Tuesday, November 30, 2004
Gísli minnir á sig
Ég sé lesendur góðir að Gísli Hjartar hefur brugðist hratt við þeirri samkeppni sem dagskrárliðurinn Munnmælasögur hefur veitt honum, hér á Bloggi fólksins, með því að gefa út enn eina bókina með vestfirskum þjóðsögum. Við skulum vona að hann hafi ekki kastað til höndunum við verkið. Eru þær nú orðnar 707 talsins og eins og glöggir lesendur geta reiknað út, þá eigið þið 702 inni hjá mér. Eins gott að fara að spýta í ermar og bretta upp lófana. En ég leyfi mér að efast um að Gísli eigi sér jafn dyggann lesendahóp og þessi síða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég sé lesendur góðir að Gísli Hjartar hefur brugðist hratt við þeirri samkeppni sem dagskrárliðurinn Munnmælasögur hefur veitt honum, hér á Bloggi fólksins, með því að gefa út enn eina bókina með vestfirskum þjóðsögum. Við skulum vona að hann hafi ekki kastað til höndunum við verkið. Eru þær nú orðnar 707 talsins og eins og glöggir lesendur geta reiknað út, þá eigið þið 702 inni hjá mér. Eins gott að fara að spýta í ermar og bretta upp lófana. En ég leyfi mér að efast um að Gísli eigi sér jafn dyggann lesendahóp og þessi síða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hneyksli
Ég tek undir það með stórtemplaranum DJ Base að ég er brjálaður yfir áfengis- og tóbakshækkuninni sem gengin er í gildi. Eins og ég hef nýlega ítrekað hér á síðunni: Brennivínið er orðið svo dýrt að ég hef ekki lengur efni á því að kaupa mér skó! Landsfundur Sjálfstæðisflokksins bar gæfu til þess að samþykkja einkavæðingu ÁTVR en að sjálfsögðu rataði það ekki inn í viðmiðunarplaggið sem kallað er sjórnarsáttmáli. Tek einnig undir það með Base að það er yfirgengilegt að enginn þingmaður hafi greitt atkvæði gegn þessu. Nú er ekkert annað að gera fyrir fólk en að fjölmenna til mín í bruggverslunina og leysa málið þannig.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég tek undir það með stórtemplaranum DJ Base að ég er brjálaður yfir áfengis- og tóbakshækkuninni sem gengin er í gildi. Eins og ég hef nýlega ítrekað hér á síðunni: Brennivínið er orðið svo dýrt að ég hef ekki lengur efni á því að kaupa mér skó! Landsfundur Sjálfstæðisflokksins bar gæfu til þess að samþykkja einkavæðingu ÁTVR en að sjálfsögðu rataði það ekki inn í viðmiðunarplaggið sem kallað er sjórnarsáttmáli. Tek einnig undir það með Base að það er yfirgengilegt að enginn þingmaður hafi greitt atkvæði gegn þessu. Nú er ekkert annað að gera fyrir fólk en að fjölmenna til mín í bruggverslunina og leysa málið þannig.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, November 29, 2004
Veikastir fyrir bragðið
Það virðist vera yfirgengileg fylgni á milli bráðra veikinda og neyslu á íslenskum pylsum. Linnulaust pylsuát alla ævi er sjálfsagt engum hollt en að fylgikvillarnir kæmu strax í ljós er eitthvað sem ég hafði ekki áttað mig á. En nú rekur hvert dæmið annað. Clinton var varla búinn að kyngja sinni pylsu þegar hann var kominn upp á skurðarborð og nú var Guðni vart búinn að láta út úr sér lofræðu um pylsuneyslu þegar hann var kominn í morfínvímu á bráðamóttökunni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það virðist vera yfirgengileg fylgni á milli bráðra veikinda og neyslu á íslenskum pylsum. Linnulaust pylsuát alla ævi er sjálfsagt engum hollt en að fylgikvillarnir kæmu strax í ljós er eitthvað sem ég hafði ekki áttað mig á. En nú rekur hvert dæmið annað. Clinton var varla búinn að kyngja sinni pylsu þegar hann var kominn upp á skurðarborð og nú var Guðni vart búinn að láta út úr sér lofræðu um pylsuneyslu þegar hann var kominn í morfínvímu á bráðamóttökunni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, November 27, 2004
Forræðishyggjan og hjarðmennskan
Fyrir ekki svo ýkja löngu síðan rifjaði ég upp myndina Demolition Man með Stallone og Wesley Snipes sem ég hafði séð fyrir tíu árum síðan eða svo. Ekki Óskarsverðlunamynd en engu að síður þá hefur hún fínan boðskap sem ég var ekki að fatta á sínum tíma. Í myndinni hefur forræðishyggja fengið að njóta sín og borgarsamfélagið (gamla LA) fylgir hjarðmennskuforskrift. Það sem er óhollt hefur verið bannað eins og hamborgarar, áfengi og fleira. Einnig eru sektir og viðurlög við því að bölva og gera hluti sem ekki eru uppbyggilegir fyrir heildina. Þó að forræðishyggjan hafi fengið að ganga ansi langt í myndinni þá er hún engu að síður góð viðvörun því sjónarmið forræðishyggju er mjög sterk í dag. Þó svo að ekki sé verið að tala um að banna hamborgara núna, þá gæti það alveg eins gerst þegar búið verður að banna áfengi, súlustaði, sígarettur, og m og m gotterí. Það eru einungis örfáir frjálshyggjudindlar eins og ég sem reyna að malda í móinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fyrir ekki svo ýkja löngu síðan rifjaði ég upp myndina Demolition Man með Stallone og Wesley Snipes sem ég hafði séð fyrir tíu árum síðan eða svo. Ekki Óskarsverðlunamynd en engu að síður þá hefur hún fínan boðskap sem ég var ekki að fatta á sínum tíma. Í myndinni hefur forræðishyggja fengið að njóta sín og borgarsamfélagið (gamla LA) fylgir hjarðmennskuforskrift. Það sem er óhollt hefur verið bannað eins og hamborgarar, áfengi og fleira. Einnig eru sektir og viðurlög við því að bölva og gera hluti sem ekki eru uppbyggilegir fyrir heildina. Þó að forræðishyggjan hafi fengið að ganga ansi langt í myndinni þá er hún engu að síður góð viðvörun því sjónarmið forræðishyggju er mjög sterk í dag. Þó svo að ekki sé verið að tala um að banna hamborgara núna, þá gæti það alveg eins gerst þegar búið verður að banna áfengi, súlustaði, sígarettur, og m og m gotterí. Það eru einungis örfáir frjálshyggjudindlar eins og ég sem reyna að malda í móinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, November 26, 2004
Munnmælasögur #5
Margrét systir er mikil heimsmanneskja og hefur kynnt sér menningu og siði hinna ýmsu þjóða. Eitt sinn fyrir mörgum árum kom hún við í Ríó í Brasilíu á einhverju heimshornaflakki sínu og gisti þar á huggulega hóteli. Dag einn var hún við sundlaugarbakkann í hótelgarðinum og var að lesa íslenska kilju. Á bedda þar skammt frá var nokkuð vígalegur ungur maður og tók Margrét eftir því að í kringum hann var stressað starfsfólk í símhringingum og öðru stússi. Hafði hún áður tekið eftir miklum limmósínum á hótelinu og var nokkuð viss um að þarna væri einhver þekktur á ferðinni. Er hann rak augun í hið frumstæða letur á bókarkápunni, þá gaf hann sig á tal við Margréti og spurði um hvaða tungumál væri að ræða. Var hann hinn forvitnasti um Ísland, kannaðist við Björk persónulega og þess háttar. Þar sem maðurinn var síðhærður mjög og með mikið af húðflúrum taldi Margrét hverfandi líkur á því að þarna væri rithöfundur á ferðinni og spurði á sinn einlæga hátt: "Are you a famous popstar?" Var manninum nú fyrst verulega skemmt þar sem hann hafði ekki hitt konu í lengri tíma sem hvorki þekkti haus né sporð á honum. Spjallaði hann við Margréti drjúga stund og var hinn hressasti. Margrét spurði síðar starfsfólk hótelsins hver maðurinn væri: "Slash gítarleikari Guns´n Roses" var svarað. Var þetta á þeim tíma er frægðarsól þeirra var hve hæst á lofti og gelgjur eins og ég hlustuðum á boðskap þeirra daginn út og inn.
Margrét systir er mikil heimsmanneskja og hefur kynnt sér menningu og siði hinna ýmsu þjóða. Eitt sinn fyrir mörgum árum kom hún við í Ríó í Brasilíu á einhverju heimshornaflakki sínu og gisti þar á huggulega hóteli. Dag einn var hún við sundlaugarbakkann í hótelgarðinum og var að lesa íslenska kilju. Á bedda þar skammt frá var nokkuð vígalegur ungur maður og tók Margrét eftir því að í kringum hann var stressað starfsfólk í símhringingum og öðru stússi. Hafði hún áður tekið eftir miklum limmósínum á hótelinu og var nokkuð viss um að þarna væri einhver þekktur á ferðinni. Er hann rak augun í hið frumstæða letur á bókarkápunni, þá gaf hann sig á tal við Margréti og spurði um hvaða tungumál væri að ræða. Var hann hinn forvitnasti um Ísland, kannaðist við Björk persónulega og þess háttar. Þar sem maðurinn var síðhærður mjög og með mikið af húðflúrum taldi Margrét hverfandi líkur á því að þarna væri rithöfundur á ferðinni og spurði á sinn einlæga hátt: "Are you a famous popstar?" Var manninum nú fyrst verulega skemmt þar sem hann hafði ekki hitt konu í lengri tíma sem hvorki þekkti haus né sporð á honum. Spjallaði hann við Margréti drjúga stund og var hinn hressasti. Margrét spurði síðar starfsfólk hótelsins hver maðurinn væri: "Slash gítarleikari Guns´n Roses" var svarað. Var þetta á þeim tíma er frægðarsól þeirra var hve hæst á lofti og gelgjur eins og ég hlustuðum á boðskap þeirra daginn út og inn.
Orðrétt
Það kallar á viðbrögð að tjá sig hispurslaust. Davíð Oddsson mátti til skamms tíma ekki opna munninn og tjá sig utan línu pólitísks rétttrúnaðar án þess að hver einasti dálkahöfundur vinstra megin við miðju og allir helstu kjaftaskar stjórnmálanna þeim megin væru búnir að henda á lofti meginsetninguna og smjatta látlaust á henni og snúa út úr.
-Ágúst Borgþór Sverrisson á http://agustborgthor.blogspot.com á mánudaginn.
Það kallar á viðbrögð að tjá sig hispurslaust. Davíð Oddsson mátti til skamms tíma ekki opna munninn og tjá sig utan línu pólitísks rétttrúnaðar án þess að hver einasti dálkahöfundur vinstra megin við miðju og allir helstu kjaftaskar stjórnmálanna þeim megin væru búnir að henda á lofti meginsetninguna og smjatta látlaust á henni og snúa út úr.
-Ágúst Borgþór Sverrisson á http://agustborgthor.blogspot.com á mánudaginn.
Ljóðahornið Mósaiksglugginn #1
Já góðir lesendur; nýr dagskrárliður. Til þess að gefa Bloggi fólksins enn menningarlegri blæ hyggst ég nú vera með dagskrárliðinn: Ljóðahornið Mósaiksglugginn! Eins og glöggir lesendur geta sagt sér til um þá verða hér birt ljóð eftir alla okkar helstu höfunda, eins og Trausta úr Vík og fleiri fræga. En ég ákvað að byrja á ljóði sem allir þekkja eftir Stormskerið sem einhverra hluta vegna var ekki í Skólajóðunum í gamla daga, en þar svarar hann eilífðarsperningunni í einum kviðlingi:
Tilgangur lífsins
Hver maður birgðar ber,
reynir í bakkann hver,
að klóra.
Í sannleika segi ég þér,
tilgangur lífsins er,
að tóra.
(S.Stormsker)
Já góðir lesendur; nýr dagskrárliður. Til þess að gefa Bloggi fólksins enn menningarlegri blæ hyggst ég nú vera með dagskrárliðinn: Ljóðahornið Mósaiksglugginn! Eins og glöggir lesendur geta sagt sér til um þá verða hér birt ljóð eftir alla okkar helstu höfunda, eins og Trausta úr Vík og fleiri fræga. En ég ákvað að byrja á ljóði sem allir þekkja eftir Stormskerið sem einhverra hluta vegna var ekki í Skólajóðunum í gamla daga, en þar svarar hann eilífðarsperningunni í einum kviðlingi:
Tilgangur lífsins
Hver maður birgðar ber,
reynir í bakkann hver,
að klóra.
Í sannleika segi ég þér,
tilgangur lífsins er,
að tóra.
(S.Stormsker)
Wednesday, November 24, 2004
Orðrétt
Og það voru ekki aðeins minni spámenn stjórnarandstöðunnar sem beittu sér af krafti í gær, allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þeir Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson, eyddu drjúgum tíma í ræðustól Alþingis til að reyna að sannfæra þingheim um að ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum lækka skatta. Að vísu hét það líka að það mætti ekki lækka skatta nú. Ef til vill seinna ef aðstæður leyfðu, en bara ekki nú. Steingrímur heldur þessu að vísu ekki fram, því hann vill aldrei lækka skatta, en Össur er einn af talsmönnum þessa sjónarmiðs af því að hann þykist stundum vilja lækka skatta. Nú er hins vegar svo hættulegt að lækka skatta vegna þess að það mun valda svo mikilli þenslu. Að vísu eru þessar skattalækkanir ekki fjarri því hvað meint þensluáhrif snertir sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar, en þá sagði flokkurinn í kosningastefnu sinni að vegna mikils hagvaxtar framundan væri svigrúm til að lækka skatta og vildi meðal annars lækka tekjuskatta umtalsvert. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að hugur fylgdi ekki máli og töldu að ef flokkurinn kæmist í stjórn myndi hann ekki standa við þetta loforð sitt. Færri létu sér þó líklega detta í hug að flokknum tækist að svíkja loforðið þrátt fyrir að lenda í stjórnarandstöðu, enda er það eftirtektarverður árangur svo ekki sé meira sagt.
- www.andriki.is þann 24. nóvember 2004.
Og það voru ekki aðeins minni spámenn stjórnarandstöðunnar sem beittu sér af krafti í gær, allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þeir Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson, eyddu drjúgum tíma í ræðustól Alþingis til að reyna að sannfæra þingheim um að ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum lækka skatta. Að vísu hét það líka að það mætti ekki lækka skatta nú. Ef til vill seinna ef aðstæður leyfðu, en bara ekki nú. Steingrímur heldur þessu að vísu ekki fram, því hann vill aldrei lækka skatta, en Össur er einn af talsmönnum þessa sjónarmiðs af því að hann þykist stundum vilja lækka skatta. Nú er hins vegar svo hættulegt að lækka skatta vegna þess að það mun valda svo mikilli þenslu. Að vísu eru þessar skattalækkanir ekki fjarri því hvað meint þensluáhrif snertir sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar, en þá sagði flokkurinn í kosningastefnu sinni að vegna mikils hagvaxtar framundan væri svigrúm til að lækka skatta og vildi meðal annars lækka tekjuskatta umtalsvert. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að hugur fylgdi ekki máli og töldu að ef flokkurinn kæmist í stjórn myndi hann ekki standa við þetta loforð sitt. Færri létu sér þó líklega detta í hug að flokknum tækist að svíkja loforðið þrátt fyrir að lenda í stjórnarandstöðu, enda er það eftirtektarverður árangur svo ekki sé meira sagt.
- www.andriki.is þann 24. nóvember 2004.
Kók á dag kemur skapinu í lag
Kólimbíski markvörðurinn Rene Higuita er víst í smá bobba núna eftir að hafa verið gómaður öðru sinni í lyfjaprófi. Aftur hefur hann orðið uppvís að því að fá sér smá kók í aðra nösina en það er víst bannað í íþróttum. Hann mun nú vera að spila í Ekvador, en hann hlýtur að vera kominn nokkuð við aldur þar sem hann hefur verið i uppáhaldi hjá mér lengi. Til að mynda átti hann mjög skemmtilega spretti á HM á Ítalíu 1990, og þegar ég segi spretti þá meina ég spretti, því hann spilaði eins konar markmanns-sweeper stöðu. Eitt af hans þekktari tilþrifum átti sér stað í vináttulandsleik á Wembley fyrir tæpum áratug síðan, er hann framkvæmdi hið yfirgengilega svala sporðdrekastökk sitt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Kólimbíski markvörðurinn Rene Higuita er víst í smá bobba núna eftir að hafa verið gómaður öðru sinni í lyfjaprófi. Aftur hefur hann orðið uppvís að því að fá sér smá kók í aðra nösina en það er víst bannað í íþróttum. Hann mun nú vera að spila í Ekvador, en hann hlýtur að vera kominn nokkuð við aldur þar sem hann hefur verið i uppáhaldi hjá mér lengi. Til að mynda átti hann mjög skemmtilega spretti á HM á Ítalíu 1990, og þegar ég segi spretti þá meina ég spretti, því hann spilaði eins konar markmanns-sweeper stöðu. Eitt af hans þekktari tilþrifum átti sér stað í vináttulandsleik á Wembley fyrir tæpum áratug síðan, er hann framkvæmdi hið yfirgengilega svala sporðdrekastökk sitt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, November 23, 2004
Orðrétt
Þeir ætluðu bara að gera þetta [hafa enskar lýsingar á leikjum] og ástæðan var hver? Jú, hún var auðvitað peningaleysi, vegna þess að við viljum sýna þetta og þetta marga leiki og við höfum ekki efni á því að sýna nema tvo eða þrjá með íslenskum þulum. Þetta er aumingjaástæða. Það stendur ekkert sérstaklega um þetta. Ef þeir hafa ekki efni á því, ef þessir gæjar geta ekki dröslast til að hafa íslenska þuli með í fótboltanum á stöðvunum á bara að stoppa þá.
-Mörður Árnason í ræðustól Alþingis á dögunum.
Merkilegur maður Mörðurinn. Hann er nú ekki sérstaklega umburðarlyndur blessaður, það er stutt í stjórnlyndið. En þar fyrir utan þá held ég að hinir mjög svo hæfu ensku þulir séu mun nær því að tala íslensku heldur en t.d. Þorsteinn Gunnarsson, Hörður Magnússon og Valtýr Björn Valtýsson svo einhverjir séu nefndir.
Passið ykkur á myrkrinu.
Þeir ætluðu bara að gera þetta [hafa enskar lýsingar á leikjum] og ástæðan var hver? Jú, hún var auðvitað peningaleysi, vegna þess að við viljum sýna þetta og þetta marga leiki og við höfum ekki efni á því að sýna nema tvo eða þrjá með íslenskum þulum. Þetta er aumingjaástæða. Það stendur ekkert sérstaklega um þetta. Ef þeir hafa ekki efni á því, ef þessir gæjar geta ekki dröslast til að hafa íslenska þuli með í fótboltanum á stöðvunum á bara að stoppa þá.
-Mörður Árnason í ræðustól Alþingis á dögunum.
Merkilegur maður Mörðurinn. Hann er nú ekki sérstaklega umburðarlyndur blessaður, það er stutt í stjórnlyndið. En þar fyrir utan þá held ég að hinir mjög svo hæfu ensku þulir séu mun nær því að tala íslensku heldur en t.d. Þorsteinn Gunnarsson, Hörður Magnússon og Valtýr Björn Valtýsson svo einhverjir séu nefndir.
Passið ykkur á myrkrinu.
Munnmælasögur#4
Fyrir ekki svo ýkja löngu síðan var Trausti Salvar frændi minn að vinna hjá símafyrirtækinu Tal og þar hefur maður nú þekkt nokkra um dagana. Salvar var um tíma í verslun þeirra í Síðumúla, en hinu megin við vegginn voru frændi minn Halli Pé og Gummi Gunnars vinur minn - starfsmenn fyrirtækjaþjónustu. Þar gerðu menn sér að leik að trítla yfir á klósettið í versluninni ef mikið stóð til hjá þeim, enda vissu þeir að fnykurinn færi mjög fyrir brjóstið á Salvari, sem teldi það ekki hluta af sínu vinnuumhverfi. Þegar þetta hafði gengið í einhverjar vikur sendi Salvar eftirfarandi tölvupóst á helstu menn valdapíratímans í fyrirtækinu, eins og atvinnuleysingjann Jón Ólafs í Skífunni, atvinnuleysingjann Sigurð G. Guðjónsson, atvinnuleysingjann Þórólf Árnason og Guðjón Reynisson fyrrum ÍBÍ leikmann. Þessir kappar voru allir mektarmenn í fyrirtækinu eða þá hjá Norðurljósum eiganda Tals. Bréfið mun hér birtast orðrétt í fjölmiðli í fyrsta sinn:
Sælir.
Sökum tíðra salernisferða starfsmanna fyrirtækjaþjónustu í aðstöðu verslunar, mun ég
leggja fram tillögu, í samráði við trúnaðarmann Tals og starfsmannastjóra, að aðeins
útvaldir starsmenn fái afhendan lykil að hurð salernisaðstöðunnar, verslunar megin.
Þetta er gert vegna ítrekaðra agabrota starsmanna, sem eru: Haukur Gíslason,
Þorkell Guðbrandsson, Guðjón Daníelsson, Daði Agnarsson, Ásgrímur Helgason og Valur
Stefánsson.
Salernisuppeldi þeirra er svo ógeðfellt, að það er ofar mínum skilningi að
svokallaðir viti bornir menn skulu geta látið annan eins illan daun frá sér fara á
almennum vinnustað.
Hið brotlega og algerlega siðlausa í þessum verknaði er samt það, að fullkomlega
samkeppnishæf salernisaðstaða blasir við þessum einstaklingum á þeirra eigin
vinnusvæði. Þessir menn eru hinsvegar svo gersamlega sneyddir allri réttlætis og
siðferðiskennd, að þeir ræna aðstöðu kollega þeirra, og skilja eftir sig svo illan
daun, að ekki er gangandi þar framhjá án þess að taka fyrir vit sér, því flestir
þessara manna eru jú komnir af sínu mesta blómaskeiði, og þurfa sérstakt fæði til
þess að koma líkama sínum í rétt horf, en fæði þetta framkallar æði sterka lykt af
hægðum, og um það snýst málið.
Þessvegna mun ég leggja fram þá tillögu að aðeins útvaldir einstaklingar hafi
lyklavöld að salernisaðstöðu verslunar, og þar á lista komist enginn af áður
upptöldum mönnum, heldur aðeins starsmenn verslunar, einsog ég sjálfur Brynjólfur,
Halldór, og þeir aukamenn sem þar koma til vinnu.
Trausti Salvar
Sölumaður
Síðumúla 28
Fyrir ekki svo ýkja löngu síðan var Trausti Salvar frændi minn að vinna hjá símafyrirtækinu Tal og þar hefur maður nú þekkt nokkra um dagana. Salvar var um tíma í verslun þeirra í Síðumúla, en hinu megin við vegginn voru frændi minn Halli Pé og Gummi Gunnars vinur minn - starfsmenn fyrirtækjaþjónustu. Þar gerðu menn sér að leik að trítla yfir á klósettið í versluninni ef mikið stóð til hjá þeim, enda vissu þeir að fnykurinn færi mjög fyrir brjóstið á Salvari, sem teldi það ekki hluta af sínu vinnuumhverfi. Þegar þetta hafði gengið í einhverjar vikur sendi Salvar eftirfarandi tölvupóst á helstu menn valdapíratímans í fyrirtækinu, eins og atvinnuleysingjann Jón Ólafs í Skífunni, atvinnuleysingjann Sigurð G. Guðjónsson, atvinnuleysingjann Þórólf Árnason og Guðjón Reynisson fyrrum ÍBÍ leikmann. Þessir kappar voru allir mektarmenn í fyrirtækinu eða þá hjá Norðurljósum eiganda Tals. Bréfið mun hér birtast orðrétt í fjölmiðli í fyrsta sinn:
Sælir.
Sökum tíðra salernisferða starfsmanna fyrirtækjaþjónustu í aðstöðu verslunar, mun ég
leggja fram tillögu, í samráði við trúnaðarmann Tals og starfsmannastjóra, að aðeins
útvaldir starsmenn fái afhendan lykil að hurð salernisaðstöðunnar, verslunar megin.
Þetta er gert vegna ítrekaðra agabrota starsmanna, sem eru: Haukur Gíslason,
Þorkell Guðbrandsson, Guðjón Daníelsson, Daði Agnarsson, Ásgrímur Helgason og Valur
Stefánsson.
Salernisuppeldi þeirra er svo ógeðfellt, að það er ofar mínum skilningi að
svokallaðir viti bornir menn skulu geta látið annan eins illan daun frá sér fara á
almennum vinnustað.
Hið brotlega og algerlega siðlausa í þessum verknaði er samt það, að fullkomlega
samkeppnishæf salernisaðstaða blasir við þessum einstaklingum á þeirra eigin
vinnusvæði. Þessir menn eru hinsvegar svo gersamlega sneyddir allri réttlætis og
siðferðiskennd, að þeir ræna aðstöðu kollega þeirra, og skilja eftir sig svo illan
daun, að ekki er gangandi þar framhjá án þess að taka fyrir vit sér, því flestir
þessara manna eru jú komnir af sínu mesta blómaskeiði, og þurfa sérstakt fæði til
þess að koma líkama sínum í rétt horf, en fæði þetta framkallar æði sterka lykt af
hægðum, og um það snýst málið.
Þessvegna mun ég leggja fram þá tillögu að aðeins útvaldir einstaklingar hafi
lyklavöld að salernisaðstöðu verslunar, og þar á lista komist enginn af áður
upptöldum mönnum, heldur aðeins starsmenn verslunar, einsog ég sjálfur Brynjólfur,
Halldór, og þeir aukamenn sem þar koma til vinnu.
Trausti Salvar
Sölumaður
Síðumúla 28
Anorexía á alvarlegu stigi
Jón Steinar vinur minn minnkaði nokkuð snögglega síðastliðinn fimmtudag eftir að hafa stækkað nokkuð á undanförnum misserum vegna minnkandi knattspyrnuiðkunar. Jón varð fyrir því óláni að skera framan af litla fingri á vinstri hönd. Ég gæti sagt svo marga brandara af þessu tilefni að ég veit vart hvar ég á að byrja, til dæmis má segja að Jón verði ekki jafn fjölþreifinn og áður. En til þess að gæta lágmarks smekklegheita þá læt ég þetta duga, en það er þó hægt að segja núna við Jón með góðri samvisku; að hann sé ekki með fulde fem!
Passið ykkur á myrkrinu.
Jón Steinar vinur minn minnkaði nokkuð snögglega síðastliðinn fimmtudag eftir að hafa stækkað nokkuð á undanförnum misserum vegna minnkandi knattspyrnuiðkunar. Jón varð fyrir því óláni að skera framan af litla fingri á vinstri hönd. Ég gæti sagt svo marga brandara af þessu tilefni að ég veit vart hvar ég á að byrja, til dæmis má segja að Jón verði ekki jafn fjölþreifinn og áður. En til þess að gæta lágmarks smekklegheita þá læt ég þetta duga, en það er þó hægt að segja núna við Jón með góðri samvisku; að hann sé ekki með fulde fem!
Passið ykkur á myrkrinu.
Sunday, November 21, 2004
Eitt högg
Birgir Leifur var grátlega nálægt því að komast á evrópsku mótaröðina. Hlýtur að vera svekkjandi að vera aðeins einu höggi frá því eftir sex daga spilamennsku þar sem hann sló yfir 400 högg. Til þess að æra óstöðugann þá hefur hann lent í þessu áður, þ.e.a.s árið 2001 muni einnig aðeins einu höggi að hann næði takmarkinu. Hann er hins vegar búinn að afreka mikið á árinu: Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni, Íslandsmeistari í sveitakeppni með GKG, Stigakóngur Toyota mótaraðarinnar, vann sér inn þáttökurétt á sænsku mótaröðinni og var mjög nálægt því að vinna sér þáttökurétt á opna breska meistaramótinu (elsta golfmóti í heimi).
Passið ykkur myrkrinu.
Birgir Leifur var grátlega nálægt því að komast á evrópsku mótaröðina. Hlýtur að vera svekkjandi að vera aðeins einu höggi frá því eftir sex daga spilamennsku þar sem hann sló yfir 400 högg. Til þess að æra óstöðugann þá hefur hann lent í þessu áður, þ.e.a.s árið 2001 muni einnig aðeins einu höggi að hann næði takmarkinu. Hann er hins vegar búinn að afreka mikið á árinu: Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni, Íslandsmeistari í sveitakeppni með GKG, Stigakóngur Toyota mótaraðarinnar, vann sér inn þáttökurétt á sænsku mótaröðinni og var mjög nálægt því að vinna sér þáttökurétt á opna breska meistaramótinu (elsta golfmóti í heimi).
Passið ykkur myrkrinu.
Langþráð skattalækkun
Ríkisstjórnin hefur boðað framkvæmd skattalækkana sem lofað hafði verið í stjórnarsáttmálanum. Þetta er hið besta mál og mikilvægt að halda áfram á sömu braut því fólk fer jú betur með eigið fé en annara. Þessum prósentum getur fólk því varið sjálft í stað þess að horfa upp á stjórnmálamenn ákveða fyrir það hvernig þeim sé varið.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ríkisstjórnin hefur boðað framkvæmd skattalækkana sem lofað hafði verið í stjórnarsáttmálanum. Þetta er hið besta mál og mikilvægt að halda áfram á sömu braut því fólk fer jú betur með eigið fé en annara. Þessum prósentum getur fólk því varið sjálft í stað þess að horfa upp á stjórnmálamenn ákveða fyrir það hvernig þeim sé varið.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, November 15, 2004
Aftursnúningur
Aftursnúningur er fyrirbæri sem fólk kynnist ef það flýgur nokkuð reglulega á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Gamla settið lenti til dæmis í slíku útsýnisflugi í gær þar sem hvorki tókst að lenda á Ísó né Þingeyri (betur þekkt sem Singalí hjá tælensku sendiherrunum í Víkinni). En þegar þannig háttar til þá er mikil Guðsmildi að hæfir skríbentar skuli taka að sér að skrifa í flugvélablaðið Ský.
Passið ykkur á myrkrinu.
Aftursnúningur er fyrirbæri sem fólk kynnist ef það flýgur nokkuð reglulega á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Gamla settið lenti til dæmis í slíku útsýnisflugi í gær þar sem hvorki tókst að lenda á Ísó né Þingeyri (betur þekkt sem Singalí hjá tælensku sendiherrunum í Víkinni). En þegar þannig háttar til þá er mikil Guðsmildi að hæfir skríbentar skuli taka að sér að skrifa í flugvélablaðið Ský.
Passið ykkur á myrkrinu.
Vinstri stjórn að hækka skatta
Skattar hækkuðu í dag á Reykvíkinga. Ég á nú ekki von á því að það hafi komið neinum á óvart. Í leiðinni voru fasteignagjöld hækkuð svona fyrst að borgarfulltrúarnir voru á annað borð komnir í stuð. Fyrir síðustu kosningar passaði Error-lista fólkið sig á því að lofa ekki að skattar myndu ekki hækka. Höfðu þau brennt sig á því að lofa því að skattar yrðu ekki hækkaðir í kosningunum ´98 og skelltu svo á holræsagjaldinu margfræga. En þessi skattahækkun nú leiðir nokkuð hugann að þeirri umræðu sem var í gangi í síðustu kosningum þar sem margtuggið var að skuldasöfnun Reykjavíkur væri í lagi þar sem þetta væru svo jákvæðar skuldir.
Passið ykkur á myrkrinu.
Skattar hækkuðu í dag á Reykvíkinga. Ég á nú ekki von á því að það hafi komið neinum á óvart. Í leiðinni voru fasteignagjöld hækkuð svona fyrst að borgarfulltrúarnir voru á annað borð komnir í stuð. Fyrir síðustu kosningar passaði Error-lista fólkið sig á því að lofa ekki að skattar myndu ekki hækka. Höfðu þau brennt sig á því að lofa því að skattar yrðu ekki hækkaðir í kosningunum ´98 og skelltu svo á holræsagjaldinu margfræga. En þessi skattahækkun nú leiðir nokkuð hugann að þeirri umræðu sem var í gangi í síðustu kosningum þar sem margtuggið var að skuldasöfnun Reykjavíkur væri í lagi þar sem þetta væru svo jákvæðar skuldir.
Passið ykkur á myrkrinu.
Bakslag hjá Birgi
Einn dagur eftir hjá Bigga og staðan orðin verulega spennandi eftir bakslag í gær þar sem hann var á 80 höggum en í dag var hann á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann er á sex höggum yfir samanlagt í 30. - 39. sæti en 35 kylfingar öðlast þáttökurétt á evrópsku mótaröðinni í félagsskap; Montgomerie og Harrington ofl. Það kemur í ljós eftir 18 holur á morgun en Biggi þarf væntanlega að halda sig undir parinu til þess að innsigla það, en þó hefur komið á óvart hversu fáir eru undir pari samanlagt. Sjálfsagt spila taugarnar inní en einnig virðast vellirnir vera mjög erfiðir.
Passið ykkur á myrkrinu.
Einn dagur eftir hjá Bigga og staðan orðin verulega spennandi eftir bakslag í gær þar sem hann var á 80 höggum en í dag var hann á 73 höggum eða einu yfir pari. Hann er á sex höggum yfir samanlagt í 30. - 39. sæti en 35 kylfingar öðlast þáttökurétt á evrópsku mótaröðinni í félagsskap; Montgomerie og Harrington ofl. Það kemur í ljós eftir 18 holur á morgun en Biggi þarf væntanlega að halda sig undir parinu til þess að innsigla það, en þó hefur komið á óvart hversu fáir eru undir pari samanlagt. Sjálfsagt spila taugarnar inní en einnig virðast vellirnir vera mjög erfiðir.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, November 13, 2004
Munnmælasögur#3
Þessai ágæta bolvíska þjóðsaga átti sér stað í Víkinni fyrir mörgum árum síðan þegar faðir minn Jón Friðgeir var formaður sóknarnefndar. Gunnar Hallsson (Dr. Gunni), faðir Gumma vinar míns, var um tíma meðhjálpari í kirkjunni og vann auk þess í búðinni hjá pabba. Einhverju sinni háttar svo til að foreldrar mínir ákáðu að skella sér út fyrir landsteinanna og var ritstjóranum ykkar kippt með. Systkini mín Magga og Einar bjuggu fyrir sunnan og því var Ásgeiri Þór ekkert að vandbúnaði að halda eina af sínum margfrægu svallveislum á Traðarstígnum. Ásgeir var að vinna með Gunnari í búðinni og tók meðhjálparinn eftir því hvernig lundin léttist hjá Ásgeiri eftir því sem nær dró helginni. Þegar laugardagskvöldið rann upp er Ásgeir í þann mun að fylla húsið af fólki og búinn að hella sér í glas þegar Gunnar dinglar hjá honum um tíu leytið. Gunnar segir Ásgeiri frá því að hann sé að láta hann fá lyklana að kirkjunni, því hann sé að fara úr bænum og að Jón Friðgeir hefði sagt sér að Ásgeir myndi hlaupa í skarðið fyrir hann í messunni morguninn eftir. Ekki var mjög hátt risið á Ásgeiri við þessar fréttir og umlaði hann við Gunnar að gamla rörið hefði nú ekki minnst á þetta við hann. Gunnar sagði hins vegar að málið væri úr sínum höndum og að presturinn reiknaði með Ásgeiri við fyrsta hanagal morguninn eftir. Eftir þetta samtal fer Ásgeir í snarhasti í símann til þess að reyna að ná sambandi við föður okkar en gekk illa þar sem hann var ekki staddur á hótelinu (þetta er vitaskuld fyrir tíma GSM). Seinna um kvöldið, þegar Ásgeir var búinn að leggja frá sér viskíið og mælast til þess að gestir sínir leituðu sér að öðru partýgreni, nær hann loks sambandi við pabba. Pabbi kannaðist að sjálfsögðu ekkert við málið enda var Gunnar ekkert á leiðinni úr bænum heldur hafði einungis séð sér leik á borði til þess að hrista aðeins upp í taugakerfi Ásgeirs. Er partyhaldarinn hringdi í meðhjálparann til þess að fá þetta staðfest, þá mun Gunnari hafa verið mun betur skemmt yfir þessu spaugi en Ásgeiri.
Þessai ágæta bolvíska þjóðsaga átti sér stað í Víkinni fyrir mörgum árum síðan þegar faðir minn Jón Friðgeir var formaður sóknarnefndar. Gunnar Hallsson (Dr. Gunni), faðir Gumma vinar míns, var um tíma meðhjálpari í kirkjunni og vann auk þess í búðinni hjá pabba. Einhverju sinni háttar svo til að foreldrar mínir ákáðu að skella sér út fyrir landsteinanna og var ritstjóranum ykkar kippt með. Systkini mín Magga og Einar bjuggu fyrir sunnan og því var Ásgeiri Þór ekkert að vandbúnaði að halda eina af sínum margfrægu svallveislum á Traðarstígnum. Ásgeir var að vinna með Gunnari í búðinni og tók meðhjálparinn eftir því hvernig lundin léttist hjá Ásgeiri eftir því sem nær dró helginni. Þegar laugardagskvöldið rann upp er Ásgeir í þann mun að fylla húsið af fólki og búinn að hella sér í glas þegar Gunnar dinglar hjá honum um tíu leytið. Gunnar segir Ásgeiri frá því að hann sé að láta hann fá lyklana að kirkjunni, því hann sé að fara úr bænum og að Jón Friðgeir hefði sagt sér að Ásgeir myndi hlaupa í skarðið fyrir hann í messunni morguninn eftir. Ekki var mjög hátt risið á Ásgeiri við þessar fréttir og umlaði hann við Gunnar að gamla rörið hefði nú ekki minnst á þetta við hann. Gunnar sagði hins vegar að málið væri úr sínum höndum og að presturinn reiknaði með Ásgeiri við fyrsta hanagal morguninn eftir. Eftir þetta samtal fer Ásgeir í snarhasti í símann til þess að reyna að ná sambandi við föður okkar en gekk illa þar sem hann var ekki staddur á hótelinu (þetta er vitaskuld fyrir tíma GSM). Seinna um kvöldið, þegar Ásgeir var búinn að leggja frá sér viskíið og mælast til þess að gestir sínir leituðu sér að öðru partýgreni, nær hann loks sambandi við pabba. Pabbi kannaðist að sjálfsögðu ekkert við málið enda var Gunnar ekkert á leiðinni úr bænum heldur hafði einungis séð sér leik á borði til þess að hrista aðeins upp í taugakerfi Ásgeirs. Er partyhaldarinn hringdi í meðhjálparann til þess að fá þetta staðfest, þá mun Gunnari hafa verið mun betur skemmt yfir þessu spaugi en Ásgeiri.
Birgir Leifur þokast nær markmiðinu
Biggi er að springa út á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék í dag á 69 höggum eða þremur undir pari, og er því á -3 samanlagt eftir þrjá hringi. Eftir fjórða hring á morgun, halda 75 efstu áfram og spila tvo daga í viðbót. 35 efstu fá fullan þáttökurétt á mótaröðinni. Biggi er í þessum skrifuðu orðum í 4. - 7. sæti sem er kyngimagnað. Hann fékk örn í dag á par 4 holu sem er óalgengt á erfiðum völlum. Bendi aftur á heimasíðu Bigga þar sem Hlöðver er á vaktinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Biggi er að springa út á lokastigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék í dag á 69 höggum eða þremur undir pari, og er því á -3 samanlagt eftir þrjá hringi. Eftir fjórða hring á morgun, halda 75 efstu áfram og spila tvo daga í viðbót. 35 efstu fá fullan þáttökurétt á mótaröðinni. Biggi er í þessum skrifuðu orðum í 4. - 7. sæti sem er kyngimagnað. Hann fékk örn í dag á par 4 holu sem er óalgengt á erfiðum völlum. Bendi aftur á heimasíðu Bigga þar sem Hlöðver er á vaktinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, November 12, 2004
Borgarfulltrúi afhjúpar persónutöfrana
Maður er nefndur Björk Vilhelmsdóttir. Er hún borgarfulltrúi fyrir Vinstri Græna og eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar leiðtoga íslenskra palestínu-araba. Ástæðan fyrir því að Björk þessi ratar inn á þessa virðulegu síðu er sú að hún skrúfaði frá sjarmanum í fréttum Stöðvar2 um daginn. Þetta mun hafa verið í síðustu viku er hvern neyðarfundinn rak annan hjá Errror-listanum vegna framtíðar Þórólfs. Hin góðlega fréttakona Eva Bergþóra hætti sér að Ráðhúsinu og beindi vinnutæki sínu að þeim Björk og Stefáni Jóni Einstein er þau gengu út úr húsi andanna. Eva þessi er nú ekki aðgangsharðasti liðsmaður fréttastofu Stöðvar2 en engu að síður þá skrúfaði Björk frá sjarmanum og hreitti þessari setningu í Evu: Það er ekki að ástæðulausu að fjölmiðlamenn eru kallaðir hrægammar. Ekki er laust við að prakkaralegt glott hafi færst yfir andlit Stefáns enda var hann í sinni tíð einn af aðgangshörðustu fjölmiðlamönnum landsins. Einhver frekari orðaskipti áttu sér stað á milli kvennanna áður en Stefán tók Björk undir sinn kynþokkafulla arm og leiddi hana í burtu - væntanlega til þess að forða henni frá frekari auðmýkingu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Maður er nefndur Björk Vilhelmsdóttir. Er hún borgarfulltrúi fyrir Vinstri Græna og eiginkona Sveins Rúnars Haukssonar leiðtoga íslenskra palestínu-araba. Ástæðan fyrir því að Björk þessi ratar inn á þessa virðulegu síðu er sú að hún skrúfaði frá sjarmanum í fréttum Stöðvar2 um daginn. Þetta mun hafa verið í síðustu viku er hvern neyðarfundinn rak annan hjá Errror-listanum vegna framtíðar Þórólfs. Hin góðlega fréttakona Eva Bergþóra hætti sér að Ráðhúsinu og beindi vinnutæki sínu að þeim Björk og Stefáni Jóni Einstein er þau gengu út úr húsi andanna. Eva þessi er nú ekki aðgangsharðasti liðsmaður fréttastofu Stöðvar2 en engu að síður þá skrúfaði Björk frá sjarmanum og hreitti þessari setningu í Evu: Það er ekki að ástæðulausu að fjölmiðlamenn eru kallaðir hrægammar. Ekki er laust við að prakkaralegt glott hafi færst yfir andlit Stefáns enda var hann í sinni tíð einn af aðgangshörðustu fjölmiðlamönnum landsins. Einhver frekari orðaskipti áttu sér stað á milli kvennanna áður en Stefán tók Björk undir sinn kynþokkafulla arm og leiddi hana í burtu - væntanlega til þess að forða henni frá frekari auðmýkingu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
Minn hýri Hafnarfjörður eða á ensku my gay harbour bay.
-Íþróttafréttmaðurinn Adolf Ingi Erlingsson í útvarpsþætti á Rás2 á dögunum.
Minn hýri Hafnarfjörður eða á ensku my gay harbour bay.
-Íþróttafréttmaðurinn Adolf Ingi Erlingsson í útvarpsþætti á Rás2 á dögunum.
Lengi getur vont versnað
Error-listinn hefur komist að niðurstöðu. Steinunn Valdís skal það vera heillin, vegna reynslu sinnar af borgarmálum. Fréttablaðið lagði sín lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttu Dags B. Eggertssonar er það birti æviágrip hans og fullyrti að hann yrði næsti borgarstjóri. Fyrir þá lesendur sem ekki kannast við Dag þá er hann eins mannns stjórnmálaafl, á mikið af þröngum skyrtum og er stórvinur Gumma Steingríms á Fréttablaðinu. Enda tók Fréttablaðið það sérstaklega fram að Dagur hefði ritað þrjá doðranta um pabba áðurnefnds Gumma. Það eitt að nenna að sitja undir þremur bókum af Steingrími Hermannssyni gerir manninnn óhæfann til flestra verka. Enda fór það svo að ekki náðist samstaða um Dag, frekar en Stefán Jón Einstein. Heyrst hefur að innan Framsóknar og VG sé lítil stemning fyrir því að borgarstjóradjobbið sé notað til þess ala upp Samfylkingarleiðtoga. Í ljósi þessa geta það vart talist góð meðmæli fyrir Steinunni að náðst hafi sátt um hana. En þó hún sé óvinsæl í dag þá mega Framsókn og VG ekki vanmeta vinsældarmátt þess að klippa á borða. Ekki var til að mynda litið á Ingibjörgu Sólrúnu sem einhvern stórpólitíkus fyrr en hún byrjaði að klippa á borða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Error-listinn hefur komist að niðurstöðu. Steinunn Valdís skal það vera heillin, vegna reynslu sinnar af borgarmálum. Fréttablaðið lagði sín lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttu Dags B. Eggertssonar er það birti æviágrip hans og fullyrti að hann yrði næsti borgarstjóri. Fyrir þá lesendur sem ekki kannast við Dag þá er hann eins mannns stjórnmálaafl, á mikið af þröngum skyrtum og er stórvinur Gumma Steingríms á Fréttablaðinu. Enda tók Fréttablaðið það sérstaklega fram að Dagur hefði ritað þrjá doðranta um pabba áðurnefnds Gumma. Það eitt að nenna að sitja undir þremur bókum af Steingrími Hermannssyni gerir manninnn óhæfann til flestra verka. Enda fór það svo að ekki náðist samstaða um Dag, frekar en Stefán Jón Einstein. Heyrst hefur að innan Framsóknar og VG sé lítil stemning fyrir því að borgarstjóradjobbið sé notað til þess ala upp Samfylkingarleiðtoga. Í ljósi þessa geta það vart talist góð meðmæli fyrir Steinunni að náðst hafi sátt um hana. En þó hún sé óvinsæl í dag þá mega Framsókn og VG ekki vanmeta vinsældarmátt þess að klippa á borða. Ekki var til að mynda litið á Ingibjörgu Sólrúnu sem einhvern stórpólitíkus fyrr en hún byrjaði að klippa á borða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
Kvennamaðurinn Lee Hendrie skorar bæði innan vallar sem utan.
-Björn Friðrik Brynjólfsson íþróttafréttamaður RÚV í Helgarsporti á dögunum.
Kvennamaðurinn Lee Hendrie skorar bæði innan vallar sem utan.
-Björn Friðrik Brynjólfsson íþróttafréttamaður RÚV í Helgarsporti á dögunum.
Neytendavitund
Í umræðunni um olíumálið er ekki annað að sjá en að neytendavitund sé sprottin upp á meðal íslensku þjóðarinnar. Er þetta nýlunda að ég tel. Oftar en ekki hefur samkeppni á olíumarkaði og matvörumarkaði verið tekið fremur illa af fjölmiðlum þá sjaldan sem sú staða hefur komið upp. Hver man ekki eftir því að fréttatímar sjónvarspstöðvanna hafi hafist á orðum sem þessum: Verðstríð er hafið á matvörumarkaði! eða Verðstríð geysar nú að bensínmarkaði! Þegar maður heyrir slíkt orðalag þá auðvitað krossbregður manni enda er ekki að heyra á fréttamönnunum að þetta sé jákvæður hlutur. Verðstríð! Þetta hljómar eins og einhver stórhættulegur hlutur sem verði að linna sem allra fyrst. Sama hvað hver segir að þá hafa fréttir verið í þessum stíl í þau fáu skipti sem olíufyrirtækin hafa lækkað verð án þess að ganga hönd í hönd. Vonandi verður framhald á þessari neytendavitund, til dæmis eigum við ekki að sitja þegjandi undir því að heilbrigðisráðherrar norðurlanda ætli sér að stunda verðsamráð á brennivíni eins og greint var frá í fréttum. Þeim væri trúandi til þess að reyna jafn arfavitlausa aðferð og þá að hækka brennivínið upp úr öllu valdi í þeirri von að það fækki drykkjumönnum. Ég segi nú bara eins og maðurinn sagði: Brennivínið er orðið svo dýrt að ég er hættur að geta keypt mér skó!
Passið ykkur á myrkrinu.
Í umræðunni um olíumálið er ekki annað að sjá en að neytendavitund sé sprottin upp á meðal íslensku þjóðarinnar. Er þetta nýlunda að ég tel. Oftar en ekki hefur samkeppni á olíumarkaði og matvörumarkaði verið tekið fremur illa af fjölmiðlum þá sjaldan sem sú staða hefur komið upp. Hver man ekki eftir því að fréttatímar sjónvarspstöðvanna hafi hafist á orðum sem þessum: Verðstríð er hafið á matvörumarkaði! eða Verðstríð geysar nú að bensínmarkaði! Þegar maður heyrir slíkt orðalag þá auðvitað krossbregður manni enda er ekki að heyra á fréttamönnunum að þetta sé jákvæður hlutur. Verðstríð! Þetta hljómar eins og einhver stórhættulegur hlutur sem verði að linna sem allra fyrst. Sama hvað hver segir að þá hafa fréttir verið í þessum stíl í þau fáu skipti sem olíufyrirtækin hafa lækkað verð án þess að ganga hönd í hönd. Vonandi verður framhald á þessari neytendavitund, til dæmis eigum við ekki að sitja þegjandi undir því að heilbrigðisráðherrar norðurlanda ætli sér að stunda verðsamráð á brennivíni eins og greint var frá í fréttum. Þeim væri trúandi til þess að reyna jafn arfavitlausa aðferð og þá að hækka brennivínið upp úr öllu valdi í þeirri von að það fækki drykkjumönnum. Ég segi nú bara eins og maðurinn sagði: Brennivínið er orðið svo dýrt að ég er hættur að geta keypt mér skó!
Passið ykkur á myrkrinu.
Lífsmarkið
Já góðan daginn. Það var mikið að einhver uppfærði þessa síðu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðustu vikuna, þá sérstaklega hjá R-listafólki og Palestínumönnum sem eru nú eiginlega tvær hliðar á sama peningi. Svo er víst eitthvað ólíumál í gangi líka, mér skilst að fólki sé heitt í hamsi vegna þess. Eins gott að láta fingur standa fram á lyklaborð því í þessum bransa má hvergi slá slöku við eins og sést á þessari pillu sem ég fékk úr sveitinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Já góðan daginn. Það var mikið að einhver uppfærði þessa síðu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðustu vikuna, þá sérstaklega hjá R-listafólki og Palestínumönnum sem eru nú eiginlega tvær hliðar á sama peningi. Svo er víst eitthvað ólíumál í gangi líka, mér skilst að fólki sé heitt í hamsi vegna þess. Eins gott að láta fingur standa fram á lyklaborð því í þessum bransa má hvergi slá slöku við eins og sést á þessari pillu sem ég fékk úr sveitinni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, November 05, 2004
Gummi út - Grétar inn
Ég get nú ekki neitað því að ég var reglulega kátur að sjá að Grétar Hjartarson hefði gengið til liðs við KR en hann er einn af fáum leikmönnum í deildinni sem á það til að sýna skemmtilega takta. Þetta dregur nokkuð úr þeim vonbrigðum að Gummi Ben hafi farið í Val en kannski eiga hann og Danni eftir að mynda baneitrað framherjapar en Willum er reyndar álíka sókndjarfur þjálfari og hjartveiki Frakkinn. Ég hef hins vegar meiri trú á Ólsaranum Magnúsi Gylfasyni og spennandi verður að sjá hvernig hann mun höndla Frostaskjólspressuna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég get nú ekki neitað því að ég var reglulega kátur að sjá að Grétar Hjartarson hefði gengið til liðs við KR en hann er einn af fáum leikmönnum í deildinni sem á það til að sýna skemmtilega takta. Þetta dregur nokkuð úr þeim vonbrigðum að Gummi Ben hafi farið í Val en kannski eiga hann og Danni eftir að mynda baneitrað framherjapar en Willum er reyndar álíka sókndjarfur þjálfari og hjartveiki Frakkinn. Ég hef hins vegar meiri trú á Ólsaranum Magnúsi Gylfasyni og spennandi verður að sjá hvernig hann mun höndla Frostaskjólspressuna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Morgunblaðið í Mugisonvímu
Skarpi kunningi minn á Mogganum ritaði í gær rosalegan plötudóm um nýjustu plötu Ödda Muggasonar. Er mér til efs að önnur eins lofræða hafi birst á síðum Morgunblaðsins fyrr og hvet ég lesendur Bloggs fólksins til þess að kíkja í Mogga gærdagsins. Þvílíkar lýsingar hjá Skarpa sem virðist bara hafa fallið í trans við að hlusta á plötuna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Skarpi kunningi minn á Mogganum ritaði í gær rosalegan plötudóm um nýjustu plötu Ödda Muggasonar. Er mér til efs að önnur eins lofræða hafi birst á síðum Morgunblaðsins fyrr og hvet ég lesendur Bloggs fólksins til þess að kíkja í Mogga gærdagsins. Þvílíkar lýsingar hjá Skarpa sem virðist bara hafa fallið í trans við að hlusta á plötuna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Birgir heldur uppteknum hætti
Birgir Leifur hélt uppteknum hætti í gær og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Þetta er ótrúlegt skor: 67 og 69. Til samanburðar má geta þess að vinur minn Orri hnitstrumpur er að leika 9 holurnar á 61 höggi og þykir hann þó vera með allra flinkustu kylfingum sem Grundfirðingar hafa borið augum. Skagamaðurinn geðþekki Hlöðver Cobra uppfærir nú heimasíðu Bigga í erg og gríð ef þið viljið fylgjast með gangi mála.
Passið ykkur á myrkrinu.
Birgir Leifur hélt uppteknum hætti í gær og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Þetta er ótrúlegt skor: 67 og 69. Til samanburðar má geta þess að vinur minn Orri hnitstrumpur er að leika 9 holurnar á 61 höggi og þykir hann þó vera með allra flinkustu kylfingum sem Grundfirðingar hafa borið augum. Skagamaðurinn geðþekki Hlöðver Cobra uppfærir nú heimasíðu Bigga í erg og gríð ef þið viljið fylgjast með gangi mála.
Passið ykkur á myrkrinu.
Var sigur Bush heppilegur fyrir Hillary?
Bill Clinton tók virkan þátt í kosningabaráttu Johns Kerrys á dögunum en ég varð ekki mikið var við að Hillary Clinton væri að beita sér fyrir Kerry, en þó hlýtur það að hafa verið að einhverju marki. En það er áhugavert að velta fyrir sér hvort sigur Bush hafi verið heppilegur eða ekki fyrir Clinton fjölskylduna. Líklegt var talið að yrði Kerry kjörinn þá myndu bandarísk stjórnvöld mæla með Bill sem næsta aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Mun Bill vera heitur fyrir djobbinu. En hefði Kerry verið kosinn þá hefði Hillary hins vegar ekki getað boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna næstu 8 árin. Ef Kerry hefði orðið forseti þá hefði hann pottþétt verið forsetaefni Demókrata aftur að 4 árum liðnum. Talið er að Hillary hafi fyrir löngu sett stefnuna á forsetaframboð og mun hún hafa til þess nokkurn stuðning í hópi demókrata. Dauði Kerrys gæti því hæglega orðið hennar brauð.
Passið ykkur á myrkrinu.
Bill Clinton tók virkan þátt í kosningabaráttu Johns Kerrys á dögunum en ég varð ekki mikið var við að Hillary Clinton væri að beita sér fyrir Kerry, en þó hlýtur það að hafa verið að einhverju marki. En það er áhugavert að velta fyrir sér hvort sigur Bush hafi verið heppilegur eða ekki fyrir Clinton fjölskylduna. Líklegt var talið að yrði Kerry kjörinn þá myndu bandarísk stjórnvöld mæla með Bill sem næsta aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Mun Bill vera heitur fyrir djobbinu. En hefði Kerry verið kosinn þá hefði Hillary hins vegar ekki getað boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna næstu 8 árin. Ef Kerry hefði orðið forseti þá hefði hann pottþétt verið forsetaefni Demókrata aftur að 4 árum liðnum. Talið er að Hillary hafi fyrir löngu sett stefnuna á forsetaframboð og mun hún hafa til þess nokkurn stuðning í hópi demókrata. Dauði Kerrys gæti því hæglega orðið hennar brauð.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, November 03, 2004
Fáfnismenn
Ég sat ásamt þremur Arsenal mönnum um daginn og fylgdist með leik United og Arsenal í Arsenal-greni eins þeirra. Er skemmst frá því að segja að ég átti fótum mínum fjör að launa í leikslok er þeir Harald, Jón Steinar og Hálfdán breyttust skyndilega í þrjá Fáfnismenn. Komst ég undan þeim við illan leik sökum snerpu og sprengikrafts en hef ekki þorað að birta þetta á Bloggi fólksins fyrr en nú af ótta við hermdaraðgerðir. Þessi færsla er því eins konar trygging fyrir mig.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég sat ásamt þremur Arsenal mönnum um daginn og fylgdist með leik United og Arsenal í Arsenal-greni eins þeirra. Er skemmst frá því að segja að ég átti fótum mínum fjör að launa í leikslok er þeir Harald, Jón Steinar og Hálfdán breyttust skyndilega í þrjá Fáfnismenn. Komst ég undan þeim við illan leik sökum snerpu og sprengikrafts en hef ekki þorað að birta þetta á Bloggi fólksins fyrr en nú af ótta við hermdaraðgerðir. Þessi færsla er því eins konar trygging fyrir mig.
Passið ykkur á myrkrinu.
Biggi heitur
Birgir Leifur byrjaði glæsilega á fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék á 67 höggum í Valencia í dag og er því á 5 höggum undir pari. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið, þá er hann búinn að fara í gegnum 1. stigið þar sem spilaðar voru 72 holur. Núna spila um 250 kylfingar á þremur völlum og 30 efstu eftir 72 holur á hverjum velli komast á 3. stigið sem fram fer eftir einungis tvær vikur eða svo. Þar koma reyndari kappar inn í keppnina sem hafa verið að leika á mótaröðinni en þurfa að komast aftur inn vegna slælegs gengis. Þar spila allir á sama vellinum og keppendafjöldi verður skorinn niður eftir 72 holur - þeir sem eftir eru spila 36 holur til viðbótar og þurfa því að spila sex daga í röð. Að þessu loknu þarf Birgir að vera á meðal 30 efstu að ég held til þess að öðlast fullann þáttökurétt á mótaröðinni næsta árið. Einfalt, ekki satt?
Passið ykkur á myrkrinu.
Birgir Leifur byrjaði glæsilega á fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék á 67 höggum í Valencia í dag og er því á 5 höggum undir pari. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið, þá er hann búinn að fara í gegnum 1. stigið þar sem spilaðar voru 72 holur. Núna spila um 250 kylfingar á þremur völlum og 30 efstu eftir 72 holur á hverjum velli komast á 3. stigið sem fram fer eftir einungis tvær vikur eða svo. Þar koma reyndari kappar inn í keppnina sem hafa verið að leika á mótaröðinni en þurfa að komast aftur inn vegna slælegs gengis. Þar spila allir á sama vellinum og keppendafjöldi verður skorinn niður eftir 72 holur - þeir sem eftir eru spila 36 holur til viðbótar og þurfa því að spila sex daga í röð. Að þessu loknu þarf Birgir að vera á meðal 30 efstu að ég held til þess að öðlast fullann þáttökurétt á mótaröðinni næsta árið. Einfalt, ekki satt?
Passið ykkur á myrkrinu.
Grein á sus.is
Ég bendi ykkur lesendur góðir á; að datt inn grein eftir hinn geðþekka ritstjóra Bloggs fólksins á vef Sambands ungra Sjálfstæðismanna, (eða sundsambandsins eins og Gunni Samloka kallar SUS). Ber hún heitið: Átakanleg reynslusaga úr undirheimum boða og banna.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég bendi ykkur lesendur góðir á; að datt inn grein eftir hinn geðþekka ritstjóra Bloggs fólksins á vef Sambands ungra Sjálfstæðismanna, (eða sundsambandsins eins og Gunni Samloka kallar SUS). Ber hún heitið: Átakanleg reynslusaga úr undirheimum boða og banna.
Passið ykkur á myrkrinu.
2. nóvember
Bróðir minn Einar Þór og bróðursonur minn Ásgrímur Þór áttu báðir afmæli í gær. Urðu þeir mis-gamlir. Blogg fólksins óskar þeim til hamingju.
Passið ykkur á myrkrinu.
Bróðir minn Einar Þór og bróðursonur minn Ásgrímur Þór áttu báðir afmæli í gær. Urðu þeir mis-gamlir. Blogg fólksins óskar þeim til hamingju.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, November 01, 2004
althingismenn.tk
Þetta fannst mér virkilega fyndið eins og svo margt sem Baggalútur lætur frá sér.
Passið ykkur á myrkrinu og alþingismönnum.
Þetta fannst mér virkilega fyndið eins og svo margt sem Baggalútur lætur frá sér.
Passið ykkur á myrkrinu og alþingismönnum.
Gleymdist Finnbogi?
Um daginn rak ég augun í hverjir væru tilnefndir til Eddu-verðlauna sem sjónvarpsmaður ársins. Ég gat ekki betur séð en að hver einasti kjaftur í íslensku sjónvarpi væri tilnefndur, heilu fréttastofurnar, allir umsjónarmenn fréttatengdra umræðuþátta og þar fram eftir götunum. Reyndar sá ég hvergi Finnboga Hermannsson nefndann en hann er líklega eini maðurinn sem kemur nálægt sjónvarpi á Íslandi sem fær ekki tilnefningu. Sérstaklega fannst mér merkilegt að sjá nöfn sem ég hef ekki séð á skjánum í áraraðir eins og til dæmis Ómar Ragnarsson. Þetta minnir mig á einhverja söngvakeppni sem Stöð2 og Bylgjan stóðu fyrir fyrir nokkrum árum. Þá voru ýmsar tónlistarviðurkenningar afhentar, lifetimeachievmentawards og þess háttar. Sá heiður hlotnaðist eingöngu starfsmönnum fyrirtækisins eins og Björgvini Halldórssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Bjarna Ara o.s.frv. Allir vinir í því fyrirtæki.
Passið ykkur á myrkrinu og Þorgeiri Ástvaldssyni.
Um daginn rak ég augun í hverjir væru tilnefndir til Eddu-verðlauna sem sjónvarpsmaður ársins. Ég gat ekki betur séð en að hver einasti kjaftur í íslensku sjónvarpi væri tilnefndur, heilu fréttastofurnar, allir umsjónarmenn fréttatengdra umræðuþátta og þar fram eftir götunum. Reyndar sá ég hvergi Finnboga Hermannsson nefndann en hann er líklega eini maðurinn sem kemur nálægt sjónvarpi á Íslandi sem fær ekki tilnefningu. Sérstaklega fannst mér merkilegt að sjá nöfn sem ég hef ekki séð á skjánum í áraraðir eins og til dæmis Ómar Ragnarsson. Þetta minnir mig á einhverja söngvakeppni sem Stöð2 og Bylgjan stóðu fyrir fyrir nokkrum árum. Þá voru ýmsar tónlistarviðurkenningar afhentar, lifetimeachievmentawards og þess háttar. Sá heiður hlotnaðist eingöngu starfsmönnum fyrirtækisins eins og Björgvini Halldórssyni, Þorgeiri Ástvaldssyni, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Bjarna Ara o.s.frv. Allir vinir í því fyrirtæki.
Passið ykkur á myrkrinu og Þorgeiri Ástvaldssyni.
Sparky
Í dag eru 41 ár liðin frá fæðingu welska knattspyrnu-undrabarnsins Mark Hughes sem var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi af leikmönnum deildarinnar: ´89 og ´91. Var hann fyrstur manna til þess að hljóta nafnbótina tívegis. Blogg fólksins óskar honum til hamingju.
Passið ykkur á myrkrinu og nafnbótum.
Í dag eru 41 ár liðin frá fæðingu welska knattspyrnu-undrabarnsins Mark Hughes sem var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi af leikmönnum deildarinnar: ´89 og ´91. Var hann fyrstur manna til þess að hljóta nafnbótina tívegis. Blogg fólksins óskar honum til hamingju.
Passið ykkur á myrkrinu og nafnbótum.