Sunday, June 29, 2008
Þjóðernisdeilur settar á ís
Síðuhaldari getur vel unað Spánverjum að verða Evrópumeistarar. Gott fótboltalið þó þeir hafi ekki getað unnið Íslendinga á Laugardalsvellinum fyrir tæpu ári. Þeir hafa aldrei orðið Heimsmeistarar og aðeins einu sinni áður Evrópumeistarar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Spánverjar eru með sterkt lið með þekktum leikmönnum. Það hefur nú verið reglan frekar en undantekningin enda hafa Barcelona og Real Madrid verið stórveldi um langa hríð. Ástæðan fyrir því að Spánverjar hafa ekki sigrað á stórmótum er fyrst og fremst skortur á samstöðu innan þeirra eigin leikmannahóps. Þjóðerniskenndin hefur verið rík og alltaf hafa verið nokkrir leikmenn sem líta ekki á sig sem Spánverja og vildu frekar spila fyrir Katalóníu eða Baskahéruðin. Þessi kynslóð spænskra knattspyrnumanna á heiður skilinn fyrir að setja þjóðernisrembingin í annað sæti og fótboltann í fyrsta sæti.
Varðandi Þjóðverja þá er þetta í þriðja skipti sem þeir tapa úrslitaleik á stórmóti síðan 1992. Sjálfsagt er ekki hægt að vinna svona mót með Jens Lehmann í markinu. Nú má velta fyrir sér hvort einkenni þýska landsliðsins séu eitthvað að breytast. Í stað þess að klára alltaf mikilvæga leiki og seiglast í gegnum mót þá hafa þeir nú tapað þremur af síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum. EM 92, HM 02 og EM 08. Sigruðu hins vegar á EM 96. Kannski verða Þjóðverjar þekktir í nánustu framtíð fyrir að tapa úrslitaleikjum frekar en að vinna þá. Tóti Tarfur yrði nú ekki hrifinn af því.
Síðuhaldari getur vel unað Spánverjum að verða Evrópumeistarar. Gott fótboltalið þó þeir hafi ekki getað unnið Íslendinga á Laugardalsvellinum fyrir tæpu ári. Þeir hafa aldrei orðið Heimsmeistarar og aðeins einu sinni áður Evrópumeistarar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Spánverjar eru með sterkt lið með þekktum leikmönnum. Það hefur nú verið reglan frekar en undantekningin enda hafa Barcelona og Real Madrid verið stórveldi um langa hríð. Ástæðan fyrir því að Spánverjar hafa ekki sigrað á stórmótum er fyrst og fremst skortur á samstöðu innan þeirra eigin leikmannahóps. Þjóðerniskenndin hefur verið rík og alltaf hafa verið nokkrir leikmenn sem líta ekki á sig sem Spánverja og vildu frekar spila fyrir Katalóníu eða Baskahéruðin. Þessi kynslóð spænskra knattspyrnumanna á heiður skilinn fyrir að setja þjóðernisrembingin í annað sæti og fótboltann í fyrsta sæti.
Varðandi Þjóðverja þá er þetta í þriðja skipti sem þeir tapa úrslitaleik á stórmóti síðan 1992. Sjálfsagt er ekki hægt að vinna svona mót með Jens Lehmann í markinu. Nú má velta fyrir sér hvort einkenni þýska landsliðsins séu eitthvað að breytast. Í stað þess að klára alltaf mikilvæga leiki og seiglast í gegnum mót þá hafa þeir nú tapað þremur af síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum. EM 92, HM 02 og EM 08. Sigruðu hins vegar á EM 96. Kannski verða Þjóðverjar þekktir í nánustu framtíð fyrir að tapa úrslitaleikjum frekar en að vinna þá. Tóti Tarfur yrði nú ekki hrifinn af því.
Tuesday, June 24, 2008
Orðrétt
"Framarar reyna að byggja upp sókn. Joe Tillen reynir að senda boltann á Samuel Tillen en þetta gekk ekki upp hjá þeim Tilleningum"
- Bjarni Felixson, ledgend, í lýsingu á leik Fram og Breiðabliks á Rás2 í gærkvöldi.
"Framarar reyna að byggja upp sókn. Joe Tillen reynir að senda boltann á Samuel Tillen en þetta gekk ekki upp hjá þeim Tilleningum"
- Bjarni Felixson, ledgend, í lýsingu á leik Fram og Breiðabliks á Rás2 í gærkvöldi.
Skyldulesning
Síðuhaldari leggur til að lesendur verði sér út um sunnudagsmoggann. Þar er að finna snilldargrein eftir stjörnublaðamanninn Orra Pál Ormarsson sem heitir: Að kasta ellibelg. Þar fer hann 40 ár fram í tímann og veltir fyrir sér hvernig lífið verið þá á íslenskum elliheimilum. Þarna er einn flinkasti og fyndnasti penni landsins sem heldur um lyklaborð og greinin er í einu orði sagt frábær. Alger skyldulesning fyrir þá sem vilja kalla sig húmorista.
Síðuhaldari leggur til að lesendur verði sér út um sunnudagsmoggann. Þar er að finna snilldargrein eftir stjörnublaðamanninn Orra Pál Ormarsson sem heitir: Að kasta ellibelg. Þar fer hann 40 ár fram í tímann og veltir fyrir sér hvernig lífið verið þá á íslenskum elliheimilum. Þarna er einn flinkasti og fyndnasti penni landsins sem heldur um lyklaborð og greinin er í einu orði sagt frábær. Alger skyldulesning fyrir þá sem vilja kalla sig húmorista.
Saturday, June 21, 2008
Orðrétt
"Það er alltaf leiðilegt að sjá gamalt fólk gefast upp. Móðir mín er orðin úrkula vonar að hún verði nokkurn tímann amma. Hún horfir í kringum sig og virðist ekki sjá neitt annað en barnabörn hér og þar. Siffý tvíburasystir hennar er komin með barnabarn, hana Evu Margréti. Hún hlustar líka ekkert á rök eins og þau að Erla frænka, dóttir hennar Siffý sé nákvæmlega 10 árum eldri en ég og því ekkert óeðlilegt að hún sé komin með krakka. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi.
En tónninn í mömmu minni hefur breyst. Lengi vel var viðhorfið það að hún yrði gömul amma. En ekki lengur. Núna þegar þetta kemur upp, þá kemur löng áhersluþögn og svo sé ég sama svip á henni og ég sá þegar ég kom heim með fyrsta einkunnaspjaldið mitt úr Versló. "Ætli ég verði ekki dáin" er svo það síðasta sem er lagt til málanna í þessari umræðu."
- Stuðfinnur Einarsson frændi minn á bloggi sínu þann 3. júní 2008.
"Það er alltaf leiðilegt að sjá gamalt fólk gefast upp. Móðir mín er orðin úrkula vonar að hún verði nokkurn tímann amma. Hún horfir í kringum sig og virðist ekki sjá neitt annað en barnabörn hér og þar. Siffý tvíburasystir hennar er komin með barnabarn, hana Evu Margréti. Hún hlustar líka ekkert á rök eins og þau að Erla frænka, dóttir hennar Siffý sé nákvæmlega 10 árum eldri en ég og því ekkert óeðlilegt að hún sé komin með krakka. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi.
En tónninn í mömmu minni hefur breyst. Lengi vel var viðhorfið það að hún yrði gömul amma. En ekki lengur. Núna þegar þetta kemur upp, þá kemur löng áhersluþögn og svo sé ég sama svip á henni og ég sá þegar ég kom heim með fyrsta einkunnaspjaldið mitt úr Versló. "Ætli ég verði ekki dáin" er svo það síðasta sem er lagt til málanna í þessari umræðu."
- Stuðfinnur Einarsson frændi minn á bloggi sínu þann 3. júní 2008.
Friday, June 20, 2008
EM stemningin
EM stemningin fer nú að nálgast leyfilegt hámark. Síðuhaldari ætlar nú að hætta sér fram á brúnina og spá Króötum sigri. Sjálfsagt verður Raggi vinur minn Ingvars brjálaður yfir þessari spá enda líklega enginn Liverpool maður hjá Króötum, þó svo að undrabarnið Igor Biscan, ætti náttúrulega heima þarna. Ég er bara hræddur um Raggi minn, að Torres vinur þinn og félagar, fari á taugum gegn spaghettígúbbunum. Enda hefur samstaða jafnan þurft að víkja fyrir þjóðernisrembingi í herbúðum Spánverja. Svo mun harmleikurinn væntanlega eyðileggja stemninguna hjá Hollendingum. Ég hef trú á því að Króatar setji Ivano Balic inn á í úrslitaleiknum. Fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á EM laginu hans Þorsteins J og eru að leita að því, þá læt ég það fylgja með hér til að auka á stemninguna.
UPPFÆRT: Eftir þetta ófyrirséða Tyrkjarán þá sér maður ekki hvað geti komið í veg fyrir sigur Þjóðverja.
EM stemningin fer nú að nálgast leyfilegt hámark. Síðuhaldari ætlar nú að hætta sér fram á brúnina og spá Króötum sigri. Sjálfsagt verður Raggi vinur minn Ingvars brjálaður yfir þessari spá enda líklega enginn Liverpool maður hjá Króötum, þó svo að undrabarnið Igor Biscan, ætti náttúrulega heima þarna. Ég er bara hræddur um Raggi minn, að Torres vinur þinn og félagar, fari á taugum gegn spaghettígúbbunum. Enda hefur samstaða jafnan þurft að víkja fyrir þjóðernisrembingi í herbúðum Spánverja. Svo mun harmleikurinn væntanlega eyðileggja stemninguna hjá Hollendingum. Ég hef trú á því að Króatar setji Ivano Balic inn á í úrslitaleiknum. Fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á EM laginu hans Þorsteins J og eru að leita að því, þá læt ég það fylgja með hér til að auka á stemninguna.
UPPFÆRT: Eftir þetta ófyrirséða Tyrkjarán þá sér maður ekki hvað geti komið í veg fyrir sigur Þjóðverja.
The dumb and the furious
Hópur fólks hefur komið sér upp samastað á kvöldin úti á Granda, sum sé í nágrenni síðuhaldara. Þarna fer fram vægast sagt undarleg hegðun. Eitthvað hefur víst verið um þetta fjallað í Íslandi í dag/Kastljósi og kannski víðar. Þá safnast gjarnan saman hópur fólks á um hundrað bílum og er farið í spyrnu þar til löggan er búinn að góma alla og dæla inn peningum í formi sekta. Mun rekstrargrundvöllur löggæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa lagast talsvert við þetta enda sitja þér gjarnan á nokkrum stöðum á þessum slóðum á kvöldin og skjóta á allt hvikt. Ýmislegt fleira gáfulegt finnur fólk sér þarna til dundurs sem minnir einna helst á þegar Jónas Guðmunds var að hringspóla á Bimmanum sem Ása og Gummi Addýar áttu. Bílunum er svo parkerað á risastóru bílaplani fyrir utan Krónuna, með skottin opin og dúndrandi búmm búmm músik. Síðuhaldari ber nú takmarkað skinbragð á bíla en meira að segja honum tekst að sjá að eitthvað hefur verið átt við þessa bíla. Gjarnan er búið að setja einstaklega háa og ljóta spoilera aftan á þá og bílarnir eru jafnframt skreyttir með alls kyns táknum. Segja mér fróðari menn að þarna sé um tilvísun að ræða í einhverja bíómynd sem heiti: "The fast and the furious". Menn eru sum sé að költa yfir sig.
Staðsetningin á þessum uppátækjum er í sjálfu sér ekki algalinn út frá hávaðamengun því akkúrat þarna er náttúrulega ekki íbúðahverfi. Hins vegar hefur síðuhaldari orðið æ meira var við lætin þegar bílarnir eru að spóla af stað, sem segir manni að eitthvað sé þetta farið að færast út á veginn sem liggur út á Seltjarnarnes. Þó maður sé augljóslega orðinn gamall og gráhærður, eins og pistillinn ber með sér, þá fékk síðuhaldari samt skemmtilegan hugstrump. Hann er nú með á teikniborðinu að mæta á sápustykkinu á bílaplanið. Gefa því vel inn og opna svo skottið að svo búnu, þar sem hægt væri að spila Gylfa Ægis eða Lúdó og Stefán. Gæti nú gert lukku hjá unga fólkinu. Verði þetta að veruleika þá tek ég Gumma Gunn með og fæ hann til að festa eitthvað á videófilmu og spila árangurinn á þessu annars ágæta bloggi.
Líf og fjör Daníel !
Hópur fólks hefur komið sér upp samastað á kvöldin úti á Granda, sum sé í nágrenni síðuhaldara. Þarna fer fram vægast sagt undarleg hegðun. Eitthvað hefur víst verið um þetta fjallað í Íslandi í dag/Kastljósi og kannski víðar. Þá safnast gjarnan saman hópur fólks á um hundrað bílum og er farið í spyrnu þar til löggan er búinn að góma alla og dæla inn peningum í formi sekta. Mun rekstrargrundvöllur löggæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa lagast talsvert við þetta enda sitja þér gjarnan á nokkrum stöðum á þessum slóðum á kvöldin og skjóta á allt hvikt. Ýmislegt fleira gáfulegt finnur fólk sér þarna til dundurs sem minnir einna helst á þegar Jónas Guðmunds var að hringspóla á Bimmanum sem Ása og Gummi Addýar áttu. Bílunum er svo parkerað á risastóru bílaplani fyrir utan Krónuna, með skottin opin og dúndrandi búmm búmm músik. Síðuhaldari ber nú takmarkað skinbragð á bíla en meira að segja honum tekst að sjá að eitthvað hefur verið átt við þessa bíla. Gjarnan er búið að setja einstaklega háa og ljóta spoilera aftan á þá og bílarnir eru jafnframt skreyttir með alls kyns táknum. Segja mér fróðari menn að þarna sé um tilvísun að ræða í einhverja bíómynd sem heiti: "The fast and the furious". Menn eru sum sé að költa yfir sig.
Staðsetningin á þessum uppátækjum er í sjálfu sér ekki algalinn út frá hávaðamengun því akkúrat þarna er náttúrulega ekki íbúðahverfi. Hins vegar hefur síðuhaldari orðið æ meira var við lætin þegar bílarnir eru að spóla af stað, sem segir manni að eitthvað sé þetta farið að færast út á veginn sem liggur út á Seltjarnarnes. Þó maður sé augljóslega orðinn gamall og gráhærður, eins og pistillinn ber með sér, þá fékk síðuhaldari samt skemmtilegan hugstrump. Hann er nú með á teikniborðinu að mæta á sápustykkinu á bílaplanið. Gefa því vel inn og opna svo skottið að svo búnu, þar sem hægt væri að spila Gylfa Ægis eða Lúdó og Stefán. Gæti nú gert lukku hjá unga fólkinu. Verði þetta að veruleika þá tek ég Gumma Gunn með og fæ hann til að festa eitthvað á videófilmu og spila árangurinn á þessu annars ágæta bloggi.
Líf og fjör Daníel !
Munnmælasögur#82
Lesendur eru byrjaðir að senda inn sögur af HáEmm eftir ákall síðuhaldara. Lesendur eru þó hvattir til að gera meira í þeim efnum. Þessi saga er um fimmtán ára gömul og var send inn af íþróttafrömuði vestur á fjörðum. Kann síðuhald honum bestu þakkir fyrir.
Þegar bróðir minn heitinn bjó í Stigahlíðarblokkinni voru einstaka sinnum haldin þar partý. Eitt sinn var HáEmm þar staddur ásamt slatta af Víkurum og Ísfirðingum. Var hann búinn að koma sér vel fyrir í hægindastól í stofunni en líkaði ekki tónlistin sem boðið var upp á. Í stofunni var hilla með fimm hundruð snyrtilega röðuðum geisladiskum. Pikkaði HáEmm í Finnboga Bjarna sem sat nær hillunni og segir: "Settu í diskinn með Mannakorn." "Hvar er hann?" spurði Finnbogi. "Hann er bara þarna í hillunni!" svaraði HáEmm um hæl. Ef Finnbogi hefði farið að leita hefði hann ekki fundið diskinn fyrir sólarupprás.
Lesendur eru byrjaðir að senda inn sögur af HáEmm eftir ákall síðuhaldara. Lesendur eru þó hvattir til að gera meira í þeim efnum. Þessi saga er um fimmtán ára gömul og var send inn af íþróttafrömuði vestur á fjörðum. Kann síðuhald honum bestu þakkir fyrir.
Þegar bróðir minn heitinn bjó í Stigahlíðarblokkinni voru einstaka sinnum haldin þar partý. Eitt sinn var HáEmm þar staddur ásamt slatta af Víkurum og Ísfirðingum. Var hann búinn að koma sér vel fyrir í hægindastól í stofunni en líkaði ekki tónlistin sem boðið var upp á. Í stofunni var hilla með fimm hundruð snyrtilega röðuðum geisladiskum. Pikkaði HáEmm í Finnboga Bjarna sem sat nær hillunni og segir: "Settu í diskinn með Mannakorn." "Hvar er hann?" spurði Finnbogi. "Hann er bara þarna í hillunni!" svaraði HáEmm um hæl. Ef Finnbogi hefði farið að leita hefði hann ekki fundið diskinn fyrir sólarupprás.
Wednesday, June 18, 2008
Kaffihúsaspekingum er fátt óviðkomandi
Að undanförnu virðist ekki hafa verið hægt að þverfóta hérlendis fyrir útlærðum sérfræðingum í ísbjarnabjörgunum. Það virðast ekki vera mörg svið sem kaffihúsaspekingar treysta sér ekki til að fara inn á í fjölmiðlum. Eftir fall fyrra bjarndýrsins fyrir norðan fengu ófáir kaffihúsaspekingar að þenja sig í fjölmiðlum. Var þá gjarnan fullyrt að lítið sem ekkert mál væri að fanga slíkt dýr lifandi og óskiljanlegt að slíkt smáræði skyldi ekki hafa verið reynt. Ekki gat maður skilið þetta öðruvísi en að slík aðgerð væri álíka auðveld og að taka snuðið út úr smákrakka, svo vitnað sé í Hexíu de Trix. Það var því mikið ólán fyrir kaffihúsaspekingana þegar annar bangsi synti fjórsund upp á Ísland. Eftir öll stóryrðin þá var nú komin sú krafa að bjarga dýrinu, fyrst það er á annað borð svona sáralítið mál. Yfirmaður Halla Pé bauðst til að borga brúsann og haldið var til Skagafjarðar með álíka mikinn mannafla og Bretar sendu til Írak. Þá gerðist hins vegar hið ótrúlega; að kaffihúsaspekingarnir höfðu farið með rangt mál og niðurstaðan varð nákvæmlega sú sama og í fyrra skiptið. Nema núna var skyttunum bannað að mynda sig með kvikindinu.
Við getum öll verið viss um að nú muni vaskir íslenskir fjölmiðlamenn leggja mikið upp úr því að elta uppi alla fullyrðinga- og yfirlýsingaglaða kaffihúsaspekingana sem þöndu sig í fjölmiðlum. Munu nú fulltrúar fjórða valdsins að sjálfsögðu ganga hart að kaffihúsaspekingunum og spyrja hví þeir séu að fullyrða hitt og þetta um eitthvað sem þeir hafa ekki hvolpsvit á. Munu staðfastir íslenskir fjölmiðlamenn í framhaldinu gefa kaffihúsaspekingunum tækifæri til þess að biðjast afsökunar eða draga fullyrðingar sínar til baka.
Að undanförnu virðist ekki hafa verið hægt að þverfóta hérlendis fyrir útlærðum sérfræðingum í ísbjarnabjörgunum. Það virðast ekki vera mörg svið sem kaffihúsaspekingar treysta sér ekki til að fara inn á í fjölmiðlum. Eftir fall fyrra bjarndýrsins fyrir norðan fengu ófáir kaffihúsaspekingar að þenja sig í fjölmiðlum. Var þá gjarnan fullyrt að lítið sem ekkert mál væri að fanga slíkt dýr lifandi og óskiljanlegt að slíkt smáræði skyldi ekki hafa verið reynt. Ekki gat maður skilið þetta öðruvísi en að slík aðgerð væri álíka auðveld og að taka snuðið út úr smákrakka, svo vitnað sé í Hexíu de Trix. Það var því mikið ólán fyrir kaffihúsaspekingana þegar annar bangsi synti fjórsund upp á Ísland. Eftir öll stóryrðin þá var nú komin sú krafa að bjarga dýrinu, fyrst það er á annað borð svona sáralítið mál. Yfirmaður Halla Pé bauðst til að borga brúsann og haldið var til Skagafjarðar með álíka mikinn mannafla og Bretar sendu til Írak. Þá gerðist hins vegar hið ótrúlega; að kaffihúsaspekingarnir höfðu farið með rangt mál og niðurstaðan varð nákvæmlega sú sama og í fyrra skiptið. Nema núna var skyttunum bannað að mynda sig með kvikindinu.
Við getum öll verið viss um að nú muni vaskir íslenskir fjölmiðlamenn leggja mikið upp úr því að elta uppi alla fullyrðinga- og yfirlýsingaglaða kaffihúsaspekingana sem þöndu sig í fjölmiðlum. Munu nú fulltrúar fjórða valdsins að sjálfsögðu ganga hart að kaffihúsaspekingunum og spyrja hví þeir séu að fullyrða hitt og þetta um eitthvað sem þeir hafa ekki hvolpsvit á. Munu staðfastir íslenskir fjölmiðlamenn í framhaldinu gefa kaffihúsaspekingunum tækifæri til þess að biðjast afsökunar eða draga fullyrðingar sínar til baka.
Monday, June 16, 2008
Hlutfallsreikningur
Kristján Jónatansson, æðsti prestur hjá Breiðabliki og verðandi afi, kallaði Guðmund Kristjánsson úr láni hjá Haukum og setti hann í byrjunarliðið í leiknum gegn FH. Við þetta rauk upp hlutfall Bolvíkinga sem spila í Landsbankadeildinni þetta sumarið.
Kristján Jónatansson, æðsti prestur hjá Breiðabliki og verðandi afi, kallaði Guðmund Kristjánsson úr láni hjá Haukum og setti hann í byrjunarliðið í leiknum gegn FH. Við þetta rauk upp hlutfall Bolvíkinga sem spila í Landsbankadeildinni þetta sumarið.
Orðrétt
"Ég er ekki viss um að ég skilji náttúruverndarbaráttuna á Íslandi. Fyrst snerist þetta um Eyjabakka. Það tókst að færa góð rök fyrir því að þeir væru náttúruperla sem ekki mætti fórna. Ég man að ég heyrði Össur Skarphéðinsson tala fyrstan manna um Kárahnjúka - hann sagði að þeir væru góður virkjanakostur í stað Eyjabakka. Svo voru Kárahnjúkar allt í einu orðnir einstæð náttúruperla. Maður heyrði í sífellu talað um Kringilsárrana. Samt mátti lesa í Árbók Ferðafélagsins grein eftir Hjörleif Guttormsson þar sem sagði að þarna væri ekkert sérstakt að sjá.
Þá eru það Þjórsárver. Þeim hefur líklega verið bjargað. En kannski voru þau ekki í raunverulegri hættu. Í hugum náttúruverndarsinna voru Þjórsárverin nefnilega skilgreind mjög vítt, en í ráðherraúrskurði um Norðlingaölduveitu var gert ráð fyrir að hún væri öll kirfilega utan friðlandsins. Þetta var samt kallað að 2fórna" Þjórsárverum.
Svona má halda áfram. Steingrímur J. Sigfússon sagði á sínum tíma að eðlilegt væri að virkja í neðrihluta Þjórsár. Stuttu síðar hófst mikil barátta gegn virkjunum á þessum stað. Samt er Þjórsá alsett virkjunum og tæplega hægt að segja að þarna myndu neinar náttúruperlur fara undir vatn. Menn töluðu um að gufuaflsvirkjanir væru æskilegri en vatnsaflsvirkjanir, af þeim væru minni náttúruspjöll. En nú snúast menn öndverðir gegn hverri gufuaflsvirkjuninni á fætur annarri. Því er lýst yfir af sjálfum borgarstjóranum í Reykjavík sem miklum sigri að ekki megi reisa Bitruvirkjun. Hefði hann ekki fremur átt að verða sorgmæddur vegna glataðra tækifæra til atvinnu og uppbyggingar?
Við Eyjabakka og Kárahnjúka var baráttan aðallega gegn virkjanaframkvæmdum - álverin sjálf komu miklu minna inn í umræðuna. En nú er eins og sá tónn hafi breyst. Iðnaðurinn er orðinn vondur í sjálfu sér, ekki bara orkuverin sem knýja hann áfram. Samt eru útlendingar sífellt að hrósa okkur fyrir að nota hreina orku. En maður er farinn að fá á tilfinninguna að íslenskir náttúruverndarsinnar verði sífellt róttækari og einstrengingslegri og muni helst leggjast gegn öllum virkjanaframkvæmdum og þungaiðnaði, hvaða nafni sem hann nefnist.
- Egill Helgason, meintur tvífari, á bloggi sínu þann 11. júní 2008.
"Ég er ekki viss um að ég skilji náttúruverndarbaráttuna á Íslandi. Fyrst snerist þetta um Eyjabakka. Það tókst að færa góð rök fyrir því að þeir væru náttúruperla sem ekki mætti fórna. Ég man að ég heyrði Össur Skarphéðinsson tala fyrstan manna um Kárahnjúka - hann sagði að þeir væru góður virkjanakostur í stað Eyjabakka. Svo voru Kárahnjúkar allt í einu orðnir einstæð náttúruperla. Maður heyrði í sífellu talað um Kringilsárrana. Samt mátti lesa í Árbók Ferðafélagsins grein eftir Hjörleif Guttormsson þar sem sagði að þarna væri ekkert sérstakt að sjá.
Þá eru það Þjórsárver. Þeim hefur líklega verið bjargað. En kannski voru þau ekki í raunverulegri hættu. Í hugum náttúruverndarsinna voru Þjórsárverin nefnilega skilgreind mjög vítt, en í ráðherraúrskurði um Norðlingaölduveitu var gert ráð fyrir að hún væri öll kirfilega utan friðlandsins. Þetta var samt kallað að 2fórna" Þjórsárverum.
Svona má halda áfram. Steingrímur J. Sigfússon sagði á sínum tíma að eðlilegt væri að virkja í neðrihluta Þjórsár. Stuttu síðar hófst mikil barátta gegn virkjunum á þessum stað. Samt er Þjórsá alsett virkjunum og tæplega hægt að segja að þarna myndu neinar náttúruperlur fara undir vatn. Menn töluðu um að gufuaflsvirkjanir væru æskilegri en vatnsaflsvirkjanir, af þeim væru minni náttúruspjöll. En nú snúast menn öndverðir gegn hverri gufuaflsvirkjuninni á fætur annarri. Því er lýst yfir af sjálfum borgarstjóranum í Reykjavík sem miklum sigri að ekki megi reisa Bitruvirkjun. Hefði hann ekki fremur átt að verða sorgmæddur vegna glataðra tækifæra til atvinnu og uppbyggingar?
Við Eyjabakka og Kárahnjúka var baráttan aðallega gegn virkjanaframkvæmdum - álverin sjálf komu miklu minna inn í umræðuna. En nú er eins og sá tónn hafi breyst. Iðnaðurinn er orðinn vondur í sjálfu sér, ekki bara orkuverin sem knýja hann áfram. Samt eru útlendingar sífellt að hrósa okkur fyrir að nota hreina orku. En maður er farinn að fá á tilfinninguna að íslenskir náttúruverndarsinnar verði sífellt róttækari og einstrengingslegri og muni helst leggjast gegn öllum virkjanaframkvæmdum og þungaiðnaði, hvaða nafni sem hann nefnist.
- Egill Helgason, meintur tvífari, á bloggi sínu þann 11. júní 2008.
Friday, June 13, 2008
Munnmælasögur#81
Fyrir um það bil fimmtán árum síðan fóru all margir Bolvíkingar til framhaldsskólanáms á Akureyri. Veturinn sem síðuhaldari var í fyrsta bekk á Laugum bjuggu Halli Pé, Raggi Ingvars og Láki í Furulundinum. Skammt frá þeirra íbúð bjuggu Elli Kristjáns og Gestur Arnars. Elli í námi en Gestur á togara sem gerður var út frá Hrísey. Kíkti síðuhaldari stundum við um helgar og lét Ella fara með sig undir handarkrikanum inn á 18 ára böll í Sjallanum, svona cirka teimur árum á undan áætlun. Ísfirðingurinn Birgir Örn var stundum dyravörður í Sjallanum en hann er bara á annari hæð og hefur sennilega ekki horft nægilega mikið til jarðar til þess að koma auga á okkur Ella. Gestur var löngum stundum á sjó. Fór í langa túra, þénaði vel og keypti smám saman hluti í innbúið. Hins vegar sat Elli langtímum saman einn að kjötkötlunum því Gestur var alltaf á sjó. Elli nýtti sér þetta óspart og þær stelpur sem þangað voru boðnar, fengu ávallt að vita að þarna byggi Elli einn og ætti allt innbú sem þarna væri að finna. Fannst mörgum stelpum í VMA og MA þetta afar vel af sér vikið hjá Ella að geta komið sér upp svona innbúi verandi einungis námsmaður.
Fyrir um það bil fimmtán árum síðan fóru all margir Bolvíkingar til framhaldsskólanáms á Akureyri. Veturinn sem síðuhaldari var í fyrsta bekk á Laugum bjuggu Halli Pé, Raggi Ingvars og Láki í Furulundinum. Skammt frá þeirra íbúð bjuggu Elli Kristjáns og Gestur Arnars. Elli í námi en Gestur á togara sem gerður var út frá Hrísey. Kíkti síðuhaldari stundum við um helgar og lét Ella fara með sig undir handarkrikanum inn á 18 ára böll í Sjallanum, svona cirka teimur árum á undan áætlun. Ísfirðingurinn Birgir Örn var stundum dyravörður í Sjallanum en hann er bara á annari hæð og hefur sennilega ekki horft nægilega mikið til jarðar til þess að koma auga á okkur Ella. Gestur var löngum stundum á sjó. Fór í langa túra, þénaði vel og keypti smám saman hluti í innbúið. Hins vegar sat Elli langtímum saman einn að kjötkötlunum því Gestur var alltaf á sjó. Elli nýtti sér þetta óspart og þær stelpur sem þangað voru boðnar, fengu ávallt að vita að þarna byggi Elli einn og ætti allt innbú sem þarna væri að finna. Fannst mörgum stelpum í VMA og MA þetta afar vel af sér vikið hjá Ella að geta komið sér upp svona innbúi verandi einungis námsmaður.
Orðrétt
"Seyðfirskir tollverðir, í samvinnu við tvíeflda starfsbræður af höfuðborgarsvæðinu, gómuðu fljúgandi Hollending með sitthvað óhreint mjölið í hjólhýsabíl sínum í gær. Reyndist Niðurlendingurinn vera Narkusarvinur og hafði hassið sitt litla með í ferðarlagi sínu um hafið bláa hafið sem hugann dregur. Norræna var hans fararskjóti. Ef flæminginn fljúgandi ber fyrir sig einkaneyslu væri kýlingin svo ógurleg að tröllskessan í Búkolluævintýrinu myndi koksa svo ógurlega að enginn kæmist yfir hana nema nautið ógurlega sem drakk móðuna og meig því svo eftirminnilega á eldinn. Fréttahaukur Ríkisútvarpsins sagði í hádegisfréttum sínum að fengur Dútsmannsins appelsínugula hafi numið 150 - 200 kílógrömmum. Síðuhaldara finnst vigtun tollvarða varla löggilt ef skekkjumörkin hlaupa á 50 kílógrömmum til eða frá, en gera má ráð fyrir að tollverðir hafi haldið einhverju eftir til að kýla smá í hausana sína litlu."
- Gunni Samloka á bloggi sínu þann 11. júní 2008.
"Seyðfirskir tollverðir, í samvinnu við tvíeflda starfsbræður af höfuðborgarsvæðinu, gómuðu fljúgandi Hollending með sitthvað óhreint mjölið í hjólhýsabíl sínum í gær. Reyndist Niðurlendingurinn vera Narkusarvinur og hafði hassið sitt litla með í ferðarlagi sínu um hafið bláa hafið sem hugann dregur. Norræna var hans fararskjóti. Ef flæminginn fljúgandi ber fyrir sig einkaneyslu væri kýlingin svo ógurleg að tröllskessan í Búkolluævintýrinu myndi koksa svo ógurlega að enginn kæmist yfir hana nema nautið ógurlega sem drakk móðuna og meig því svo eftirminnilega á eldinn. Fréttahaukur Ríkisútvarpsins sagði í hádegisfréttum sínum að fengur Dútsmannsins appelsínugula hafi numið 150 - 200 kílógrömmum. Síðuhaldara finnst vigtun tollvarða varla löggilt ef skekkjumörkin hlaupa á 50 kílógrömmum til eða frá, en gera má ráð fyrir að tollverðir hafi haldið einhverju eftir til að kýla smá í hausana sína litlu."
- Gunni Samloka á bloggi sínu þann 11. júní 2008.
Thursday, June 12, 2008
Tölvupóstur
Síðuhaldara barst þessi tölvupóstur á dögunum:
Sæll og blessaður Engill
Þegar ég fletti Mogganum í dag og gær blasa við mér myndir af hina nýja föruneyti Óla spæleggs þar sem hann situr fremstur í fríðum flokki á borðshorni nokkru og brosir stórum, eins og nýskitinn súgfirðingur!
En það er sama hvernig ég rýni í myndina, þá sé ég þig hvergi! Hvernig stendur á þessu? Í fljótu bragði sé ég bara tvær skýringar, að því gefnu að sjálfsögðu að þú sért í þessum innsta hring.
Annarsvegar gæti æstur múgurinn hafa gert aðsúg að sápustykkinu fyrir föngugleik þess og tafið þig,eða þá hinsvegar, og ég trúi nú varla að hans heilagleiki hæstvirt spælegg geti verið svo óforskammaður að láta taka myndina fyrripart dags!!
kveðja
HáEmm
Síðuhaldara barst þessi tölvupóstur á dögunum:
Sæll og blessaður Engill
Þegar ég fletti Mogganum í dag og gær blasa við mér myndir af hina nýja föruneyti Óla spæleggs þar sem hann situr fremstur í fríðum flokki á borðshorni nokkru og brosir stórum, eins og nýskitinn súgfirðingur!
En það er sama hvernig ég rýni í myndina, þá sé ég þig hvergi! Hvernig stendur á þessu? Í fljótu bragði sé ég bara tvær skýringar, að því gefnu að sjálfsögðu að þú sért í þessum innsta hring.
Annarsvegar gæti æstur múgurinn hafa gert aðsúg að sápustykkinu fyrir föngugleik þess og tafið þig,eða þá hinsvegar, og ég trúi nú varla að hans heilagleiki hæstvirt spælegg geti verið svo óforskammaður að láta taka myndina fyrripart dags!!
kveðja
HáEmm
Orðrétt
"Það var sérstaklega gaman að sjá myndir af Pétri Péturssyni í Feyenoord og fá staðfestingu á því hvílíkt náttúrubarn hann var á sínum tíma. Líkast til er hann fremsti markaskorari sem við höfum átt. Stuttbuxnatískan á áttunda og níunda áratugnum er líka kapítuli út af fyrir sig en haldminni klæði eru vandfundin. Hvernig ætli óvenjulimsíðir menn hafi brugðist við þessari tísku?"
- Stjörnublaðamaðurinn, Orri Páll Ormarsson, í grein sinni "Fótmennt sem fyrnist ekki" í Morgunblaðinu þann 7. júní 2008.
"Það var sérstaklega gaman að sjá myndir af Pétri Péturssyni í Feyenoord og fá staðfestingu á því hvílíkt náttúrubarn hann var á sínum tíma. Líkast til er hann fremsti markaskorari sem við höfum átt. Stuttbuxnatískan á áttunda og níunda áratugnum er líka kapítuli út af fyrir sig en haldminni klæði eru vandfundin. Hvernig ætli óvenjulimsíðir menn hafi brugðist við þessari tísku?"
- Stjörnublaðamaðurinn, Orri Páll Ormarsson, í grein sinni "Fótmennt sem fyrnist ekki" í Morgunblaðinu þann 7. júní 2008.
Tuesday, June 10, 2008
Ólíkt hafast menn að
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig aganefndir HSÍ og KSÍ geta tekið jafn ólíkt á málum og raun ber vitni. Þá ber ég saman dóma þeirra Aðalsteins Eyjólfssonar fyrrum þjálfara Stjörnunnar í handboltanum og Guðjóns Þórðarssonar þjálfara Skagamanna í fótboltanum. Eins og þetta blasir við mér þá eru brot þeirra ósköp svipuð. Þeir blása í fjölmiðlum eftir leik og halda sig við ummælin í fjölmiðlum næsta dag á eftir. Í báðum tilfellum er vegið að starfsheiðri dómara svo þetta sé nú pent orðað. Aðalsteinn fékk tveggja mánaða bann og Guðjón fékk eins leiks bann. Eðli brotanna er í mínum huga afskaplega svipuð og því spyr maður sig hvernig refsingarnar geta verið svo ævintýralega fjarri hvorri annari? Nú getur hver fyrir sig haft á því skoðun hvort aganefnd HSÍ hafi gengið of langt eða aganefnd KSÍ gengið of skammt en þetta lítur alla vega mjög einkennilega út. Ekki eru þessar íþróttagreinar neitt stórkostlega ólíkar heldur og í báðum tilfellum eru menn staddir í miðjum deildarkeppnum.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig aganefndir HSÍ og KSÍ geta tekið jafn ólíkt á málum og raun ber vitni. Þá ber ég saman dóma þeirra Aðalsteins Eyjólfssonar fyrrum þjálfara Stjörnunnar í handboltanum og Guðjóns Þórðarssonar þjálfara Skagamanna í fótboltanum. Eins og þetta blasir við mér þá eru brot þeirra ósköp svipuð. Þeir blása í fjölmiðlum eftir leik og halda sig við ummælin í fjölmiðlum næsta dag á eftir. Í báðum tilfellum er vegið að starfsheiðri dómara svo þetta sé nú pent orðað. Aðalsteinn fékk tveggja mánaða bann og Guðjón fékk eins leiks bann. Eðli brotanna er í mínum huga afskaplega svipuð og því spyr maður sig hvernig refsingarnar geta verið svo ævintýralega fjarri hvorri annari? Nú getur hver fyrir sig haft á því skoðun hvort aganefnd HSÍ hafi gengið of langt eða aganefnd KSÍ gengið of skammt en þetta lítur alla vega mjög einkennilega út. Ekki eru þessar íþróttagreinar neitt stórkostlega ólíkar heldur og í báðum tilfellum eru menn staddir í miðjum deildarkeppnum.
Friday, June 06, 2008
Orðrétt
"Það gerði mikið óveður hér í norður Virginíu í gær. Tveir hvirfilbylir mynduðust í storminum, mikil eyðilegging átti sér stað og amk. ein kona lét lífið þegar tré féll á bíl hennar. Óveðrið stóð þó ekki í meira en 25 mínútur eða svo, þannig að það er hægt að ímynda sér kraftana sem voru að verki. Það skall á svo snögglega að meirihluti fólks á svæðinu hafði ekki varann á sér. Gestir veitingastaðar í Maryland sátu í makindum þegar veðrið skall á og á innan við mínútu rifnaði þakið af og vafðist eins sælgætisbréf utan um nærliggjandi rafmagnslínur. Ég sat og var að vinna þegar byrjaði að hvessa og allt í einu skall stór trjágrein innan við metra frá glugganum sem ég sat við, sekúndum síðar fór rafmagnið af stærstum hluta norður Virginíu. Víðast hvar komst það á fljótlega aftur, nema hjá okkur og ca. 400 þúsund öðrum heimilum. Nú eru 6 klukkustundir liðnar og rafmagn er ekki enn komið á við Lindargötu. Það er 27 stiga hiti og engin loftræsting, hitinn í húsinu er líklega rúmlega 30 gráður. Tré nágrannans brotnaði og lenti á heimkeyrslunni og garðinum, sem betur fer var virkur dagur og við að heiman. Annars ættum við ekki bíl lengur. Sveitir frá borginni komu áðan og söguðu tréið niður og eru nú að troða því í tætara í úrhellisrigningu og niðamyrkri."
Fritz vinur minn í Bandaríkjunum lýsir mögnuðum veðuroffsa á bloggi sínu þann
5. júní 2008.
"Það gerði mikið óveður hér í norður Virginíu í gær. Tveir hvirfilbylir mynduðust í storminum, mikil eyðilegging átti sér stað og amk. ein kona lét lífið þegar tré féll á bíl hennar. Óveðrið stóð þó ekki í meira en 25 mínútur eða svo, þannig að það er hægt að ímynda sér kraftana sem voru að verki. Það skall á svo snögglega að meirihluti fólks á svæðinu hafði ekki varann á sér. Gestir veitingastaðar í Maryland sátu í makindum þegar veðrið skall á og á innan við mínútu rifnaði þakið af og vafðist eins sælgætisbréf utan um nærliggjandi rafmagnslínur. Ég sat og var að vinna þegar byrjaði að hvessa og allt í einu skall stór trjágrein innan við metra frá glugganum sem ég sat við, sekúndum síðar fór rafmagnið af stærstum hluta norður Virginíu. Víðast hvar komst það á fljótlega aftur, nema hjá okkur og ca. 400 þúsund öðrum heimilum. Nú eru 6 klukkustundir liðnar og rafmagn er ekki enn komið á við Lindargötu. Það er 27 stiga hiti og engin loftræsting, hitinn í húsinu er líklega rúmlega 30 gráður. Tré nágrannans brotnaði og lenti á heimkeyrslunni og garðinum, sem betur fer var virkur dagur og við að heiman. Annars ættum við ekki bíl lengur. Sveitir frá borginni komu áðan og söguðu tréið niður og eru nú að troða því í tætara í úrhellisrigningu og niðamyrkri."
Fritz vinur minn í Bandaríkjunum lýsir mögnuðum veðuroffsa á bloggi sínu þann
5. júní 2008.
Ákall til lesenda !
Munnmælasögurnar sívinsælu eru nú orðnar áttatíu talsins. Hafa þær almennt mælst mjög vel fyrir, a.m.k ef mið er tekið af því sem hvíslað er í eyra síðuhaldara sjálfs. Lesendur þessa síðuhalds eru alla jafna spenntastir fyrir sögum af verndara bloggsins, HáEmm, yfirmanni rafmagns á Vestfjörðum. Hefur fólk sent mér áskoranir um fleiri HáEmm sögur með hringingum, bréfaskriftum, SMSum, tölvupóstum, myndhringingum, heillaóskaskeytum og flöskuskeytum. Nú er sú hryggilega staða kominn upp að síðuhaldari er orðinn uppiskroppa með sögur af HáEmm sem þola dagsljósið. Hef þó geymt eina Gleðipinnasögu sem verður notuð sem Munnmælasaga#100 en HáEmm á svo sem ekki meiri sök í þeirri sögu en hinir sem héldu undir bílinn. (Nú átta sig einhverjir á um hvaða sögu er að ræða). Ég trúi því hins vegar ekki fyrr en ég tek á því, að lífshlaup HáEmm hingað til hafi verið á svo rólegum nótum að það dugi ekki í nema liðlega helming af áttatíu sögum. Til þess að verða við kalli lesenda þá verður síðuhaldari einfaldlega að svara í sömu mynt, og biðja lesendur um að senda sér hugmyndir af sögum af Halldóri Magnússyni tæknifræðingi, á netfangið kris@vikari.is. Til vara er hægt að senda sögur af þeim; Ólafi Sigurðssyni, Jóni Áka Leifssyni og Jakobi Fal Garðarssyni.
Með vinsemd
Háttvirtur Síðuhaldari
Munnmælasögurnar sívinsælu eru nú orðnar áttatíu talsins. Hafa þær almennt mælst mjög vel fyrir, a.m.k ef mið er tekið af því sem hvíslað er í eyra síðuhaldara sjálfs. Lesendur þessa síðuhalds eru alla jafna spenntastir fyrir sögum af verndara bloggsins, HáEmm, yfirmanni rafmagns á Vestfjörðum. Hefur fólk sent mér áskoranir um fleiri HáEmm sögur með hringingum, bréfaskriftum, SMSum, tölvupóstum, myndhringingum, heillaóskaskeytum og flöskuskeytum. Nú er sú hryggilega staða kominn upp að síðuhaldari er orðinn uppiskroppa með sögur af HáEmm sem þola dagsljósið. Hef þó geymt eina Gleðipinnasögu sem verður notuð sem Munnmælasaga#100 en HáEmm á svo sem ekki meiri sök í þeirri sögu en hinir sem héldu undir bílinn. (Nú átta sig einhverjir á um hvaða sögu er að ræða). Ég trúi því hins vegar ekki fyrr en ég tek á því, að lífshlaup HáEmm hingað til hafi verið á svo rólegum nótum að það dugi ekki í nema liðlega helming af áttatíu sögum. Til þess að verða við kalli lesenda þá verður síðuhaldari einfaldlega að svara í sömu mynt, og biðja lesendur um að senda sér hugmyndir af sögum af Halldóri Magnússyni tæknifræðingi, á netfangið kris@vikari.is. Til vara er hægt að senda sögur af þeim; Ólafi Sigurðssyni, Jóni Áka Leifssyni og Jakobi Fal Garðarssyni.
Með vinsemd
Háttvirtur Síðuhaldari
Wednesday, June 04, 2008
Orðrétt
"Ég á land í Veiðileysufirði og ég sótti um leyfi til að byggja kamar, mér þótti leiðinlegt að þurfa að ganga í mannaskít. Mér var bent á að tala við einhverja helvítis nefnd og það er eitt í þessu, þetta eru allt Sunnlendingar sem stjórna þessu. Ég hringdi í mann og segi við hann að ég vilji fá að byggja þarna kamar. Hann segir við mig að það sé óþarfi, það sé kamar hinum megin við fjörðinn. Ég spyr hvort hann sé nokkuð að flýta sér því ég þurfi að spjalla við hann. Ég segi við hann að ef hann væri staddur á eyrinni minni og þyrfti að gera þarfir sínar og þá yrði hann að hlaupa inn með öllum firðinum, inn í botn og út hinum megin. Þá þarf að fara í fjögur hundruð metra hæð því þarna eru björg fram í sjó. Ég spurði hvort hann héldi að það væri ekki farið að síga í punginn á honum þegar hann væri kominn alla leið á kamarinn! Hann vildi ekki tala við mig meir."
- Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður, um friðlandið á Hornströndum í stórkostlegu miðopnuviðtali við Bæjarins Besta þann 22. maí 2008.
"Ég á land í Veiðileysufirði og ég sótti um leyfi til að byggja kamar, mér þótti leiðinlegt að þurfa að ganga í mannaskít. Mér var bent á að tala við einhverja helvítis nefnd og það er eitt í þessu, þetta eru allt Sunnlendingar sem stjórna þessu. Ég hringdi í mann og segi við hann að ég vilji fá að byggja þarna kamar. Hann segir við mig að það sé óþarfi, það sé kamar hinum megin við fjörðinn. Ég spyr hvort hann sé nokkuð að flýta sér því ég þurfi að spjalla við hann. Ég segi við hann að ef hann væri staddur á eyrinni minni og þyrfti að gera þarfir sínar og þá yrði hann að hlaupa inn með öllum firðinum, inn í botn og út hinum megin. Þá þarf að fara í fjögur hundruð metra hæð því þarna eru björg fram í sjó. Ég spurði hvort hann héldi að það væri ekki farið að síga í punginn á honum þegar hann væri kominn alla leið á kamarinn! Hann vildi ekki tala við mig meir."
- Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður, um friðlandið á Hornströndum í stórkostlegu miðopnuviðtali við Bæjarins Besta þann 22. maí 2008.
Tuesday, June 03, 2008
Jón Smári á geðdeild
Jón Smári Jónsson verður á geðdeild í sumar. Stefnt er að því að hann losni þaðan með haustinu en hann var búinn að skrá sig í eitthvað umhverfisfasistanám í Háskólanum í haust.
Jón Smári Jónsson verður á geðdeild í sumar. Stefnt er að því að hann losni þaðan með haustinu en hann var búinn að skrá sig í eitthvað umhverfisfasistanám í Háskólanum í haust.
Monday, June 02, 2008
Orðrétt
"Það gekk samt ekki þrautalaust að koma 1987 út (platan hét raunar af einhverjum ástæðum Whitesnake í Bandaríkjunum og Serpens Albus í Japan). Upptökur stóðu í rúmt ár og ekki hafði fyrr verið slökkt á græjunum að söngvari og stofnandi Whitesnake, David Coverdale, rak samverkamenn sína alla með tölu, gítarleikarann John Sykes, sem samdi flest lögin ásamt söngvaranum; bassaleikarann Neil Murray og trymbilinn Aynsley Dunbar. Í þeirra stað kom gítarleikarinn Adrian Vandenberg, sem tók sólóið í Here I Go Again, og síðar gítarleikarinn Vivian Campbell, bassaleikarinn Rudy Sarzo og Tommy Aldridge sem lék á trommur. Þannig skipuð birtist sveitin lýðnum í tónlistarmyndböndum við helstu lögin á 1987. Eins og það skipti máli, þokkagyðjan Tawny Kitaen stal senunni - fáklædd og fagurlimuð. Karlpeningurinn stóð á öndinni, allt frá Bolungarvík til Bangladesh og ófá hjörtu brustu þegar Kitaen gekk að eiga Coverdale sjálfan skömmu síðar."
- Stjörnublaðamaðurinn, Orri Páll Ormarsson, heldur áfram að fjalla um Whitesnake á kostnað Árvakurs í grein sinni: "Gáfa með gúmmelaðibragði" í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag.
"Það gekk samt ekki þrautalaust að koma 1987 út (platan hét raunar af einhverjum ástæðum Whitesnake í Bandaríkjunum og Serpens Albus í Japan). Upptökur stóðu í rúmt ár og ekki hafði fyrr verið slökkt á græjunum að söngvari og stofnandi Whitesnake, David Coverdale, rak samverkamenn sína alla með tölu, gítarleikarann John Sykes, sem samdi flest lögin ásamt söngvaranum; bassaleikarann Neil Murray og trymbilinn Aynsley Dunbar. Í þeirra stað kom gítarleikarinn Adrian Vandenberg, sem tók sólóið í Here I Go Again, og síðar gítarleikarinn Vivian Campbell, bassaleikarinn Rudy Sarzo og Tommy Aldridge sem lék á trommur. Þannig skipuð birtist sveitin lýðnum í tónlistarmyndböndum við helstu lögin á 1987. Eins og það skipti máli, þokkagyðjan Tawny Kitaen stal senunni - fáklædd og fagurlimuð. Karlpeningurinn stóð á öndinni, allt frá Bolungarvík til Bangladesh og ófá hjörtu brustu þegar Kitaen gekk að eiga Coverdale sjálfan skömmu síðar."
- Stjörnublaðamaðurinn, Orri Páll Ormarsson, heldur áfram að fjalla um Whitesnake á kostnað Árvakurs í grein sinni: "Gáfa með gúmmelaðibragði" í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag.
Sápustykkið vekur óskipta athygli
Sápustykkið heldur áfram að vinna sigra en núorðið er ósjaldan fjallað um bifreiðina á öldum netmiðla. Um daginn kviknaði sú hugmynd að bifreiðin myndi fá að standa á Óshlíðinni um alla framtíð eftir að göngin verða komin í gagnið. Það er sniðug hugmynd en umhverfisverndarfastistarnir mega bara ekki frétta af því ef þetta verður lendingin. Ég nenni nefnilega ekki að vera með Árna Finnsson öskrandi á mig í fjölmiðlum en að þeim hefur hann óheftan aðgang. Hér er nýjasta umfjöllunin um Micruna á Netinu.
Sápustykkið heldur áfram að vinna sigra en núorðið er ósjaldan fjallað um bifreiðina á öldum netmiðla. Um daginn kviknaði sú hugmynd að bifreiðin myndi fá að standa á Óshlíðinni um alla framtíð eftir að göngin verða komin í gagnið. Það er sniðug hugmynd en umhverfisverndarfastistarnir mega bara ekki frétta af því ef þetta verður lendingin. Ég nenni nefnilega ekki að vera með Árna Finnsson öskrandi á mig í fjölmiðlum en að þeim hefur hann óheftan aðgang. Hér er nýjasta umfjöllunin um Micruna á Netinu.