Monday, February 28, 2005
Spaugað með síðuhaldara
Guðfinnur frændi minn (Einars K og Sigrúnar) er með skemmtilegt blogg sem hann uppfærir samviskusamlega. Hann var að setja myndir af á tenglasafn sitt af þeim sem hann er að linka á. Mér datt í hug að lesendum þætti sniðug myndin sem hann setti inn af mér. Þetta er slóðin á síðuna hans og tenglasafnið er vinstra megin.
Passið ykkur á myrkrinu.
Guðfinnur frændi minn (Einars K og Sigrúnar) er með skemmtilegt blogg sem hann uppfærir samviskusamlega. Hann var að setja myndir af á tenglasafn sitt af þeim sem hann er að linka á. Mér datt í hug að lesendum þætti sniðug myndin sem hann setti inn af mér. Þetta er slóðin á síðuna hans og tenglasafnið er vinstra megin.
Passið ykkur á myrkrinu.
Schmeichel bestur
Það kemur mér akkúrat ekkert á óvart að lesendum/áhorfendum Sky finnist Peter Schmeichel vera besti markvörður allra tíma. Hins vegar vantar Belgann Jean Mari Pfaff inn á topp 10 listann. Gunni Samloka sagði mér um daginn að Pfaff væri með Osborne raunveruleikaþátt í belgísku sjónvarpi, það væri forvitnilegt að sjá. Einnig hefði Ísland mátt eiga þarna fulltrúa; Besti markvörður Hic mótsins, Kristján Jónatans, Jói P..., og Magnús Pálmi hefðu allir komið til greina.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það kemur mér akkúrat ekkert á óvart að lesendum/áhorfendum Sky finnist Peter Schmeichel vera besti markvörður allra tíma. Hins vegar vantar Belgann Jean Mari Pfaff inn á topp 10 listann. Gunni Samloka sagði mér um daginn að Pfaff væri með Osborne raunveruleikaþátt í belgísku sjónvarpi, það væri forvitnilegt að sjá. Einnig hefði Ísland mátt eiga þarna fulltrúa; Besti markvörður Hic mótsins, Kristján Jónatans, Jói P..., og Magnús Pálmi hefðu allir komið til greina.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ingibjörg Sólrún á þing
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er komin með fast þingsæti fyrir Samfylkinguna, en Bryndís Hlöðversdóttir hverfur á braut og mun taka við stöðu deildarforseta Lagadeildarinnar á Bifröst þann 1. ágúst. Nú mun væntanlega fara í gang umræða um þessa stöðuveitingu þar sem Skólameistarinn á Bifröst er Samfylkingarmaður. Það vantaði a.m.k ekki umræðu um ráðningu Hannesar Hólmsteins í HÍ og ráðningu Jóns Steinars í HR. HR og Bifröst eru einkaskólar og umræðan ætti því að vera öðruvísi í kringum þá heldur en HÍ. Meira ætla ég ekki að skrifa um þetta þar sem Gunni Valþórs er frændi Bryndísar og er mjög pirraður yfir mínum skoðunum almennt og úthúðar mér næst þegar ég hitti hann.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er komin með fast þingsæti fyrir Samfylkinguna, en Bryndís Hlöðversdóttir hverfur á braut og mun taka við stöðu deildarforseta Lagadeildarinnar á Bifröst þann 1. ágúst. Nú mun væntanlega fara í gang umræða um þessa stöðuveitingu þar sem Skólameistarinn á Bifröst er Samfylkingarmaður. Það vantaði a.m.k ekki umræðu um ráðningu Hannesar Hólmsteins í HÍ og ráðningu Jóns Steinars í HR. HR og Bifröst eru einkaskólar og umræðan ætti því að vera öðruvísi í kringum þá heldur en HÍ. Meira ætla ég ekki að skrifa um þetta þar sem Gunni Valþórs er frændi Bryndísar og er mjög pirraður yfir mínum skoðunum almennt og úthúðar mér næst þegar ég hitti hann.
Passið ykkur á myrkrinu.
Berry þáði Hindberið
Stór og undurmerki áttu sér stað í Hollywood í fyrradag þegar Halle Berry mætti á skammarverðlaunahátíðina og tók við verðlaunum fyrir versta leik í aðalhlutverki. Sniðugt hjá henni. Nú er ég að spá í að kíkja á þessa mynd fyrst hún fékk þessi verðlaun.
Passið ykkur á myrkrinu.
Stór og undurmerki áttu sér stað í Hollywood í fyrradag þegar Halle Berry mætti á skammarverðlaunahátíðina og tók við verðlaunum fyrir versta leik í aðalhlutverki. Sniðugt hjá henni. Nú er ég að spá í að kíkja á þessa mynd fyrst hún fékk þessi verðlaun.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 25, 2005
Öddi þjálfar BÍ
Örnólfur Oddsson þjálfar BÍ í sumar. Öddi þjálfaði mig í 3. flokki hjá BÍ sumarið 1993 en það var vægast skemmtilegur hópur sem státaði af goðsögnum eins og: Jóni Steinari, Kristjáni og Gísla, Frigga, Pétri Magg, Jóni Valgeiri, Torfa Jó, Erni Árna, Þorra, Sigurjóni Jóns, Nonna Nike, Ármanni og fleirum. Öddi gerði mig að fyrirliða sem segir okkur að annað hvort er hann með mjög næmt auga fyrir knattspyrnuþjálfun eða mjög vel að sér í leiðtogafræðunum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Örnólfur Oddsson þjálfar BÍ í sumar. Öddi þjálfaði mig í 3. flokki hjá BÍ sumarið 1993 en það var vægast skemmtilegur hópur sem státaði af goðsögnum eins og: Jóni Steinari, Kristjáni og Gísla, Frigga, Pétri Magg, Jóni Valgeiri, Torfa Jó, Erni Árna, Þorra, Sigurjóni Jóns, Nonna Nike, Ármanni og fleirum. Öddi gerði mig að fyrirliða sem segir okkur að annað hvort er hann með mjög næmt auga fyrir knattspyrnuþjálfun eða mjög vel að sér í leiðtogafræðunum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ljóðahornið Mósaíksglugginn#4
Þar sem Flosi Ólafsson er í miklu uppáhaldi þá kemur hér vísa frá honum sem hann samdi eftir að hafa verið rekinn í 7. skipti úr Menntaskólanum á Akureyri.
Frá Akureyri er um það bil,
ekki neins að sakna.
En þar er fagurt þangað til,
þorpsbúarnir vakna.
Þar sem Flosi Ólafsson er í miklu uppáhaldi þá kemur hér vísa frá honum sem hann samdi eftir að hafa verið rekinn í 7. skipti úr Menntaskólanum á Akureyri.
Frá Akureyri er um það bil,
ekki neins að sakna.
En þar er fagurt þangað til,
þorpsbúarnir vakna.
Fróðleikur
Whiskey er dregið af gelísku orðunum "uisce beatha" sem þýðir vatn lífsins.
-Tekið af vefnum herramenn.net.
Whiskey er dregið af gelísku orðunum "uisce beatha" sem þýðir vatn lífsins.
-Tekið af vefnum herramenn.net.
Geðsveiflur
Það er vor í lofti í borg óttans í dag. Merkilegar geðsveiflurnar hjá fólki á þessum árstíma. Núna þegar sólin skín þá frestar fólk því að skjóta sig í hausinn í þeirri von að vorið sé komið. Fólk verður léttara og almennilegra í viðmóti, flautar í biðröðum og bruggararnir nenna ekki að kvarta yfir því að gerjunin sé hæg í víninu hjá þeim. Meira að segja Alex Ferguson horfir fram hjá því að Roy Carrol sé lélegri markvörður en besti markvörður Hic mótsins 1986.
Passið ykkur á myrk....ja það er á mörkunum að það sé viðeigandi núna.
Það er vor í lofti í borg óttans í dag. Merkilegar geðsveiflurnar hjá fólki á þessum árstíma. Núna þegar sólin skín þá frestar fólk því að skjóta sig í hausinn í þeirri von að vorið sé komið. Fólk verður léttara og almennilegra í viðmóti, flautar í biðröðum og bruggararnir nenna ekki að kvarta yfir því að gerjunin sé hæg í víninu hjá þeim. Meira að segja Alex Ferguson horfir fram hjá því að Roy Carrol sé lélegri markvörður en besti markvörður Hic mótsins 1986.
Passið ykkur á myrk....ja það er á mörkunum að það sé viðeigandi núna.
Thursday, February 24, 2005
Orðrétt
Og í fréttinni sagði borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir: „Ég vil nú segja það fyrst af öllu að ég tel afar óheppilegt hvernig ráðherrarnir hafa hagað málflutningi sínum í kjölfar þessarar yfirlýsingar...“ Ráðherrarnir höfðu eftir undirritun viljayfirlýsingar um kaup á hlut borgarinnar í Landsvirkjun rætt um hugsanlega einkavæðingu fyrirtækisins. Og hvert er þá sjónarmið borgarstjórans, skyldi borgarstjóri til dæmis vera ósammála eða sammála ráðherrunum? Það virðist ekki skipta máli, en borgarstjóri er hins vegar ósáttur við að ráðherrarnir hafi lýst skoðunum sínum. Líklega hefði þá verið betra að segja engum frá en einkavæða Landsvirkjun bara fyrirvaralaust, því að það óheppilega eru yfirlýsingarnar sjálfar en ekki innihald þeirra. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Þórólfur Árnason þáverandi borgarstjóri var í vandræðum undir lok árs 2004 vegna fyrri starfa sinna. Þá kom yfirlýsing frá borgarfulltrúum R-listans um að „umræða síðustu daga“ um skýrslu Samkeppnisstofnunar hafi gert stöðu borgarstjórans erfiða. Það var ekki efni skýrslunnar sem olli R-listanum áhyggjum, heldur „umræðan“. Þetta er ef til vill það sem annar fyrrum borgarstjóri R-listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, átti við þegar hún óskaði eftir auknu vægi „umræðustjórnmála“. Sennilega var það ósk um að innihaldið fengi minna vægi en ákvarðanir yrðu teknar eftir hávaða umræðunnar. Þess háttar stjórnmál ættu þá væntanlega helst að kallast umbúðastjórnmál, til aðgreiningar frá öðrum stjórnmálum þar sem innihaldið, skoðanirnar og málstaðurinn, skipta máli.
-Vef-Þjóðviljinn 24. febrúar 2005.
Og í fréttinni sagði borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir: „Ég vil nú segja það fyrst af öllu að ég tel afar óheppilegt hvernig ráðherrarnir hafa hagað málflutningi sínum í kjölfar þessarar yfirlýsingar...“ Ráðherrarnir höfðu eftir undirritun viljayfirlýsingar um kaup á hlut borgarinnar í Landsvirkjun rætt um hugsanlega einkavæðingu fyrirtækisins. Og hvert er þá sjónarmið borgarstjórans, skyldi borgarstjóri til dæmis vera ósammála eða sammála ráðherrunum? Það virðist ekki skipta máli, en borgarstjóri er hins vegar ósáttur við að ráðherrarnir hafi lýst skoðunum sínum. Líklega hefði þá verið betra að segja engum frá en einkavæða Landsvirkjun bara fyrirvaralaust, því að það óheppilega eru yfirlýsingarnar sjálfar en ekki innihald þeirra. Þetta minnir óneitanlega á það þegar Þórólfur Árnason þáverandi borgarstjóri var í vandræðum undir lok árs 2004 vegna fyrri starfa sinna. Þá kom yfirlýsing frá borgarfulltrúum R-listans um að „umræða síðustu daga“ um skýrslu Samkeppnisstofnunar hafi gert stöðu borgarstjórans erfiða. Það var ekki efni skýrslunnar sem olli R-listanum áhyggjum, heldur „umræðan“. Þetta er ef til vill það sem annar fyrrum borgarstjóri R-listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, átti við þegar hún óskaði eftir auknu vægi „umræðustjórnmála“. Sennilega var það ósk um að innihaldið fengi minna vægi en ákvarðanir yrðu teknar eftir hávaða umræðunnar. Þess háttar stjórnmál ættu þá væntanlega helst að kallast umbúðastjórnmál, til aðgreiningar frá öðrum stjórnmálum þar sem innihaldið, skoðanirnar og málstaðurinn, skipta máli.
-Vef-Þjóðviljinn 24. febrúar 2005.
Þægindi
Ég held að lífið sé alltaf að verða þægilegra og þægilegra. Nú er Gummi Björns farinn að bjóðast til þess að hugsa fyrir mann. Hann er farinn í hringja í mann og segja manni hvað manni eigi að finnast og hvað maður eigi að halda. Þjónustan verður ekki betri en þetta, spurning hvort ég fái ekki Gumma til þess að taka fyrir mig próf í Aðferðafræði í vor, fyrst hann er á annað borð farinn að sjá um öll mín mál. Annars skil ég ekki af hverju hann er að hafa áhyggjur af mér. Ég hef alltaf hlítt honum í einu og öllu. Man ekki betur en ég hafi borðað allan ísinn sem hann var að selja í Sandfell og drukkið allan bjórinn sem hann var að selja hjá Sól/Víking.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég held að lífið sé alltaf að verða þægilegra og þægilegra. Nú er Gummi Björns farinn að bjóðast til þess að hugsa fyrir mann. Hann er farinn í hringja í mann og segja manni hvað manni eigi að finnast og hvað maður eigi að halda. Þjónustan verður ekki betri en þetta, spurning hvort ég fái ekki Gumma til þess að taka fyrir mig próf í Aðferðafræði í vor, fyrst hann er á annað borð farinn að sjá um öll mín mál. Annars skil ég ekki af hverju hann er að hafa áhyggjur af mér. Ég hef alltaf hlítt honum í einu og öllu. Man ekki betur en ég hafi borðað allan ísinn sem hann var að selja í Sandfell og drukkið allan bjórinn sem hann var að selja hjá Sól/Víking.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tilkynning:
Ekkert var leikið í Meistaradeildinni í boltasparki í gærkvöldi vegna veðurs.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ekkert var leikið í Meistaradeildinni í boltasparki í gærkvöldi vegna veðurs.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, February 23, 2005
Raggi mætir Robba í kveld
Raggi Óskars og félagar í Skjern mæta Robba Gunnars og Stulla í Árhusliðinu í kvöld. Væntanlega hörkuleikur og Viggó verður meira að segja á svæðinu til að taka stöðuna á mönnum. Skjern var að vígja nýja rosalega höll og það ætti því að vera stemning. Hef aðeins fylgst með danska handboltanum í vetur, en á Breiðbandinu er tvær danskar stöðvar og önnur þeirra TV2 er alltaf með leik í beinni á miðvikudagskvöldum. Ég held samt að leikurinn í kvöld sé ekki sjónvarpsleikur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Raggi Óskars og félagar í Skjern mæta Robba Gunnars og Stulla í Árhusliðinu í kvöld. Væntanlega hörkuleikur og Viggó verður meira að segja á svæðinu til að taka stöðuna á mönnum. Skjern var að vígja nýja rosalega höll og það ætti því að vera stemning. Hef aðeins fylgst með danska handboltanum í vetur, en á Breiðbandinu er tvær danskar stöðvar og önnur þeirra TV2 er alltaf með leik í beinni á miðvikudagskvöldum. Ég held samt að leikurinn í kvöld sé ekki sjónvarpsleikur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Allt í góðu hjá Brynju og Freyju
Einkennileg frétt í Fréttablaðinu í dag um vinkonur í Gravarvogi á fimmtánda ári. Það eina sem þær hafa til saka unnið er að heita Brynja og Freyja, en svo stórkostlega vill til að það eru einmitt nöfnin á kvenfélögum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Fyrirsögn fréttarinnar var að sjálfsögðu "Allt í góðu hjá Brynju og Freyju". Við skulum vona að Fréttablaðið láti metnaðinn um mikilvægan fréttaflutning ekki bera sig ofurliði.
Passið ykkur á myrkrinu.
Einkennileg frétt í Fréttablaðinu í dag um vinkonur í Gravarvogi á fimmtánda ári. Það eina sem þær hafa til saka unnið er að heita Brynja og Freyja, en svo stórkostlega vill til að það eru einmitt nöfnin á kvenfélögum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Fyrirsögn fréttarinnar var að sjálfsögðu "Allt í góðu hjá Brynju og Freyju". Við skulum vona að Fréttablaðið láti metnaðinn um mikilvægan fréttaflutning ekki bera sig ofurliði.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, February 21, 2005
Vilhjálmur skólastjóri
Eins og lesendum Bloggs fólksins er kunnugt um þá sendi Valdimar Víðisson skólastjóri á Grenivík harðorða grein á Moggann síðastliðinn fimmtudag. Var dómaraþrennunni úr Idolinu þar lesinn pistillinn. Bóbó Marteins svaraði heldur betur fyrir sig í þættinum á föstudag en fór þó ekki alveg rétt með því hann sagði; "heyrirðu það, Vilhjálmur skólastjóri"! Jói bætti við "já hann er örugglega að horfa"! Það er greinilegt að greinin hefur vakið athygli Idolaðstandenda. Er hann að meika það eða hvað?
Passið ykkur á myrkrinu.
Eins og lesendum Bloggs fólksins er kunnugt um þá sendi Valdimar Víðisson skólastjóri á Grenivík harðorða grein á Moggann síðastliðinn fimmtudag. Var dómaraþrennunni úr Idolinu þar lesinn pistillinn. Bóbó Marteins svaraði heldur betur fyrir sig í þættinum á föstudag en fór þó ekki alveg rétt með því hann sagði; "heyrirðu það, Vilhjálmur skólastjóri"! Jói bætti við "já hann er örugglega að horfa"! Það er greinilegt að greinin hefur vakið athygli Idolaðstandenda. Er hann að meika það eða hvað?
Passið ykkur á myrkrinu.
Bönnum allt nema brokkolí
Nú sem endranær fer forræðishyggjan mjög í taugarnar á mér þó ég sé mjög geðgóður maður að eðlisfari. Nú heyrist manni að hin ströngu tóbaksvarnarlög séu ekki nægileg og herða skal róðurinn. Banna þetta bara á línuna, enda hafa veitingastaðaeigendur ekkert með slíkar ákvarðanir að gera á meðan við höfum stjórnmálamenn sem bera heilsufar landans fyrir brjósti. Búið er að leggja til að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollustu eftir kl eitthvað á kvöldin. Er þá ekki bara næsta skref að banna óhollustuna? Er ekki upplagt að neyða Stálið til þess að bíta gras hjá Sollu grænu dagana langa? Ég held að það ætti að lauma nokkrum blásýrutöflum í skammtana í mötuneyti Alþingis og sjá hvort þetta lagist ekki.
Passið ykkur á myrkrinu.
Nú sem endranær fer forræðishyggjan mjög í taugarnar á mér þó ég sé mjög geðgóður maður að eðlisfari. Nú heyrist manni að hin ströngu tóbaksvarnarlög séu ekki nægileg og herða skal róðurinn. Banna þetta bara á línuna, enda hafa veitingastaðaeigendur ekkert með slíkar ákvarðanir að gera á meðan við höfum stjórnmálamenn sem bera heilsufar landans fyrir brjósti. Búið er að leggja til að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollustu eftir kl eitthvað á kvöldin. Er þá ekki bara næsta skref að banna óhollustuna? Er ekki upplagt að neyða Stálið til þess að bíta gras hjá Sollu grænu dagana langa? Ég held að það ætti að lauma nokkrum blásýrutöflum í skammtana í mötuneyti Alþingis og sjá hvort þetta lagist ekki.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 18, 2005
Munnmælasögur#12
Ritstjórn Bloggs fólksins hafa borist fjölmörg aðdáunarbréf vegna munnmælasagna þeim sem hér er haldið til haga. Eiga þau það sameiginlegt að ávallt er hvatt til þess að reglulega séu birtar sögur þar sem Gleðipinnarnir Ásgeir Þór og Dóri Magg séu í stórum hlutverkum enda orðnir ódauðlegir í bloggheimum. Ritstjórnin hefur ákveðið að verða góðfúslega við þessari bón; auk þess sem lesendum er bent að netfangið kristjac@hi.is þar sem hægt er að koma sögum á framfæri. Hér kemur ein sem er fyrir löngu orðin klassísk og óskiljanlegt að Gísli Hjartar hafi ekki notað þessa.
Eitt sinn bar svo til fyrir mörgum árum að Dóri huggðist keyra suður til Reykjavíkur á laugardegi einn síns liðs. Ásgeir mátti ekki heyra á það minnst að Dóri þyrfti að hanga einn alla leið suður og bauðst því til þess að sitja í hjá honum, svona bara til þess að halda honum félagsskap eins og Ásgeir orðaði það. Dóra fannst hugmyndin ágæt og lét sig hafa það að sækja Ásgeir út í Vík klukkan 10 um morguninn þó svo að þá væri strax kominn lykkja á leið hans. En þar sem Ásgeir hafði verið svo almennilegur að bjóðast til þess að halda Dóra félagsskap á leiðinni, að þá lét Dóri sig hafa það að renna eftir honum. Þegar Dóra ber að garði þá er Ásgeir eitthvað illa fyrir kallaður eftir að hafa lent á ralli um nóttina, Dóri hafði hins vegar verið forsjáll kvöldið áður og var eins og nýsleginn túskildingur. Kom það í hans hlut að drösla Ásgeiri af stað og út í bíl með tilheyrandi seinkun á brottför. Þegar þeir eru að keyra fram hjá vitanum á Óshlíðinni, þá sofnar Ásgeir. Dóri hugsaði með sér að það væri nú í lagi að leyfa greyinu að sofa aðeins betur úr sér, en þegar þeir voru komnir í gegnum Súðavík þá fóru nú að renna á hann tvær grímur. Það fór svo að Ásgeir rumskaði ekki alla leiðina þó svo hann væri þarna til þess að halda Dóra félagsskap og tók steininn úr þegar Dóri þurfti sjálfur að opna og loka hliðinu á heiðinni, sem ávallt var talið helsta skylduverk farþega. Í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík rankar Ásgeir við sér og hélt sér vakandi alla leið út á granda þar sem Dóri lét hann úr og hélt á Nönnugötuna. Þegar Dóri hafði teygt úr sér þar í korter, hringir síminn: "Jæja ertu ekki í gír" heyrist galað á hinum enda línunnar. Þá var það Ásgeir Þór, útsofinn og úthvíldur, og tilbúinn að fara út á lífið.
Ritstjórn Bloggs fólksins hafa borist fjölmörg aðdáunarbréf vegna munnmælasagna þeim sem hér er haldið til haga. Eiga þau það sameiginlegt að ávallt er hvatt til þess að reglulega séu birtar sögur þar sem Gleðipinnarnir Ásgeir Þór og Dóri Magg séu í stórum hlutverkum enda orðnir ódauðlegir í bloggheimum. Ritstjórnin hefur ákveðið að verða góðfúslega við þessari bón; auk þess sem lesendum er bent að netfangið kristjac@hi.is þar sem hægt er að koma sögum á framfæri. Hér kemur ein sem er fyrir löngu orðin klassísk og óskiljanlegt að Gísli Hjartar hafi ekki notað þessa.
Eitt sinn bar svo til fyrir mörgum árum að Dóri huggðist keyra suður til Reykjavíkur á laugardegi einn síns liðs. Ásgeir mátti ekki heyra á það minnst að Dóri þyrfti að hanga einn alla leið suður og bauðst því til þess að sitja í hjá honum, svona bara til þess að halda honum félagsskap eins og Ásgeir orðaði það. Dóra fannst hugmyndin ágæt og lét sig hafa það að sækja Ásgeir út í Vík klukkan 10 um morguninn þó svo að þá væri strax kominn lykkja á leið hans. En þar sem Ásgeir hafði verið svo almennilegur að bjóðast til þess að halda Dóra félagsskap á leiðinni, að þá lét Dóri sig hafa það að renna eftir honum. Þegar Dóra ber að garði þá er Ásgeir eitthvað illa fyrir kallaður eftir að hafa lent á ralli um nóttina, Dóri hafði hins vegar verið forsjáll kvöldið áður og var eins og nýsleginn túskildingur. Kom það í hans hlut að drösla Ásgeiri af stað og út í bíl með tilheyrandi seinkun á brottför. Þegar þeir eru að keyra fram hjá vitanum á Óshlíðinni, þá sofnar Ásgeir. Dóri hugsaði með sér að það væri nú í lagi að leyfa greyinu að sofa aðeins betur úr sér, en þegar þeir voru komnir í gegnum Súðavík þá fóru nú að renna á hann tvær grímur. Það fór svo að Ásgeir rumskaði ekki alla leiðina þó svo hann væri þarna til þess að halda Dóra félagsskap og tók steininn úr þegar Dóri þurfti sjálfur að opna og loka hliðinu á heiðinni, sem ávallt var talið helsta skylduverk farþega. Í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík rankar Ásgeir við sér og hélt sér vakandi alla leið út á granda þar sem Dóri lét hann úr og hélt á Nönnugötuna. Þegar Dóri hafði teygt úr sér þar í korter, hringir síminn: "Jæja ertu ekki í gír" heyrist galað á hinum enda línunnar. Þá var það Ásgeir Þór, útsofinn og úthvíldur, og tilbúinn að fara út á lífið.
Geðveikir dagar
Samfés hefur staðið fyrir átaki að undanförnu sem nefnist Geðveikir dagar og er þar verið að vekja athygli á geðröskun og fleiru því tengdu. Svona þemadagar bera oft svona sniðug nöfn en þó toppar ekkert nafnið á þemadögunum þegar ég var á Laugum í 1. bekk í Menntó. Þemadagarnir þar hétu að sjálfsögðu Laugadagar! Man ekki hvort þessir dagar voru geðveikir en nafnið var geðveikt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Samfés hefur staðið fyrir átaki að undanförnu sem nefnist Geðveikir dagar og er þar verið að vekja athygli á geðröskun og fleiru því tengdu. Svona þemadagar bera oft svona sniðug nöfn en þó toppar ekkert nafnið á þemadögunum þegar ég var á Laugum í 1. bekk í Menntó. Þemadagarnir þar hétu að sjálfsögðu Laugadagar! Man ekki hvort þessir dagar voru geðveikir en nafnið var geðveikt.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, February 17, 2005
Skólastjórinn geysist fram á ritvöllinn
Svakalega var mér skemmt þegar ég opnaði blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í dag og sá að þar var aðsend grein frá Valdimari Víðissyni skólastjóra á Grenivík. Þegar virðulegur og landsfrægur skólastjóri ryðst fram á ritvöllinn, þá veit maður að um sérstök þjóðþrifamál er fjallað í greininni. Og um hvað er greinin? Jú Idolið að sjálfsögðu! Við skulum grípa niður í þessa skemmtilegu grein án leyfis höfundar:
"Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fylgjast með þessum þætti. Þættirnir eru vel uppbyggðir og spennandi, stjórnendurnir komast vel frá sínu og eru gott mótvægi við keppendur sem gera sitt besta og vonast eftir okkar atkvæði. Þjóðin fylgist með og margir kjósa í símakosningunni eftir þáttinn. Þeir sem kjósa þurfa að greiða fyrir það og sumir kjósa oftar en einu sinni og því geta símreikningarnir orðið háir á sumum heimilum. En það skiptir engu máli, því við erum jú að kjósa okkar mann. Það er því afskaplega grátlegt þegar dómararnir ákveða að það sé dómgreindarleysi og náttúruhamfarir þegar þjóðin kýs ekki eins og þeir vilja. Ég tel mig hafa ágæta dómgreind og kýs þann sem mér þykir standa sig best í það og það skiptið. Mér líkar því ekki svona ummæli."
Jaahá þar hafið þið það. Eftir þessa predikun skólastjórans ættu dómararnir að sjá sóma sinn í því að haga sér almennilega á næstunni. En það hlýtur að vera huggun harmi gegn fyrir Valdimar að ritstjórn Bloggs fólksins hefur borist það til eyrna að gestadómari annað kvöld verði enginn annar en Ragnar Bjarnason sem búið er að gera að skurðgoði í Grenivíkurskóla. Blogg fólksins leyfir sér að vonast til þess að önnur grein frá Valdimari í Miðgörðum muni birtast í næstu viku þar sem stækkunarglerinu verði sérstaklega beint að gestadómurum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Svakalega var mér skemmt þegar ég opnaði blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í dag og sá að þar var aðsend grein frá Valdimari Víðissyni skólastjóra á Grenivík. Þegar virðulegur og landsfrægur skólastjóri ryðst fram á ritvöllinn, þá veit maður að um sérstök þjóðþrifamál er fjallað í greininni. Og um hvað er greinin? Jú Idolið að sjálfsögðu! Við skulum grípa niður í þessa skemmtilegu grein án leyfis höfundar:
"Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fylgjast með þessum þætti. Þættirnir eru vel uppbyggðir og spennandi, stjórnendurnir komast vel frá sínu og eru gott mótvægi við keppendur sem gera sitt besta og vonast eftir okkar atkvæði. Þjóðin fylgist með og margir kjósa í símakosningunni eftir þáttinn. Þeir sem kjósa þurfa að greiða fyrir það og sumir kjósa oftar en einu sinni og því geta símreikningarnir orðið háir á sumum heimilum. En það skiptir engu máli, því við erum jú að kjósa okkar mann. Það er því afskaplega grátlegt þegar dómararnir ákveða að það sé dómgreindarleysi og náttúruhamfarir þegar þjóðin kýs ekki eins og þeir vilja. Ég tel mig hafa ágæta dómgreind og kýs þann sem mér þykir standa sig best í það og það skiptið. Mér líkar því ekki svona ummæli."
Jaahá þar hafið þið það. Eftir þessa predikun skólastjórans ættu dómararnir að sjá sóma sinn í því að haga sér almennilega á næstunni. En það hlýtur að vera huggun harmi gegn fyrir Valdimar að ritstjórn Bloggs fólksins hefur borist það til eyrna að gestadómari annað kvöld verði enginn annar en Ragnar Bjarnason sem búið er að gera að skurðgoði í Grenivíkurskóla. Blogg fólksins leyfir sér að vonast til þess að önnur grein frá Valdimari í Miðgörðum muni birtast í næstu viku þar sem stækkunarglerinu verði sérstaklega beint að gestadómurum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, February 16, 2005
Í hverju mæta þingmennirnir?
Nú þegar hinn afar frjálslyndi þingmaður Görl vill slaka á kröfum um klæðaburð þingmanna þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér í hverju þingmenn muni mæta á þingfundi, að því gefnu að reglur um klæðaburð yrðu algerlega lagðar af (sem er afar ólíklegt). Hér er óvísindalegt sýnishorn:
Guðni Ágústson: Lopapeysa.
Gunnar Birgisson: Hlýrabolur.
Steingrímur J: Che Guevara bolur með mynd af honum sjálfum.
Sigurjón Þórðar: Goðagallinn.
Siv Friðleifs: Fáfnisgallinn.
Magnús Þór Hafsteins: Sundbolur Röggu Run.
Siggi Kári: Man Utd búningur.
Kristinn H: Bolur frá Regnbogabörnum.
Ingibjörg Sólrún: Bolur frá Keflavíkurgöngu 1980.
Guðrún Ögmunds: Mussa sem hún keypti á Hróarskeldu.
Magnús Stefáns: Bolur með áletruninni Upplyfting rokkar.
Jóhann Ársælsson: Svartur frakki og svartur pípuhattur.
Ágúst Ágústsson: Bolur frá Stærðfræðilandsliði Grunnskólanna 1992.
Biggi Ármanns: Þverslaufa.
Gunnar Örlygsson: Röndóttur galli með númeri um hann miðjan.
Björgvin G. Sigurðsson: Prestsklæði.
Nú þegar hinn afar frjálslyndi þingmaður Görl vill slaka á kröfum um klæðaburð þingmanna þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér í hverju þingmenn muni mæta á þingfundi, að því gefnu að reglur um klæðaburð yrðu algerlega lagðar af (sem er afar ólíklegt). Hér er óvísindalegt sýnishorn:
Guðni Ágústson: Lopapeysa.
Gunnar Birgisson: Hlýrabolur.
Steingrímur J: Che Guevara bolur með mynd af honum sjálfum.
Sigurjón Þórðar: Goðagallinn.
Siv Friðleifs: Fáfnisgallinn.
Magnús Þór Hafsteins: Sundbolur Röggu Run.
Siggi Kári: Man Utd búningur.
Kristinn H: Bolur frá Regnbogabörnum.
Ingibjörg Sólrún: Bolur frá Keflavíkurgöngu 1980.
Guðrún Ögmunds: Mussa sem hún keypti á Hróarskeldu.
Magnús Stefáns: Bolur með áletruninni Upplyfting rokkar.
Jóhann Ársælsson: Svartur frakki og svartur pípuhattur.
Ágúst Ágústsson: Bolur frá Stærðfræðilandsliði Grunnskólanna 1992.
Biggi Ármanns: Þverslaufa.
Gunnar Örlygsson: Röndóttur galli með númeri um hann miðjan.
Björgvin G. Sigurðsson: Prestsklæði.
Ammmæli
Þessi bloggsíða er víst orðin 1 árs gömul. Til hamingju með það. Í tilefni af afmælinu verður boðið upp á skemmtilegan leik fyrir lesendur, þar sem þið getið lagt fé inn á bankabók mína: 004436 05 1176 (0908773569) og sá sem leggur inn hæstu upphæðina fær sérstaka heiðursnafnbót: Verndari Bloggs fólksins.
Fyrsta færslan er dagsett þann 3. febrúar 2004. Er þar um að ræða eins konar ávarp þar sem stendur:
Blogg fólksins
Kæru 90% þjóðarinnar. Jæja, þá er landsbyggðarskúnkurinn bara farinn að nýta sér alnetstæknina í sína þágu. Búinn að henda frá sér fjöðrinni og sestur fyrir framan lyklaborðið. Er það reyndar ekki komið til af góðu, heldur vegna þess að ég er að taka áfanga sem heitir textagerð og tilheyrir Hagnýtri fjölmiðlun. Þar hefur okkur verið falið það verkefni að halda dagbók fram í apríl. Ég mun því deila með ykkur hugrenningum mínum, eða blogga eins og unga fólkið í dag kallar þetta, reglulega fram í apríl. Ef mér líkar og ef lesendum verður gróflega misboðið þá kann að verða framhald á þessu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Þessi bloggsíða er víst orðin 1 árs gömul. Til hamingju með það. Í tilefni af afmælinu verður boðið upp á skemmtilegan leik fyrir lesendur, þar sem þið getið lagt fé inn á bankabók mína: 004436 05 1176 (0908773569) og sá sem leggur inn hæstu upphæðina fær sérstaka heiðursnafnbót: Verndari Bloggs fólksins.
Fyrsta færslan er dagsett þann 3. febrúar 2004. Er þar um að ræða eins konar ávarp þar sem stendur:
Blogg fólksins
Kæru 90% þjóðarinnar. Jæja, þá er landsbyggðarskúnkurinn bara farinn að nýta sér alnetstæknina í sína þágu. Búinn að henda frá sér fjöðrinni og sestur fyrir framan lyklaborðið. Er það reyndar ekki komið til af góðu, heldur vegna þess að ég er að taka áfanga sem heitir textagerð og tilheyrir Hagnýtri fjölmiðlun. Þar hefur okkur verið falið það verkefni að halda dagbók fram í apríl. Ég mun því deila með ykkur hugrenningum mínum, eða blogga eins og unga fólkið í dag kallar þetta, reglulega fram í apríl. Ef mér líkar og ef lesendum verður gróflega misboðið þá kann að verða framhald á þessu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.
Monday, February 14, 2005
Allt vitlaust í Brauðholtinu
Ég fór að skrifa fyrir Moggann um undanúrslitaleik í bikarkeppninni í handkasti karla. Leikurinn var ÍR-ÍBV á gömlum heimavelli mínum í Austurbergi. Ég hef aldrei orðið vitni að atviki eins og því sem átti sér stað tíu mínútum fyrir leikslok; þegar stuðningsmenn ÍBV yfirgáfu húsið til að mótmæla dómgæslu. Þetta var magnað og allt live on national tv. Eins var furðulegt að sjá Roland þegar hann lét reka sig út af og reyndi svo að hrækja á dómarana og sitt hvað fleira. Vonandi fær hann gott bann, þá slakar hann kannski aðeins á töffarastælunum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég fór að skrifa fyrir Moggann um undanúrslitaleik í bikarkeppninni í handkasti karla. Leikurinn var ÍR-ÍBV á gömlum heimavelli mínum í Austurbergi. Ég hef aldrei orðið vitni að atviki eins og því sem átti sér stað tíu mínútum fyrir leikslok; þegar stuðningsmenn ÍBV yfirgáfu húsið til að mótmæla dómgæslu. Þetta var magnað og allt live on national tv. Eins var furðulegt að sjá Roland þegar hann lét reka sig út af og reyndi svo að hrækja á dómarana og sitt hvað fleira. Vonandi fær hann gott bann, þá slakar hann kannski aðeins á töffarastælunum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Sunday, February 13, 2005
Blaðaljósmynd ársins tekin í Víkinni
Athygli lesenda er vakin á því að blaðaljósmynd ársins var tekin í Bolungarvík. Raxi stjörnuljósmyndari Moggans á myndina en fyrirsæta er Hjördís í Tungu. Erum við að meika það eða hvað?
Passið ykkur á myrkrinu.
Athygli lesenda er vakin á því að blaðaljósmynd ársins var tekin í Bolungarvík. Raxi stjörnuljósmyndari Moggans á myndina en fyrirsæta er Hjördís í Tungu. Erum við að meika það eða hvað?
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, February 12, 2005
Grein í Mogganum
Grein eftir ristjóra bloggs fólksins á bls 28 í Mogganum í dag sem snertir umræðuna um enska boltann og ber hún heitið: Staksteinar og staða íslenskrar tungu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Grein eftir ristjóra bloggs fólksins á bls 28 í Mogganum í dag sem snertir umræðuna um enska boltann og ber hún heitið: Staksteinar og staða íslenskrar tungu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, February 11, 2005
Dr.Gunni ráðleggur Grænlendingum.
Ég er eitthvað ógurlega hrifinn af Dr. Gunna þessa dagana. Er alltaf að lesa eitthvað eftir hann á blogginu hans. Þar er ég búinn að grisja bæði veitingahúsagagnrýni hans og sundlaugargagnrýni hans sem eru stúttfullar af sniðuglegheitum. Síðast var ég að lesa mjög skemmtilegar pælingar hans um Grænlendinga sem birtist í kjallaragrein í DV, en hann birtir þær allar á blogginu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég er eitthvað ógurlega hrifinn af Dr. Gunna þessa dagana. Er alltaf að lesa eitthvað eftir hann á blogginu hans. Þar er ég búinn að grisja bæði veitingahúsagagnrýni hans og sundlaugargagnrýni hans sem eru stúttfullar af sniðuglegheitum. Síðast var ég að lesa mjög skemmtilegar pælingar hans um Grænlendinga sem birtist í kjallaragrein í DV, en hann birtir þær allar á blogginu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
Hvað er verið að púkka upp á allar þessar konungsfjölskyldur hist og her um nærliggjandi landspildur? Hvaða sjúklega kímnigáfa ræður því að fullfrískar þjóðir hafa þetta uppskrúfaða páfuglastóð á framfærslu sinni? Þetta er bara rugl. Eina hlutverkið sem þessir þverúrkynjuðu titlahrjáðu trúðar hafa er að veifa nýjustu afsprengjum sínum fram af flúruðum svölum, gera asnastrik í glanshúðuðum sorpbleðlum - já og leggjast hver með öðrum. Sjá bara þennan Karl bretaprins, aðframkominn af hásætisþorsta, íklæddur kjóljakka og bindi - við köflóttum pilsbleðli sem einhver valdasjúkur afi hans hefur í ölæði dregið af blóðmjólkuðu skotagreyi í árdaga. Maðurinn er náttúrulega gangandi skrípó. Loksins búin að fá leyfi hjá mömmu til að kvænast kærustunni - elsku kúturinn. Svo grasserar þetta út um allt; nikótínsugan í Danmörku, íþróttaálfarnir í Noregi, belgísku skrauthænsnin, sænsku ... Svíarnir. Maður á hreinlega ekki til orð. Þessum blessuðu þjóðum getur bara ekki verið alvara með að halda þessum forkysstu snobbfroskum uppi á fæði og húsnæði. Er ekki hægt að hleypa þessu út úr búrunum og láta það hafa vinnu? Eitthvað einfalt bara. Hvernig er það, vantar ekki ennþá mannskap í kaffiteríuna að Kárahnjúkum? Þessar forhertu stássmublur kunna jú að hita te, það mega þær eiga.
-Baggalútur 10. febrúar 2005.
Hvað er verið að púkka upp á allar þessar konungsfjölskyldur hist og her um nærliggjandi landspildur? Hvaða sjúklega kímnigáfa ræður því að fullfrískar þjóðir hafa þetta uppskrúfaða páfuglastóð á framfærslu sinni? Þetta er bara rugl. Eina hlutverkið sem þessir þverúrkynjuðu titlahrjáðu trúðar hafa er að veifa nýjustu afsprengjum sínum fram af flúruðum svölum, gera asnastrik í glanshúðuðum sorpbleðlum - já og leggjast hver með öðrum. Sjá bara þennan Karl bretaprins, aðframkominn af hásætisþorsta, íklæddur kjóljakka og bindi - við köflóttum pilsbleðli sem einhver valdasjúkur afi hans hefur í ölæði dregið af blóðmjólkuðu skotagreyi í árdaga. Maðurinn er náttúrulega gangandi skrípó. Loksins búin að fá leyfi hjá mömmu til að kvænast kærustunni - elsku kúturinn. Svo grasserar þetta út um allt; nikótínsugan í Danmörku, íþróttaálfarnir í Noregi, belgísku skrauthænsnin, sænsku ... Svíarnir. Maður á hreinlega ekki til orð. Þessum blessuðu þjóðum getur bara ekki verið alvara með að halda þessum forkysstu snobbfroskum uppi á fæði og húsnæði. Er ekki hægt að hleypa þessu út úr búrunum og láta það hafa vinnu? Eitthvað einfalt bara. Hvernig er það, vantar ekki ennþá mannskap í kaffiteríuna að Kárahnjúkum? Þessar forhertu stássmublur kunna jú að hita te, það mega þær eiga.
-Baggalútur 10. febrúar 2005.
Thursday, February 10, 2005
Munnmælasögur#11
Allir sem starfað hafa sem blaðamenn kunna skemmtilegar sögur af skondnum mistökum sem þeir hafa gert í starfi. Ritstjóri Bloggs fólksins er þar engin undantekning. Þegar ég starfaði við skrif á íþróttafréttum á mbl.is, þá var ég í þannig starfi að maður þurfti að henda fréttum inn á vefinn í snarhasti og hafði ekki tíma til þess að gaufa neitt við hlutina. En þar sem mér fellur aldrei verk úr hendi þá átti þetta ágætlega við mig. Eitt sinn bar svo til að Heimsmeistaramótið í norrænum greinum skíðaíþrótta var í fullum gangi í Finnlandi og þurfti ég að skrifa frétt um úrslit í skíðagöngu. Fyrirferðamestir í slíkum greinum á mótinu voru Finnar og keppendur frá Eystrasaltslöndunum og sá ég á heimasíðu mótsins hverjir hefðu hafnað í þremur efstu sætunum. Þegar fréttin hafði verið á vefnum í um 60 sekúndur benti kollegi minn (Valur Jónatansson frá Ísafirði sem sat á næsta bás) mér á að þarna hefði verið keppt í kvennaflokki en ég hafði fullyrt að þarna hefði verið um karlaflokk að ræða. Leiðrétti ég það í hvelli enda auðvelt að gera slíkt án mikillar aðgerðar í netfréttum. Mér til mikillar gremju þá hafði eini skíðagönguáhugamaður landsins verið með tölvuna opna, akkúrat á þessari einu mínútu sem þessi leiðu mistök lifðu á mbl.is. Var þar á ferðinni Ísfirðingurinn Guðmundur Rafn Kristjánsson (Muggur) sem útskrifaðist með Gleðipinnunum úr MÍ. Sendi hann tölvupóst á Netdeildina og Íþróttadeildina þar sem hann sagðist vita til þess að menn gætu ýmislegt á Mogganum, en hann hefði ekki vitað til þess fyrr að við gætum breytt kyni fólks.
Allir sem starfað hafa sem blaðamenn kunna skemmtilegar sögur af skondnum mistökum sem þeir hafa gert í starfi. Ritstjóri Bloggs fólksins er þar engin undantekning. Þegar ég starfaði við skrif á íþróttafréttum á mbl.is, þá var ég í þannig starfi að maður þurfti að henda fréttum inn á vefinn í snarhasti og hafði ekki tíma til þess að gaufa neitt við hlutina. En þar sem mér fellur aldrei verk úr hendi þá átti þetta ágætlega við mig. Eitt sinn bar svo til að Heimsmeistaramótið í norrænum greinum skíðaíþrótta var í fullum gangi í Finnlandi og þurfti ég að skrifa frétt um úrslit í skíðagöngu. Fyrirferðamestir í slíkum greinum á mótinu voru Finnar og keppendur frá Eystrasaltslöndunum og sá ég á heimasíðu mótsins hverjir hefðu hafnað í þremur efstu sætunum. Þegar fréttin hafði verið á vefnum í um 60 sekúndur benti kollegi minn (Valur Jónatansson frá Ísafirði sem sat á næsta bás) mér á að þarna hefði verið keppt í kvennaflokki en ég hafði fullyrt að þarna hefði verið um karlaflokk að ræða. Leiðrétti ég það í hvelli enda auðvelt að gera slíkt án mikillar aðgerðar í netfréttum. Mér til mikillar gremju þá hafði eini skíðagönguáhugamaður landsins verið með tölvuna opna, akkúrat á þessari einu mínútu sem þessi leiðu mistök lifðu á mbl.is. Var þar á ferðinni Ísfirðingurinn Guðmundur Rafn Kristjánsson (Muggur) sem útskrifaðist með Gleðipinnunum úr MÍ. Sendi hann tölvupóst á Netdeildina og Íþróttadeildina þar sem hann sagðist vita til þess að menn gætu ýmislegt á Mogganum, en hann hefði ekki vitað til þess fyrr að við gætum breytt kyni fólks.
Wednesday, February 09, 2005
Maskar í brugginu
Öskudagurinn er fremur sérstakur dagur í borg óttans. Sem verslunarmaður þá hef ég orðið áþreifanlega var við að hér ganga krakkar í fyrirtæki og syngja gegn þóknun í formi sælgætis. Þegar ég var að alast upp í villta vestrinu þá var gengið í heimahús þar sem ég var iðulega sjóræninginn Ben Ali. Í þessari litlu bruggverslun hér í Ármúlanum hefur vart verið hægt að þverfóta fyrir möskum, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig staðan er í miðbænum. Það er kannski áhyggjuefni hvað þessir krakkar hafa verið ágeng í því að heimta af mér rauðvín!
Passið ykkur á myrkrinu.
Öskudagurinn er fremur sérstakur dagur í borg óttans. Sem verslunarmaður þá hef ég orðið áþreifanlega var við að hér ganga krakkar í fyrirtæki og syngja gegn þóknun í formi sælgætis. Þegar ég var að alast upp í villta vestrinu þá var gengið í heimahús þar sem ég var iðulega sjóræninginn Ben Ali. Í þessari litlu bruggverslun hér í Ármúlanum hefur vart verið hægt að þverfóta fyrir möskum, þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig staðan er í miðbænum. Það er kannski áhyggjuefni hvað þessir krakkar hafa verið ágeng í því að heimta af mér rauðvín!
Passið ykkur á myrkrinu.
Þriðja Rektorsgreinin
Kristinn er búinn að henda inn þriðju og síðustu grein sinni um Háskóla á Ísafirði á bb.is.
Passið ykkur á myrkrinu.
Kristinn er búinn að henda inn þriðju og síðustu grein sinni um Háskóla á Ísafirði á bb.is.
Passið ykkur á myrkrinu.
Furðufréttir
Hef síðustu daga orðið var við tvær furðufréttir sem mér fannst nægilega athyglisverðar til að fá hér pláss. Sú fyrri var af innbrotsþjófi í Svíþjóð sem framdi rán og komst upp með það allt þangað til að yfirvaldið uppgötvaði að þjófurinn hafði gleymt fölskum tönnum sínum á vettvangi glæpsins.
Hin er frá Wales þar sem Geoff nokkur sat að sumbli með félögum sínum á pöbb og fylgdist með rúbbíleik Wales og Englands. Voru þeir afar svartsýnir því Wales hafði ekki unnið England í manna minnum og hét Geoff þessi því að skera undan sér ef Wales tækist að vinna. Wales vann leikinn naumlega, Geoff trítlaði heim til sín og náði sér í hníf og lét til skarar skríða. Mætti nokkru síðar á pöbbinn og sýndi félögum sínum eistun sem hann var með í hendinni. Þaðan var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum slæm. Sögunni fylgir að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Hef síðustu daga orðið var við tvær furðufréttir sem mér fannst nægilega athyglisverðar til að fá hér pláss. Sú fyrri var af innbrotsþjófi í Svíþjóð sem framdi rán og komst upp með það allt þangað til að yfirvaldið uppgötvaði að þjófurinn hafði gleymt fölskum tönnum sínum á vettvangi glæpsins.
Hin er frá Wales þar sem Geoff nokkur sat að sumbli með félögum sínum á pöbb og fylgdist með rúbbíleik Wales og Englands. Voru þeir afar svartsýnir því Wales hafði ekki unnið England í manna minnum og hét Geoff þessi því að skera undan sér ef Wales tækist að vinna. Wales vann leikinn naumlega, Geoff trítlaði heim til sín og náði sér í hníf og lét til skarar skríða. Mætti nokkru síðar á pöbbinn og sýndi félögum sínum eistun sem hann var með í hendinni. Þaðan var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum slæm. Sögunni fylgir að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, February 08, 2005
Raungreinar og sjálfsmorð
Mér líst ekki á manninn sem situr mér við hlið hér í tölvustofunni á Þjóðarbókhlöðunni. Hann byrjaði á því er hann settist við tölvuna að láta braka í hálsi sínum og fingrum. Boðar satt að segja ekki gott. Svo situr hann íbygginn við tölvuna eins og skákmaður sem er með koltapað og er um það bil að fara að bjóða jafntefli. Þessi maður kemur pottþétt úr einhverjum raungreinum og rót óróleika hans má væntanlega rekja til þess að hann hafi einungis fengið 8,9 á síðasta prófi. Nú stynur hann ógurlega, líklega búinn að missa af prófsýningunni og getur ekki híft sig upp í 9. 50/50 líkur á því að hann snappi, taki upp vélbyssuna og skjóti okkur öll.
Passið ykkur á myrkrinu.
Mér líst ekki á manninn sem situr mér við hlið hér í tölvustofunni á Þjóðarbókhlöðunni. Hann byrjaði á því er hann settist við tölvuna að láta braka í hálsi sínum og fingrum. Boðar satt að segja ekki gott. Svo situr hann íbygginn við tölvuna eins og skákmaður sem er með koltapað og er um það bil að fara að bjóða jafntefli. Þessi maður kemur pottþétt úr einhverjum raungreinum og rót óróleika hans má væntanlega rekja til þess að hann hafi einungis fengið 8,9 á síðasta prófi. Nú stynur hann ógurlega, líklega búinn að missa af prófsýningunni og getur ekki híft sig upp í 9. 50/50 líkur á því að hann snappi, taki upp vélbyssuna og skjóti okkur öll.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, February 07, 2005
Tapsárir Króatar
Í frétt á gamla vinnustaðnum segir í dag frá því að ráðist hafi verið inn í spænska sendiráðið í Sviss(landi,(Hannes frændi segir alltaf Svissland)). Þarna gætu verið á ferðinni króatískir skæruliðar sem voru mjög ósáttir við sigur Spánverja á Króötum í úrslitaleik HM í gær. Næsta HM fer fram í nágrannalandi Sviss(lands), Þýskalandi, og eru Króatar strax farnir að æfa sig í því að berja á Spánverjum á hlutlausri grundu, enda var bitlaus varnarleikur Króata meginástæða taps þeirra í gær. En við þetta má bæta hamingjuóskum til þeirra Geðmunds og Kristins R með sigur samlanda þeirra.
Passið ykkur á myrkrinu.
Í frétt á gamla vinnustaðnum segir í dag frá því að ráðist hafi verið inn í spænska sendiráðið í Sviss(landi,(Hannes frændi segir alltaf Svissland)). Þarna gætu verið á ferðinni króatískir skæruliðar sem voru mjög ósáttir við sigur Spánverja á Króötum í úrslitaleik HM í gær. Næsta HM fer fram í nágrannalandi Sviss(lands), Þýskalandi, og eru Króatar strax farnir að æfa sig í því að berja á Spánverjum á hlutlausri grundu, enda var bitlaus varnarleikur Króata meginástæða taps þeirra í gær. En við þetta má bæta hamingjuóskum til þeirra Geðmunds og Kristins R með sigur samlanda þeirra.
Passið ykkur á myrkrinu.
Kristinn í Rektorshugleiðingum
Vinur minn Kristinn Hermannsson fyrrverandi bæjarfulltrúi Funklistans hefur greinilega ákveðið að skrifa sig út úr skammdegisþunglyndinu á meginlandinu, en hann stundar nú Mastersnám við Háskóla í Maastricht. Er talið að hann sé að leggja drög að því að verða fyrsti Rektor Háskóla Vestfjarða. Pistlar frá honum um Háskóla Vestfjarða dynja nú á lesendum BB og hafa tveir verið birtir með hótun um þann þriðja. Sá fyrsti heitir: Háskólablús eða -búgí á Vestfjörðum? og annar ber nafnið: Háskólaföndur eða Háskólabylting? Óhætt er að mæla með þessari lesningu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Vinur minn Kristinn Hermannsson fyrrverandi bæjarfulltrúi Funklistans hefur greinilega ákveðið að skrifa sig út úr skammdegisþunglyndinu á meginlandinu, en hann stundar nú Mastersnám við Háskóla í Maastricht. Er talið að hann sé að leggja drög að því að verða fyrsti Rektor Háskóla Vestfjarða. Pistlar frá honum um Háskóla Vestfjarða dynja nú á lesendum BB og hafa tveir verið birtir með hótun um þann þriðja. Sá fyrsti heitir: Háskólablús eða -búgí á Vestfjörðum? og annar ber nafnið: Háskólaföndur eða Háskólabylting? Óhætt er að mæla með þessari lesningu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ljóðahornið Mósaíksglugginn#3
Þegar Geðmundur Gunnars hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Akureyri fyrir mörgum árum síðan þá flutti Trausti úr Vík þennan frumsamda brag í veislunni sem hann kallaði Söknuð. Rétt er að geta þess að Geðmundur var nýfluttur norður til þess að gera og við Sleikipinnarnir höfðum öllum að óvörum gefið honum hvolp í afmælisgjöf.
Söknuður:
Kvöldin núna eru dimm,
því að við erum sundur.
En af því þú ert tuttugu og fimm,
léttist nokk minn lundur.
Já Guðmundur vinur minn ágæti stutti,
örlítið ég þín sakna.
Þó sérstaklega eftir að þú fluttir,
á ég erfitt með að vakna.
En fulltrúa hef ég kosið mér,
svo festist ögn minn blundur.
Trygglyndur vakir hann yfir þér,
loðinn lítill hundur.
Njóttu vel og njóttu lengi,
leyfðu nú hvolpnum að lifa.
Þó vingist þú við aðra drengi,
haltu samt áfram að skrifa.
Þegar Geðmundur Gunnars hélt upp á 25 ára afmæli sitt á Akureyri fyrir mörgum árum síðan þá flutti Trausti úr Vík þennan frumsamda brag í veislunni sem hann kallaði Söknuð. Rétt er að geta þess að Geðmundur var nýfluttur norður til þess að gera og við Sleikipinnarnir höfðum öllum að óvörum gefið honum hvolp í afmælisgjöf.
Söknuður:
Kvöldin núna eru dimm,
því að við erum sundur.
En af því þú ert tuttugu og fimm,
léttist nokk minn lundur.
Já Guðmundur vinur minn ágæti stutti,
örlítið ég þín sakna.
Þó sérstaklega eftir að þú fluttir,
á ég erfitt með að vakna.
En fulltrúa hef ég kosið mér,
svo festist ögn minn blundur.
Trygglyndur vakir hann yfir þér,
loðinn lítill hundur.
Njóttu vel og njóttu lengi,
leyfðu nú hvolpnum að lifa.
Þó vingist þú við aðra drengi,
haltu samt áfram að skrifa.
Orðrétt
Ég er almennt þeirrar þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að sitja mikið lengur en átta ár í embættum sem fylgir pólitískt vald.
-Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi og varaþingmaður í Sjónvarpsfréttum á fimmtudag.
Ég er almennt þeirrar þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að sitja mikið lengur en átta ár í embættum sem fylgir pólitískt vald.
-Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi og varaþingmaður í Sjónvarpsfréttum á fimmtudag.
Sunday, February 06, 2005
Dúfurnar og Friðarpáfinn
Geðmundur Gunnars vinur minn benti mér á stórbrotna sjónvarpsfrétt þar sem þekktasti Pólverji heims; Jóhannes Páll Páfi II var með skemmtiatriði. Alkunna er að Páfinn er með einhvern slappasta eftirlaunasamning sem sögur fara af í Evrópu og þarf hann að sinna skyldustörfunum fram í dauðaslitrurnar. Hann gerði sér dagamun í síðustu viku og tók sér frí frá því að uppræta barnamisnotkun innan sinna raða. Í staðinn fór fram athöfn fyrir fjölmiðla og almenning á Juliet svölunum hans. Var hann þar með einhverjum krökkum sem áttu að sleppa tveimur friðardúfum. Ekki voru dúfurnar fegnari frelsinu en svo að þær hreyfðu hvorgi legg né lið. Er hinn hrumi Páfi reyndi að stugga við þeim og slefa á þær, (karlinn virðist ekki ná að hemja í sér tunguna sem lafði út úr honum megnið af skemmtuninni), þá flugu þær rakleiðis inn í hlýjuna. Athöfnin varð því fyrst og fremst táknræn fyrir inniveru friðardúfna en það var líklega ekki markmiðið með skemmtiatriðinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Geðmundur Gunnars vinur minn benti mér á stórbrotna sjónvarpsfrétt þar sem þekktasti Pólverji heims; Jóhannes Páll Páfi II var með skemmtiatriði. Alkunna er að Páfinn er með einhvern slappasta eftirlaunasamning sem sögur fara af í Evrópu og þarf hann að sinna skyldustörfunum fram í dauðaslitrurnar. Hann gerði sér dagamun í síðustu viku og tók sér frí frá því að uppræta barnamisnotkun innan sinna raða. Í staðinn fór fram athöfn fyrir fjölmiðla og almenning á Juliet svölunum hans. Var hann þar með einhverjum krökkum sem áttu að sleppa tveimur friðardúfum. Ekki voru dúfurnar fegnari frelsinu en svo að þær hreyfðu hvorgi legg né lið. Er hinn hrumi Páfi reyndi að stugga við þeim og slefa á þær, (karlinn virðist ekki ná að hemja í sér tunguna sem lafði út úr honum megnið af skemmtuninni), þá flugu þær rakleiðis inn í hlýjuna. Athöfnin varð því fyrst og fremst táknræn fyrir inniveru friðardúfna en það var líklega ekki markmiðið með skemmtiatriðinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, February 05, 2005
Lesendasperning
Hver verður næsti framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar?
a)Róbert Marshall
b)Ingvar Sverrisson
c)Lárus G. Valdimarsson
Hver verður næsti framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar?
a)Róbert Marshall
b)Ingvar Sverrisson
c)Lárus G. Valdimarsson
Þossssteinnn vill lysingr á íssslesssku
Það er kaldhæðni örlaganna að Þorsteinn Gunnarsson hafi kært Skjá1 fyrir að vera með þuli sem ekki lýsa leikjum á íslensku. Ekki það að Þorsteinn hafi lýst á íslensku fyrir Sýn, heldur á sínu eigin tungumáli þar sem nýyrði á borð við hossspynnna og sessssdan liða ússslit hafa fengið að njóta sín. "Sigur fyrir móðurmálið" segir Þorsteinn. Er von að menn hafi verið að spyrja sig: Hvaða móðurmál er það?
Passið ykkur á myrkrinu.
Það er kaldhæðni örlaganna að Þorsteinn Gunnarsson hafi kært Skjá1 fyrir að vera með þuli sem ekki lýsa leikjum á íslensku. Ekki það að Þorsteinn hafi lýst á íslensku fyrir Sýn, heldur á sínu eigin tungumáli þar sem nýyrði á borð við hossspynnna og sessssdan liða ússslit hafa fengið að njóta sín. "Sigur fyrir móðurmálið" segir Þorsteinn. Er von að menn hafi verið að spyrja sig: Hvaða móðurmál er það?
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, February 03, 2005
Allt að gerast hjá UMFB
Það er naumast að Jóni Steinari vini mínum hefur tekist að koma sér í heimsfréttirnar. Þetta verður afar athyglisvert.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það er naumast að Jóni Steinari vini mínum hefur tekist að koma sér í heimsfréttirnar. Þetta verður afar athyglisvert.
Passið ykkur á myrkrinu.
Mugiwin
Það var bolvískur sigur á Mugiverðlaunahátiðinni í gærkvöldi. Missti reyndar af sjónvarpsútsendingunni en niðurstaðan var skemmtileg: Öddi með þrennu. Ragnheiður Gröndal með einhver verðlaun líka og Ellen sem er fínt. Ég var að kjafta við Skarphéðinn kunningja minn á Mogganum um daginn en hann skrifaði plötudóminn fræga um Mugimama-plötuna í haust. Hann setur Mugison á sama stall og Sigurrós og Björk og sagði einungis tímaspursmál hvenær sú skoðun yrði almenn í tónlistarheiminum. Þrátt fyrir að Mugison væri þekktur í ákveðnum kreðsum þá ætti tónlistarpressan eftir að kveikja betur á honum (platan er ekki komin út erlendis að mér vitandi) og þá yrði allt vitlaust. We wait with bated breath.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það var bolvískur sigur á Mugiverðlaunahátiðinni í gærkvöldi. Missti reyndar af sjónvarpsútsendingunni en niðurstaðan var skemmtileg: Öddi með þrennu. Ragnheiður Gröndal með einhver verðlaun líka og Ellen sem er fínt. Ég var að kjafta við Skarphéðinn kunningja minn á Mogganum um daginn en hann skrifaði plötudóminn fræga um Mugimama-plötuna í haust. Hann setur Mugison á sama stall og Sigurrós og Björk og sagði einungis tímaspursmál hvenær sú skoðun yrði almenn í tónlistarheiminum. Þrátt fyrir að Mugison væri þekktur í ákveðnum kreðsum þá ætti tónlistarpressan eftir að kveikja betur á honum (platan er ekki komin út erlendis að mér vitandi) og þá yrði allt vitlaust. We wait with bated breath.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, February 02, 2005
Munnmælasögur#10
Einn af mestu töffurum vestfirsk samtíma er Einar Halldórsson á Ísafirði sem ég spilaði handbolta með fyrir mörgum árum. Töffaraskapurinn hjá Einari hefur náð hámarki þegar hann viðrar forláta Porsche-bifreið sína á sumrin, sem er tryllitæki upp á margar milljónir að mér skilst. Eitt sinn fyrir mörgum árum var Einar á rúntinum á laugardagskvöldi á Ísafirði og Gleðipinnarnir Ásgeir Þór og Halldór Magg höfðu gert sér dagamun og voru að koma af balli í Sjallinum. Höfðu þeir haft spurnir af partýi á Suðureyri og sannfærðu Einar um nauðsyn þess að hann kæmi þeim þangað. Einar tók þessari bón blíðlega, enda ekki skotaskuld úr því að koma þeim yfir á Súganda á sportbílnum á nýju brautarmeti. Porsche-inn er svo sem ekki stór bíll en það eru Geiri og Dóri hins vegar. Tók nokkra stund hjá Dóra og Einari að koma Geira í aftursæti bílsins en þetta var áður en hann fékk anórexíu. Einar komst loks af stað, Ásgeir sestur aftur í og Halldór í framsætið, þá er spurt úr aftursætinu og ekki laust við að hneykslunartóns hafi gætt í röddinni: "Einar, af hverju færðu þér ekki Volvo?"
Einn af mestu töffurum vestfirsk samtíma er Einar Halldórsson á Ísafirði sem ég spilaði handbolta með fyrir mörgum árum. Töffaraskapurinn hjá Einari hefur náð hámarki þegar hann viðrar forláta Porsche-bifreið sína á sumrin, sem er tryllitæki upp á margar milljónir að mér skilst. Eitt sinn fyrir mörgum árum var Einar á rúntinum á laugardagskvöldi á Ísafirði og Gleðipinnarnir Ásgeir Þór og Halldór Magg höfðu gert sér dagamun og voru að koma af balli í Sjallinum. Höfðu þeir haft spurnir af partýi á Suðureyri og sannfærðu Einar um nauðsyn þess að hann kæmi þeim þangað. Einar tók þessari bón blíðlega, enda ekki skotaskuld úr því að koma þeim yfir á Súganda á sportbílnum á nýju brautarmeti. Porsche-inn er svo sem ekki stór bíll en það eru Geiri og Dóri hins vegar. Tók nokkra stund hjá Dóra og Einari að koma Geira í aftursæti bílsins en þetta var áður en hann fékk anórexíu. Einar komst loks af stað, Ásgeir sestur aftur í og Halldór í framsætið, þá er spurt úr aftursætinu og ekki laust við að hneykslunartóns hafi gætt í röddinni: "Einar, af hverju færðu þér ekki Volvo?"