólki á dagskrárlið hans: Annarar gráðu tvífarar. Þar kennir ýmissa grasa en sem dæmi líkir hann föður sínum við Hómer Simpsson. Á þetta síðuhald er vísað hér til hliðar en til þess að þóknast pólitískum skoðunum Gylfa þá er linkurinn hafður hægra megin á síðunni.
Maður er nefndur Gylfi Ólafsson og er hótelerfingi. Gylfi er með skemmtilegt síðuhald sem hann uppfærir bærilega reglulega. Gylfi á góða spretti og sérstaklega langar mig til þess að benda fólki á dagskrárlið hans: Annarar gráðu tvífarar. Þar kennir ýmissa grasa en sem dæmi líkir hann föður sínum við Hómer Simpsson. Á þetta síðuhald er vísað hér til hliðar en til þess að þóknast pólitískum skoðunum Gylfa þá er linkurinn hafður hægra megin á síðunni.
Saturday, April 14, 2007
Munnmælasögur#61
Í þessari sögu er tekið fyrir eitt af þessum andlitum sem þjóðin þekkir. Um er að ræða Guðmund Gunnarsson, vinnufélaga Gests Einars Jónasonar. Sú var tíðin seint á síðustu öld, að Guðmundur þessi beitti sér gjarnan fyrir því að síðuhaldari færi með honum árlega til Vestmannaeyja og var þá alltaf farið fyrstu helgina í ágúst. Eina nóttina erum við félagarnir á heilsubótargöngu í Dalnum í góðum félagsskap, þegar Guðmundur fylltist skyndilega mikilli löngun til þess að gerast heilbrigð sál í hraustum líkama. Til þess væri fjallganga afar vel fallinn að honum fannst. Áður en ráðist væri á þekktustu fjöll landsins, ákvað kappinn skyndilega á spreyta sig á því að komast á tindinn í brekkunni í Herjólfsdal. Skiptir engum togum að Geðmundur tekur á rás og við sjáum bara undir hælana á honum, þar sem hann bókstaflega æðir upp brekkuna. Þegar vegferðin var um það bil hálfnuð er verulega farið að draga af okkar manni og þá kemur hann að lítilli grjótskriðu, eða smá sprænu eins og það kallast á mannamáli. Þar fannst honum rétt að staldra við og ákveður að leggjast þar til hvílu. Á sjötta tímanum um morguninn rankar Geðmundur úr rotinu og vaknar við; að yfir honum stóðu, tveir galvaskir fulltrúar björgunarsveitarinnar Lundans í Vestmannaeyjum. Horfðu þeir fjórum forviða augum á þennan unga afreksmann, sem þarna hefði augljóslega verið stöðvaður af grjótskriðu á leið sinni á tindinn!
Í þessari sögu er tekið fyrir eitt af þessum andlitum sem þjóðin þekkir. Um er að ræða Guðmund Gunnarsson, vinnufélaga Gests Einars Jónasonar. Sú var tíðin seint á síðustu öld, að Guðmundur þessi beitti sér gjarnan fyrir því að síðuhaldari færi með honum árlega til Vestmannaeyja og var þá alltaf farið fyrstu helgina í ágúst. Eina nóttina erum við félagarnir á heilsubótargöngu í Dalnum í góðum félagsskap, þegar Guðmundur fylltist skyndilega mikilli löngun til þess að gerast heilbrigð sál í hraustum líkama. Til þess væri fjallganga afar vel fallinn að honum fannst. Áður en ráðist væri á þekktustu fjöll landsins, ákvað kappinn skyndilega á spreyta sig á því að komast á tindinn í brekkunni í Herjólfsdal. Skiptir engum togum að Geðmundur tekur á rás og við sjáum bara undir hælana á honum, þar sem hann bókstaflega æðir upp brekkuna. Þegar vegferðin var um það bil hálfnuð er verulega farið að draga af okkar manni og þá kemur hann að lítilli grjótskriðu, eða smá sprænu eins og það kallast á mannamáli. Þar fannst honum rétt að staldra við og ákveður að leggjast þar til hvílu. Á sjötta tímanum um morguninn rankar Geðmundur úr rotinu og vaknar við; að yfir honum stóðu, tveir galvaskir fulltrúar björgunarsveitarinnar Lundans í Vestmannaeyjum. Horfðu þeir fjórum forviða augum á þennan unga afreksmann, sem þarna hefði augljóslega verið stöðvaður af grjótskriðu á leið sinni á tindinn!
Stofnanavæðing þjóðkirkjunnar
Bendi lesendum á áhugavert viðtal við Hjört Magna Fríkirkjuprest í blaðinu Blaðið í dag. Þar talar hann skynsamlega um margt sem viðkemur trúarlífi á Íslandi. Meðal annars talar hann um stofnanavæðingu þjóðkirkjunnar sem að hans mati hefur slegið eign sinni á Guð. Þetta þunga bákn sem þjóðkirkjan er hefur jafnframt gerst sek um að verða æ meiri bókstarfstrúarsöfnuður í stað þess að þróast með landsmönnum í átt til meira umburðarlyndis. Mér sýnist vera mikið spunnið í þennan Hjört Magna og ég get ekki séð ávinninginn hjá þjóðkirkjunni af því að hnýta í hann.
Bendi lesendum á áhugavert viðtal við Hjört Magna Fríkirkjuprest í blaðinu Blaðið í dag. Þar talar hann skynsamlega um margt sem viðkemur trúarlífi á Íslandi. Meðal annars talar hann um stofnanavæðingu þjóðkirkjunnar sem að hans mati hefur slegið eign sinni á Guð. Þetta þunga bákn sem þjóðkirkjan er hefur jafnframt gerst sek um að verða æ meiri bókstarfstrúarsöfnuður í stað þess að þróast með landsmönnum í átt til meira umburðarlyndis. Mér sýnist vera mikið spunnið í þennan Hjört Magna og ég get ekki séð ávinninginn hjá þjóðkirkjunni af því að hnýta í hann.
Friday, April 13, 2007
Háskaleg vinnubrögð Gunnars Sigurðssonar
Mentor síðuhaldara, Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík, er maður margra vegtyllna. Er til að mynda bæði kosningastjóri V-samtakanna í Norðvesturkjördæmi og framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Ég vissi að Gunnar væri keppnismaður en hann fór í vikunni út fyrir öll velsæmismörk þegar hann fór að fikta í bremsunum á bílnum hjá Einari Kristni frænda mínum. Spurning um að Gunnar færi kosningabaráttuna upp á örlítið huggulegra plan. Reyndar hefur síðuhaldari lent í svipuðum ásökunum. Trausti Salvar blaðamaður á blaðinu Blaðið þykist vera þess fullviss að síðuhaldari hafi ýtt Steingrími J. út af veginum þegar hann fór út af á mengandi 10 milljón krónu jeppa hér um árið.
Mentor síðuhaldara, Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík, er maður margra vegtyllna. Er til að mynda bæði kosningastjóri V-samtakanna í Norðvesturkjördæmi og framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Ég vissi að Gunnar væri keppnismaður en hann fór í vikunni út fyrir öll velsæmismörk þegar hann fór að fikta í bremsunum á bílnum hjá Einari Kristni frænda mínum. Spurning um að Gunnar færi kosningabaráttuna upp á örlítið huggulegra plan. Reyndar hefur síðuhaldari lent í svipuðum ásökunum. Trausti Salvar blaðamaður á blaðinu Blaðið þykist vera þess fullviss að síðuhaldari hafi ýtt Steingrími J. út af veginum þegar hann fór út af á mengandi 10 milljón krónu jeppa hér um árið.
Wednesday, April 11, 2007
Orðrétt
,,Ég get sagt ykkur það að ég fann ekki að ég væri, ef ég segi í minni gömlu Málmey. Það voru Tyrkir og Grikkir og svertingjar og múslimar þarna að selja Kebab og pylsur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var óhuggulegt."
- Kristinn Snæland leigubílsstjóri á opnum fundi "Frjálslynda flokksins" þriðjudaginn 3. apríl 2007.
,,Ég get sagt ykkur það að ég fann ekki að ég væri, ef ég segi í minni gömlu Málmey. Það voru Tyrkir og Grikkir og svertingjar og múslimar þarna að selja Kebab og pylsur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var óhuggulegt."
- Kristinn Snæland leigubílsstjóri á opnum fundi "Frjálslynda flokksins" þriðjudaginn 3. apríl 2007.
Tuesday, April 10, 2007
Draumfarir
Síðuhaldara dreymdi merkilegan draum um páskana sem hann veit ekki hvað merkir. Þannig var að hann var staddur í flugvél í innanlandsflugi á leið til Reykjavíkur. Vélin snéri þó við á leið sinni til Reykjavíkur og stefndi til baka í villta vestrið. Ekki var um hættuástand að ræða og lét síðuhaldari sér hvergi bregða þó lífhræddur sé. Vélin lenti þó ekki á flugvellinum á Ísafirði heldur gömlu flugbrautinni í Víkinni. Hvað lesa næmir síðulesendur út úr þessu?
Síðuhaldara dreymdi merkilegan draum um páskana sem hann veit ekki hvað merkir. Þannig var að hann var staddur í flugvél í innanlandsflugi á leið til Reykjavíkur. Vélin snéri þó við á leið sinni til Reykjavíkur og stefndi til baka í villta vestrið. Ekki var um hættuástand að ræða og lét síðuhaldari sér hvergi bregða þó lífhræddur sé. Vélin lenti þó ekki á flugvellinum á Ísafirði heldur gömlu flugbrautinni í Víkinni. Hvað lesa næmir síðulesendur út úr þessu?
Wednesday, April 04, 2007
Munnmælasögur#60
Maður er nefndur Viktor Hólm Jónmundsson og er fermingarbróðir síðuhaldara. Viktor er reyndar aukaleikari í sögunni þó skemmtilegur sé. Viktor var um tíma einn dáðasti sveitaballarótari landsins en þegar meiri ró færðist yfir hann fór hann að taka að sér rólegri tónleikagigg. Á einhverju tímabili var hann bandinu Nýrri danskri innan handar og er saga númer 60 gerðist, stóðu tónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir dyrum. Þá var ungur frændi hans, Aron Þórarinsson, staddur í bænum og taldi Viktor að stráksi myndi hafa gaman að því að hanga utan í sér um kvöldið. Fara þeir frændur út í bæ og sækja Björn Jörund Friðbjörnsson, bassaleika bandsins, sem getur verið mikill húmoristi þegar vel liggur á honum. Hann fer fljótlega að spjalla við Aron og innir Björn hann eftir því hvað hann sé að vinna við. ,,Ég er að beita" svarar Aron. Björn þagði um stund og vissi ekki alveg hvernig hann ætti að haga næstu spurningu en lét ekki slá sig út af laginu: ,,Og hvernig gengur það?" spyr Björn. ,,Ja ég er kominn í sjö bala á dag" svarar Aron stoltur. Aftur þegir Björn í smástund en sýnir engin svipbrigði. Að svo búnu spyr hann: ,,Það mætti þá segja að þú sért alveg sjö bala maður?" Á þessum tímapunkti fór Viktori að verða verulega skemmt yfir þessu forvitnilega spjalli.
Næst segir frá þremmenningunum þegar þeir þramma inn í leikhúskjallarann. Þar hitta þeir fyrir hljómborðsleikarann Jón Góða Ólafsson. ,,Hver ert þú?" spyr hann Aron. Björn er hins vegar fyrstur til svars og segir ákveðið: ,,Þetta er sjö bala maðurinn !!" Jón verður á svipinn eins og hann hafi séð gönguskíðamann í Sahara og kom ekki upp orði. Björn bætir þá við: ,,Hann er að beita maður!" Jón hugsar sig um góða stund en segir svo: ,,Beita??? Bjössi, ég er frá Reykjavík."
Maður er nefndur Viktor Hólm Jónmundsson og er fermingarbróðir síðuhaldara. Viktor er reyndar aukaleikari í sögunni þó skemmtilegur sé. Viktor var um tíma einn dáðasti sveitaballarótari landsins en þegar meiri ró færðist yfir hann fór hann að taka að sér rólegri tónleikagigg. Á einhverju tímabili var hann bandinu Nýrri danskri innan handar og er saga númer 60 gerðist, stóðu tónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir dyrum. Þá var ungur frændi hans, Aron Þórarinsson, staddur í bænum og taldi Viktor að stráksi myndi hafa gaman að því að hanga utan í sér um kvöldið. Fara þeir frændur út í bæ og sækja Björn Jörund Friðbjörnsson, bassaleika bandsins, sem getur verið mikill húmoristi þegar vel liggur á honum. Hann fer fljótlega að spjalla við Aron og innir Björn hann eftir því hvað hann sé að vinna við. ,,Ég er að beita" svarar Aron. Björn þagði um stund og vissi ekki alveg hvernig hann ætti að haga næstu spurningu en lét ekki slá sig út af laginu: ,,Og hvernig gengur það?" spyr Björn. ,,Ja ég er kominn í sjö bala á dag" svarar Aron stoltur. Aftur þegir Björn í smástund en sýnir engin svipbrigði. Að svo búnu spyr hann: ,,Það mætti þá segja að þú sért alveg sjö bala maður?" Á þessum tímapunkti fór Viktori að verða verulega skemmt yfir þessu forvitnilega spjalli.
Næst segir frá þremmenningunum þegar þeir þramma inn í leikhúskjallarann. Þar hitta þeir fyrir hljómborðsleikarann Jón Góða Ólafsson. ,,Hver ert þú?" spyr hann Aron. Björn er hins vegar fyrstur til svars og segir ákveðið: ,,Þetta er sjö bala maðurinn !!" Jón verður á svipinn eins og hann hafi séð gönguskíðamann í Sahara og kom ekki upp orði. Björn bætir þá við: ,,Hann er að beita maður!" Jón hugsar sig um góða stund en segir svo: ,,Beita??? Bjössi, ég er frá Reykjavík."
Tuesday, April 03, 2007
Sperningaleikur
Ég tek eftir því í bloggheimum að stundum er gripið til spurningaleikja þegar skortir hugmyndir til að skrifa um. Þar sem ég þykist vita að margir sjálfskipaðir fótboltasérfræðingar lesi síðuna þá ætla ég nú að kasta til þeirra glaðningi. Nú verður því boðið upp á fótboltasperningu og svör óskast í commentakerfinu. Árangurstengd laun gætu verið í boði fyrir rétta aðilann.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar að Brasilíumaður sem kallaður er Pele sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Pele hefur sjálfur sagt sína skoðun á opinberum vettvangi á því hver hafi verið bestur allra. Hann nefndi ekki sjálfan sig en hvern nefndi Pele?
a) Eusebio
b) Franz Beckenbauer
c) Ferenc Puskas
d) Garrincha
e) Johan Cruyff
f) George Best
g) Diego Maradona
h) Michel Platini
i) Michael Laudrup
j) Marco van Basten
k) Zinedine Zidane
Ég tek eftir því í bloggheimum að stundum er gripið til spurningaleikja þegar skortir hugmyndir til að skrifa um. Þar sem ég þykist vita að margir sjálfskipaðir fótboltasérfræðingar lesi síðuna þá ætla ég nú að kasta til þeirra glaðningi. Nú verður því boðið upp á fótboltasperningu og svör óskast í commentakerfinu. Árangurstengd laun gætu verið í boði fyrir rétta aðilann.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar að Brasilíumaður sem kallaður er Pele sé besti knattspyrnumaður allra tíma. Pele hefur sjálfur sagt sína skoðun á opinberum vettvangi á því hver hafi verið bestur allra. Hann nefndi ekki sjálfan sig en hvern nefndi Pele?
a) Eusebio
b) Franz Beckenbauer
c) Ferenc Puskas
d) Garrincha
e) Johan Cruyff
f) George Best
g) Diego Maradona
h) Michel Platini
i) Michael Laudrup
j) Marco van Basten
k) Zinedine Zidane
Orðrétt
,,Ef ég leyfi mér að nota dálítið tilfinningaríkari tjáningu, þá virðist mér stefna ESB eins og hún er núna eins og: ,,Við í Evrópu erum góðir vinir, en þið í Asíu og Afríku, getið verið úti." Í 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir m.a.: ,,Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun ... vegna kynþáttar, ... þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“ Er gildi þess ákvæðis líka misjafnt eftir því hvort menn séu inn í ESB eða utan?
Í Japan er málsháttur ,, Förum öll yfir á rauðu ljósi og við þurfum ekkert að óttast.” Hann segir raunverulega að þegar einstaklingur brýtur lögð þá er það glæpur en þegar fjöldi manna brýtur lög saman þykir það ekki lengur glæpsamlegt. Mér sýnist stefna ESB undanfarin ár hallast að þessum málshætti að nokkru leyti. Svo langar mig til að spyrja, hversu langt má ESB ganga á þessari leið? Hversu mikið má ,,bandalag ríkja“ mismuna þegnum þessa heims á þennan hátt?"
- Toshiki Toma prestur innflytjenda á Íslandi í blaðagagrein sinni: ESB hve langt ætlarðu að ganga?
,,Ef ég leyfi mér að nota dálítið tilfinningaríkari tjáningu, þá virðist mér stefna ESB eins og hún er núna eins og: ,,Við í Evrópu erum góðir vinir, en þið í Asíu og Afríku, getið verið úti." Í 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir m.a.: ,,Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun ... vegna kynþáttar, ... þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“ Er gildi þess ákvæðis líka misjafnt eftir því hvort menn séu inn í ESB eða utan?
Í Japan er málsháttur ,, Förum öll yfir á rauðu ljósi og við þurfum ekkert að óttast.” Hann segir raunverulega að þegar einstaklingur brýtur lögð þá er það glæpur en þegar fjöldi manna brýtur lög saman þykir það ekki lengur glæpsamlegt. Mér sýnist stefna ESB undanfarin ár hallast að þessum málshætti að nokkru leyti. Svo langar mig til að spyrja, hversu langt má ESB ganga á þessari leið? Hversu mikið má ,,bandalag ríkja“ mismuna þegnum þessa heims á þennan hátt?"
- Toshiki Toma prestur innflytjenda á Íslandi í blaðagagrein sinni: ESB hve langt ætlarðu að ganga?
Sunday, April 01, 2007
Þrettán mörk hjá Ragga og tíundi sigurinn í röð
Raggi Óskars er að gera það gott þetta tímabilið hjá Ivry. Liðið er á toppnum og vann í gær tíunda leikinn í röð í deildinni. Er liðið taplaust í síðustu tólf leikjum í deildinni. Óskarsson kom úthvíldur eftir leikbann og skoraði þrettán mörk. Bara svona til þess að leggja eitthvað af mörkum. Áberandi hvað skotnýtingin hefur batnað hjá honum með árunum. Í þessum leik skoraði hann úr 8 af 12 skotum og 5 af 6 vítum. Fimm umferðir eru eftir og Ivry er stigi á undan stórliðinu Montpellier sem hefur orðið meistari mörg ár í röð en Ivry lagði þá að velli á dögunum.
Raggi Óskars er að gera það gott þetta tímabilið hjá Ivry. Liðið er á toppnum og vann í gær tíunda leikinn í röð í deildinni. Er liðið taplaust í síðustu tólf leikjum í deildinni. Óskarsson kom úthvíldur eftir leikbann og skoraði þrettán mörk. Bara svona til þess að leggja eitthvað af mörkum. Áberandi hvað skotnýtingin hefur batnað hjá honum með árunum. Í þessum leik skoraði hann úr 8 af 12 skotum og 5 af 6 vítum. Fimm umferðir eru eftir og Ivry er stigi á undan stórliðinu Montpellier sem hefur orðið meistari mörg ár í röð en Ivry lagði þá að velli á dögunum.