Monday, February 27, 2006
Sárabótin
United náði sér í smá sárabót í gær með því að vinna deildarbikarinn. Eini sénsinn á titli þetta árið. Ruud á bekknum. Spurning hvort Arsenal verði tilbúnir til að taka hann upp í þegar við kaupum Thierry Henry í sumar! Ég hef í gegnum tíðina verið beðinn nokkrum sinnum um að skrifa fyrir manutd.is. Ég hef tekið að mér að henda einhverju inn á föstudögum í vetur. Sendi síðast frá mér hugleiðingu um söluna á Beckham ef einhver skyldi hafa áhuga á því að glugga í það.
Passið ykkur á myrkrinu.
United náði sér í smá sárabót í gær með því að vinna deildarbikarinn. Eini sénsinn á titli þetta árið. Ruud á bekknum. Spurning hvort Arsenal verði tilbúnir til að taka hann upp í þegar við kaupum Thierry Henry í sumar! Ég hef í gegnum tíðina verið beðinn nokkrum sinnum um að skrifa fyrir manutd.is. Ég hef tekið að mér að henda einhverju inn á föstudögum í vetur. Sendi síðast frá mér hugleiðingu um söluna á Beckham ef einhver skyldi hafa áhuga á því að glugga í það.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 24, 2006
Munnmælasögur#43
Uss hvað er langt síðan að góð munnmælasaga hefur verið látin gossa á þessu annars skemmtilega bloggi. Þessi gerist sumarið 2004 og segir af manni sem Einar bróðir kallar Flemming Jensen smið frá Danmörku. Góða skemmtun.
Orri frá Hjalli ákvað að ljá sveitarfélagi Grundafjarðar starfskrafta sína sumarið 2004. Orri er eftirlitsmaður af lífi og sál og hefur afskaplega næmt auga fyrir því sem miður fer. Hann tók sér stöðu við skrifborð á bæjarskrifstofunni og fylgdist gaumgæfilega með öllum framkvæmdum í bænum, stórum sem smáum. Er Orri var nýkominn til starfa þurfti hann að vera viðstaddur fund út af einhverju verki. Var honum boðið að rita fundargerð og þáði hann það án þess að hugsa sig um, þó svo að fundargerð hefði hann aldrei ritað á ævinni. Sagðist bara vera vanur maður eins og Þór og Danni hér forðum. Orra leiðist einhver ósköp á þessum fundi, missir fljótlega þráðinn og lætur hugann reika. Rætt var um verkið í rúman klukkutíma og Orri skilar af sér þykkri og ítarlegri fundargerð. Síðar kom upp úr krafsinu að fundargerðin snérist bara akkúrat ekkert um þá umræðu sem átt hafði sér stað um verkið, enda hafði kappinn takmarkaðann áhuga á því. Hann hafði því bara skrifað einhver reiðinnar bísn um litina á veggjunum og meðlætið með kaffinu. Einhverjum ævintýrum hefur hann sennilega fléttað inn í fundargerðina til þess að lengja hana. Þessi fundargerð er vægast sagt fræg í Grundarfirði en lesið er upp úr henni árlega þegar bæjarbúar blóta þorra. Einn af fyrrum vinnufélögum Orra geymir hana á náttborðinu hjá sér og gluggar í hana fyrir svefninn, enda ekki amalegt að sofna út frá ævintýrum Rauðhettu.
Uss hvað er langt síðan að góð munnmælasaga hefur verið látin gossa á þessu annars skemmtilega bloggi. Þessi gerist sumarið 2004 og segir af manni sem Einar bróðir kallar Flemming Jensen smið frá Danmörku. Góða skemmtun.
Orri frá Hjalli ákvað að ljá sveitarfélagi Grundafjarðar starfskrafta sína sumarið 2004. Orri er eftirlitsmaður af lífi og sál og hefur afskaplega næmt auga fyrir því sem miður fer. Hann tók sér stöðu við skrifborð á bæjarskrifstofunni og fylgdist gaumgæfilega með öllum framkvæmdum í bænum, stórum sem smáum. Er Orri var nýkominn til starfa þurfti hann að vera viðstaddur fund út af einhverju verki. Var honum boðið að rita fundargerð og þáði hann það án þess að hugsa sig um, þó svo að fundargerð hefði hann aldrei ritað á ævinni. Sagðist bara vera vanur maður eins og Þór og Danni hér forðum. Orra leiðist einhver ósköp á þessum fundi, missir fljótlega þráðinn og lætur hugann reika. Rætt var um verkið í rúman klukkutíma og Orri skilar af sér þykkri og ítarlegri fundargerð. Síðar kom upp úr krafsinu að fundargerðin snérist bara akkúrat ekkert um þá umræðu sem átt hafði sér stað um verkið, enda hafði kappinn takmarkaðann áhuga á því. Hann hafði því bara skrifað einhver reiðinnar bísn um litina á veggjunum og meðlætið með kaffinu. Einhverjum ævintýrum hefur hann sennilega fléttað inn í fundargerðina til þess að lengja hana. Þessi fundargerð er vægast sagt fræg í Grundarfirði en lesið er upp úr henni árlega þegar bæjarbúar blóta þorra. Einn af fyrrum vinnufélögum Orra geymir hana á náttborðinu hjá sér og gluggar í hana fyrir svefninn, enda ekki amalegt að sofna út frá ævintýrum Rauðhettu.
Heimilistækja-hljómsveitin Hurra Torpedo
Í færslu þann 4. apríl 2005 sagði síðuhaldari frá hljómsveitinni Hurra Torpedo þar sem lamdar voru eldavélar af miklum móð. Var því haldið fram að þessir snillingar væru sænskir en þeir munu víst vera norskir. Potato - Potato. Er búinn að komast yfir vefsíðu hljómsveitarinnar. Ekki ber á öðru en að þeir hafi túrað um Bandaríkin á síðasta ári.
Passið ykkur á myrkrinu.
Í færslu þann 4. apríl 2005 sagði síðuhaldari frá hljómsveitinni Hurra Torpedo þar sem lamdar voru eldavélar af miklum móð. Var því haldið fram að þessir snillingar væru sænskir en þeir munu víst vera norskir. Potato - Potato. Er búinn að komast yfir vefsíðu hljómsveitarinnar. Ekki ber á öðru en að þeir hafi túrað um Bandaríkin á síðasta ári.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, February 23, 2006
Orðrétt
"Ég brá mér í kvikmyndahús á dögunum til að berja augum nýjan vestra sem mikið hefur verið látið með. Ég hugsaði mér gott til glóðar því æði langt er síðan almennilega kábojamynd hefur rekið hér á fjörur. Raunar var ég strax efins um hæfi leikstjórans Ang Lee til að skila hörðum heimi kúreksturs og skamm byssukúnsta á hvíta tjaldið, en hann hefur á samviskunni bæði baðsloppahörmungina 'Tígur í hnipri, dreki að fela sig' og afspyrnuherfilega ævisögu grængriðungsins Húlks. Þá hefði mig nú einnig mátt gruna ýmislegt þar sem handritið var byggt á smásögu eftir einhverja kerlingarálft, hverrar helsta afrek mun hafa verið að fá sögu sína Skipatíðindi kvikmyndaða af sænska ömurðarpésanum Lasse Hallström."
-Úr kvikmyndagagnrýni Baggalúts.
"Ég brá mér í kvikmyndahús á dögunum til að berja augum nýjan vestra sem mikið hefur verið látið með. Ég hugsaði mér gott til glóðar því æði langt er síðan almennilega kábojamynd hefur rekið hér á fjörur. Raunar var ég strax efins um hæfi leikstjórans Ang Lee til að skila hörðum heimi kúreksturs og skamm byssukúnsta á hvíta tjaldið, en hann hefur á samviskunni bæði baðsloppahörmungina 'Tígur í hnipri, dreki að fela sig' og afspyrnuherfilega ævisögu grængriðungsins Húlks. Þá hefði mig nú einnig mátt gruna ýmislegt þar sem handritið var byggt á smásögu eftir einhverja kerlingarálft, hverrar helsta afrek mun hafa verið að fá sögu sína Skipatíðindi kvikmyndaða af sænska ömurðarpésanum Lasse Hallström."
-Úr kvikmyndagagnrýni Baggalúts.
Wednesday, February 22, 2006
París#2
Hápunktur Parísarferðinnar var heimsókn í kirkjugarð einn í borginni. Þangað fór síðuhaldari til þess að votta Jim Morrisson virðingu sína eins og ferðamenn gera í stórum stíl. Einn hafði skilið eftir flösku af XO koníaki hjá honum og einhverjir höfðu skilið eftir sígarettur á leiðinu. Reyndar er leiði Jims það eina í garðinum sem er girt af, líklega vegna mikils ágangs. Þarna hefur hann hvílt síðan 71 ef ég man rétt en engu að síður var allt morandi í nýjum blómum við legsteininn. Sömu sögu er að segja af leiði Edith Piaf og Oscars Wilde sem síðuhaldari heimsótti einnig. Þessi garður er álíka stór og Bolungarvík og þar hvíla ósköpin öll af frægu fólki. Raunar er skilti þegar maður mætir á staðinn sem sýnir hvar um 100 þekktir einstaklingar hvíla. Eftir að ég hafði yfirgefið Jim sendi hann mér örstutt skilaboð en þá skall skyndilega á haglél í svona 5 mínútur. Fram að þessu hafði dagurinn verið bjartur og varð það einnig strax að élinni lokinni. Fékk mér eitt Viskíglas um kvöldið til heiðurs Jim á einhverjum brasilískum resturant sem John Malkovich frekventerar þegar hann er í borginni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hápunktur Parísarferðinnar var heimsókn í kirkjugarð einn í borginni. Þangað fór síðuhaldari til þess að votta Jim Morrisson virðingu sína eins og ferðamenn gera í stórum stíl. Einn hafði skilið eftir flösku af XO koníaki hjá honum og einhverjir höfðu skilið eftir sígarettur á leiðinu. Reyndar er leiði Jims það eina í garðinum sem er girt af, líklega vegna mikils ágangs. Þarna hefur hann hvílt síðan 71 ef ég man rétt en engu að síður var allt morandi í nýjum blómum við legsteininn. Sömu sögu er að segja af leiði Edith Piaf og Oscars Wilde sem síðuhaldari heimsótti einnig. Þessi garður er álíka stór og Bolungarvík og þar hvíla ósköpin öll af frægu fólki. Raunar er skilti þegar maður mætir á staðinn sem sýnir hvar um 100 þekktir einstaklingar hvíla. Eftir að ég hafði yfirgefið Jim sendi hann mér örstutt skilaboð en þá skall skyndilega á haglél í svona 5 mínútur. Fram að þessu hafði dagurinn verið bjartur og varð það einnig strax að élinni lokinni. Fékk mér eitt Viskíglas um kvöldið til heiðurs Jim á einhverjum brasilískum resturant sem John Malkovich frekventerar þegar hann er í borginni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
"Samfylkingin hefur verið í fararbroddi fyrir því að krefjast þess að sett verði lög um fjármál stjórnmálaflokka. Því er ástæða til að gera þær kröfur til frambjóðenda Samfylkingarinnar að þeir birti opinberlega útgjöld og tekjur vegna prófkjörsins og hverjir hafa veitt þeim fjárhagsstuðning."
-Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður á heimasíðu sinni 13. febrúar 2006.
"Samfylkingin hefur verið í fararbroddi fyrir því að krefjast þess að sett verði lög um fjármál stjórnmálaflokka. Því er ástæða til að gera þær kröfur til frambjóðenda Samfylkingarinnar að þeir birti opinberlega útgjöld og tekjur vegna prófkjörsins og hverjir hafa veitt þeim fjárhagsstuðning."
-Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður á heimasíðu sinni 13. febrúar 2006.
Gengið talað niður
Sjávarútvegsráðherra er búinn að tala gengið niður. Krónan hefur lækkað um 9% á síðasta sólarhring. Mikill er máttur ráðherrans. Geri aðrir betur. Þó þetta sé gott fyrir sjávarútveginn og útflutningsgreinar þá er þetta ekki heppilegt fyrir fólk í gjaldeyrisviðskiptum, en það er ekki hægt að gera öllum til hæfis.
Passið ykkur á myrkrinu.
Sjávarútvegsráðherra er búinn að tala gengið niður. Krónan hefur lækkað um 9% á síðasta sólarhring. Mikill er máttur ráðherrans. Geri aðrir betur. Þó þetta sé gott fyrir sjávarútveginn og útflutningsgreinar þá er þetta ekki heppilegt fyrir fólk í gjaldeyrisviðskiptum, en það er ekki hægt að gera öllum til hæfis.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 21, 2006
Orðrétt
"Það er betra að sjá eftir einhverju sem maður gerir en að sjá eftir einhverju sem maður gerir ekki."
-Körfuknattleiksmaðurinn Helgi Guðfinnsson í Morgunblaðinu í gær.
"Það er betra að sjá eftir einhverju sem maður gerir en að sjá eftir einhverju sem maður gerir ekki."
-Körfuknattleiksmaðurinn Helgi Guðfinnsson í Morgunblaðinu í gær.
Íþróttamaður ársins
Um daginn var tilkynnt að íþróttamenn þyrftu ekki lengur að stunda íþrótt sína frá Bolungarvík til þess að koma til greina sem íþróttamenn ársins í bænum. Er þetta vel til fundið að mínu mati. Svo framarlega sem þetta verði bundið við fólk sem býr annars staðar en kemur frá Bolungarvík. Ég geri nú ráð fyrir því að svo verði. Á handboltaárum mínum var ég eitt sinn tilnefndur sem íþróttamaður ársins á Ísafirði en ekki í Bolungarvík. Kannski fékk ég ekki tilnefningu í Víkinni vegna hinna eldri reglna en hugsanlega áttu Bolvíkingar fleiri framúrskarandi íþróttamenn en Ísfirðingar þetta árið. Í þessum vangaveltum er rétt að óska Gunnari Má frænda mínum til hamingju með kjörið.
Passið ykkur á myrkrinu.
Um daginn var tilkynnt að íþróttamenn þyrftu ekki lengur að stunda íþrótt sína frá Bolungarvík til þess að koma til greina sem íþróttamenn ársins í bænum. Er þetta vel til fundið að mínu mati. Svo framarlega sem þetta verði bundið við fólk sem býr annars staðar en kemur frá Bolungarvík. Ég geri nú ráð fyrir því að svo verði. Á handboltaárum mínum var ég eitt sinn tilnefndur sem íþróttamaður ársins á Ísafirði en ekki í Bolungarvík. Kannski fékk ég ekki tilnefningu í Víkinni vegna hinna eldri reglna en hugsanlega áttu Bolvíkingar fleiri framúrskarandi íþróttamenn en Ísfirðingar þetta árið. Í þessum vangaveltum er rétt að óska Gunnari Má frænda mínum til hamingju með kjörið.
Passið ykkur á myrkrinu.
París#1
Síðuhaldari brá sér frá til París á miðvikudaginn til þess að kynna sér franskar bloggsíður og nýjungar í bloggheiminum. Lesendur fengu því frí á meðan. Úr því verður bætt á næstu dögum með því að veita ykkur innsýn í franskt mannlíf. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Frakkar eru sturlaðir í litlu hauskúpunum sínum. Ég er nú orðinn sérfræðingur í parísku metrói og gæti kennt á metróið í París í einhverjum háskólum. Einn daginn sat rosalega bilaður maður á móti mér í metróinu. Þegar hann starði á mig þá blikkaði hann ekki. Blikkaði bara aldrei augunum. Ef fólk blikkar ekki augunum þá er eitthvað að gerast.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari brá sér frá til París á miðvikudaginn til þess að kynna sér franskar bloggsíður og nýjungar í bloggheiminum. Lesendur fengu því frí á meðan. Úr því verður bætt á næstu dögum með því að veita ykkur innsýn í franskt mannlíf. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Frakkar eru sturlaðir í litlu hauskúpunum sínum. Ég er nú orðinn sérfræðingur í parísku metrói og gæti kennt á metróið í París í einhverjum háskólum. Einn daginn sat rosalega bilaður maður á móti mér í metróinu. Þegar hann starði á mig þá blikkaði hann ekki. Blikkaði bara aldrei augunum. Ef fólk blikkar ekki augunum þá er eitthvað að gerast.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 14, 2006
Pólitíkin og poppið skarast
Með hliðsjón af þessari frétt er sperning hvort Sturla Böðvarsson skammi Nælon-stelpurnar fyrir að horfa ekki til beggja hliða áður en þeir leiða gamlingjana* yfir göturnar (*þ.e. mennina sína).
Passið ykkur á myrkrinu.
Með hliðsjón af þessari frétt er sperning hvort Sturla Böðvarsson skammi Nælon-stelpurnar fyrir að horfa ekki til beggja hliða áður en þeir leiða gamlingjana* yfir göturnar (*þ.e. mennina sína).
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, February 13, 2006
Ein sveifla - einn bíll
Fór á golfsýninguna á Nordica í gær. Hitti marga sem ég þekki þar. Á sýningunni var hægt að reyna við holu í höggi í golfhermi og vinna sér inn bifreið. Það var maður við mann í klukkutíma að reyna við þetta en bíllinn fór ekki út. Það voru hins vegar veitt sárabótarverðlaun fyrir þann sem komst næstur því að aka heim á verðlaununum. Og viti menn - síðuhaldari var næstur holu; 149 cm hægra megin við holuna. Brautin var 165m löng og reif síðuhaldari upp 5 járnið til verksins. Í verðlaun var golfpoki, svokallaður burðarpoki frá Golfbúðinni Hafnarfirði. Það versta við þetta var að félagarnir, Röggi pensill, Jón frá Seljanesi og Orri frá Hjalli höfðu nýverið yfirgefið salinn þegar höggið reið af.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fór á golfsýninguna á Nordica í gær. Hitti marga sem ég þekki þar. Á sýningunni var hægt að reyna við holu í höggi í golfhermi og vinna sér inn bifreið. Það var maður við mann í klukkutíma að reyna við þetta en bíllinn fór ekki út. Það voru hins vegar veitt sárabótarverðlaun fyrir þann sem komst næstur því að aka heim á verðlaununum. Og viti menn - síðuhaldari var næstur holu; 149 cm hægra megin við holuna. Brautin var 165m löng og reif síðuhaldari upp 5 járnið til verksins. Í verðlaun var golfpoki, svokallaður burðarpoki frá Golfbúðinni Hafnarfirði. Það versta við þetta var að félagarnir, Röggi pensill, Jón frá Seljanesi og Orri frá Hjalli höfðu nýverið yfirgefið salinn þegar höggið reið af.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, February 11, 2006
Orðrétt
"Stór dagur í persónulegri rótarbjórsögu minni í dag. Níu kílóa kassi barst frá USA með 24 mismunandi rótarbjórstegundum, þar af bara 2 sem ég hef þegar smakkað. Framundan er gríðarlegt smökkunar/átak, sem fer þannig fram að ég fæ ekki að drekka úr flösku fyrr en vigtin hefur þokast niður um ákveðið mikið. Þetta er vissulega furðulegt kerfi, svona álíka og ef alki myndi launa sér bindindi á vikufresti með því að detta íða, en hvað, þetta virkar alveg fyrir mig. Þó enginn hafi minnsta áhuga (það er mín reynsla að 9 af 10 finnst rótarbjór ógeðslegur - kvefmixtúra og tannkrem eru lýsingarorð sem oftast heyrast) þá er ég að hugsa um að stofna sérstaka gosdrykkjasíðu þar sem stjörnugjöfum mun rigna yfir bæði algenga og óalgenga drykki. Gosdrykkjasíða Dr. Gunna heitir hún."
-Dr.Gunni þann 2. febrúar 2006 á heimasíðu sinni.
"Stór dagur í persónulegri rótarbjórsögu minni í dag. Níu kílóa kassi barst frá USA með 24 mismunandi rótarbjórstegundum, þar af bara 2 sem ég hef þegar smakkað. Framundan er gríðarlegt smökkunar/átak, sem fer þannig fram að ég fæ ekki að drekka úr flösku fyrr en vigtin hefur þokast niður um ákveðið mikið. Þetta er vissulega furðulegt kerfi, svona álíka og ef alki myndi launa sér bindindi á vikufresti með því að detta íða, en hvað, þetta virkar alveg fyrir mig. Þó enginn hafi minnsta áhuga (það er mín reynsla að 9 af 10 finnst rótarbjór ógeðslegur - kvefmixtúra og tannkrem eru lýsingarorð sem oftast heyrast) þá er ég að hugsa um að stofna sérstaka gosdrykkjasíðu þar sem stjörnugjöfum mun rigna yfir bæði algenga og óalgenga drykki. Gosdrykkjasíða Dr. Gunna heitir hún."
-Dr.Gunni þann 2. febrúar 2006 á heimasíðu sinni.
Friday, February 10, 2006
Munnmælasögur#42
Saga númer 42 er skemmtileg en Gunnar Hallsson varð vitni að þessari á Shell-skálanum fyrir mörgum árum, og Gummi sagði hana á þorrablótinu á laugardaginn. Maggi Sigurjóns múrari og Marínó voru eitt sinn staddir á Shell-skálanum þegar Siggi Sveina heitinn, Maggi Hans og Carlos koma labbandi eftir sandveginum. Marínó spyr: "Hvaða menn eru þetta sem koma þarna eftir sandveginum?" Maggi svarar með sínu nefi: "Sérðu það ekki? Þetta eru Losin þrjú!" "Losin þrjú! Hvað áttu við?" spyr Marínó forviða. Ekki stóð á svarinu hjá Magga: "Jú sjáðu til, Carlos, Maggi er með brjósklos og pabbi - hann er með hárlos!!!"
Saga númer 42 er skemmtileg en Gunnar Hallsson varð vitni að þessari á Shell-skálanum fyrir mörgum árum, og Gummi sagði hana á þorrablótinu á laugardaginn. Maggi Sigurjóns múrari og Marínó voru eitt sinn staddir á Shell-skálanum þegar Siggi Sveina heitinn, Maggi Hans og Carlos koma labbandi eftir sandveginum. Marínó spyr: "Hvaða menn eru þetta sem koma þarna eftir sandveginum?" Maggi svarar með sínu nefi: "Sérðu það ekki? Þetta eru Losin þrjú!" "Losin þrjú! Hvað áttu við?" spyr Marínó forviða. Ekki stóð á svarinu hjá Magga: "Jú sjáðu til, Carlos, Maggi er með brjósklos og pabbi - hann er með hárlos!!!"
Thursday, February 09, 2006
Er endalaus eftirspurn eftir Ellerti?
Ellert B. Schram er sérstakur fugl. Hann er einn af þeim sem vart virðist mega á sér bæra án þess að þá hópist að honum aðdáendur sem hvetji hann til þess að gefa kost á sér í hin og þessi embætti, helst sem flest auðvitað. Það er nánast alveg sama hvaða kosningar eru í deiglunni, ávallt dúkkar Ellert upp í fjölmiðlum með það á vörunum hversu margir hafi nú komið að máli við sig og beðið hann um að gefa kost á sér. Um þetta eru fjölmörg dæmi úr alþingis, sveitastjórna og forsetakosningum. Aldrei verð ég var við neinn annan en Ellert tala um hina miklu eftirspurn eftir sér, en það er kannski eftirtektarleysi hjá mér. Ég hef svo sem skrifað um þetta áður á þessu annars ágæta bloggi, en ástæðan fyrir því að ég tek þetta aftur upp núna er sú, að Ellert er enn við sama heygarðshornið*. (*sjá orðskýringar Magnúsar Pálma umboðsmanns Nasdaq). Ég get ekki betur séð en að nýjasta afrek Ellerts sé að senda frá sér fréttatilkynningu með ekki frétt! Þar kemur fram, sem hefur reyndar áður komið fram, að hann sé EKKI í framboði til áframhaldandi forsetasetu hjá ÍSÍ. En hann gleymir þó auðvitað ekki að taka fram að fjölmargir hafi vitanlega komið að máli við sig og grátbeðið sig um að halda áfram, íþróttalífi heimskringlunnar til heilla. Þó ekki væri nema bara til þess að draga aðeins úr því umboði sem eftirmaður hans mun fá til starfans. En fyrst ég er að tala um Ellert á annað borð, þá virðist það ekki eiga að fara á milli mála hvern Schram-ættin styður til forystu hjá Samfylkingunni í borginni. Ellert, Magnús Orri og Bryndís eru nefnilega öll með komment á síðu Dags Bergþórusonar Eggertssonar, þar sem þau heita honum stuðningi sínum. Ef einhverjir kannast ekki við Bryndísi Schram, þá hefur hún skipað 50% af dúettunum Þórður og Bryndís, og Jón Baldvin og Bryndís. Fyrir þá sem ekki muna, þá var Jón þessi formaður Alþýðuflokksins sáluga í áraraðir. En þau hjónin hafa auðvitað ekki verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum núna í einhverja þrjá, fjóra daga.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ellert B. Schram er sérstakur fugl. Hann er einn af þeim sem vart virðist mega á sér bæra án þess að þá hópist að honum aðdáendur sem hvetji hann til þess að gefa kost á sér í hin og þessi embætti, helst sem flest auðvitað. Það er nánast alveg sama hvaða kosningar eru í deiglunni, ávallt dúkkar Ellert upp í fjölmiðlum með það á vörunum hversu margir hafi nú komið að máli við sig og beðið hann um að gefa kost á sér. Um þetta eru fjölmörg dæmi úr alþingis, sveitastjórna og forsetakosningum. Aldrei verð ég var við neinn annan en Ellert tala um hina miklu eftirspurn eftir sér, en það er kannski eftirtektarleysi hjá mér. Ég hef svo sem skrifað um þetta áður á þessu annars ágæta bloggi, en ástæðan fyrir því að ég tek þetta aftur upp núna er sú, að Ellert er enn við sama heygarðshornið*. (*sjá orðskýringar Magnúsar Pálma umboðsmanns Nasdaq). Ég get ekki betur séð en að nýjasta afrek Ellerts sé að senda frá sér fréttatilkynningu með ekki frétt! Þar kemur fram, sem hefur reyndar áður komið fram, að hann sé EKKI í framboði til áframhaldandi forsetasetu hjá ÍSÍ. En hann gleymir þó auðvitað ekki að taka fram að fjölmargir hafi vitanlega komið að máli við sig og grátbeðið sig um að halda áfram, íþróttalífi heimskringlunnar til heilla. Þó ekki væri nema bara til þess að draga aðeins úr því umboði sem eftirmaður hans mun fá til starfans. En fyrst ég er að tala um Ellert á annað borð, þá virðist það ekki eiga að fara á milli mála hvern Schram-ættin styður til forystu hjá Samfylkingunni í borginni. Ellert, Magnús Orri og Bryndís eru nefnilega öll með komment á síðu Dags Bergþórusonar Eggertssonar, þar sem þau heita honum stuðningi sínum. Ef einhverjir kannast ekki við Bryndísi Schram, þá hefur hún skipað 50% af dúettunum Þórður og Bryndís, og Jón Baldvin og Bryndís. Fyrir þá sem ekki muna, þá var Jón þessi formaður Alþýðuflokksins sáluga í áraraðir. En þau hjónin hafa auðvitað ekki verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum núna í einhverja þrjá, fjóra daga.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fasteignasjónvarpið fyrir vestan
Í dag eru tveir kappar frá Fasteignasjónvarpinu að taka upp fyrir vestan, aðallega á Ísafirði. Þættirnir verða eftir eina til tvær vikur væntanlega. Það verður hressandi að sjá villta vestrið í sjónvarpinu. Annars er draumurinn að fá að taka upp kynningu af Hjallinum víðfræga í Borgarnesi. Ég þykist vita að margir séu spenntir fyrir því sjónvarpsefni. Ef samningar skyldu nást við Orra Örn útgerðarbónda í Borgarfirði þá veit ég að Jón Steinar býður knattspyrnuliði sínu heim í sjónvarpsgláp og poppát. Hjallinn í Fasteignasjónvarpið - ekkert annað.
Passið ykkur á myrkrinu.
Í dag eru tveir kappar frá Fasteignasjónvarpinu að taka upp fyrir vestan, aðallega á Ísafirði. Þættirnir verða eftir eina til tvær vikur væntanlega. Það verður hressandi að sjá villta vestrið í sjónvarpinu. Annars er draumurinn að fá að taka upp kynningu af Hjallinum víðfræga í Borgarnesi. Ég þykist vita að margir séu spenntir fyrir því sjónvarpsefni. Ef samningar skyldu nást við Orra Örn útgerðarbónda í Borgarfirði þá veit ég að Jón Steinar býður knattspyrnuliði sínu heim í sjónvarpsgláp og poppát. Hjallinn í Fasteignasjónvarpið - ekkert annað.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, February 08, 2006
Á grenjandi siglingu inn í 21. öldina
Það hlaut að koma að því. Þessu er ég búinn að bíða lengi eftir. Þetta er eitthvað sem á heima á 21. öldinni. Það sér hver heilvita maður í hendi sér að hafragrautur er of flókin matseld fyrir venjulegt fólk. Tala nú ekki um morgunsvæft venjulegt fólk. Nú er lausnin loksins komin í supermarkaðina: Örbylgjuhafragrautur. Ég get borið vitni um það að örbylgjuofn er mjög þarft heimilistæki, hvort sem er fyrir einfaldari eða flóknari matargerð. Nú skilst mér að hægt sé að henda hafragrautnum inn í örbylgju og málið dautt. Ekki dytt mér til hugar að reyna að elda hafragraut bara alveg frá a-ö. Lífið er alltaf að verða auðveldara og einfaldara.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það hlaut að koma að því. Þessu er ég búinn að bíða lengi eftir. Þetta er eitthvað sem á heima á 21. öldinni. Það sér hver heilvita maður í hendi sér að hafragrautur er of flókin matseld fyrir venjulegt fólk. Tala nú ekki um morgunsvæft venjulegt fólk. Nú er lausnin loksins komin í supermarkaðina: Örbylgjuhafragrautur. Ég get borið vitni um það að örbylgjuofn er mjög þarft heimilistæki, hvort sem er fyrir einfaldari eða flóknari matargerð. Nú skilst mér að hægt sé að henda hafragrautnum inn í örbylgju og málið dautt. Ekki dytt mér til hugar að reyna að elda hafragraut bara alveg frá a-ö. Lífið er alltaf að verða auðveldara og einfaldara.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 07, 2006
Orðrétt
"Lauslætið er okkar hefð. Ég hef enn ekki lent í því erlendis að kona ráðist á mig á bar og reki tunguna upp í mig."
-Hallgrímur Helgason rithöfundur í viðtali við Mannlíf í nóvember 1995.
"Lauslætið er okkar hefð. Ég hef enn ekki lent í því erlendis að kona ráðist á mig á bar og reki tunguna upp í mig."
-Hallgrímur Helgason rithöfundur í viðtali við Mannlíf í nóvember 1995.
Vestfirðir í Perlunni
Vestfirðir eru á leiðinni í Perluna á ný, þ.e.a.s sýningin Perlan Vestfirðir verður í Perlunni í maí samkvæmt bb.is. Ég skellti mér á sýninguna þegar hún var haldin 2002 og var hrifinn af uppátækinu. Þá var gífurlega vel mætt og fékk sýningin heilmikla athygli. Slagorðið fyrir Bolungarvík og myndin sem því fylgdi stakk mig þó alltaf. Ég leyfi mér alveg að hafa skoðun á því eins og öðru. Myndin var drungaleg vetrarmynd af Óshlíðinni, þar sem Krossinn sést vel. Það má vera að eðlilegt geti talist að birta þarna raunsanna mynd, þ.e.a.s svona er vegurinn gjarnan út í Vík á veturna. En þegar slagorðinu: "Bolungarvík-endastöð sem kemur á óvart" er bætt við, þá kemur þetta út eins og búið sé að finna þriðja valkostinn við himnaríki og helvíti. Myndin og slagorðið hefðu hugsanlega getað gengið í sitt hvoru lagi, en saman fannst mér þetta bara ekki ganga. Ef ég man rétt urðu nú einhverjar umræður um þetta á sínum tíma og hafði fólk á þessu ýmsar skoðanir sem er ágætt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Vestfirðir eru á leiðinni í Perluna á ný, þ.e.a.s sýningin Perlan Vestfirðir verður í Perlunni í maí samkvæmt bb.is. Ég skellti mér á sýninguna þegar hún var haldin 2002 og var hrifinn af uppátækinu. Þá var gífurlega vel mætt og fékk sýningin heilmikla athygli. Slagorðið fyrir Bolungarvík og myndin sem því fylgdi stakk mig þó alltaf. Ég leyfi mér alveg að hafa skoðun á því eins og öðru. Myndin var drungaleg vetrarmynd af Óshlíðinni, þar sem Krossinn sést vel. Það má vera að eðlilegt geti talist að birta þarna raunsanna mynd, þ.e.a.s svona er vegurinn gjarnan út í Vík á veturna. En þegar slagorðinu: "Bolungarvík-endastöð sem kemur á óvart" er bætt við, þá kemur þetta út eins og búið sé að finna þriðja valkostinn við himnaríki og helvíti. Myndin og slagorðið hefðu hugsanlega getað gengið í sitt hvoru lagi, en saman fannst mér þetta bara ekki ganga. Ef ég man rétt urðu nú einhverjar umræður um þetta á sínum tíma og hafði fólk á þessu ýmsar skoðanir sem er ágætt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, February 06, 2006
Orðrétt
"Þegar ljóst var að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færi gegn Össuri Skarphéðinssyni í formannskjöri í Samfylkingunni setti Össur upp bloggsíðu sem hann af örlæti sínu kenndi við keppinautana í formannskjörinu, www.ossur.hexia.net. Síðan hefur Össur bloggað reglulega. Að daglegu bloggi loknu sendir Össur svo jafnan fréttatilkynningu á helstu fjölmiðla um að Össur Skarphéðinsson hafi bloggað. Í nótt sem leið hafði Össur miklar áhyggjur af því að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd væri orðinn ritstjóri dagblaðs. Blaðið getur ekki talist hlutlaust og óháð með slíkan ritstjóra segir Össur. Er þetta ekki sami Össur og var þingmaður á meðan hann var ritstjóri DV á árunum 1997 til 1998? Um þær mundir lýsti DV því yfir á forsíðu að það væri „frjálst og óháð“ blað. Fréttablaðið hefur hins vegar eðli máls samkvæmt aldrei reynt að sannfæra fólk um að það sé frjálst og óháð og engum hefur dottið í hug að gera kröfu um slíkt. Hvort er nú líklega til að hafa áhrif á ritstjóra; að hann er þingmaður stjórnmálaflokks eða nefndarmaður tilnefndur af stjórnmálaflokki? En það er líklega rétt hjá Össuri að þingmannsferill hans er léttvægari en venjuleg nefndarseta."
-Vef-þjóðviljinn www.andriki.is þann 3. febrúar 2006.
"Þegar ljóst var að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir færi gegn Össuri Skarphéðinssyni í formannskjöri í Samfylkingunni setti Össur upp bloggsíðu sem hann af örlæti sínu kenndi við keppinautana í formannskjörinu, www.ossur.hexia.net. Síðan hefur Össur bloggað reglulega. Að daglegu bloggi loknu sendir Össur svo jafnan fréttatilkynningu á helstu fjölmiðla um að Össur Skarphéðinsson hafi bloggað. Í nótt sem leið hafði Össur miklar áhyggjur af því að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd væri orðinn ritstjóri dagblaðs. Blaðið getur ekki talist hlutlaust og óháð með slíkan ritstjóra segir Össur. Er þetta ekki sami Össur og var þingmaður á meðan hann var ritstjóri DV á árunum 1997 til 1998? Um þær mundir lýsti DV því yfir á forsíðu að það væri „frjálst og óháð“ blað. Fréttablaðið hefur hins vegar eðli máls samkvæmt aldrei reynt að sannfæra fólk um að það sé frjálst og óháð og engum hefur dottið í hug að gera kröfu um slíkt. Hvort er nú líklega til að hafa áhrif á ritstjóra; að hann er þingmaður stjórnmálaflokks eða nefndarmaður tilnefndur af stjórnmálaflokki? En það er líklega rétt hjá Össuri að þingmannsferill hans er léttvægari en venjuleg nefndarseta."
-Vef-þjóðviljinn www.andriki.is þann 3. febrúar 2006.
Árás á NATO-ríki?
Vegna atburðanna í Sýrulandi þegar kveikt var í sendiráðum Dana og Norðmanna þá hef ég verið að velta dálitlu fyrir mér. Sendiráð eru svo gott sem heilög í alþjóðastjórnmálum, eru sér landamæri og allt það. Þegar kveikt er í sendiráði er þá ekki óhætt að túlka það sem árás á viðkomandi ríki? Nú eru bæði Danir og Norðmenn í NATO og samkvæmt stofnsáttmála NATO jafngildir árás á eitt ríki (svo ekki sé nú talað um tvö) árás á þau öll. Var hér um árás á NATO-ríki að ræða eða voru þarna á ferðinni svekktir stuðningsmenn íslenska handboltaliðsins?
Passið ykkur á myrkrinu.
Vegna atburðanna í Sýrulandi þegar kveikt var í sendiráðum Dana og Norðmanna þá hef ég verið að velta dálitlu fyrir mér. Sendiráð eru svo gott sem heilög í alþjóðastjórnmálum, eru sér landamæri og allt það. Þegar kveikt er í sendiráði er þá ekki óhætt að túlka það sem árás á viðkomandi ríki? Nú eru bæði Danir og Norðmenn í NATO og samkvæmt stofnsáttmála NATO jafngildir árás á eitt ríki (svo ekki sé nú talað um tvö) árás á þau öll. Var hér um árás á NATO-ríki að ræða eða voru þarna á ferðinni svekktir stuðningsmenn íslenska handboltaliðsins?
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 03, 2006
Orðrétt
"Var á tónlistarhátíðinni í gær, mjög gaman þar. Ég fékk að kinna myndband ársins og hver fékk það nema aðal söngkonan hún Emiliana Torini. Hún er frábær, geðveikur söngvari og frábær lagahöfundur. Til hamingju. Allavegana þá vorum við Rúna ekki með sæti í salnum og sátum mest uppá bar, svo urðum við eitthvað eriðarlaus og röltum aðeins um þjóðleikhúsið, þar eru milljón gangar og herbergi, mjög skemtilegt völundar-hús... allavega þá settumst við bara niður þarna á einum stað og fórum á nett trúnó. Svo þegar við komum aftur niður á barinn þá hrópuðu nokkrir ´´hvar varst þú!!´´ þá hafði ég bara mist af aðal-verðlaununum, valinn af almenningi sem besti flytjandinn, það verður ekki flottara.. Takk kærlega fyrir mig, snilld."
-Mugison á heimasíðu sinni þann 26. janúar 2006.
"Var á tónlistarhátíðinni í gær, mjög gaman þar. Ég fékk að kinna myndband ársins og hver fékk það nema aðal söngkonan hún Emiliana Torini. Hún er frábær, geðveikur söngvari og frábær lagahöfundur. Til hamingju. Allavegana þá vorum við Rúna ekki með sæti í salnum og sátum mest uppá bar, svo urðum við eitthvað eriðarlaus og röltum aðeins um þjóðleikhúsið, þar eru milljón gangar og herbergi, mjög skemtilegt völundar-hús... allavega þá settumst við bara niður þarna á einum stað og fórum á nett trúnó. Svo þegar við komum aftur niður á barinn þá hrópuðu nokkrir ´´hvar varst þú!!´´ þá hafði ég bara mist af aðal-verðlaununum, valinn af almenningi sem besti flytjandinn, það verður ekki flottara.. Takk kærlega fyrir mig, snilld."
-Mugison á heimasíðu sinni þann 26. janúar 2006.
Thursday, February 02, 2006
Munnmælasögur#41
Saga númer 41 gerist á flugvellinum á Ísafirði fyrir einhverjum árum síðan en þar hefur margt gott fólk unnið í gegnum tíðina. Einn þeirra sem þar stendur vaktina er Finnbogi Sveinbjörns sem er gamall félagi Ásgeirs bróðurs. Kallaði ég Finnboga iðulega Bö þegar ég var púki en það er önnur saga og sérkennilegri. Eitt sinn þegar Finnbogi er um það bil að fara að kalla út í vél þá hringir síminn. Finnbogi svarar og á hinum enda línunnar er maður sem greinilega er staddur í bíl á ferð. Maðurinn segir æstur: "Stoppiði vélina." "Af hverju?",spyr Finnbogi. "Það er sprengja í vélinni, stoppiði vélina", segir maðurinn æstur. Eins og vanalega sýndi Finnbogi mikla stillingu enda þekkti hann rödd mannsins og svaraði af sinni alkunnu yfirvegun: "Belli minn, svona gerir maður ekki" !!! Belli var þá að missa af vélinni og vildi vinna smá tíma á meðan hann væri á leiðinni á völlinn.
Saga númer 41 gerist á flugvellinum á Ísafirði fyrir einhverjum árum síðan en þar hefur margt gott fólk unnið í gegnum tíðina. Einn þeirra sem þar stendur vaktina er Finnbogi Sveinbjörns sem er gamall félagi Ásgeirs bróðurs. Kallaði ég Finnboga iðulega Bö þegar ég var púki en það er önnur saga og sérkennilegri. Eitt sinn þegar Finnbogi er um það bil að fara að kalla út í vél þá hringir síminn. Finnbogi svarar og á hinum enda línunnar er maður sem greinilega er staddur í bíl á ferð. Maðurinn segir æstur: "Stoppiði vélina." "Af hverju?",spyr Finnbogi. "Það er sprengja í vélinni, stoppiði vélina", segir maðurinn æstur. Eins og vanalega sýndi Finnbogi mikla stillingu enda þekkti hann rödd mannsins og svaraði af sinni alkunnu yfirvegun: "Belli minn, svona gerir maður ekki" !!! Belli var þá að missa af vélinni og vildi vinna smá tíma á meðan hann væri á leiðinni á völlinn.
Wednesday, February 01, 2006
Sperning
Á þessari síðu eru sjaldnast sperningar eða getraunir. En nú verður brugðið út af vananum með skemmtilegri sperningu. Þetta er líka ágætis leið til þess að fylgjast með hvort einhver sé að lesa þessa síðu. Árangurstengd verðlaun gætu verið í boði fyrir rétta aðilann. Sperningin er einföld: "Hvert okkar systkinana er með meiraprófsréttindi?" Valmöguleikar birtir eftir aldursröð:
a) Margrét
b) Einar Þór
c) Ásgeir Þór
d) Kristján
Svör óskast á commentakerfinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Á þessari síðu eru sjaldnast sperningar eða getraunir. En nú verður brugðið út af vananum með skemmtilegri sperningu. Þetta er líka ágætis leið til þess að fylgjast með hvort einhver sé að lesa þessa síðu. Árangurstengd verðlaun gætu verið í boði fyrir rétta aðilann. Sperningin er einföld: "Hvert okkar systkinana er með meiraprófsréttindi?" Valmöguleikar birtir eftir aldursröð:
a) Margrét
b) Einar Þór
c) Ásgeir Þór
d) Kristján
Svör óskast á commentakerfinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Króatar í kvöld
Rosalegur leikur gegn Króötum í kvöld. Ólympíumeistarar þar á ferð. Ótrúlega gott lið. Það verður enginn miskunn hjá Magnúsi, þeir eiga eftir að lemja Óla í rifbeinin. Látið ekki koma ykkur á óvart þó þið heyrið nafnið Slatko Goluza í því samhengi. Hann er sérlega grófur. Ivano Balic er aðal töffarinn í boltanum í dag, vonandi verður hann illa fyrir kallaður. Hann er samt ekki eins góður og Isakovic og Vujovic voru. Íslendingarnir þurfa að vera tilbúnir í slagsmál, verði þeir það þá gætu Króatarnir orðið pirraðir og tapað einbeitingunni. Alex kjálkabrotinn og verður ekki meira með. Eins gott að búið var að hóa í Ásgeir Örn, nú mun hann koma að góðum notum. Hann gæti alveg komið sterkur inn, er óþreyttur, hefur hæfileikana, leikskilninginn og ágæta reynslu. Ef leikurinn gegn Króatíu tapast þá er vonandi nóg að vinna Norsarana. Það væri frekar klént að missa af undanúrslitum verandi með 7 stig eftir milliriðilinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Rosalegur leikur gegn Króötum í kvöld. Ólympíumeistarar þar á ferð. Ótrúlega gott lið. Það verður enginn miskunn hjá Magnúsi, þeir eiga eftir að lemja Óla í rifbeinin. Látið ekki koma ykkur á óvart þó þið heyrið nafnið Slatko Goluza í því samhengi. Hann er sérlega grófur. Ivano Balic er aðal töffarinn í boltanum í dag, vonandi verður hann illa fyrir kallaður. Hann er samt ekki eins góður og Isakovic og Vujovic voru. Íslendingarnir þurfa að vera tilbúnir í slagsmál, verði þeir það þá gætu Króatarnir orðið pirraðir og tapað einbeitingunni. Alex kjálkabrotinn og verður ekki meira með. Eins gott að búið var að hóa í Ásgeir Örn, nú mun hann koma að góðum notum. Hann gæti alveg komið sterkur inn, er óþreyttur, hefur hæfileikana, leikskilninginn og ágæta reynslu. Ef leikurinn gegn Króatíu tapast þá er vonandi nóg að vinna Norsarana. Það væri frekar klént að missa af undanúrslitum verandi með 7 stig eftir milliriðilinn.
Passið ykkur á myrkrinu.