Saturday, April 30, 2005
VG birtir upplýsingar um fjármál þingmanna sinna
Sem kunnugt er reið Framsóknarflokkurinn á vaðið og birti lista yfir fjármál og félagaaðild þingmanna sinna. Vinstri-hreyfingin grænt framboð hefur nú gert slíkt hið sama og má lesa allt um það hér en þar er margt athyglisvert að finna.
Gangið á Guðs vegum.
Sem kunnugt er reið Framsóknarflokkurinn á vaðið og birti lista yfir fjármál og félagaaðild þingmanna sinna. Vinstri-hreyfingin grænt framboð hefur nú gert slíkt hið sama og má lesa allt um það hér en þar er margt athyglisvert að finna.
Gangið á Guðs vegum.
Friday, April 29, 2005
Ljósi varpað á ofbeldisverk á Akureyri
Á Sleikipinnavefnum er sláandi frétt um ofbeldismálin sem tröllriðið hafa höfuðstað Norðurlands að undanförnu.
Gangið á Guðs vegum.
Á Sleikipinnavefnum er sláandi frétt um ofbeldismálin sem tröllriðið hafa höfuðstað Norðurlands að undanförnu.
Gangið á Guðs vegum.
Eins dauði er annars brauð
Nei hætti nú alveg að snjóa. Kristján Hannibal vinur minn hefur nú rutt svila sínum Hauki Ben úr vegi og yfirtekið djobbið hans í Samkaup samkvæmt nýjustu fréttum. Þetta hefur örugglega verið eitthvað lymskulegt ráðabrugg hjá þeim frændum og lallapúddum; Hannibal, Lalla og Ómari Lúlla. Já þeir kunna þettta Kratarnir.
Gangið á Guðs vegum.
Nei hætti nú alveg að snjóa. Kristján Hannibal vinur minn hefur nú rutt svila sínum Hauki Ben úr vegi og yfirtekið djobbið hans í Samkaup samkvæmt nýjustu fréttum. Þetta hefur örugglega verið eitthvað lymskulegt ráðabrugg hjá þeim frændum og lallapúddum; Hannibal, Lalla og Ómari Lúlla. Já þeir kunna þettta Kratarnir.
Gangið á Guðs vegum.
Orðrétt
"Samtökin Amnesty International byggja afkomu sína á frjálsum framlögum, og til þess að tryggja sjálfstæði sitt og óhlutdrægni þiggja þau aldrei ríkisstyrki. ... Til að tryggja sjálfstæði sitt leitar Amnesty International hvorki eftir né þiggur fé frá ríkisstjórnum eða stjórnmálaflokkum í starf sitt við að skrásetja og berjast gegn mannréttindabrotum."
- Af heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International.
"Samtökin Amnesty International byggja afkomu sína á frjálsum framlögum, og til þess að tryggja sjálfstæði sitt og óhlutdrægni þiggja þau aldrei ríkisstyrki. ... Til að tryggja sjálfstæði sitt leitar Amnesty International hvorki eftir né þiggur fé frá ríkisstjórnum eða stjórnmálaflokkum í starf sitt við að skrásetja og berjast gegn mannréttindabrotum."
- Af heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International.
Thursday, April 28, 2005
Báðar hliðar Fergusons
Ég rakst á ágætis þýðingu á grein eftir fótboltaskríbent í Englandi þar sem hann er að fjalla um kynni sín af Sir Alex í gegnum tíðina. Það gerði hann í tilefni af þúsundasta leik Fergusons fyrr í vetur. Maðurinn hefur augljóslega bæði verið í náðinni og úti í kuldanum hjá Sir Alex og því koma báðar hliðar á manninum ágætlega fram í greininni.
Gangið á Guðs vegum.
Ég rakst á ágætis þýðingu á grein eftir fótboltaskríbent í Englandi þar sem hann er að fjalla um kynni sín af Sir Alex í gegnum tíðina. Það gerði hann í tilefni af þúsundasta leik Fergusons fyrr í vetur. Maðurinn hefur augljóslega bæði verið í náðinni og úti í kuldanum hjá Sir Alex og því koma báðar hliðar á manninum ágætlega fram í greininni.
Gangið á Guðs vegum.
Fishcer með hærri greindarvísitölu en Einstein
Var að fletta bandarísku golfblaði um daginn. Þar var spurningakeppni á öftustu síðu á milli Phil Mickelson og einhvers sjónvarpsgaurs. Þeir fengu spurninguna, hver af þessum mældist með hæstu greindarvísitöluna; Bobby Fischer, Einstein, Mozart eða Rembrandt? Mickelson svaraði rétt; Fischer en hinn svaraði; Einstein. Ekki vissi ég að Íslendingurinn Fischer væri með hærri greindarvísitölu en Bandaríkjamaðurinn Einstein, Austurríkismaðurinn Mozart og Hollendingurinn Rembrandt. Það er ýmsan fróðleik að finna í golfblöðum.
Gangið á Guðs vegum.
Var að fletta bandarísku golfblaði um daginn. Þar var spurningakeppni á öftustu síðu á milli Phil Mickelson og einhvers sjónvarpsgaurs. Þeir fengu spurninguna, hver af þessum mældist með hæstu greindarvísitöluna; Bobby Fischer, Einstein, Mozart eða Rembrandt? Mickelson svaraði rétt; Fischer en hinn svaraði; Einstein. Ekki vissi ég að Íslendingurinn Fischer væri með hærri greindarvísitölu en Bandaríkjamaðurinn Einstein, Austurríkismaðurinn Mozart og Hollendingurinn Rembrandt. Það er ýmsan fróðleik að finna í golfblöðum.
Gangið á Guðs vegum.
Munnmælasögur#20
Eitt sinn var verndari Bloggs fólksins; Dóri Magg, staddur á skemmtistað í borg óttans. Vindur hann sér á salernið og tekur sér stöðu við eina pissuskálina eins og lög gera ráð fyrir. Var þar einn maður fyrir, sem stóð við hlið hans.
Var hann frekar fínlegur og heldur stuttur í annan endann. Halldór er hins vegar hávaxinn og þrekinn. Halldór segir kumpánlega; "Jæja, hvað er að frétta"? Manninum verður fremur bilt við, lítur á Halldór en segir ekki orð. Halldór endurtekur kveðjuna með sinni djúpu og hrjúfu rödd: "Hvað er að frétta? Maðurinn verður allur hinn aumingjalegasti en þegir enn þunnu hljóði. Halldór spyr því næst: "Hva, er einhver hundur í þér"? Manninum stendur ekki lengur á sama, horfir angistaraugum upp til Halldórs og segir við hann náfölur og kófsveittur; "I´m terrible sorry sir, I´m afraid I don´t understand what your saying" !!
Eitt sinn var verndari Bloggs fólksins; Dóri Magg, staddur á skemmtistað í borg óttans. Vindur hann sér á salernið og tekur sér stöðu við eina pissuskálina eins og lög gera ráð fyrir. Var þar einn maður fyrir, sem stóð við hlið hans.
Var hann frekar fínlegur og heldur stuttur í annan endann. Halldór er hins vegar hávaxinn og þrekinn. Halldór segir kumpánlega; "Jæja, hvað er að frétta"? Manninum verður fremur bilt við, lítur á Halldór en segir ekki orð. Halldór endurtekur kveðjuna með sinni djúpu og hrjúfu rödd: "Hvað er að frétta? Maðurinn verður allur hinn aumingjalegasti en þegir enn þunnu hljóði. Halldór spyr því næst: "Hva, er einhver hundur í þér"? Manninum stendur ekki lengur á sama, horfir angistaraugum upp til Halldórs og segir við hann náfölur og kófsveittur; "I´m terrible sorry sir, I´m afraid I don´t understand what your saying" !!
Wednesday, April 27, 2005
Enn einn skemmtilegur sumarleikur
Hægra megin á síðunni birtist ykkur teljari frá teljara.is. Í þessum skrifuðum orðum sýnir hann 19.115 flettingar síðan 7. ágúst 2004. Það styttist því í flettingu númer 20.000. Í tilefni af því efnir ritstjórn Bloggs fólksins nú til skemmtilegs leiks. Sá sem getur sýnt fram á að hafa verið með flettingu númer 20.000 fær vegleg verðlaun. Þau eru: pöbbarölt í fjörugu næturlífi borgar óttans ásamt ritstjóra Bloggs fólksins, verndara Bloggs fólksins (HáEmm) og tæknilegs guðföðurs Bloggs fólksins (DJ Base). Hinn stálheppni vinningshafi þarf að framvísa ljósmynd af tölvuskjá sínum þar sem sést óumdeilt að hann hafi náð flettingu númer 20.000 á http://bolviskastalid.blogspot.com. Sé ljósmyndinn á tölvutæku formi þá má senda hana á kristjac@hi.is. May the best reader win.
Gangið á Guðs vegum.
Hægra megin á síðunni birtist ykkur teljari frá teljara.is. Í þessum skrifuðum orðum sýnir hann 19.115 flettingar síðan 7. ágúst 2004. Það styttist því í flettingu númer 20.000. Í tilefni af því efnir ritstjórn Bloggs fólksins nú til skemmtilegs leiks. Sá sem getur sýnt fram á að hafa verið með flettingu númer 20.000 fær vegleg verðlaun. Þau eru: pöbbarölt í fjörugu næturlífi borgar óttans ásamt ritstjóra Bloggs fólksins, verndara Bloggs fólksins (HáEmm) og tæknilegs guðföðurs Bloggs fólksins (DJ Base). Hinn stálheppni vinningshafi þarf að framvísa ljósmynd af tölvuskjá sínum þar sem sést óumdeilt að hann hafi náð flettingu númer 20.000 á http://bolviskastalid.blogspot.com. Sé ljósmyndinn á tölvutæku formi þá má senda hana á kristjac@hi.is. May the best reader win.
Gangið á Guðs vegum.
Met
Frá því að tæknilegur guðfaðir síðunnar DJ Base setti inn forláta teljara, sem útlistar alls kyns hluti varðandi heimsóknir á síðuna (blái depillinn hægra megin), þá hafa aldrei fleiri flettingar verið á síðunni en síðastliðinn mánudag eða 107 stykki. Það er því nýtt met frá því að talningar og sögur hófust.
Gangið á Guðs vegum.
Frá því að tæknilegur guðfaðir síðunnar DJ Base setti inn forláta teljara, sem útlistar alls kyns hluti varðandi heimsóknir á síðuna (blái depillinn hægra megin), þá hafa aldrei fleiri flettingar verið á síðunni en síðastliðinn mánudag eða 107 stykki. Það er því nýtt met frá því að talningar og sögur hófust.
Gangið á Guðs vegum.
Monday, April 25, 2005
Kristján í Hvalnum mundar byssuna
Meistarinn Kristján Loftsson í Hvalnum átti að ég held ummæli mánaðarins í Fréttablaðinu í dag. Í gúrkutíðinni um helgina gerði fréttastofa Sjónvarpsins mikla og langa frétt um að hvalur hefði synt í höfninni í Reykjavík. Fréttablaðið spurði Kristján: Langaði þig að skjóta hnúfubakinn? Svarið: "Nei, hvalfangarar hlífa ungviðinu, en það væri gott ef hvalir hefðu vit á að svamla í höfninni svo þessi hvalaskoðunarbransi færi endanlega á hausinn." !
Meistarinn Kristján Loftsson í Hvalnum átti að ég held ummæli mánaðarins í Fréttablaðinu í dag. Í gúrkutíðinni um helgina gerði fréttastofa Sjónvarpsins mikla og langa frétt um að hvalur hefði synt í höfninni í Reykjavík. Fréttablaðið spurði Kristján: Langaði þig að skjóta hnúfubakinn? Svarið: "Nei, hvalfangarar hlífa ungviðinu, en það væri gott ef hvalir hefðu vit á að svamla í höfninni svo þessi hvalaskoðunarbransi færi endanlega á hausinn." !
Orðrétt
"Ef Kris er með matareitrun þá þarf að innkalla allar Sóma samlokur á landinu" !
- Gunni Samloka á laugardagskvöld, en hann kýs nú að kalla sig Gunnar Group.
"Ef Kris er með matareitrun þá þarf að innkalla allar Sóma samlokur á landinu" !
- Gunni Samloka á laugardagskvöld, en hann kýs nú að kalla sig Gunnar Group.
Matareitrun
Síðuhaldari lenti í skæðri matareitrun aðfaranótt laugardags. Það var upplifun. Fór svo gott sem ósofinn í vinnu á laugardagsmorgni og til hádegis, því nýtt brugg hafði borist yfir sjó og land í búðina. Sökum ónýts maga og svefnleysis ákvað ég því að boða forföll í skemmtanahöld laugardagsins sem voru tvenns konar. Annars vegar ætlaði ég að taka þátt í að steggja gamlan vin minn frá Bolungarvík; Jónas Guðmunds. Hins vegar ætlaði ég í útskriftarveislu til félaga míns úr skólanum, Steiners (Hjalta III) sem var að klára Master í Essex. Þetta hefði vafalaust orðið mikið stuð en þegar menn eru komnir á gamals aldur, með ónýta lifur og magasár - þá er betra að fara varlega.
Gangið á Guðs vegum.
Síðuhaldari lenti í skæðri matareitrun aðfaranótt laugardags. Það var upplifun. Fór svo gott sem ósofinn í vinnu á laugardagsmorgni og til hádegis, því nýtt brugg hafði borist yfir sjó og land í búðina. Sökum ónýts maga og svefnleysis ákvað ég því að boða forföll í skemmtanahöld laugardagsins sem voru tvenns konar. Annars vegar ætlaði ég að taka þátt í að steggja gamlan vin minn frá Bolungarvík; Jónas Guðmunds. Hins vegar ætlaði ég í útskriftarveislu til félaga míns úr skólanum, Steiners (Hjalta III) sem var að klára Master í Essex. Þetta hefði vafalaust orðið mikið stuð en þegar menn eru komnir á gamals aldur, með ónýta lifur og magasár - þá er betra að fara varlega.
Gangið á Guðs vegum.
Saturday, April 23, 2005
Orðrétt
"Mér finnst stóra menntaskólamálið mikið áhyggjuefni en það bendir allt til þess að það sé rétt að byrja. A.m.k. bendir ekkert til þess að lausn sé í sjónmáli. Það eru allir búnir að vera voða passífir og hafa vonað að þetta myndi ganga yfir en annað á eftir að koma á daginn. Næsta stig í málinu er að það verða allir dregnir ofan í skotgrafir og síðan á málið eftir að festast í farinu og verða þar árum saman. Ef einhver von á að vera til þess að svo fari ekki og málið verði leyst, verða menn að halda haukfráum fókus á að lausnin er stjórnunarlegt viðfangsefni enda varð vandinn til innan MÍ en ekki í DV. Vona bara að fólk fari ekki hlaupa upp til handa og fót og kenna þeim um."
-Kristinn Hermannsson fyrrverandi bæjarfulltrúi á bloggi sínu.
"Mér finnst stóra menntaskólamálið mikið áhyggjuefni en það bendir allt til þess að það sé rétt að byrja. A.m.k. bendir ekkert til þess að lausn sé í sjónmáli. Það eru allir búnir að vera voða passífir og hafa vonað að þetta myndi ganga yfir en annað á eftir að koma á daginn. Næsta stig í málinu er að það verða allir dregnir ofan í skotgrafir og síðan á málið eftir að festast í farinu og verða þar árum saman. Ef einhver von á að vera til þess að svo fari ekki og málið verði leyst, verða menn að halda haukfráum fókus á að lausnin er stjórnunarlegt viðfangsefni enda varð vandinn til innan MÍ en ekki í DV. Vona bara að fólk fari ekki hlaupa upp til handa og fót og kenna þeim um."
-Kristinn Hermannsson fyrrverandi bæjarfulltrúi á bloggi sínu.
Friday, April 22, 2005
Vefmyndavélin
Eins og margir hafa tekið eftir er búið að setja upp vefmyndavél í Bolungarvík. Einhver misskilningur virðist vera í gangi um hvort fengið hafi verið leyfi fyrir þessu hjá persónuvernd. Frétt um málið má nálgast hér.
Gangið á Guðs vegum.
Eins og margir hafa tekið eftir er búið að setja upp vefmyndavél í Bolungarvík. Einhver misskilningur virðist vera í gangi um hvort fengið hafi verið leyfi fyrir þessu hjá persónuvernd. Frétt um málið má nálgast hér.
Gangið á Guðs vegum.
Munnmælasögur#19 (aukaútgáfa)
Í tilefni af því að Jón Steinar vinur minn gæti verið kviðslitinn kemur út aukaútgáfa af hinum sívinsæla dagskrárlið Munnmælasögum. Sagan er af afa Jóns; Kristni frá Dröngum og er hún fengin að láni frá Gísla Hjartar. Sagan fjallar einmitt um kviðslit og verði ykkur að góðu:
Kristinn frá Dröngum var Goðsagnapersóna norður á Ströndum í lifanda lífi. Þótti hann orðheppinn með eindæmum og gerði oft góðlátlegt grín að sér og öðrum. Kristinn var mikið hraustmenni af gamla skólanum og kveinkaði sér seint ef eitthvað hrjáði hann. Eitt sinn bar svo til að hann mætir sveitunga sínum á gangi sem tekur strax eftir því að Kristinn er allur rammskakkur og draghaltur. Maðurinn nefnir þetta við Kristinn sem vildi ekki kannast við það að eitthvað amaði að honum. Maðurinn segir við hann að hann sé augljóslega kviðslitinn og spyr hvernig það hafi gerst? Kristinn svaraði "Ég hlýt þá að hafa sofið í allt of löngu rúmi".
Í tilefni af því að Jón Steinar vinur minn gæti verið kviðslitinn kemur út aukaútgáfa af hinum sívinsæla dagskrárlið Munnmælasögum. Sagan er af afa Jóns; Kristni frá Dröngum og er hún fengin að láni frá Gísla Hjartar. Sagan fjallar einmitt um kviðslit og verði ykkur að góðu:
Kristinn frá Dröngum var Goðsagnapersóna norður á Ströndum í lifanda lífi. Þótti hann orðheppinn með eindæmum og gerði oft góðlátlegt grín að sér og öðrum. Kristinn var mikið hraustmenni af gamla skólanum og kveinkaði sér seint ef eitthvað hrjáði hann. Eitt sinn bar svo til að hann mætir sveitunga sínum á gangi sem tekur strax eftir því að Kristinn er allur rammskakkur og draghaltur. Maðurinn nefnir þetta við Kristinn sem vildi ekki kannast við það að eitthvað amaði að honum. Maðurinn segir við hann að hann sé augljóslega kviðslitinn og spyr hvernig það hafi gerst? Kristinn svaraði "Ég hlýt þá að hafa sofið í allt of löngu rúmi".
Gleðilegt sumar
Jæja þá er tímabært að fara að skríða úr híðinu enda komið sumar. Blogg fólksins óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs sumars. Síðuhaldari er búinn að viðra golfkylfurnar. Fór í mót í Mosó í gær. Spilaði á 92, 44 fyrri og 48 seinni. Maður hefur svo sem séð það svartara á þessum árstíma. Dró hinn þekkta íþróttasvindlara Jón frá Dröngum með mér, en ég labbaði svo hratt að hann heltist úr lestinni eftir 9 holur. Talið er að hann sé kviðslitinn. Í tilefni af sumarkomunni verður hin hugljúfa kveðja "Passið ykkur á myrkrinu" lögð til hliðar í bili.
Megi mikil ölvun og mikið stuð verða á vegi ykkar í sumar.
Jæja þá er tímabært að fara að skríða úr híðinu enda komið sumar. Blogg fólksins óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegs sumars. Síðuhaldari er búinn að viðra golfkylfurnar. Fór í mót í Mosó í gær. Spilaði á 92, 44 fyrri og 48 seinni. Maður hefur svo sem séð það svartara á þessum árstíma. Dró hinn þekkta íþróttasvindlara Jón frá Dröngum með mér, en ég labbaði svo hratt að hann heltist úr lestinni eftir 9 holur. Talið er að hann sé kviðslitinn. Í tilefni af sumarkomunni verður hin hugljúfa kveðja "Passið ykkur á myrkrinu" lögð til hliðar í bili.
Megi mikil ölvun og mikið stuð verða á vegi ykkar í sumar.
Wednesday, April 20, 2005
Munnmælasögur#18
Eitt sinn gerðist það er ég bjó hjá Einari og Stig á Bræðró að ég gleymdi húslyklum er ég fór á rölt með Bakkusi í miðborg óttans. Einar var annað hvort á næturvakt eða erlendis og Stig í fastasvefni. Ég kunni nú ekki við að vekja Stig um miðja nótt með því að berja húsið að utan. Rölti því við hjá Valda Víðis og Jóa vini hans sem leigðu í Vesturbænum þennan vetur. Hafði ekkert samviskubit yfir því að berja það sukkbæli að utan og fékk inngöngu. Valdi var höfðingi heim að sækja, náði í dýnu fyrir mig og benti mér á mann sem var sofandi í sófanum; "Jónas vinur okkar er í sófanum". Valdi og Jói eiga annan vin sem heitir Geiri og var það hann sem var sofandi á sófanum. Þegar hann vaknar um morguninn sér hann mig liggja á dýnu á stofugolfinu og taldi að það væri Boggi sem gisti gjarnan hjá Valda og Jóa. Geiri segir við mig: "Góðan daginn Boggi" - og ég svaraði að bragði: "Góðan daginn Jónas" ! Verður þetta að teljast nokkuð merkilegt því þarna héldum við að við værum hvorugir okkar en þá voru þetta bara við sjálfir.
Eitt sinn gerðist það er ég bjó hjá Einari og Stig á Bræðró að ég gleymdi húslyklum er ég fór á rölt með Bakkusi í miðborg óttans. Einar var annað hvort á næturvakt eða erlendis og Stig í fastasvefni. Ég kunni nú ekki við að vekja Stig um miðja nótt með því að berja húsið að utan. Rölti því við hjá Valda Víðis og Jóa vini hans sem leigðu í Vesturbænum þennan vetur. Hafði ekkert samviskubit yfir því að berja það sukkbæli að utan og fékk inngöngu. Valdi var höfðingi heim að sækja, náði í dýnu fyrir mig og benti mér á mann sem var sofandi í sófanum; "Jónas vinur okkar er í sófanum". Valdi og Jói eiga annan vin sem heitir Geiri og var það hann sem var sofandi á sófanum. Þegar hann vaknar um morguninn sér hann mig liggja á dýnu á stofugolfinu og taldi að það væri Boggi sem gisti gjarnan hjá Valda og Jóa. Geiri segir við mig: "Góðan daginn Boggi" - og ég svaraði að bragði: "Góðan daginn Jónas" ! Verður þetta að teljast nokkuð merkilegt því þarna héldum við að við værum hvorugir okkar en þá voru þetta bara við sjálfir.
OgVodafone til bjargar Fréttablaðinu
Það hlýtur að vera erfitt að reka Fréttablaðið. Dreifingarkostnaðurinn er gífurlegur ofan á allan hefðbundinn kostnað við rekstur dagblaðs. Einu tekjurnar koma í gegnum auglýsingar. Þá getur verið að gott að vera hluti af samsteypu eins og 365. Auðveldara er að reka OgVodafone heldur en Fréttablaðið. Það fyrirtæki hefur malað gull með sölumann dauðans; Harald Pétursson, í fremstu víglínu. Það er því upplagt hjá 365 að láta Fréttablaðið njóta góðs af hagnaði OgVodafone. Síðasta sunnudag var OgVodafone með fjórar heilsíðu auglýsingar í Fréttablaðinu! Skilaboðunum hefði svo sem verið hægt að koma fyrir í einni heilsíðuauglýsingu, því lítinn texti fylgdi auglýsingunum. Ég myndi skjóta á að þetta hafi skilað Fréttablaðinu svona 1,2 milljónum, en Markaðsfræðingur Íslands; G.Bjöss, getur sjálfsagt komið með nákvæmari upphæð á svona auglýsingakostnaði ef hann vill upplýsa okkur.
Passið ykkur á mykrinu á síðasta vetardegi.
Það hlýtur að vera erfitt að reka Fréttablaðið. Dreifingarkostnaðurinn er gífurlegur ofan á allan hefðbundinn kostnað við rekstur dagblaðs. Einu tekjurnar koma í gegnum auglýsingar. Þá getur verið að gott að vera hluti af samsteypu eins og 365. Auðveldara er að reka OgVodafone heldur en Fréttablaðið. Það fyrirtæki hefur malað gull með sölumann dauðans; Harald Pétursson, í fremstu víglínu. Það er því upplagt hjá 365 að láta Fréttablaðið njóta góðs af hagnaði OgVodafone. Síðasta sunnudag var OgVodafone með fjórar heilsíðu auglýsingar í Fréttablaðinu! Skilaboðunum hefði svo sem verið hægt að koma fyrir í einni heilsíðuauglýsingu, því lítinn texti fylgdi auglýsingunum. Ég myndi skjóta á að þetta hafi skilað Fréttablaðinu svona 1,2 milljónum, en Markaðsfræðingur Íslands; G.Bjöss, getur sjálfsagt komið með nákvæmari upphæð á svona auglýsingakostnaði ef hann vill upplýsa okkur.
Passið ykkur á mykrinu á síðasta vetardegi.
Monday, April 18, 2005
Trausti úr Vík til liðs við Baggalút
Hinn stórskemmtilegi vefur Baggalútur efndi á dögunum til samkeppni um frétt númer þrjú þúsund. Bárust þeim um 150 fréttir og var ein valin úr. Þær voru hins vegar allar birtar á vefnum og þar má finna þrjár sem Trausti Salvar sendi inn. Þær má nálgast hér án leyfis Baggalútsmanna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hinn stórskemmtilegi vefur Baggalútur efndi á dögunum til samkeppni um frétt númer þrjú þúsund. Bárust þeim um 150 fréttir og var ein valin úr. Þær voru hins vegar allar birtar á vefnum og þar má finna þrjár sem Trausti Salvar sendi inn. Þær má nálgast hér án leyfis Baggalútsmanna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ingibjörg tilbúin með afsökun
Ingibjörg Sólrún ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig ef hún skyldi tapa fyrir Össuri í formannslagnum. Hverjum verður það að kenna? Jú auðvitað Sjálfstæðismönnum. Hún lét sér ekki muna um að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að það væri allt morandi af vondum Sjálfstæðismönnum að hjálpa Össuri í formannsslag Samfylkingarinnar! Ég fullyrði að ef Sjálfstæðismenn væru með skipulegum hætti að skipta sér af einhverju slíku þá væri ég búinn að frétta af því. Þetta er auðvitað bara eins og hvert annað kjaftæði í Ingibjörgu en sniðugur varnagli. Ef hún tapar þá verður þetta bara hennar túlkun á tapinu - hún mun ekki segja að fólkið í flokknum hafi valið Össur frekar en sig, nei Sjálfstæðismenn eyðilögðu formannsslaginn. En þar fyrir utan þá vona ég að Ingibjörg vinni. Það er betra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hún vinni. Hún er það langt til vinstri að hún mun ekki taka neitt fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, hún höfðar einfaldlega ekki til kjósenda hans.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ingibjörg Sólrún ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig ef hún skyldi tapa fyrir Össuri í formannslagnum. Hverjum verður það að kenna? Jú auðvitað Sjálfstæðismönnum. Hún lét sér ekki muna um að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að það væri allt morandi af vondum Sjálfstæðismönnum að hjálpa Össuri í formannsslag Samfylkingarinnar! Ég fullyrði að ef Sjálfstæðismenn væru með skipulegum hætti að skipta sér af einhverju slíku þá væri ég búinn að frétta af því. Þetta er auðvitað bara eins og hvert annað kjaftæði í Ingibjörgu en sniðugur varnagli. Ef hún tapar þá verður þetta bara hennar túlkun á tapinu - hún mun ekki segja að fólkið í flokknum hafi valið Össur frekar en sig, nei Sjálfstæðismenn eyðilögðu formannsslaginn. En þar fyrir utan þá vona ég að Ingibjörg vinni. Það er betra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hún vinni. Hún er það langt til vinstri að hún mun ekki taka neitt fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, hún höfðar einfaldlega ekki til kjósenda hans.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, April 15, 2005
Orðrétt
"Fór í afmæli Rúnars Júl í gær sem var mikið stuð. Hemmi Gunn og Gylfi Ægisson og fleiri meistara og allir í góðu formi. Magnús Kjartansson með rosa fyndna ræðu og Björgvin góður. Gerður konan hans Gylfa (fyrrverandi?) var með herðablöðin ber og mátti sjá að hún er með tattú: hjarta með "Gylfi Æ" innan í. Hversu töff er eiginlega hægt að verða? Ég hætti ekki fyrr en Lufsan verður komin með "Gunnar H" á bakið."
-Dr.Gunni á heimasíðu sinni.
Gylfi Ægis hefur einhver mögnuð áhrif á konur. Það er erfitt að útskýra þetta en þetta gæti verið undurfögur röddin, eða kannski leðurfrakkinn. Það er erfitt að segja.
Passið ykkur á myrkrinu.
"Fór í afmæli Rúnars Júl í gær sem var mikið stuð. Hemmi Gunn og Gylfi Ægisson og fleiri meistara og allir í góðu formi. Magnús Kjartansson með rosa fyndna ræðu og Björgvin góður. Gerður konan hans Gylfa (fyrrverandi?) var með herðablöðin ber og mátti sjá að hún er með tattú: hjarta með "Gylfi Æ" innan í. Hversu töff er eiginlega hægt að verða? Ég hætti ekki fyrr en Lufsan verður komin með "Gunnar H" á bakið."
-Dr.Gunni á heimasíðu sinni.
Gylfi Ægis hefur einhver mögnuð áhrif á konur. Það er erfitt að útskýra þetta en þetta gæti verið undurfögur röddin, eða kannski leðurfrakkinn. Það er erfitt að segja.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, April 14, 2005
Stjörnublaðamaðurinn
Mér finnst gott hjá Spaugstofunni að taka Reyni Trausta aðeins fyrir. Ég held að hann hafi bara gott af því, þó hann sé stjörnublaðamaður. Hvað er það annars að vera stjörnublaðamaður? Þýðir það að blaðamaðurinn veki meiri athygli en umfjöllunarefni hans? Eða helst það í hendur? Ég veit það ekki alveg, en mér finnst það frekar hallærislegt ef einhver verður stjarna af því að flytja fréttir. Ég held að það sé heppilegast ef lesandinn/áhorfandinn/hlustandinn fangar innihald fréttarinnar án þess að verða sérstaklega var við hver er að bera hana á borð. Hlutlaust mat mitt er að ég fjalli af meiri þekkingu um handkast en aðrir íslenskir fjölmiðlamenn. En ég er ekkert á hvers manns vörum fyrir það, sem betur fer.
Passið ykkur á myrkrinu.
Mér finnst gott hjá Spaugstofunni að taka Reyni Trausta aðeins fyrir. Ég held að hann hafi bara gott af því, þó hann sé stjörnublaðamaður. Hvað er það annars að vera stjörnublaðamaður? Þýðir það að blaðamaðurinn veki meiri athygli en umfjöllunarefni hans? Eða helst það í hendur? Ég veit það ekki alveg, en mér finnst það frekar hallærislegt ef einhver verður stjarna af því að flytja fréttir. Ég held að það sé heppilegast ef lesandinn/áhorfandinn/hlustandinn fangar innihald fréttarinnar án þess að verða sérstaklega var við hver er að bera hana á borð. Hlutlaust mat mitt er að ég fjalli af meiri þekkingu um handkast en aðrir íslenskir fjölmiðlamenn. En ég er ekkert á hvers manns vörum fyrir það, sem betur fer.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
"Menn fá oft ansi mis góðar hugmyndir um hvernig betrumbæta skuli heimilið. ég og traustið erum núna búnir að leigja saman íbúð í tæpa átta mánuði. það hefur verið mjög fínt, við höfum reynt eftir fremsta megni og getu að halda heimilinu hreinu, látum reyndar stundum uppvaskið bíða full lengi, en það er víst mér að kenna þar sem að ég var víst útskipaður opinber uppvaskari fríríkisins á einhverjum fundi sem við eigum að hafa haldið tveir félagarnir. ég reyndar man ekki eftir þeim fundi, en það er aukaatriði að mati traustsins. traustið er annars vinalegur í umgengni en étur óskundan. pakkapetsur, pylsur og spaghetti er það sem búkur hans hefur vanið sig á að éta nær eingöngu. svo bakar hann af og til skonsur og fær þær í heimsókn.
ófá partýin hafa verið haldin á níundu hæðinni. okkur tókst t.a.m. að hrekja einstæða móður héðan af hæðinni niðrá þá fjórðu. verði nágrönnum hennar það að góðu. í íbúðinni okkar eru gifsveggir, sem mér finnst ein versta hugmynd byggingamála sem um getur. þeir eru svo viðkvæmir að maður má varla stara of lengi á veggina án þess að það komi í þá dæld. hér í íbúðinni eru því veggirnir þó nokkuð farið að láta á sjá og það var þess vegna sem ég viðraði það við meðleigjanda minn hvort við ættum ekki að reyna að lappa upp á veggina. traustið, sem trúir á að gera hlutina með sem minnsta ómakinu, tók ekki nógu vel í þá hugmynd mína að kaupa spasl og málningu og bletta í stærstu skemmdirnar. nei, hann var búinn að hugsa upp miklu betri hugmynd, að hans mati. jú, hann vildi kaupa tippex og nota það til að bletta í veggina. hann vildi sem sagt tippexa veggina í íbúðinni. það var hans lausn. ég hélt nú ekki. traustið ætti frekar að sækja um að fá að skrifa handritið að klaufabárðunum frá tékklandi. hvað ætlar hann að gera ef það kemur gat í vegginn? teipa a4 blað fyrir?"
-Ægir sambýlismaður Trausta Salvars á bloggsíðu sinni.
"Menn fá oft ansi mis góðar hugmyndir um hvernig betrumbæta skuli heimilið. ég og traustið erum núna búnir að leigja saman íbúð í tæpa átta mánuði. það hefur verið mjög fínt, við höfum reynt eftir fremsta megni og getu að halda heimilinu hreinu, látum reyndar stundum uppvaskið bíða full lengi, en það er víst mér að kenna þar sem að ég var víst útskipaður opinber uppvaskari fríríkisins á einhverjum fundi sem við eigum að hafa haldið tveir félagarnir. ég reyndar man ekki eftir þeim fundi, en það er aukaatriði að mati traustsins. traustið er annars vinalegur í umgengni en étur óskundan. pakkapetsur, pylsur og spaghetti er það sem búkur hans hefur vanið sig á að éta nær eingöngu. svo bakar hann af og til skonsur og fær þær í heimsókn.
ófá partýin hafa verið haldin á níundu hæðinni. okkur tókst t.a.m. að hrekja einstæða móður héðan af hæðinni niðrá þá fjórðu. verði nágrönnum hennar það að góðu. í íbúðinni okkar eru gifsveggir, sem mér finnst ein versta hugmynd byggingamála sem um getur. þeir eru svo viðkvæmir að maður má varla stara of lengi á veggina án þess að það komi í þá dæld. hér í íbúðinni eru því veggirnir þó nokkuð farið að láta á sjá og það var þess vegna sem ég viðraði það við meðleigjanda minn hvort við ættum ekki að reyna að lappa upp á veggina. traustið, sem trúir á að gera hlutina með sem minnsta ómakinu, tók ekki nógu vel í þá hugmynd mína að kaupa spasl og málningu og bletta í stærstu skemmdirnar. nei, hann var búinn að hugsa upp miklu betri hugmynd, að hans mati. jú, hann vildi kaupa tippex og nota það til að bletta í veggina. hann vildi sem sagt tippexa veggina í íbúðinni. það var hans lausn. ég hélt nú ekki. traustið ætti frekar að sækja um að fá að skrifa handritið að klaufabárðunum frá tékklandi. hvað ætlar hann að gera ef það kemur gat í vegginn? teipa a4 blað fyrir?"
-Ægir sambýlismaður Trausta Salvars á bloggsíðu sinni.
Wednesday, April 13, 2005
Verndarinn
Ég get ekki séð að neinn hafi lagt fjármuni inn á bókina mína í skemmtilegum leik sem efnt var til vegna 1 árs afmælis Bloggs fólksins í febrúar. Þess vegna hef ég engin önnur úrræði en að útnefna Halldór Magnússon (HáEmm) Verndara Bloggs fólksins vegna tíðra áfyllinga á öldurhúsum. Til hamingju Halldór! Halldór tryggði sér reyndar einnig nafnbótina commentari ársins 2004 þannig að hann er greinilega maður margra vegtyllna. Halldór er alltaf að og benti mér á tvær mjög undarlegar fyrirsagnir hjá Fréttablðinu í gær, sem báðar röduðu á forsíðuna: "Kanínur fjölga sér ört" og "Gyðingum vísað frá Íslandi"!! Þeir sem vilja senda Halldóri hamingjuóskir með nafnbótina er bent á netfangið hm@ov.is.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég get ekki séð að neinn hafi lagt fjármuni inn á bókina mína í skemmtilegum leik sem efnt var til vegna 1 árs afmælis Bloggs fólksins í febrúar. Þess vegna hef ég engin önnur úrræði en að útnefna Halldór Magnússon (HáEmm) Verndara Bloggs fólksins vegna tíðra áfyllinga á öldurhúsum. Til hamingju Halldór! Halldór tryggði sér reyndar einnig nafnbótina commentari ársins 2004 þannig að hann er greinilega maður margra vegtyllna. Halldór er alltaf að og benti mér á tvær mjög undarlegar fyrirsagnir hjá Fréttablðinu í gær, sem báðar röduðu á forsíðuna: "Kanínur fjölga sér ört" og "Gyðingum vísað frá Íslandi"!! Þeir sem vilja senda Halldóri hamingjuóskir með nafnbótina er bent á netfangið hm@ov.is.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, April 11, 2005
Munnmælasögur#17
Maður er nefndur Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík og er að gera það gott í auglýsingum fyrir enska boltann. Skemmtilegur maður Gunnar. Gunnar á það til að týnast í kerfinu. Eitt sinn fór hann til dæmis í Sparisjóð Ólsara þar sem hann hafði verið í viðskiptum í 20 ár og var að athuga með yfirdrátt sem hann var með upp á 200 þúsund eða svo. "Þú hefur aldrei verið í viðskiptum hér" segir gjaldkerinn honum. "Þú ert ekki í kerfinu hjá okkur". Gunnar þakkaði fyrir sig og lét sig hverfa enda þetta þægileg lausn til þess að losna við skuldina. Tveimur dögum síðar fékk hann hringingu frá Sparisjóðnum um að gögnin hans væru fundin og þetta hefði aldrei gerst áður og væri á allan hátt ótrúlegt. Þegar Gunnar átti að útskrifast úr Stjórnmálafræðinni var hann kallaður á neyðarfund í Nemendaskrá því þá höfðu týnst í kerfinu nokkur fög sem hann var búinn með. Svona hlutir eru algengir þegar Gunnar er annars vegar. Til að mynda saxaðist mánaðarlega 30 þúsund af Visa skuld sem hann átti, en ekki er vitað til þess að neinn væri að borga inn á reikninginn hans. Eitt sinn fékk Gunnar senda fjárnámsbeiðni frá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Gunnar sendi til baka þakkir fyrir hugulsemina, en þar sem hann væri í mastersnámi í HÍ þá þyrfti hann ekki á fjarnámi að halda! Ekki var meira haft samband við hann út af því.
Maður er nefndur Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík og er að gera það gott í auglýsingum fyrir enska boltann. Skemmtilegur maður Gunnar. Gunnar á það til að týnast í kerfinu. Eitt sinn fór hann til dæmis í Sparisjóð Ólsara þar sem hann hafði verið í viðskiptum í 20 ár og var að athuga með yfirdrátt sem hann var með upp á 200 þúsund eða svo. "Þú hefur aldrei verið í viðskiptum hér" segir gjaldkerinn honum. "Þú ert ekki í kerfinu hjá okkur". Gunnar þakkaði fyrir sig og lét sig hverfa enda þetta þægileg lausn til þess að losna við skuldina. Tveimur dögum síðar fékk hann hringingu frá Sparisjóðnum um að gögnin hans væru fundin og þetta hefði aldrei gerst áður og væri á allan hátt ótrúlegt. Þegar Gunnar átti að útskrifast úr Stjórnmálafræðinni var hann kallaður á neyðarfund í Nemendaskrá því þá höfðu týnst í kerfinu nokkur fög sem hann var búinn með. Svona hlutir eru algengir þegar Gunnar er annars vegar. Til að mynda saxaðist mánaðarlega 30 þúsund af Visa skuld sem hann átti, en ekki er vitað til þess að neinn væri að borga inn á reikninginn hans. Eitt sinn fékk Gunnar senda fjárnámsbeiðni frá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Gunnar sendi til baka þakkir fyrir hugulsemina, en þar sem hann væri í mastersnámi í HÍ þá þyrfti hann ekki á fjarnámi að halda! Ekki var meira haft samband við hann út af því.
Sunday, April 10, 2005
Tommi seigur... ekki undir tönn
Ég lét loksins verða af því að kíkja á hina margrómuðu Hamborgarabúllu Tómasar í vikunni. Hef lengi ætlað mér að kíkja á þetta en þar sem maður er lang mest í grænmetinu og ávöxtunum þá hefur einhvern veginn ekkert orðið úr því. Það er til siðs þessa dagana að tala um Tomma borgarana sem bestu borgarana í bænum. Kannski voru væntingar mínar þess vegna óhóflegar, en að mínu mati eru þessir borgarar ekki endilega betri en sums staðar annars staðar í bænum. Ekki verri heldur, standa vel fyrir sínu. Sheikinn var ekkert að heilla mig sérstaklega enda er ég strangtrúaður á Ísbúðina á Hagamelnum og á erfitt með að gefa öðrum sheikum almennilega einkunn. Þeir höndla ekki samanburðinn. Mér fannst hins vegar margt sniðugt í sambandi við búlluna hans Tomma og það er skemmtileg stemning yfir þessu hjá honum. Meistarinn var sjálfur að steikja og alls skyns skemmtilegir miðar á veggjunum með leiðbeiningum. Matseðillinn er til dæmis bara krotaður með túss á venjulegt blað og hengdur upp. Það er áhugavert að kíkja þarna og fá sér djúsí borgara. Þetta voru ágætis tvíbökur og gef þessu hiklaust þrjár rjómabollur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég lét loksins verða af því að kíkja á hina margrómuðu Hamborgarabúllu Tómasar í vikunni. Hef lengi ætlað mér að kíkja á þetta en þar sem maður er lang mest í grænmetinu og ávöxtunum þá hefur einhvern veginn ekkert orðið úr því. Það er til siðs þessa dagana að tala um Tomma borgarana sem bestu borgarana í bænum. Kannski voru væntingar mínar þess vegna óhóflegar, en að mínu mati eru þessir borgarar ekki endilega betri en sums staðar annars staðar í bænum. Ekki verri heldur, standa vel fyrir sínu. Sheikinn var ekkert að heilla mig sérstaklega enda er ég strangtrúaður á Ísbúðina á Hagamelnum og á erfitt með að gefa öðrum sheikum almennilega einkunn. Þeir höndla ekki samanburðinn. Mér fannst hins vegar margt sniðugt í sambandi við búlluna hans Tomma og það er skemmtileg stemning yfir þessu hjá honum. Meistarinn var sjálfur að steikja og alls skyns skemmtilegir miðar á veggjunum með leiðbeiningum. Matseðillinn er til dæmis bara krotaður með túss á venjulegt blað og hengdur upp. Það er áhugavert að kíkja þarna og fá sér djúsí borgara. Þetta voru ágætis tvíbökur og gef þessu hiklaust þrjár rjómabollur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, April 08, 2005
Ljóðahornið Mósaiksglugginn#6
Í tilefni af sextugsafmæli Magnúsar Þórs Jónssonar kemur út aukaútgáfa af Mósaiksglugganum. Er Megas heiðraður á tímamótunum með því að birta nokkrar línur úr lagi sem kom út á plötu hans Nú er ég klæddur og kominn á ról. Blogg fólksins óskar Megasi til hamingju með áfangann.
Bimm bamm, bimm bamm - bimbi rimbi rimm bamm.
Hver er að banka? - bimbi rimbi rimm bamm.
Það er hann Megas - bimbi rimbi rimm bamm.
Hvern vill hann finna? - bimbi rimbi rimm bamm.
Hann vill hitta Ausu - bimbi rimbi rimm bamm.
Og hvað vill hann henni? - bimbi rimbi rimm bamm.
Einn koss á munninn - bimbi rimbi rimm bamm.
Hvað fær hún að launum? - bimbi rimbi rimm bamm.
Eina baun í bala - bimbi rimbi rimm bamm.
Farðu þá með skít og skömm - bimbi rimbi rimm bamm.
Passið ykkur á myrkrinu.
Í tilefni af sextugsafmæli Magnúsar Þórs Jónssonar kemur út aukaútgáfa af Mósaiksglugganum. Er Megas heiðraður á tímamótunum með því að birta nokkrar línur úr lagi sem kom út á plötu hans Nú er ég klæddur og kominn á ról. Blogg fólksins óskar Megasi til hamingju með áfangann.
Bimm bamm, bimm bamm - bimbi rimbi rimm bamm.
Hver er að banka? - bimbi rimbi rimm bamm.
Það er hann Megas - bimbi rimbi rimm bamm.
Hvern vill hann finna? - bimbi rimbi rimm bamm.
Hann vill hitta Ausu - bimbi rimbi rimm bamm.
Og hvað vill hann henni? - bimbi rimbi rimm bamm.
Einn koss á munninn - bimbi rimbi rimm bamm.
Hvað fær hún að launum? - bimbi rimbi rimm bamm.
Eina baun í bala - bimbi rimbi rimm bamm.
Farðu þá með skít og skömm - bimbi rimbi rimm bamm.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, April 07, 2005
Þúsund þjala smiður
Manni er margt til lista lagt. Ég skipti til dæmis um dekk í gær í 20 stiga frosti og 10 vindstigum. Merkilegt hvernig allt leikur í höndunum á manni en svo eru aðrir gersamlega ósjálfbjarga í höndunum. Hæfileikunum er misskipt svo maður prísar sig sælann fyrir að vera handlaginn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Manni er margt til lista lagt. Ég skipti til dæmis um dekk í gær í 20 stiga frosti og 10 vindstigum. Merkilegt hvernig allt leikur í höndunum á manni en svo eru aðrir gersamlega ósjálfbjarga í höndunum. Hæfileikunum er misskipt svo maður prísar sig sælann fyrir að vera handlaginn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, April 06, 2005
Vinsæl grein
Var að fá tölvupóst með yfirliti yfir aðsókn á sus.is í marsmánuði og mest lesnu greinarnar í mánuðinum. Það er gaman að segja frá því að grein síðuhaldara "Lögregla hefur afskipti af pistlahöfundi" var næst mest lesna greinin á sus.is í mars en þar er sett(ur) inn grein/pistill á hverjum degi. Dyggir lesendur Bloggs fólksins eiga þarna væntanlega hlut að máli, því ég linkaði beint á greinina hér á síðunni. Aðsóknin á sus.is er gríðarlega mikil og hefur aukist jafnt og þétt, til dæmis helmingi fleiri heimsóknir í mars heldur en í janúar. Er maður að meika það eða hvað?
Passið ykkur á myrkrinu.
Var að fá tölvupóst með yfirliti yfir aðsókn á sus.is í marsmánuði og mest lesnu greinarnar í mánuðinum. Það er gaman að segja frá því að grein síðuhaldara "Lögregla hefur afskipti af pistlahöfundi" var næst mest lesna greinin á sus.is í mars en þar er sett(ur) inn grein/pistill á hverjum degi. Dyggir lesendur Bloggs fólksins eiga þarna væntanlega hlut að máli, því ég linkaði beint á greinina hér á síðunni. Aðsóknin á sus.is er gríðarlega mikil og hefur aukist jafnt og þétt, til dæmis helmingi fleiri heimsóknir í mars heldur en í janúar. Er maður að meika það eða hvað?
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, April 04, 2005
Duran Duran handan við hornið?
Fréttablaðið fullyrti á laugardaginn (2. apríl) að Duran Duran yrði með tónleika í Egilshöll 30. júní. Þetta gæti passað þar sem þeir eru á Hróarskeldu nokkrum dögum síðar, en þó er þetta ekki komið inn á vef sveitarinnar. Ekki var heldur minnst á í fréttinni hver stæði fyrir tónleikunum. Vonandi er þetta á rökum reist en oft hefur verið fullyrt að þeir séu á leiðinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fréttablaðið fullyrti á laugardaginn (2. apríl) að Duran Duran yrði með tónleika í Egilshöll 30. júní. Þetta gæti passað þar sem þeir eru á Hróarskeldu nokkrum dögum síðar, en þó er þetta ekki komið inn á vef sveitarinnar. Ekki var heldur minnst á í fréttinni hver stæði fyrir tónleikunum. Vonandi er þetta á rökum reist en oft hefur verið fullyrt að þeir séu á leiðinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
"Gamalt dæmi, en því miður ennþá raunverulegt, um ósanngirni í tollamálum er álagning vörugjalda á brauðristar. Brauðristar eru ennþá skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður á 7,5% tollur og hvorki meira né minna en 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 24,5% vsk. Svipaða sögu má segja um strauvélar og straujárn þar sem straujárnin hefðbundnu bera enga tolla eða vörugjöld en strauvélin (sem hentar vel til að strauja stærri stykki) fær á sig 7,5% toll og 20% vörugjald."
-Vef-þjóðviljinn 4/4´05.
"Gamalt dæmi, en því miður ennþá raunverulegt, um ósanngirni í tollamálum er álagning vörugjalda á brauðristar. Brauðristar eru ennþá skattlagðar á mismunandi hátt eftir því einu hvort brauðið fer lóðrétt eða lárétt í þær. Á brauðristar er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á hin svonefndu samlokugrill, sem eru ekkert annað en brauðrist sem ristar brauðið lárétt, er hins vegar lagður á 7,5% tollur og hvorki meira né minna en 20% vörugjald. Ofan á allt saman leggst svo 24,5% vsk. Svipaða sögu má segja um strauvélar og straujárn þar sem straujárnin hefðbundnu bera enga tolla eða vörugjöld en strauvélin (sem hentar vel til að strauja stærri stykki) fær á sig 7,5% toll og 20% vörugjald."
-Vef-þjóðviljinn 4/4´05.
Eiga starfsmennirnir ríkisstofnanirnar?
Hef aðeins verið að velta fyrir mér hvernig litið er á eignarhaldið á ríkisstofnunum. Sameignarsinnar tala gjarnan um að þjóðin eigi ríkisstofnanir og það sé betra en að einstaklingar eigi þær. Ég get ekki séð að fréttamenn á RÚV líti á sína stofnun sem eign þjóðarinnar. Þeir virðast líta á fréttastofuna sem sína eign og þeir geti lagt niður fréttatíma og stytt þá ef þeim rennur í skap. Skítt með þjónustuna við þjóðina, hinn meinta eiganda. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni hér að ég tel að þessi Auðun hafi ekki haft nægilega þekkingu til þess að verða fréttastjóri. En það breytir hins vegar ekki því að hann var metinn hæfur af ráðningarsérfræðingunum og hinir umsækjendurnir geta því ekki leyft sér hvað sem er í mótmælaskyni. Á dögunum sýndi stjórn Flugleiða ákveðið hugrekki með því að ráða 33 ára bullandi hæfa konu sem forstjóra. Með ráðningunni hefur stjórn Flugleiða vafalaust gengið fram hjá fólki með meiri reynslu og lengri starfsaldur hjá fyrirtækinu. Það er því gott að Flugleiðir er ekki ríkisstofnun því þá væri allt logandi út af þessari ráðningu. Þegar ráðið er í stjórnunarstöður þá er ekki bara hægt að miða við menntun og starfsreynslu. Leiðtogahæfileikar og mannleg samskipti eru hlutir sem þarf einnig að mæla þó það sé öllu flóknara.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hef aðeins verið að velta fyrir mér hvernig litið er á eignarhaldið á ríkisstofnunum. Sameignarsinnar tala gjarnan um að þjóðin eigi ríkisstofnanir og það sé betra en að einstaklingar eigi þær. Ég get ekki séð að fréttamenn á RÚV líti á sína stofnun sem eign þjóðarinnar. Þeir virðast líta á fréttastofuna sem sína eign og þeir geti lagt niður fréttatíma og stytt þá ef þeim rennur í skap. Skítt með þjónustuna við þjóðina, hinn meinta eiganda. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni hér að ég tel að þessi Auðun hafi ekki haft nægilega þekkingu til þess að verða fréttastjóri. En það breytir hins vegar ekki því að hann var metinn hæfur af ráðningarsérfræðingunum og hinir umsækjendurnir geta því ekki leyft sér hvað sem er í mótmælaskyni. Á dögunum sýndi stjórn Flugleiða ákveðið hugrekki með því að ráða 33 ára bullandi hæfa konu sem forstjóra. Með ráðningunni hefur stjórn Flugleiða vafalaust gengið fram hjá fólki með meiri reynslu og lengri starfsaldur hjá fyrirtækinu. Það er því gott að Flugleiðir er ekki ríkisstofnun því þá væri allt logandi út af þessari ráðningu. Þegar ráðið er í stjórnunarstöður þá er ekki bara hægt að miða við menntun og starfsreynslu. Leiðtogahæfileikar og mannleg samskipti eru hlutir sem þarf einnig að mæla þó það sé öllu flóknara.
Passið ykkur á myrkrinu.
Snillingar
Gummi Gunn sendi mér þessa snilld. Snillingarnir sem um ræðir eru sænskir eftir því sem ég kemst næst og tróðu upp í Saturday Night live fyrir áratug síðan. Kalla sig Hurra Torpedo eða eitthvað því um líkt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Gummi Gunn sendi mér þessa snilld. Snillingarnir sem um ræðir eru sænskir eftir því sem ég kemst næst og tróðu upp í Saturday Night live fyrir áratug síðan. Kalla sig Hurra Torpedo eða eitthvað því um líkt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, April 02, 2005
Karvel tekur slaginn með Össa
"Nú hafa þau tíðindi borist yfir fjöll og sand að margir vilji kjósa annan formann. Þetta minnir á þá óeiningu sem var í gömlu flokkunum, flokkadrættina sem ég hélt að við hefðum sagt skilið við með stofnun Samfylkingarinnar. Því hlýt ég að harma að hinn nýi og stóri flokkur jafnaðarmanna skuli ætla að taka þennan gamla arf frá litlu flokkunum, arfleið flokkadrátta, sundrungardrauginn sem ég hélt að við ætluðum að skilja eftir á 20. öldinni."
Þetta segir Karvel Pálmason nágranni minn meðal annars í grein á bb.is. Athyglisverður punktur hjá honum en það er greinilegt að stuðningsmenn Össurar eru núna að koma fram í dagsljósið hver af öðrum. Til dæmis var Jóhanna Sigurðardóttir með grein til stuðnings Össuri í miðopnu Morgunblaðsins fyrir viku. Einhvern tíma hefði það þótt sterkt að hafa hana á sínu bandi.
Passið ykkur á myrkrinu.
"Nú hafa þau tíðindi borist yfir fjöll og sand að margir vilji kjósa annan formann. Þetta minnir á þá óeiningu sem var í gömlu flokkunum, flokkadrættina sem ég hélt að við hefðum sagt skilið við með stofnun Samfylkingarinnar. Því hlýt ég að harma að hinn nýi og stóri flokkur jafnaðarmanna skuli ætla að taka þennan gamla arf frá litlu flokkunum, arfleið flokkadrátta, sundrungardrauginn sem ég hélt að við ætluðum að skilja eftir á 20. öldinni."
Þetta segir Karvel Pálmason nágranni minn meðal annars í grein á bb.is. Athyglisverður punktur hjá honum en það er greinilegt að stuðningsmenn Össurar eru núna að koma fram í dagsljósið hver af öðrum. Til dæmis var Jóhanna Sigurðardóttir með grein til stuðnings Össuri í miðopnu Morgunblaðsins fyrir viku. Einhvern tíma hefði það þótt sterkt að hafa hana á sínu bandi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, April 01, 2005
Munnmælasögur#16
Þegar ég kom vestur í páskafrí fyrir tveimur árum þá lenti ég í sérstöku atviki á Ísafjarðarflugvelli. Er ég kom út úr flugstöðinni hitti ég Torfa Jó vin minn og heilsaði upp á hann og lagði frá mér ferðatöskuna á meðan. Taskan stóð upprétt á götunni skammt frá bílastæðunum sem eru nær byggingunni. Fljótlega heyri ég dynk, og lít við og sé að jeppi hafði velt töskunni um koll, og við svo búið keyrir hann yfir töskuna. Út úr bílnum stígur Orkubúsmaðurinn Hreinn Pálsson sem var verulega brugðið því hann hafði ekki hugmynd um hvað hafði orðið undir bílnum. En þetta var nú ekkert stórmál þvi ég hafði ekki verið með neitt brothætt í töskunni, og taskan sjálf eldgömul. Daginn eftir fæ ég sms frá Orkubúsmanninum Dóra Magg (HáEmm) þar sem stóð: "Ég frétti að þú hefðir staðið fyrir nærfatasýningu á flugvellinum í gær". Var mér nokkuð skemmt þegar ég frétti nokkru síðar að Hreinn hefði nýlega farið í rándýra augnaðgerð og neitað að ganga/keyra með gleraugu eftir hana.
Þegar ég kom vestur í páskafrí fyrir tveimur árum þá lenti ég í sérstöku atviki á Ísafjarðarflugvelli. Er ég kom út úr flugstöðinni hitti ég Torfa Jó vin minn og heilsaði upp á hann og lagði frá mér ferðatöskuna á meðan. Taskan stóð upprétt á götunni skammt frá bílastæðunum sem eru nær byggingunni. Fljótlega heyri ég dynk, og lít við og sé að jeppi hafði velt töskunni um koll, og við svo búið keyrir hann yfir töskuna. Út úr bílnum stígur Orkubúsmaðurinn Hreinn Pálsson sem var verulega brugðið því hann hafði ekki hugmynd um hvað hafði orðið undir bílnum. En þetta var nú ekkert stórmál þvi ég hafði ekki verið með neitt brothætt í töskunni, og taskan sjálf eldgömul. Daginn eftir fæ ég sms frá Orkubúsmanninum Dóra Magg (HáEmm) þar sem stóð: "Ég frétti að þú hefðir staðið fyrir nærfatasýningu á flugvellinum í gær". Var mér nokkuð skemmt þegar ég frétti nokkru síðar að Hreinn hefði nýlega farið í rándýra augnaðgerð og neitað að ganga/keyra með gleraugu eftir hana.