Friday, December 30, 2005
Fór í glasafrjóvgun og missti móður sína
Fór í glasafrjóvgun og missti móður sína. Þetta var fyrirsögn á forsíðu DV í dag ásamt mynd af þekktri íslenskri konu. Þetta er sláandi. Sérstaklega þegar haft er í huga að þessar aðgerðir eru einmitt ætlaðar til þess að fjölga mannkyninu en ekki fækka því. Ég las ekki fréttina og veit því ekki nákvæmlega af hverju aðgerðin fór svona, en er engu að síður mjög sleginn yfir þessu. Af virðingu við hina látnu verður þetta fíflalega blogg því ekki uppfært á ný fyrr en 2. janúar 2006.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fór í glasafrjóvgun og missti móður sína. Þetta var fyrirsögn á forsíðu DV í dag ásamt mynd af þekktri íslenskri konu. Þetta er sláandi. Sérstaklega þegar haft er í huga að þessar aðgerðir eru einmitt ætlaðar til þess að fjölga mannkyninu en ekki fækka því. Ég las ekki fréttina og veit því ekki nákvæmlega af hverju aðgerðin fór svona, en er engu að síður mjög sleginn yfir þessu. Af virðingu við hina látnu verður þetta fíflalega blogg því ekki uppfært á ný fyrr en 2. janúar 2006.
Passið ykkur á myrkrinu.
"Hrafninn flýgur er frábær mynd"
Tarantino var í viðtali í Mogganum eða einhvers staðar. Jós hann lofi á myndina Hrafninn flýgur sem hann sagði vera "frábæra mynd". Þetta hlýtur að vera mesta hrós sem Hrafn Gunnlaugsson hefur fengið í annan tíma, enda þykir almennt ekki við hæfi á Íslandi að hrósa fólki sem vingast hefur við Davíð Oddsson einhvern tíma á lífsleiðinni. Hinn uppreisnargjarni Tarantino er rétt nýorðinn Íslandsvinur og strax farinn að brjóta hefðir og venjur hérlendis.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tarantino var í viðtali í Mogganum eða einhvers staðar. Jós hann lofi á myndina Hrafninn flýgur sem hann sagði vera "frábæra mynd". Þetta hlýtur að vera mesta hrós sem Hrafn Gunnlaugsson hefur fengið í annan tíma, enda þykir almennt ekki við hæfi á Íslandi að hrósa fólki sem vingast hefur við Davíð Oddsson einhvern tíma á lífsleiðinni. Hinn uppreisnargjarni Tarantino er rétt nýorðinn Íslandsvinur og strax farinn að brjóta hefðir og venjur hérlendis.
Passið ykkur á myrkrinu.
Gummi Steingríms og jólatextarnir
Las einhver ykkar bakþanka Gumma Steingríms aftan á fréttablaðinu 24. desember? Síðuhaldari er svolítið seinn á sér að benda á þetta, en þeir voru stórsniðugir. Þar tók hann aðeins fyrir texta í rótgrónum íslenskum jólalögum. Skemmtilegar pælingar. Til dæmis af hverju gamli maðurinn svarar bara út og suður þegar búið er að ganga yfir sjó og land og spyrja hvar hann á heima! Mæli með þessum tvíbökum fyrir þá sem ekki hafa hent þessu blaði.
Passið ykkur á myrkrinu.
Las einhver ykkar bakþanka Gumma Steingríms aftan á fréttablaðinu 24. desember? Síðuhaldari er svolítið seinn á sér að benda á þetta, en þeir voru stórsniðugir. Þar tók hann aðeins fyrir texta í rótgrónum íslenskum jólalögum. Skemmtilegar pælingar. Til dæmis af hverju gamli maðurinn svarar bara út og suður þegar búið er að ganga yfir sjó og land og spyrja hvar hann á heima! Mæli með þessum tvíbökum fyrir þá sem ekki hafa hent þessu blaði.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, December 29, 2005
Valdi Víðis hvað?
Ég heyrði í útvarpinu í dag að öldungarnir Kim Larsen og Olsen bræður hefðu orðið lang söluhæstir í jólatónaflóðinu í Danmörku þetta árið. Ætli skólastjórinn geðþekki, Valdimar Víðisson, væri költhetja ef hann byggi í Danmörku? Ætli Valdi væri álitsgjafi í tónlistarumfjöllun? Valdimar hefur lengi reynt að sannfæra ungdóminn á Íslandi um sjarma tónlistaröldunga. Einhvern veginn hefur boðskapur hans endað í Danmörku eftir að hafa skotist inn um annað eyra, samtímamanna og nemenda hans, og út um hitt. Hafa Danir greinilega tekið vel í áróður þess rauða og sannast hér hið fornkveðna að enginn er spámaður í eigin föðurlandi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég heyrði í útvarpinu í dag að öldungarnir Kim Larsen og Olsen bræður hefðu orðið lang söluhæstir í jólatónaflóðinu í Danmörku þetta árið. Ætli skólastjórinn geðþekki, Valdimar Víðisson, væri költhetja ef hann byggi í Danmörku? Ætli Valdi væri álitsgjafi í tónlistarumfjöllun? Valdimar hefur lengi reynt að sannfæra ungdóminn á Íslandi um sjarma tónlistaröldunga. Einhvern veginn hefur boðskapur hans endað í Danmörku eftir að hafa skotist inn um annað eyra, samtímamanna og nemenda hans, og út um hitt. Hafa Danir greinilega tekið vel í áróður þess rauða og sannast hér hið fornkveðna að enginn er spámaður í eigin föðurlandi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, December 28, 2005
Orðrétt
Það er auðvitað hálfgerður höfuðverkur að ákveða laun þeirra sem kjaradómur tekur til. Einkum hefur þetta reynst snúið með alþingismenn, en væntanlega muna flestir eftir því að það þótti nú aldeilis óeðlilegt þegar Alþingi ákvað sjálft þingfararkaupið. Þá var nú mikið talað um að koma yrði á fót einhverjum aðila sem gæti tekið þetta hlutverk frá þingmönnum. Þegar sá aðili kveður svo upp úrskurð til hækkunar, þá vakna upp raddir um að það sé auðvitað miklu hreinlegra að þingmenn geri þetta sjálfir. Eitt atriði varðandi kjaradóm mætti hins vel endurskoða og er það að Hæstiréttur tilnefnir tvo menn í dóminn sem svo ákvarðar laun dómara. Þó auðvitað sé erfitt að finna skynsamlega leið í þessu, og erfitt að komast hjá því að einhverjir þeir sem undir dóminn eru settir hafi eitthvað með það að gera hverjir veljast í dóminn, þá er þessi tenging kannski í það mesta. Svipað mætti auðvitað segja um þá skipan að Alþingi velji í dóminn eins og einnig er nú.
-Vef-þjóðviljinn þann 27. desember 2005.
Það er auðvitað hálfgerður höfuðverkur að ákveða laun þeirra sem kjaradómur tekur til. Einkum hefur þetta reynst snúið með alþingismenn, en væntanlega muna flestir eftir því að það þótti nú aldeilis óeðlilegt þegar Alþingi ákvað sjálft þingfararkaupið. Þá var nú mikið talað um að koma yrði á fót einhverjum aðila sem gæti tekið þetta hlutverk frá þingmönnum. Þegar sá aðili kveður svo upp úrskurð til hækkunar, þá vakna upp raddir um að það sé auðvitað miklu hreinlegra að þingmenn geri þetta sjálfir. Eitt atriði varðandi kjaradóm mætti hins vel endurskoða og er það að Hæstiréttur tilnefnir tvo menn í dóminn sem svo ákvarðar laun dómara. Þó auðvitað sé erfitt að finna skynsamlega leið í þessu, og erfitt að komast hjá því að einhverjir þeir sem undir dóminn eru settir hafi eitthvað með það að gera hverjir veljast í dóminn, þá er þessi tenging kannski í það mesta. Svipað mætti auðvitað segja um þá skipan að Alþingi velji í dóminn eins og einnig er nú.
-Vef-þjóðviljinn þann 27. desember 2005.
Monday, December 26, 2005
Gleðilega jólarest
Blogg fólksins óskar lesendum sínum gleðilegrar jólarestar. Síðuhaldari hefur hvílt lúin bein í Villta Vestrinu yfir hátíðarnar. Hitti mikið af skemmtilegu fólki sem ég hef ekki séð lengi á Langa Manga á Þorláksmessu; Pétur Magg, Kristinn Hermanns, Mugga, Mugison, Rúnar Óla, Siggu Láka, Bigga Olgeirs, Gylfa Ólafs, Palla Ernis og einhverja fleiri. Þetta kaffihús var einhvers konar stoppistöð á Þorláksmessurápinu. Á Jóladag tók ég daginn snemma og horfði á Harry Potter á RÚV. Hef ekki horft á þann galdraóða unga mann áður. En þar sem í myndinni voru fljúgandi strákústar og fljúgandi bílar, þá lét ég mér hvergi bregða þó fljúgandi þakplötur væru fyrir utan gluggann. Nú er ég að spá í að fara í Hnífsdal og fá mér snúning. Á næstunni tekur svo við lestur á helvítinu honum Maó sem ég fékk í jólagjöf.
Passið ykkur á myrkrinu.
Blogg fólksins óskar lesendum sínum gleðilegrar jólarestar. Síðuhaldari hefur hvílt lúin bein í Villta Vestrinu yfir hátíðarnar. Hitti mikið af skemmtilegu fólki sem ég hef ekki séð lengi á Langa Manga á Þorláksmessu; Pétur Magg, Kristinn Hermanns, Mugga, Mugison, Rúnar Óla, Siggu Láka, Bigga Olgeirs, Gylfa Ólafs, Palla Ernis og einhverja fleiri. Þetta kaffihús var einhvers konar stoppistöð á Þorláksmessurápinu. Á Jóladag tók ég daginn snemma og horfði á Harry Potter á RÚV. Hef ekki horft á þann galdraóða unga mann áður. En þar sem í myndinni voru fljúgandi strákústar og fljúgandi bílar, þá lét ég mér hvergi bregða þó fljúgandi þakplötur væru fyrir utan gluggann. Nú er ég að spá í að fara í Hnífsdal og fá mér snúning. Á næstunni tekur svo við lestur á helvítinu honum Maó sem ég fékk í jólagjöf.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, December 23, 2005
Salvar í S-inu sínu
Trausti Salvar er með alveg stórskemmtilega grein um hækkun þingmanna á Sleikipinnavefnum. Mjög kómískt og sárindi þeirra sem teknir eru fyrir að þessu sinni verða líklega í sögulegu lágmarki. Mæli með þessum tvíbökum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Trausti Salvar er með alveg stórskemmtilega grein um hækkun þingmanna á Sleikipinnavefnum. Mjög kómískt og sárindi þeirra sem teknir eru fyrir að þessu sinni verða líklega í sögulegu lágmarki. Mæli með þessum tvíbökum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, December 22, 2005
Grein eftir síðuhaldara
Já börnin góð, síðuhaldari stakk niður penna á annari síðu en þessari. Eins konar framhjáhald, en grein eftir mig birtist á vefnum Hugsjónir í gær og ber hún nafnið: "Óbeinar reykingar stöðvaðar af óbeinum sósíalisma". Alveg hreint ágætis tvíbökur, svona miðað við aldur og fyrri störf.
Passið ykkur á myrkrinu.
Já börnin góð, síðuhaldari stakk niður penna á annari síðu en þessari. Eins konar framhjáhald, en grein eftir mig birtist á vefnum Hugsjónir í gær og ber hún nafnið: "Óbeinar reykingar stöðvaðar af óbeinum sósíalisma". Alveg hreint ágætis tvíbökur, svona miðað við aldur og fyrri störf.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, December 21, 2005
Orðrétt
"Stundum er rétt að skoða frasana sem fólk notar. Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifar einhver S. Pálsson og segir að hér séu engin miðjustjórnmál heldur vaði allt í óheftum kapítalisma, miðjan sé bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp. Svo horfir maður aðeins í kringum sig – hvernig birtist nýfrjálshyggjan hér á Íslandi?
Jú, það er vissulega búið að einkavæða bankana, en bankar komust í einkaeigu hér árum og áratugum á eftir Evrópu, að meðtalinni hinni sósíaldemókratísku Skandinavíu. Margir hafa auðgast vegna þessarar einkavæðingar, en lánakjör almennings hafa llíka stórbatnað. Gömlu ríkisbankarnir voru raunar einhver stærsta svikamylla sem hefur verið til á Íslandi, gengu aðallega út á að rýja fólk inn að skyrtunni með vaxtaokri meðan peningum var útdeilt til gæluverkefna og fyrirtækja sem voru í náðinni hjá stjórnmálamönnum.
Hið sama má segja um símann – það þekkist hvergi núorðið að ríkið eigi símafyrirtæki, enda alveg ástæðulaust vegna mikillar samkeppni í símaþjónustu. Síminn var heldur engin góðgerðarstofnun meðan ríkið átti hann, heldur sannkölluð okurbúlla.
Á sama tíma tíðkast hér mikil miðstýring í heilbrigðiskerfinu sem færist frekar í aukana – bygging hátæknispítala vísar veginn í þá átt. Umfang velferðarkerfisins hefur farið vaxandi, líkt og fjölgun öryrkja ber vott um. Menntakerfið fram að háskólastigi er nánast eingöngu í höndum hins opinbera. Við rekum öflugt ríkisútvarp sem líklega mun frekar styrkjast með nýjum lögum, sinfóníuhljómsveit, þjóðleikhús, óperu. Ríki og borg ætla að fara að byggja risastórt tónlistarhús.
Svo er landbúnaðarkerfið í fast í viðjum ríkisafskipta, ofurtolla og hafta – hlutfallslega ver íslenska ríkið miklu meiru til landbúnaðar en hið alræmda Evrópusamband. Langstærsta framkvæmd síðari tíma á Íslandi, Kárahnjúkavirkjun, er svo í höndum ríkisfyrirtækis og á ábyrgð ríkisins. Hugmyndafræðilega er hún einhvers staðar á mörkum ríkiskapítalisma og áætlanabúskapar.
Hvar er þá öll nýfrjálshyggjan?
-Egill Helgason á vef Silfursins þann 19. desember 2005
"Stundum er rétt að skoða frasana sem fólk notar. Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifar einhver S. Pálsson og segir að hér séu engin miðjustjórnmál heldur vaði allt í óheftum kapítalisma, miðjan sé bara gríma sem nýfrjálshyggjan setur upp. Svo horfir maður aðeins í kringum sig – hvernig birtist nýfrjálshyggjan hér á Íslandi?
Jú, það er vissulega búið að einkavæða bankana, en bankar komust í einkaeigu hér árum og áratugum á eftir Evrópu, að meðtalinni hinni sósíaldemókratísku Skandinavíu. Margir hafa auðgast vegna þessarar einkavæðingar, en lánakjör almennings hafa llíka stórbatnað. Gömlu ríkisbankarnir voru raunar einhver stærsta svikamylla sem hefur verið til á Íslandi, gengu aðallega út á að rýja fólk inn að skyrtunni með vaxtaokri meðan peningum var útdeilt til gæluverkefna og fyrirtækja sem voru í náðinni hjá stjórnmálamönnum.
Hið sama má segja um símann – það þekkist hvergi núorðið að ríkið eigi símafyrirtæki, enda alveg ástæðulaust vegna mikillar samkeppni í símaþjónustu. Síminn var heldur engin góðgerðarstofnun meðan ríkið átti hann, heldur sannkölluð okurbúlla.
Á sama tíma tíðkast hér mikil miðstýring í heilbrigðiskerfinu sem færist frekar í aukana – bygging hátæknispítala vísar veginn í þá átt. Umfang velferðarkerfisins hefur farið vaxandi, líkt og fjölgun öryrkja ber vott um. Menntakerfið fram að háskólastigi er nánast eingöngu í höndum hins opinbera. Við rekum öflugt ríkisútvarp sem líklega mun frekar styrkjast með nýjum lögum, sinfóníuhljómsveit, þjóðleikhús, óperu. Ríki og borg ætla að fara að byggja risastórt tónlistarhús.
Svo er landbúnaðarkerfið í fast í viðjum ríkisafskipta, ofurtolla og hafta – hlutfallslega ver íslenska ríkið miklu meiru til landbúnaðar en hið alræmda Evrópusamband. Langstærsta framkvæmd síðari tíma á Íslandi, Kárahnjúkavirkjun, er svo í höndum ríkisfyrirtækis og á ábyrgð ríkisins. Hugmyndafræðilega er hún einhvers staðar á mörkum ríkiskapítalisma og áætlanabúskapar.
Hvar er þá öll nýfrjálshyggjan?
-Egill Helgason á vef Silfursins þann 19. desember 2005
Tuesday, December 20, 2005
Vissir þú...?#4
Vissir þú að Ríkisendurskoðun tók Forsetaembættið til sérstakrar skoðunar í fyrra? Gerðar voru tillögur um bætta fjármálastjórn og í ríkisreikningi fyrir árið 2004 segir orðrétt: „Útgjöld embættis forseta Íslands hafa á síðustu þremur árum verið talsvert umfram fjárheimildir og er svo komið að í árslok 2004 var ráðstöfun umfram fjárheimildir 84,6 m.kr.“
Vissir þú að Ríkisendurskoðun tók Forsetaembættið til sérstakrar skoðunar í fyrra? Gerðar voru tillögur um bætta fjármálastjórn og í ríkisreikningi fyrir árið 2004 segir orðrétt: „Útgjöld embættis forseta Íslands hafa á síðustu þremur árum verið talsvert umfram fjárheimildir og er svo komið að í árslok 2004 var ráðstöfun umfram fjárheimildir 84,6 m.kr.“
Monday, December 19, 2005
Munnmælasögur#37
Maður er nefndur Eiríkur Ingi Lárusson og er einkaklippari síðuhaldara. Eiríkur er störfum hlaðinn verktaki og hefur stundum farið út í heim að slaka á eftir erfiðar vinnutarnir. Hafa þá gjarnan rólegir staðir eins og Las Vegas orðið fyrir valinu. Í einni Vegasferðinni rekst Eiríkur á körfuboltamanninn fyrrverandi: Dennis Rodman. Klipparinn var ófeiminn og lét taka mynd af sér með stjörnunni sem er með eindæmum þekktur fyrir ólundargeð og furðuleg uppátæki. En sem körfuboltamaður hafði hann einn kost umfram aðra. Hann var öðrum fremri í því að taka fráköst, raunar sá besti í þeirri list körfuboltans. Eftir myndatökuna fannst Eiríki gráupplagt að nota tækifærið og kenna Rodman hvernig hann ætti að bera sig að til að ná fráköstum. Vesturbæingurinn sagði orðrétt við þetta tækifæri: "When you are in the box, its very important to use your feet to get position".
Maður er nefndur Eiríkur Ingi Lárusson og er einkaklippari síðuhaldara. Eiríkur er störfum hlaðinn verktaki og hefur stundum farið út í heim að slaka á eftir erfiðar vinnutarnir. Hafa þá gjarnan rólegir staðir eins og Las Vegas orðið fyrir valinu. Í einni Vegasferðinni rekst Eiríkur á körfuboltamanninn fyrrverandi: Dennis Rodman. Klipparinn var ófeiminn og lét taka mynd af sér með stjörnunni sem er með eindæmum þekktur fyrir ólundargeð og furðuleg uppátæki. En sem körfuboltamaður hafði hann einn kost umfram aðra. Hann var öðrum fremri í því að taka fráköst, raunar sá besti í þeirri list körfuboltans. Eftir myndatökuna fannst Eiríki gráupplagt að nota tækifærið og kenna Rodman hvernig hann ætti að bera sig að til að ná fráköstum. Vesturbæingurinn sagði orðrétt við þetta tækifæri: "When you are in the box, its very important to use your feet to get position".
Friday, December 16, 2005
Orðrétt
"Atferlisfræðingurinn og háskólaprófessorinn Gerhard les Bian, sem oft hefur verið nefndur faðir hins svokallaða lesbíisma og helsti hugmyndafræðingur þeirrar stefnu á 20. öld er látinn, 89 ára að aldri. Les Bian var óþreytandi við að predika boðskap lesbíismans, sem hann sagði „hina æðstu og fegurstu birtingarmynd mannlegs eðlis“ og „hið eina rökrétta framhald þróunarsögunnar“. Les Bian starfrækti um áratuga skeið sérstakar þjálfunarbúðir á heimili sínu í Saarbrücken þar sem tugþúsundir unglingsstúlkna námu undirstöðuatriði lesbíismans undir handleiðslu hans. Nokkur óvissa ríkir um framgang lesbíismans eftir fráfall þessa mikla leiðtoga, en verð hlutabréfa í sleipiefna- og gúmtækniverksmiðjum hríðlækkaði í morgun. Þó er sennilega of snemmt að afskrifa hreyfingu Les Bian, því hún nýtur sívaxandi vinsælda í vanþróuðum ríkjum heims - þar á meðal hér á landi."
-Baggalútur þann 16. desember 2005
"Atferlisfræðingurinn og háskólaprófessorinn Gerhard les Bian, sem oft hefur verið nefndur faðir hins svokallaða lesbíisma og helsti hugmyndafræðingur þeirrar stefnu á 20. öld er látinn, 89 ára að aldri. Les Bian var óþreytandi við að predika boðskap lesbíismans, sem hann sagði „hina æðstu og fegurstu birtingarmynd mannlegs eðlis“ og „hið eina rökrétta framhald þróunarsögunnar“. Les Bian starfrækti um áratuga skeið sérstakar þjálfunarbúðir á heimili sínu í Saarbrücken þar sem tugþúsundir unglingsstúlkna námu undirstöðuatriði lesbíismans undir handleiðslu hans. Nokkur óvissa ríkir um framgang lesbíismans eftir fráfall þessa mikla leiðtoga, en verð hlutabréfa í sleipiefna- og gúmtækniverksmiðjum hríðlækkaði í morgun. Þó er sennilega of snemmt að afskrifa hreyfingu Les Bian, því hún nýtur sívaxandi vinsælda í vanþróuðum ríkjum heims - þar á meðal hér á landi."
-Baggalútur þann 16. desember 2005
Jólastemmarinn
Síðuhaldari er að komast í jólastemninguna. Fór síðastliðinn laugardag að sjá jólaleikrit Hugleiks, sem er íslensk landbúnaðarútgáfa af hinni klassíska jólaverki Charles Dickens; Scrooged sem einhvern tíma var þýtt Draumur á Jólanótt. Þekki stykkið svo sem vel, hef til að mynda séð það í útgáfu Prúðuleikarana auk þess sem ég á videóspólu fyrir vestan með nútímaútgáfu á Scrooged. Þar fer einn upppáhaldsleikari síðuhaldara, Bill Murray, á kostunum öllum. Þetta var ljómandi fín sýning. Pirraði mig reyndar pínulítið þegar ég áttaði mig á því að ég var staddur á barnasýningu, en það slapp fyrir horn. (Merkilegt hvað ókunnugt fólk tekur því illa þegar maður rasskellir krakkaormana þeirra.) Ég þekki Fríðu í Hugleik en þarna voru nú fleiri leikendur sem maður kannaðist við: til dæmis var Jón Geir trommari þarna á hlaupum og ein af unnustum Magnúsar Más var þarna gólandi. Kvöldið eftir fór síðuhaldari á jólahlaðborð með dönskum brag á Loftleiðum. Þar borðaði síðuhaldari yfir sig af danskri síld, fór heim í sófa í læsta hliðarlegu og rankaði við sér morguninn eftir, ennþá saddur! Já nú skilur maður hvað slökkvuliðsmennirnir eru að meina þegar þeir segja að hætturnar leynist víða á aðventunni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari er að komast í jólastemninguna. Fór síðastliðinn laugardag að sjá jólaleikrit Hugleiks, sem er íslensk landbúnaðarútgáfa af hinni klassíska jólaverki Charles Dickens; Scrooged sem einhvern tíma var þýtt Draumur á Jólanótt. Þekki stykkið svo sem vel, hef til að mynda séð það í útgáfu Prúðuleikarana auk þess sem ég á videóspólu fyrir vestan með nútímaútgáfu á Scrooged. Þar fer einn upppáhaldsleikari síðuhaldara, Bill Murray, á kostunum öllum. Þetta var ljómandi fín sýning. Pirraði mig reyndar pínulítið þegar ég áttaði mig á því að ég var staddur á barnasýningu, en það slapp fyrir horn. (Merkilegt hvað ókunnugt fólk tekur því illa þegar maður rasskellir krakkaormana þeirra.) Ég þekki Fríðu í Hugleik en þarna voru nú fleiri leikendur sem maður kannaðist við: til dæmis var Jón Geir trommari þarna á hlaupum og ein af unnustum Magnúsar Más var þarna gólandi. Kvöldið eftir fór síðuhaldari á jólahlaðborð með dönskum brag á Loftleiðum. Þar borðaði síðuhaldari yfir sig af danskri síld, fór heim í sófa í læsta hliðarlegu og rankaði við sér morguninn eftir, ennþá saddur! Já nú skilur maður hvað slökkvuliðsmennirnir eru að meina þegar þeir segja að hætturnar leynist víða á aðventunni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, December 15, 2005
Gott látið af sér leiða
Fór í Kringluna eftir vinnu í gær. Keypti leikfang og setti undir jólatréið í Kringlunni, en hjálparstofnanir úthluta gjöfunum til íslenskra barna. Þetta er sniðuglega framkvæmt, nokkuð markvisst. Mér leið líka vel eftir að hafa látið gott af mér leiða. Leið líka vel þegar ég keypti happdrættismiða af manni í hjólastól um daginn. Sem leiðir mann að heimspeki ítalsk ættaða Bandaríkjamannsins, Jósephs Tribbianis, sem vildi meina að sjálselska væri drifkraftur góðverka.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fór í Kringluna eftir vinnu í gær. Keypti leikfang og setti undir jólatréið í Kringlunni, en hjálparstofnanir úthluta gjöfunum til íslenskra barna. Þetta er sniðuglega framkvæmt, nokkuð markvisst. Mér leið líka vel eftir að hafa látið gott af mér leiða. Leið líka vel þegar ég keypti happdrættismiða af manni í hjólastól um daginn. Sem leiðir mann að heimspeki ítalsk ættaða Bandaríkjamannsins, Jósephs Tribbianis, sem vildi meina að sjálselska væri drifkraftur góðverka.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, December 14, 2005
Gísla Hjartar rétt hjálparhönd
Bók númer 8 með vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartar er komin út. Það sem vekur mesta athygli er að í bókinni er gömul munnmælasaga af þessari ágætu bloggsíðu. Á bls 23 gefur að líta sögu af Gleðipinnunum Geira og Dóra, ásamt Hólknum (Einari Halldórs). Sagan birtist hér þann 2. febrúar 2005 undir heitinu Munnmælasögur#10. Það má kannski segja að Gísli Hjartar gefi hægri höndina fyrir góðar sögur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Bók númer 8 með vestfirskum þjóðsögum Gísla Hjartar er komin út. Það sem vekur mesta athygli er að í bókinni er gömul munnmælasaga af þessari ágætu bloggsíðu. Á bls 23 gefur að líta sögu af Gleðipinnunum Geira og Dóra, ásamt Hólknum (Einari Halldórs). Sagan birtist hér þann 2. febrúar 2005 undir heitinu Munnmælasögur#10. Það má kannski segja að Gísli Hjartar gefi hægri höndina fyrir góðar sögur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Svartur á leik
Ég las um daginn Svartur á leik eftir Stefán Mána sem kom út í fyrra. Mögnuð bók. Ég svaf ekki í marga daga á eftir. Maðurinn er algerlega brjálaður, enda Ólsari. Hann hefði svo sem getað haft hana styttri en hún er 550 blaðsíður. Hún er samt eitthvað svo hröð að maður er enga stund að klára þetta. Fyrir þá sem ekki vita þá fór Stefán Máni í undirheimana og sýslaði þar í 2-3 mánuði til þess að ná sér í efni fyrir bókina. Það var þessi heimildavinna sem gerði mig forvitinn. Líklega gefur bókin nokkuð raunsanna mynd af íslenskum dópsölum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég las um daginn Svartur á leik eftir Stefán Mána sem kom út í fyrra. Mögnuð bók. Ég svaf ekki í marga daga á eftir. Maðurinn er algerlega brjálaður, enda Ólsari. Hann hefði svo sem getað haft hana styttri en hún er 550 blaðsíður. Hún er samt eitthvað svo hröð að maður er enga stund að klára þetta. Fyrir þá sem ekki vita þá fór Stefán Máni í undirheimana og sýslaði þar í 2-3 mánuði til þess að ná sér í efni fyrir bókina. Það var þessi heimildavinna sem gerði mig forvitinn. Líklega gefur bókin nokkuð raunsanna mynd af íslenskum dópsölum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, December 13, 2005
Orðrétt
"Ég - Plata ársins: XXX
Frábær konseptpakki sem góðir íslenskir textar gefa aukið vægi – Úrvalsstöff"
-Dr. Gunni á heimasíðu sinni þann 10. desember 2005.
"Ég - Plata ársins: XXX
Frábær konseptpakki sem góðir íslenskir textar gefa aukið vægi – Úrvalsstöff"
-Dr. Gunni á heimasíðu sinni þann 10. desember 2005.
Viskí
Jamm þá er það staðfest. Viskí er málið. Ég tók eitthvað Bakkusar próf á síðunni hjá Baldri Smára og er víst Viskímaður. Reyndar er sumt í niðurstöðunum frekar truflandi. En eins og ég sagði við Dazza einhvern tíma á golfvellinum áður en ég þrumaði boltanum út í sjó: Maður lifir bara einu sinni. Sjálfur er Baldur víst Romm maður.
Passið ykkur á myrkrinu.
Jamm þá er það staðfest. Viskí er málið. Ég tók eitthvað Bakkusar próf á síðunni hjá Baldri Smára og er víst Viskímaður. Reyndar er sumt í niðurstöðunum frekar truflandi. En eins og ég sagði við Dazza einhvern tíma á golfvellinum áður en ég þrumaði boltanum út í sjó: Maður lifir bara einu sinni. Sjálfur er Baldur víst Romm maður.
You Are Whiskey |
You're a tough drinker, and you take it like a man That means no girly drinks for you - even if you are a girl You prefer a cold, hard drink at the end of the day Every day, in fact. And make that a few. |
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, December 12, 2005
Fegurðin kemur úr krullunum
Ég sá Unni Birnu vinna Miss World í beinni á Skjánum. Hún segir þetta hafa komið sér í opna skjöldu. Sem er merkilegt þar sem að hún var ein af fjórum sem komu til greina, þegar búið var að verðlauna 2. og 3. sæti. 25% vinningslíkur eru nú svona allþokkalegar, en líklega hefur hún átt við að fyrir fram hafi hún ekki reiknað með sigri. Svo sagðist hún í viðtali hafa misst andlitið, en slíkt hlýtur að vera afskaplega bagalegt í fegurðarbransanum. En þessar tilfinningar eru síðuhaldara svo sem ekki ókunnar enda valinn Herra skólans í Grunnskóla Bolungarvíkur árið 1992. Það er því óhætt að segja að maður viti hvað Unnur er að ganga í gegnum. Í kjölfarið af mínu kjöri tóku einnnig við ferðalög: til Borgarnes, Vestmannaeyja, Keflavíkur og Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Ég á meira að segja borðann fyrir vestan, en ég fékk glænýjan þar sem að ég held að Raggi "rúsína" Ingvars hafi verið búinn að vinna þetta til eignar, eftir einokun á titlinum árin á undan. Já það er ekki ofsögum sagt að fegurðin komi úr krullunum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég sá Unni Birnu vinna Miss World í beinni á Skjánum. Hún segir þetta hafa komið sér í opna skjöldu. Sem er merkilegt þar sem að hún var ein af fjórum sem komu til greina, þegar búið var að verðlauna 2. og 3. sæti. 25% vinningslíkur eru nú svona allþokkalegar, en líklega hefur hún átt við að fyrir fram hafi hún ekki reiknað með sigri. Svo sagðist hún í viðtali hafa misst andlitið, en slíkt hlýtur að vera afskaplega bagalegt í fegurðarbransanum. En þessar tilfinningar eru síðuhaldara svo sem ekki ókunnar enda valinn Herra skólans í Grunnskóla Bolungarvíkur árið 1992. Það er því óhætt að segja að maður viti hvað Unnur er að ganga í gegnum. Í kjölfarið af mínu kjöri tóku einnnig við ferðalög: til Borgarnes, Vestmannaeyja, Keflavíkur og Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. Ég á meira að segja borðann fyrir vestan, en ég fékk glænýjan þar sem að ég held að Raggi "rúsína" Ingvars hafi verið búinn að vinna þetta til eignar, eftir einokun á titlinum árin á undan. Já það er ekki ofsögum sagt að fegurðin komi úr krullunum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, December 09, 2005
Ráð við öllu
Einar bróðir er einn af þeim sem hefur ráð við nánast öllu. Við vorum í fjölskylduboði í vikunni, kvöldið sem United drullaði í ræpuna á sér og datt úr úr Evrópukeppninni. Einari fannst ég full niðurdreginn út af einhverju boltasparki úti í heimi og sagði mér uppbyggilega dæmisögu: Þannig er mál með vexti að þroskaheftur drengur á áfangaheimilinu sem Einar vinnur á er mikill knattspyrnuáhugamaður. Hann er með treyjur United, Arsenal, Liverpool og Chelsea til taks. Hann fer svo í þann búning sem hentar hverju sinni, þegar mið er tekið af úrslitum dagsins. Hann er því ávallt í sigurliðinu og sleppur við þann sársauka sem fylgir slæmum úrslitum. Nokkuð til í þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Einar bróðir er einn af þeim sem hefur ráð við nánast öllu. Við vorum í fjölskylduboði í vikunni, kvöldið sem United drullaði í ræpuna á sér og datt úr úr Evrópukeppninni. Einari fannst ég full niðurdreginn út af einhverju boltasparki úti í heimi og sagði mér uppbyggilega dæmisögu: Þannig er mál með vexti að þroskaheftur drengur á áfangaheimilinu sem Einar vinnur á er mikill knattspyrnuáhugamaður. Hann er með treyjur United, Arsenal, Liverpool og Chelsea til taks. Hann fer svo í þann búning sem hentar hverju sinni, þegar mið er tekið af úrslitum dagsins. Hann er því ávallt í sigurliðinu og sleppur við þann sársauka sem fylgir slæmum úrslitum. Nokkuð til í þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Vinnan
Síðuhaldari hefur ákveðið að ljá Fasteignasjónvarpinu starfskrafta sína um hríð. Götunúmerið þar sem skrifstofan er staðsett er 50c en Ásgeir Þór er harður á að C-ið hljóti að vera harðfiskkjallari hjá Stýrimannaskólanum sem gnæfir yfir byggingunni sem ég er í. Drífið ykkur svo að auglýsa í Fasteignasjónvarpinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari hefur ákveðið að ljá Fasteignasjónvarpinu starfskrafta sína um hríð. Götunúmerið þar sem skrifstofan er staðsett er 50c en Ásgeir Þór er harður á að C-ið hljóti að vera harðfiskkjallari hjá Stýrimannaskólanum sem gnæfir yfir byggingunni sem ég er í. Drífið ykkur svo að auglýsa í Fasteignasjónvarpinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, December 08, 2005
Ég með þrjár tilnefningar
Robbi og drengirnir í hljómsveitinni Ég eru að uppskera laun erfiðisins. Ég er með þrjár tilnefningar í íslensku tónlistarverðlaununum, þar af besta plata í rokki/jaðar og besta lagið: Eiður Smári. Þetta er vægast sagt magnað. Eru menn að komast af jaðrinum og inn í hlýjuna? Það á væntanlega eftir að koma í ljós. Einnig má það koma fram hér að það liggur fyrir umsókn frá Ég um að vera með á Aldrei fór ég suður 2006, en síðuhaldari og Hr. formaður: Pétur Magnússon, höfum pressað það.
Passið ykkur á myrkrinu.
Robbi og drengirnir í hljómsveitinni Ég eru að uppskera laun erfiðisins. Ég er með þrjár tilnefningar í íslensku tónlistarverðlaununum, þar af besta plata í rokki/jaðar og besta lagið: Eiður Smári. Þetta er vægast sagt magnað. Eru menn að komast af jaðrinum og inn í hlýjuna? Það á væntanlega eftir að koma í ljós. Einnig má það koma fram hér að það liggur fyrir umsókn frá Ég um að vera með á Aldrei fór ég suður 2006, en síðuhaldari og Hr. formaður: Pétur Magnússon, höfum pressað það.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, December 07, 2005
Hvað skipti máli varðandi Titanic-slysið?
Ég sá frétt á vísindavef mbl.is í gær þar sem vísindamenn höfðu verið að velta sér upp úr því að Titanic hafi hugsanlega sokkið hraðar í jómfrúarferðinni 1912 en hingað til hefur verið haldið fram. Þessu nenna vísindamenn að pæla í. Það má velta því fyrir sér með hvaða spurningar vakna hjá fræðimönnum þegar þeir heyra minnst á slysið eftir því í hvaða grein þeir eru. Kíkjum á dæmi:
Verkfræðingar: Hvernig sökk skipið?
Hagfræðingar: Hafði þetta áhrif á siglingar milli heimshluta?
Sálfræðingar: Átti skipstjórinn við andleg vandamál að stríða?
Sagnfræðingar: Fundust einhverjar servéttur þar sem einhver hefur krotað sínar hinstu hugsanir?
Viðskiptafræðingar: Voru þeir tryggðir fyrir þessu?
Lögfræðingar: Hvern kærir maður í tilfellum sem þessum?
Félagsfræðingar: Björguðust einhverjar flauelsbuxur?
Stjórnmálafræðingar: Björguðust einhverjar veigar af barnum?
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég sá frétt á vísindavef mbl.is í gær þar sem vísindamenn höfðu verið að velta sér upp úr því að Titanic hafi hugsanlega sokkið hraðar í jómfrúarferðinni 1912 en hingað til hefur verið haldið fram. Þessu nenna vísindamenn að pæla í. Það má velta því fyrir sér með hvaða spurningar vakna hjá fræðimönnum þegar þeir heyra minnst á slysið eftir því í hvaða grein þeir eru. Kíkjum á dæmi:
Verkfræðingar: Hvernig sökk skipið?
Hagfræðingar: Hafði þetta áhrif á siglingar milli heimshluta?
Sálfræðingar: Átti skipstjórinn við andleg vandamál að stríða?
Sagnfræðingar: Fundust einhverjar servéttur þar sem einhver hefur krotað sínar hinstu hugsanir?
Viðskiptafræðingar: Voru þeir tryggðir fyrir þessu?
Lögfræðingar: Hvern kærir maður í tilfellum sem þessum?
Félagsfræðingar: Björguðust einhverjar flauelsbuxur?
Stjórnmálafræðingar: Björguðust einhverjar veigar af barnum?
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, December 06, 2005
Dagur/Fréttablaðið
Já borgarbúum hefur borist himnasending. Maðurinn í þröngu skyrtunum, Dagur B. Eggertsson, "íhugar alvarlega" að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í vor. Eins og gefur að skilja hefur Fréttablaðið verið feykilega spennt yfir þessum tíðindum, enda hefur samband blaðsins við borgarfulltrúann verið ástarsambandi líkast á kjörtímabilinu. "Dagur verður borgarstjóri" fullyrti blaðið sælla minninga um tveimur dögum áður en Steinunn Valdadís varð borgarstjóri. Og nú gerði blaðið sérstaka úttekt á manninum um daginn, en miðað við þá lofræðu þá er síðuhaldari hér kannski á hálum ís með að kalla Dag mannlegann. En það skiptir mig svo sem engu máli hvort Dagur fari í framboð eða ekki, eða hvort Fréttablaðið dýrki hann eða ekki. Það er hins vegar stórkostleg móðgun við lesendur blaðsins þegar í úttektinni er talað um að doðrantarnir þrír sem Dagur skrifaði um Steingrím Hermannsson séu "grundvallarrit í stjórnmálasögu 20. aldarinnar"!!!!! Hvernig er mögulega hægt að komast að slíkri niðurstöðu, að því gefnu að einhver annar en Gummi Steingríms hafi skrifað þetta?
Passið ykkur á myrkrinu.
Já borgarbúum hefur borist himnasending. Maðurinn í þröngu skyrtunum, Dagur B. Eggertsson, "íhugar alvarlega" að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í vor. Eins og gefur að skilja hefur Fréttablaðið verið feykilega spennt yfir þessum tíðindum, enda hefur samband blaðsins við borgarfulltrúann verið ástarsambandi líkast á kjörtímabilinu. "Dagur verður borgarstjóri" fullyrti blaðið sælla minninga um tveimur dögum áður en Steinunn Valdadís varð borgarstjóri. Og nú gerði blaðið sérstaka úttekt á manninum um daginn, en miðað við þá lofræðu þá er síðuhaldari hér kannski á hálum ís með að kalla Dag mannlegann. En það skiptir mig svo sem engu máli hvort Dagur fari í framboð eða ekki, eða hvort Fréttablaðið dýrki hann eða ekki. Það er hins vegar stórkostleg móðgun við lesendur blaðsins þegar í úttektinni er talað um að doðrantarnir þrír sem Dagur skrifaði um Steingrím Hermannsson séu "grundvallarrit í stjórnmálasögu 20. aldarinnar"!!!!! Hvernig er mögulega hægt að komast að slíkri niðurstöðu, að því gefnu að einhver annar en Gummi Steingríms hafi skrifað þetta?
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, December 05, 2005
Munnmælasögur#36
Í tilefni af 50 ára afmæli ekg.is þá verður þessi munnmælasaga tileinkuð honum. Síðuhaldari var að spá í að kveða sér hljóðs og segja hana í afmælinu á föstudaginn en sat á sér þar sem að dagskráin var löng og mikil. En úr því er bætt hér með:
Fyrir nokkrum árum voru Einar og Sigrún á leið í sund í Laugardalslaugina þegar þau verða fyrir því að bílaleigubíll keyrir aftan á þau. Þau stíga út úr bílnum og ræða við manninn sem talaði engilsaxnesku og var afskaplega afslappaður yfir þessu. Spurði bara hvort þau nenntu ekki að segja bílaleigunni frá þessu fyrir sig. Einari féll þessi framkoma nokkuð þungt og spurði manninn á sinni lærðu Essex-ensku af hverju í ósköpunum hann ætti að gera slíkt. Hann þekkti hvorki haus né sporð á manninum. Á þessum tímapunkti finnur Einar að Sigrún gefur honum blíðlegt olnbogaskot eins og hún gerir gjarnan þegar henni finnst hann ekki vera að haga sér skikkanlega. Einar lét sér fátt um finnast og hugsaði sem svo að hann væri búinn að vera manna kurteisastur alla sína ævi, og ætlaði ekki að láta þennan útlending komast upp með neinn moðreyk. Hann skipaði því Bretanum að hitta sig á bílaleigunni sem hann hefði leigt bílinn hjá. Á leiðinni þangað spyr Sigrún Einar hvort hann hafi virkilega ekki þekkt manninn. "Nei" svaraði Einar. "Kannaðistu ekkert við hann?" spurði hún. Einar vildi ekki láta svipta sig stoltinu og muldraði eitthvað að hann hefði kannast eitthvað við sauðasvipinn á honum. "Þessi maður er uppi um alla veggi í herberginu hjá honum Guðfinni," benti Sigrún honum á. Var þá þarna kominn enginn annar en söngvari Blur, Damon Albarn, sem Guðfinnur sonur þeirra hafði tekið í dýrðlingatölu í Hvassaleitinu nokkru fyrr. Það var víst fremur lágt risið á þingmanninum þegar á bílaleiguna var komið og hann hrökklaðist til Bretans til þess að biðja hann um eiginhandaráritun fyrir frumburðinn.
Blogg fólksins óskar Einari og family til hamingju með tímamótin.
Í tilefni af 50 ára afmæli ekg.is þá verður þessi munnmælasaga tileinkuð honum. Síðuhaldari var að spá í að kveða sér hljóðs og segja hana í afmælinu á föstudaginn en sat á sér þar sem að dagskráin var löng og mikil. En úr því er bætt hér með:
Fyrir nokkrum árum voru Einar og Sigrún á leið í sund í Laugardalslaugina þegar þau verða fyrir því að bílaleigubíll keyrir aftan á þau. Þau stíga út úr bílnum og ræða við manninn sem talaði engilsaxnesku og var afskaplega afslappaður yfir þessu. Spurði bara hvort þau nenntu ekki að segja bílaleigunni frá þessu fyrir sig. Einari féll þessi framkoma nokkuð þungt og spurði manninn á sinni lærðu Essex-ensku af hverju í ósköpunum hann ætti að gera slíkt. Hann þekkti hvorki haus né sporð á manninum. Á þessum tímapunkti finnur Einar að Sigrún gefur honum blíðlegt olnbogaskot eins og hún gerir gjarnan þegar henni finnst hann ekki vera að haga sér skikkanlega. Einar lét sér fátt um finnast og hugsaði sem svo að hann væri búinn að vera manna kurteisastur alla sína ævi, og ætlaði ekki að láta þennan útlending komast upp með neinn moðreyk. Hann skipaði því Bretanum að hitta sig á bílaleigunni sem hann hefði leigt bílinn hjá. Á leiðinni þangað spyr Sigrún Einar hvort hann hafi virkilega ekki þekkt manninn. "Nei" svaraði Einar. "Kannaðistu ekkert við hann?" spurði hún. Einar vildi ekki láta svipta sig stoltinu og muldraði eitthvað að hann hefði kannast eitthvað við sauðasvipinn á honum. "Þessi maður er uppi um alla veggi í herberginu hjá honum Guðfinni," benti Sigrún honum á. Var þá þarna kominn enginn annar en söngvari Blur, Damon Albarn, sem Guðfinnur sonur þeirra hafði tekið í dýrðlingatölu í Hvassaleitinu nokkru fyrr. Það var víst fremur lágt risið á þingmanninum þegar á bílaleiguna var komið og hann hrökklaðist til Bretans til þess að biðja hann um eiginhandaráritun fyrir frumburðinn.
Blogg fólksins óskar Einari og family til hamingju með tímamótin.
Vissir þú...?#3
Vissir þú að DV hefur ekki fjallað um að margir íslenskir forstjórar hafi skemmt sér í félagsskap fylgdarkvenna um borð í snekkju á Flórída? Þetta er staðfest í opinberum málaferlum en blað sem fjallar um alla minniháttarskandala á Íslandi lætur þetta ósnert.
Vissir þú að DV hefur ekki fjallað um að margir íslenskir forstjórar hafi skemmt sér í félagsskap fylgdarkvenna um borð í snekkju á Flórída? Þetta er staðfest í opinberum málaferlum en blað sem fjallar um alla minniháttarskandala á Íslandi lætur þetta ósnert.
Sunday, December 04, 2005
Kristinn setur höfuðið undir naglann
Kristinn Hermanns vinur minn virðist hafa verið afskaplega spámannlega vaxinn þegar hann skrifaði um stóra Ólínumálið í MÍ á bloggið sitt í apríl síðastliðnum. Best að rifja upp hluta greinarinnar:
"Mér finnst stóra menntaskólamálið mikið áhyggjuefni en það bendir allt til þess að það sé rétt að byrja. A.m.k. bendir ekkert til þess að lausn sé í sjónmáli. Það eru allir búnir að vera voða passífir og hafa vonað að þetta myndi ganga yfir en annað á eftir að koma á daginn. Næsta stig í málinu er að það verða allir dregnir ofan í skotgrafir og síðan á málið eftir að festast í farinu og verða þar árum saman. Ef einhver von á að vera til þess að svo fari ekki og málið verði leyst, verða menn að halda haukfráum fókus á að lausnin er stjórnunarlegt viðfangsefni enda varð vandinn til innan MÍ en ekki í DV. Vona bara að fólk fari ekki hlaupa upp til handa og fót og kenna þeim um."
Jamm nokkuð merkilegt miðað við það sem gengið hefur á en þegar þetta var ritað voru átökin rétt að byrja. Að ofagreindu má sjá að mikill fengur væri í því fyrir okkur almúgann ef Kristinn myndi leyfa okkar að fá nasasjón af framtíðinni næst þegar hann lítur í kristalskúluna sína. Blogg fólksins skorar hér með á hann að senda síðuhaldara völvuspá 2006 í tölvupósti.
Passið ykkur á myrkrinu.
Kristinn Hermanns vinur minn virðist hafa verið afskaplega spámannlega vaxinn þegar hann skrifaði um stóra Ólínumálið í MÍ á bloggið sitt í apríl síðastliðnum. Best að rifja upp hluta greinarinnar:
"Mér finnst stóra menntaskólamálið mikið áhyggjuefni en það bendir allt til þess að það sé rétt að byrja. A.m.k. bendir ekkert til þess að lausn sé í sjónmáli. Það eru allir búnir að vera voða passífir og hafa vonað að þetta myndi ganga yfir en annað á eftir að koma á daginn. Næsta stig í málinu er að það verða allir dregnir ofan í skotgrafir og síðan á málið eftir að festast í farinu og verða þar árum saman. Ef einhver von á að vera til þess að svo fari ekki og málið verði leyst, verða menn að halda haukfráum fókus á að lausnin er stjórnunarlegt viðfangsefni enda varð vandinn til innan MÍ en ekki í DV. Vona bara að fólk fari ekki hlaupa upp til handa og fót og kenna þeim um."
Jamm nokkuð merkilegt miðað við það sem gengið hefur á en þegar þetta var ritað voru átökin rétt að byrja. Að ofagreindu má sjá að mikill fengur væri í því fyrir okkur almúgann ef Kristinn myndi leyfa okkar að fá nasasjón af framtíðinni næst þegar hann lítur í kristalskúluna sína. Blogg fólksins skorar hér með á hann að senda síðuhaldara völvuspá 2006 í tölvupósti.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, December 03, 2005
Nýtt aðventulag Baggalúts
Baggalútsmenn eru búnir að setja inn nýtt aðventulag hjá sér. Textinn er sniðugur en þetta er samt ekki eins og gott og aðventulagið í fyrra: Kósíheit par exelans. Ég held að ég noti það bara aftur í ár til að koma mér í stemningu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Baggalútsmenn eru búnir að setja inn nýtt aðventulag hjá sér. Textinn er sniðugur en þetta er samt ekki eins og gott og aðventulagið í fyrra: Kósíheit par exelans. Ég held að ég noti það bara aftur í ár til að koma mér í stemningu.
Passið ykkur á myrkrinu.