Monday, January 31, 2005
Það er aðeins einn Dr.Gunni
Síðast þegar ég kíkti á síðuna hans Drs. Gunna (ekki Hallsonar) þá var ég hissa á því hvað hann væri mikið dottinn í hjarðmennskuna. Hann var að kaupa sér ferð til Kanarí og var að lesa Kleifarvatn. En þegar ég fór örlítið neðar á síðunni þá rakst ég á pistil sem bætir þetta upp en hann var fyrir neðan gamla tímaritsmynd þar sem íslensk sveitakona stendur við hestinn og segir við berbrjósta blökkukonu; Afsakið ungfrú, Há dú jú læk Æsland?
Um þetta skrifar Dr. Gunni:
"Þessi mynd er fengin úr National Geographic frá 1951 en í blaðinu var viðamikil landkynning. Blaðið bauð svertingjakonunni M'búggú til landsins til að kynna sér land og þjóð. Við Kerið var M'búggú á vegi Guðrúnar og Sörla og fékk auðvitað þessa sígildu spurningu. Þessi mynd er frá þeim klámlausa tíma (löngu áður en helvítis dönsku hipparnir fóru að troða loðnu kviðarslátrinu á sér framan í hinn vestræna heim) þegar menn létu sér berbrjósta konur af exótísku bergi brotnu nægja sem ýtarefni við sjálfsfróun. Svona myndir var helst að sjá í hinu magnaða tímariti National Geographic. Menn góndu á myndirnar í þágu þekkingar og mannfræði og gátu þannig sameinað vísindarlega viðleitni og holdsins fýsnar. Gullöld rúnksins."
Síðast þegar ég kíkti á síðuna hans Drs. Gunna (ekki Hallsonar) þá var ég hissa á því hvað hann væri mikið dottinn í hjarðmennskuna. Hann var að kaupa sér ferð til Kanarí og var að lesa Kleifarvatn. En þegar ég fór örlítið neðar á síðunni þá rakst ég á pistil sem bætir þetta upp en hann var fyrir neðan gamla tímaritsmynd þar sem íslensk sveitakona stendur við hestinn og segir við berbrjósta blökkukonu; Afsakið ungfrú, Há dú jú læk Æsland?
Um þetta skrifar Dr. Gunni:
"Þessi mynd er fengin úr National Geographic frá 1951 en í blaðinu var viðamikil landkynning. Blaðið bauð svertingjakonunni M'búggú til landsins til að kynna sér land og þjóð. Við Kerið var M'búggú á vegi Guðrúnar og Sörla og fékk auðvitað þessa sígildu spurningu. Þessi mynd er frá þeim klámlausa tíma (löngu áður en helvítis dönsku hipparnir fóru að troða loðnu kviðarslátrinu á sér framan í hinn vestræna heim) þegar menn létu sér berbrjósta konur af exótísku bergi brotnu nægja sem ýtarefni við sjálfsfróun. Svona myndir var helst að sjá í hinu magnaða tímariti National Geographic. Menn góndu á myndirnar í þágu þekkingar og mannfræði og gátu þannig sameinað vísindarlega viðleitni og holdsins fýsnar. Gullöld rúnksins."
Almannavarnir í viðbragðsstöðu
Ég hefði haldið að almannavarnir myndu blása í flöturnar þegar svona stendur á.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég hefði haldið að almannavarnir myndu blása í flöturnar þegar svona stendur á.
Passið ykkur á myrkrinu.
Sunday, January 30, 2005
Auðgleymanlegt Túnis-mót
Ísland úr leik í Túnis og svo sem lítið um það að segja. Viggó verður að bretta upp á buxurnar og taka varnarleikinn í gegn en hann hefur nú verið þekktur fyrir að vera mun betri sóknarþjálfari en varnarþálfari. Geir Sveinsson áhugamaður um góðann varnarleik hringdi viðvörunarbjöllum í fjölmiðlum fyrir mótið og reyndist sannspár. Athyglisvert er að eftir mótið er haft eftir Viggó í Fréttablaðinu að hann sé MJÖG sáttur við frammistöðu Dags Sigurðssonar í mótinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ísland úr leik í Túnis og svo sem lítið um það að segja. Viggó verður að bretta upp á buxurnar og taka varnarleikinn í gegn en hann hefur nú verið þekktur fyrir að vera mun betri sóknarþjálfari en varnarþálfari. Geir Sveinsson áhugamaður um góðann varnarleik hringdi viðvörunarbjöllum í fjölmiðlum fyrir mótið og reyndist sannspár. Athyglisvert er að eftir mótið er haft eftir Viggó í Fréttablaðinu að hann sé MJÖG sáttur við frammistöðu Dags Sigurðssonar í mótinu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, January 28, 2005
Ævintýrið um Knud og Sven
Stöð2 frumsýndi í Íslandi í dag í gær (ha?) ævintýrið um Knud og Sven sem eru einhverjir umtöluðustu Íslandsvinir í seinni tíð. Aðalhlutverk voru í höndum þeirra Þórhalls Gunnarssonar leikara og Árna Johnsens áhugamanns um Þjóðleikhúsið. Sýndu þeir á köflum snilldartilþrif og gerðu þá Knud og Sven hjá NCC endanlega ódauðlega á Íslandi. Ýmsar dramatískar setningar féllu af vörum leikaranna sem verða lengi í minnum hafðar í leiklistarheiminum eins og t.d: "Þú þvælir bara Þórhallur", "Árni láttu ekki svona", "Knud segir", "Sven segir". Þetta voru ágætis tvíbökur og gef ég leikritinu hiklaust nítján hauskúpur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Stöð2 frumsýndi í Íslandi í dag í gær (ha?) ævintýrið um Knud og Sven sem eru einhverjir umtöluðustu Íslandsvinir í seinni tíð. Aðalhlutverk voru í höndum þeirra Þórhalls Gunnarssonar leikara og Árna Johnsens áhugamanns um Þjóðleikhúsið. Sýndu þeir á köflum snilldartilþrif og gerðu þá Knud og Sven hjá NCC endanlega ódauðlega á Íslandi. Ýmsar dramatískar setningar féllu af vörum leikaranna sem verða lengi í minnum hafðar í leiklistarheiminum eins og t.d: "Þú þvælir bara Þórhallur", "Árni láttu ekki svona", "Knud segir", "Sven segir". Þetta voru ágætis tvíbökur og gef ég leikritinu hiklaust nítján hauskúpur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Munnmælasögur#9
Það er alltaf skemmtilega vandræðalegt þegar maður reynist ekki jafn mannglöggur og maður heldur og ruglar saman fólki. Síðuhaldari hefur ekki farið varhluta af þessu og hér er gott dæmi um slíkt. Sumarið 2000 stóð SUS fyrir hátíðarhöldum í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna. Síðuhaldari hafði þá tekið sæti í stjórninni árið áður og var að sjálfsögðu mættur í hátíðarkvöldverð að þessu tilefni. Mættu þar ýmis skoðanasystkini okkar til þess að heiðra samtökin. Á borð okkar Einars Sigurðsonar Eyjamanns settist maður um fertugt með kringlótt gleraugu. Sá síðuhaldari að þarna væri mættur Júlíus Vífill Ingvarsson þá starfandi borgarfulltrúi og fór og heilsaði upp á hann og rætti við hann í nokkra stund um borgarmálin. Löngu síðar áttaði síðuhaldari sig á því að þetta var alls ekki Júlíus heldur Bolli í 17 en með þeim er nokkuð mikill svipur. Bolli er greinilega mikill diplómat því hann gerði enga athugasemd við að vera ávarpaður Júlíus, og svaraði skýrt og skilmerkilega öllum mínum spurningum um borgarmálin.
Það er alltaf skemmtilega vandræðalegt þegar maður reynist ekki jafn mannglöggur og maður heldur og ruglar saman fólki. Síðuhaldari hefur ekki farið varhluta af þessu og hér er gott dæmi um slíkt. Sumarið 2000 stóð SUS fyrir hátíðarhöldum í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna. Síðuhaldari hafði þá tekið sæti í stjórninni árið áður og var að sjálfsögðu mættur í hátíðarkvöldverð að þessu tilefni. Mættu þar ýmis skoðanasystkini okkar til þess að heiðra samtökin. Á borð okkar Einars Sigurðsonar Eyjamanns settist maður um fertugt með kringlótt gleraugu. Sá síðuhaldari að þarna væri mættur Júlíus Vífill Ingvarsson þá starfandi borgarfulltrúi og fór og heilsaði upp á hann og rætti við hann í nokkra stund um borgarmálin. Löngu síðar áttaði síðuhaldari sig á því að þetta var alls ekki Júlíus heldur Bolli í 17 en með þeim er nokkuð mikill svipur. Bolli er greinilega mikill diplómat því hann gerði enga athugasemd við að vera ávarpaður Júlíus, og svaraði skýrt og skilmerkilega öllum mínum spurningum um borgarmálin.
Wednesday, January 26, 2005
Orðrétt
Það vantar spýtur og það vantar sög.
-Guðjón Þórðarson í lýsingu á knattspyrnuleik á Skjá1 á dögunum.
Það vantar spýtur og það vantar sög.
-Guðjón Þórðarson í lýsingu á knattspyrnuleik á Skjá1 á dögunum.
Fahren....9/11
Sá um daginn myndina Fahrenhype 9/11 sem er aðallega gagnrýni á mynd Michaels Moore Fahrenheit 9/11. Sá þá síðarnefndu í bíó og þá er maður búinn að kynna sér báðar hliðar sem er nú sennilega meira en margir geta sagt, því ekki hefur farið sérlega mikið fyrir fyrrnefndu myndinni.
Passið ykkur á myrkrinu
Sá um daginn myndina Fahrenhype 9/11 sem er aðallega gagnrýni á mynd Michaels Moore Fahrenheit 9/11. Sá þá síðarnefndu í bíó og þá er maður búinn að kynna sér báðar hliðar sem er nú sennilega meira en margir geta sagt, því ekki hefur farið sérlega mikið fyrir fyrrnefndu myndinni.
Passið ykkur á myrkrinu
Tapið í gær
Landsliðið tapaði í gær fyrir Slóvenum. Spennandi leikur, en hálfgert klúður að tapa þessu. Óli Stef gleymdi manninum sínum þegar 3 sek voru eftir og mark. Frekar ódýrt. Liðið lítur áætlega út sóknarlega en er mjög slakt varnarlega. Vantar alveg mann sem getur stjórnað vörninni. Vignir er sterkur fyrir miðju en hefur ekki talandann.
Passið ykkur á myrkrinu.
Landsliðið tapaði í gær fyrir Slóvenum. Spennandi leikur, en hálfgert klúður að tapa þessu. Óli Stef gleymdi manninum sínum þegar 3 sek voru eftir og mark. Frekar ódýrt. Liðið lítur áætlega út sóknarlega en er mjög slakt varnarlega. Vantar alveg mann sem getur stjórnað vörninni. Vignir er sterkur fyrir miðju en hefur ekki talandann.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, January 25, 2005
Óskar
Tilnefningar til verðluna Óskars voru tilkynntar í dag. Enginn Íslendingur tilnefndur, alltaf sama áfallið þar. Aldrei tekið tillit til hvaða mynd var best ef reiknað er inní hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu og hæð yfir sjávarmáli. Martin Scorsese fær einn sjéns í viðbót í leikstjórastyttuna með myndinni Aviator sem fékk flestar tilnefningar. Maður hefur auðvitað ekki séð neitt af þessum myndum en heyrt af nokkrum. Sá að Clint og Morgan Freeman er báðir tilnefndir fyrir leik í Million dollar baby. Það lofar góðu. Jamie Foxxxxxx fékk Golden Globe fyrir að breytast í Ray Charles og er líklegur til afreka. Lag úr The Phantom of the opera er tilnefnt sem besta lagið. Það er mynd sem ég þarf að sjá, Ásgeir bróðir átti diskinn úr söngleiknum og "leyfði mér" oft að heyra.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tilnefningar til verðluna Óskars voru tilkynntar í dag. Enginn Íslendingur tilnefndur, alltaf sama áfallið þar. Aldrei tekið tillit til hvaða mynd var best ef reiknað er inní hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu og hæð yfir sjávarmáli. Martin Scorsese fær einn sjéns í viðbót í leikstjórastyttuna með myndinni Aviator sem fékk flestar tilnefningar. Maður hefur auðvitað ekki séð neitt af þessum myndum en heyrt af nokkrum. Sá að Clint og Morgan Freeman er báðir tilnefndir fyrir leik í Million dollar baby. Það lofar góðu. Jamie Foxxxxxx fékk Golden Globe fyrir að breytast í Ray Charles og er líklegur til afreka. Lag úr The Phantom of the opera er tilnefnt sem besta lagið. Það er mynd sem ég þarf að sjá, Ásgeir bróðir átti diskinn úr söngleiknum og "leyfði mér" oft að heyra.
Passið ykkur á myrkrinu.
Gengisfelling prófessorsins
ekg.is bendir á að umræðan um Eirík Tómasson sé nokkuð merkileg hjá Ólafi Hannibalssyni leiðtoga 4 þúsund manna þjóðarinnar. Góður punktur hjá EKG. Einnig hlýtur fleirum en mér að finnast merkilegt; að Fréttablaðið skyldi hampa áliti Eiríks lagaprófessors í Fjölmiðlamálinu sem upphafi og endis alls, en í Íraksmálinu tekur því ekki að eyða svo mikið sem einni línu í álit þessa sama lagaprófessors. Á þessu rúma hálfa ári virðist sem orðspor lagaprófessorsins hafi gengisfallið all hrikalega hjá Fréttablaðinu. Hafi blaðið vitnað í Eirík í þessari umræðu án þess að ég hafi tekið eftir því biðst ég forláts á þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
ekg.is bendir á að umræðan um Eirík Tómasson sé nokkuð merkileg hjá Ólafi Hannibalssyni leiðtoga 4 þúsund manna þjóðarinnar. Góður punktur hjá EKG. Einnig hlýtur fleirum en mér að finnast merkilegt; að Fréttablaðið skyldi hampa áliti Eiríks lagaprófessors í Fjölmiðlamálinu sem upphafi og endis alls, en í Íraksmálinu tekur því ekki að eyða svo mikið sem einni línu í álit þessa sama lagaprófessors. Á þessu rúma hálfa ári virðist sem orðspor lagaprófessorsins hafi gengisfallið all hrikalega hjá Fréttablaðinu. Hafi blaðið vitnað í Eirík í þessari umræðu án þess að ég hafi tekið eftir því biðst ég forláts á þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, January 24, 2005
Vippaði fimm sinnum!
Jafntefli gegn Tékkum í gær. Ömurlegur varnarleikur, ágætur sóknarleikur en snilldarkafli síðasta korterið reddaði þessu. "Dagur er minn maður" sagði Viggó þegar hann var ráðinn. Ætli hann sé enn sömu skoðunar? Fyrir minn hatt þá voru vítaköst Óla Stef skemmtilegustu punktar leiksins. Hann vippaði fimm sinnum yfir Galia í leiknum, fjórum sinnum úr víti og einu sinni úr hraðaupphlaupi. Hvað er það? Auk þess vippaði Robbi Gunn líka einu sinni úr víti. Kobbi Jóns brjálaðist við mig ef ég vippaði einu sinni í leik. Hefði ég vippað fimm sinnum í leik þá hefði hann sett mig í ævilangt straff. En maður er náttúrulega enginn Óli Stef. Það er bara einn svoleiðis.
Passið ykkur á myrkrinu.
Jafntefli gegn Tékkum í gær. Ömurlegur varnarleikur, ágætur sóknarleikur en snilldarkafli síðasta korterið reddaði þessu. "Dagur er minn maður" sagði Viggó þegar hann var ráðinn. Ætli hann sé enn sömu skoðunar? Fyrir minn hatt þá voru vítaköst Óla Stef skemmtilegustu punktar leiksins. Hann vippaði fimm sinnum yfir Galia í leiknum, fjórum sinnum úr víti og einu sinni úr hraðaupphlaupi. Hvað er það? Auk þess vippaði Robbi Gunn líka einu sinni úr víti. Kobbi Jóns brjálaðist við mig ef ég vippaði einu sinni í leik. Hefði ég vippað fimm sinnum í leik þá hefði hann sett mig í ævilangt straff. En maður er náttúrulega enginn Óli Stef. Það er bara einn svoleiðis.
Passið ykkur á myrkrinu.
Menningarverðlaunin
Tengdadóttir Gríms rakara verðlaunaði ekki rokkhátíðina Aldrei fór ég suður á Bessastöðum heldur eitthvað annað sem ég man ekki hvað var. Við þetta jukust líkurnar á því að hátíðin fengi þessi verðlaun að ári um 63,3% en einungis þrjár hátíðir komu til greina núna. Mér skildist á Mugga í viðtali við BB að þeir ætli að halda hátíðina aftur. Það er gott mál. Kannski mætir Óli Stefáns? Hann sagði alla vega í viðtali við Fréttablaðið að hann væri með Mugison í ferðaspilaranum sínum í Túnis. Er hægt að ná lengra en það? Þegar Óli Stefáns er farinn að hlusta þá er toppnum náð.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tengdadóttir Gríms rakara verðlaunaði ekki rokkhátíðina Aldrei fór ég suður á Bessastöðum heldur eitthvað annað sem ég man ekki hvað var. Við þetta jukust líkurnar á því að hátíðin fengi þessi verðlaun að ári um 63,3% en einungis þrjár hátíðir komu til greina núna. Mér skildist á Mugga í viðtali við BB að þeir ætli að halda hátíðina aftur. Það er gott mál. Kannski mætir Óli Stefáns? Hann sagði alla vega í viðtali við Fréttablaðið að hann væri með Mugison í ferðaspilaranum sínum í Túnis. Er hægt að ná lengra en það? Þegar Óli Stefáns er farinn að hlusta þá er toppnum náð.
Passið ykkur á myrkrinu.
Friday, January 21, 2005
How do you like Iceland?
Ég hafði gríðarlega gaman að þætti Kristínar Ólafs um skoðanir Íslandsvina á landi og þjóð sem var á RÚV á sunnudagskvöldið. Horfði á þetta með Hlöðver vini mínum sem er eini nútímamaðurinn sem ekki er með sjónvarp, en talið er að Ómar Ragnarsson og Árni Johnsen séu að vinna í því að láta hann hafa tæki eins og þeir gerðu fyrir Gísla á Uppsölum. Við hlógum okkur máttlausa á löngum köflum, Bretarnir voru sérstaklega fyndnir. Ég missti reyndar af umræðuþættinum en mér skilst að einhverjir hafa verið eitthvað sárir yfir þessu. Einn maður í þættinum hafði af því miklar áhyggjur að á Íslandi byggju svo fáir að það væri bara ekki hægt að halda fram hjá með góðu móti. Það bara kæmist alltaf upp og þess vegna væri skilnaðartíðni mjög há.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég hafði gríðarlega gaman að þætti Kristínar Ólafs um skoðanir Íslandsvina á landi og þjóð sem var á RÚV á sunnudagskvöldið. Horfði á þetta með Hlöðver vini mínum sem er eini nútímamaðurinn sem ekki er með sjónvarp, en talið er að Ómar Ragnarsson og Árni Johnsen séu að vinna í því að láta hann hafa tæki eins og þeir gerðu fyrir Gísla á Uppsölum. Við hlógum okkur máttlausa á löngum köflum, Bretarnir voru sérstaklega fyndnir. Ég missti reyndar af umræðuþættinum en mér skilst að einhverjir hafa verið eitthvað sárir yfir þessu. Einn maður í þættinum hafði af því miklar áhyggjur að á Íslandi byggju svo fáir að það væri bara ekki hægt að halda fram hjá með góðu móti. Það bara kæmist alltaf upp og þess vegna væri skilnaðartíðni mjög há.
Passið ykkur á myrkrinu.
Þorrablótið 5. febrúar
Margrét systir mín bað mig um að koma því á framfæri á þessari aðsópsmiklu síðu að Þorrablót Bolvíkingafélagsins verður haldið laugardaginn 5. febrúar á Grand Hótel og verður með hefðbundnu sniði. Fólk er hér með hvatt til þess að láta sjá sig. Kannski að síðuhaldari fari og fái sér snúning.
Passið ykkur á myrkrinu.
Margrét systir mín bað mig um að koma því á framfæri á þessari aðsópsmiklu síðu að Þorrablót Bolvíkingafélagsins verður haldið laugardaginn 5. febrúar á Grand Hótel og verður með hefðbundnu sniði. Fólk er hér með hvatt til þess að láta sjá sig. Kannski að síðuhaldari fari og fái sér snúning.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, January 20, 2005
Wednesday, January 19, 2005
Munnmælasögur#8
Guðmundur M. Kristjánsson (Papamug) vinsælasti karókísöngvari í suðaustur-Asíu var minn helsti aðstoðarmaður hjá Ísafjarðarhöfn sumarið 2003. Þá var Öddi (Mugison) sonur hans orðinn töluvert vinsæll í ákveðnum kreðsum erlendis og vefurinn mugison.com með mikla aðsókn. Á vefnum var gefið upp tölvupóstfang Papamug þar sem stóð: For all your Mugiworries. Papamug sýndi mér tölvupósta sem hann var að fá frá aðdáendum erlendis og svaraði þeim eftir bestu getu að ég held. Dag einn fékk hann tölvupóst frá miklum aðdáanda í London sem sagðist verða að eignast orginal útgáfu af Lonely Montain disknum sem þá var ekki kominn út í stóru upplagi. Papamug átti slatta af þessu heima hjá sér og ákvað að láta reyna á hvort maðurinn væri jafn mikill aðdáandi og hann vildi vera að láta. Uppáhaldsbíómynd Papamug að eigin sögn er myndin The Comitments sem hann hafði leitað að á DVD úti um allan heim en án árangurs. Hann sendi því manninum póst þar sem hann sagðist eiga örfá eintök, alger raritet sem hann mætti illa missa, en Englendingurinn gæti nælt sér í eintak ef hann myndi senda sér The Comitments á DVD til Ísafjarðar á Íslandi. Nokkrum dögum síðar sýndi Papamug mér tölvupóst frá þessum sama aðdáanda þar sem stóð: The DVD The Comitments is on its way to your doorstep...please send me the CD!
Guðmundur M. Kristjánsson (Papamug) vinsælasti karókísöngvari í suðaustur-Asíu var minn helsti aðstoðarmaður hjá Ísafjarðarhöfn sumarið 2003. Þá var Öddi (Mugison) sonur hans orðinn töluvert vinsæll í ákveðnum kreðsum erlendis og vefurinn mugison.com með mikla aðsókn. Á vefnum var gefið upp tölvupóstfang Papamug þar sem stóð: For all your Mugiworries. Papamug sýndi mér tölvupósta sem hann var að fá frá aðdáendum erlendis og svaraði þeim eftir bestu getu að ég held. Dag einn fékk hann tölvupóst frá miklum aðdáanda í London sem sagðist verða að eignast orginal útgáfu af Lonely Montain disknum sem þá var ekki kominn út í stóru upplagi. Papamug átti slatta af þessu heima hjá sér og ákvað að láta reyna á hvort maðurinn væri jafn mikill aðdáandi og hann vildi vera að láta. Uppáhaldsbíómynd Papamug að eigin sögn er myndin The Comitments sem hann hafði leitað að á DVD úti um allan heim en án árangurs. Hann sendi því manninum póst þar sem hann sagðist eiga örfá eintök, alger raritet sem hann mætti illa missa, en Englendingurinn gæti nælt sér í eintak ef hann myndi senda sér The Comitments á DVD til Ísafjarðar á Íslandi. Nokkrum dögum síðar sýndi Papamug mér tölvupóst frá þessum sama aðdáanda þar sem stóð: The DVD The Comitments is on its way to your doorstep...please send me the CD!
Tuesday, January 18, 2005
Flóðasvæðið
Flóðasvæðin á norðanverðum Vestfjörðum er áfram í fjölmiðlum landsins. Fallujia fréttunum virðist ekkert ætla að linna, hver tók ekki eftir fyrirsögninni í Fréttablaðinu um daginn "Mjólkur-og brauðlaust í Bolungarvík". Mér hugnast nú ekki að pressan brúi gúrkuna með því að flytja endalausar snjófréttir úr villta vestrinu með stríðsfyrirsögnum. En ég gat þó ekki annað en hlegið þegar ég var staddur á Mogganum um daginn og fréttastjóri innlendra frétta Sigtryggur Sigtryggsson kom að máli við mig. Siddi hefur líklega bara einu sinni komið til Bolungarvíkur en það var til þess að taka viðtal við afa minn um miðjan 8. áratuginn. Hann spyr mig: "Kristján, býrð þú nokkuð við Dísarland? Þetta er orðin frægasta gata landsins".
Passið ykkur á myrkrinu.
Flóðasvæðin á norðanverðum Vestfjörðum er áfram í fjölmiðlum landsins. Fallujia fréttunum virðist ekkert ætla að linna, hver tók ekki eftir fyrirsögninni í Fréttablaðinu um daginn "Mjólkur-og brauðlaust í Bolungarvík". Mér hugnast nú ekki að pressan brúi gúrkuna með því að flytja endalausar snjófréttir úr villta vestrinu með stríðsfyrirsögnum. En ég gat þó ekki annað en hlegið þegar ég var staddur á Mogganum um daginn og fréttastjóri innlendra frétta Sigtryggur Sigtryggsson kom að máli við mig. Siddi hefur líklega bara einu sinni komið til Bolungarvíkur en það var til þess að taka viðtal við afa minn um miðjan 8. áratuginn. Hann spyr mig: "Kristján, býrð þú nokkuð við Dísarland? Þetta er orðin frægasta gata landsins".
Passið ykkur á myrkrinu.
Taktísk mistök síðuhaldara?
Geðmundur Gunnarsvinur minn hafði orð á því við mig að trúlega hefði ég skotið mig í fótinn með því að birta ársuppgjör hér á síðunni þar sem farið var yfir helstu commentara síðunnar og ausið á þá lofi. Virðist sem lofsöngurinn hafi stigið mönnum til höfuðs því ekkert hefur til þeirra spurst síðan eins og sjá má á commentakerfinu sem nú safnar ryki. Forvitnilegt væri þó til þess að vita hvernig þeim gengur að komast í gegnum daginn án þess að skopast að síðuhaldara.
Passið ykkur á myrkrinu.
Geðmundur Gunnarsvinur minn hafði orð á því við mig að trúlega hefði ég skotið mig í fótinn með því að birta ársuppgjör hér á síðunni þar sem farið var yfir helstu commentara síðunnar og ausið á þá lofi. Virðist sem lofsöngurinn hafi stigið mönnum til höfuðs því ekkert hefur til þeirra spurst síðan eins og sjá má á commentakerfinu sem nú safnar ryki. Forvitnilegt væri þó til þess að vita hvernig þeim gengur að komast í gegnum daginn án þess að skopast að síðuhaldara.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, January 17, 2005
Egill fer með fleipur
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason skrifaði grein í DV um helgina þar sem hann fer með fleipur. Sjálfsagt hefur þessi grein verið skrifuð sem einhvers konar vangaveltur hjá honum og hann treyst á minnið frekar en að fletta upp staðreyndum. Fyrirsögnin: "Komu vinstri menn með frelsið?" bendir reyndar eindregið til þess að hann hafi verið eitthvað slappur þegar greinin var skrifuð, enda flensufaraldur að ganga um borgina. Vef-Þjóðviljinn tók að sér að leiðrétta Egil í dag þar sem bent er á tvær leiðinlegar rangfærslur; annars vegar segir hann að framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson hafi verið dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þegar opnunartími skemmtistaða hafi verið rýmkaður til klukkan 3. Það var hins vegar Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Þórðarson sem gegndi embættinu í þeirri ríkisstjórn. Hitt sem Egill ruglaðist á var að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 þegar vinstri stjórn Steingríms var við völd. Frumvarpið sem leyfði bjórsölu frá og með 1. mars 1989 varð hins vegar að lögum í þinginu 10. maí 1988 en þá var ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar við völd.
Passið ykkur á myrkrinu.
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason skrifaði grein í DV um helgina þar sem hann fer með fleipur. Sjálfsagt hefur þessi grein verið skrifuð sem einhvers konar vangaveltur hjá honum og hann treyst á minnið frekar en að fletta upp staðreyndum. Fyrirsögnin: "Komu vinstri menn með frelsið?" bendir reyndar eindregið til þess að hann hafi verið eitthvað slappur þegar greinin var skrifuð, enda flensufaraldur að ganga um borgina. Vef-Þjóðviljinn tók að sér að leiðrétta Egil í dag þar sem bent er á tvær leiðinlegar rangfærslur; annars vegar segir hann að framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson hafi verið dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þegar opnunartími skemmtistaða hafi verið rýmkaður til klukkan 3. Það var hins vegar Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Þórðarson sem gegndi embættinu í þeirri ríkisstjórn. Hitt sem Egill ruglaðist á var að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 þegar vinstri stjórn Steingríms var við völd. Frumvarpið sem leyfði bjórsölu frá og með 1. mars 1989 varð hins vegar að lögum í þinginu 10. maí 1988 en þá var ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar við völd.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, January 13, 2005
Hjalti hlaut sæmdarheitið Hornfirðingur ársins
Vinur minn Hjalti Þór Vignisson hefur verið valinn Hornfirðingur ársins af lesendum vefjarins kunna horn.is. Í rökstuðningi segir meðal annars: "Fram kom hjá lesendum vefsins að Hjalti ætti skilið sæmdarheitið Hornfirðingur ársins vegna þess góða fordæmis sem hann og fjölskylda hans sýndi með því að flytja á heimaslóðir að loknu námi." Annar vinur minn úr stjórnmálafræðinni Gunnar Sigurðsson flutti í Kópavoginn á árinu og er reiknað með því að hann hljóti sæmdarheitið Kópavogsbúi ársins á hverri stundu. Báðir eiga þeir sameiginlegt að vera fyrrum knattspyrnuhetjur en ég sá á horn.is að gamlir félagar Hjalta úr Sindra: Harjudin Kardaklija og Ármann Smári Björnsson hefur báðum hlotnast þessi heiður. Á horn.is stendur enn fremur:
"Hjalti Þór er staddur á Kanaríeyjum og hefur verið gert viðvart um titilinn en fær viðurkenningarskjal strax og hann snýr aftur heim í næstu viku. Við óskum Hjalta Þór, Guðrúnu Ingólfsdóttur konu hans og dótturinni Salvöru Döllu til hamingju og velfarnaðar í störfum og leik og lesendum horn.is fyrir þátttökuna."
Blogg fólksins telur óhætt að taka undir þessar kveðjur og sýnir því fullann skilning að hjónakornin skuli vera að hvíla lúin bein á Kanarí í skammdeginu, því þau eru jú að komast á þann aldur, eða rétt liðlega 25 ára.
Passið ykkur á myrkrinu.
Vinur minn Hjalti Þór Vignisson hefur verið valinn Hornfirðingur ársins af lesendum vefjarins kunna horn.is. Í rökstuðningi segir meðal annars: "Fram kom hjá lesendum vefsins að Hjalti ætti skilið sæmdarheitið Hornfirðingur ársins vegna þess góða fordæmis sem hann og fjölskylda hans sýndi með því að flytja á heimaslóðir að loknu námi." Annar vinur minn úr stjórnmálafræðinni Gunnar Sigurðsson flutti í Kópavoginn á árinu og er reiknað með því að hann hljóti sæmdarheitið Kópavogsbúi ársins á hverri stundu. Báðir eiga þeir sameiginlegt að vera fyrrum knattspyrnuhetjur en ég sá á horn.is að gamlir félagar Hjalta úr Sindra: Harjudin Kardaklija og Ármann Smári Björnsson hefur báðum hlotnast þessi heiður. Á horn.is stendur enn fremur:
"Hjalti Þór er staddur á Kanaríeyjum og hefur verið gert viðvart um titilinn en fær viðurkenningarskjal strax og hann snýr aftur heim í næstu viku. Við óskum Hjalta Þór, Guðrúnu Ingólfsdóttur konu hans og dótturinni Salvöru Döllu til hamingju og velfarnaðar í störfum og leik og lesendum horn.is fyrir þátttökuna."
Blogg fólksins telur óhætt að taka undir þessar kveðjur og sýnir því fullann skilning að hjónakornin skuli vera að hvíla lúin bein á Kanarí í skammdeginu, því þau eru jú að komast á þann aldur, eða rétt liðlega 25 ára.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, January 11, 2005
Stolið frá höfundi viðtalstækninnar#2
Ég hef töluvert verið spurður út í kveðjuorðin hér á síðunni. Forvitnum er bent á færsluna "Stolið frá höfundi viðtalstækninnar" sem birtist hér á Bloggi fólksins þann 4. september síðastliðinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég hef töluvert verið spurður út í kveðjuorðin hér á síðunni. Forvitnum er bent á færsluna "Stolið frá höfundi viðtalstækninnar" sem birtist hér á Bloggi fólksins þann 4. september síðastliðinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Áramótaannáll ársins
Áramótaannáll Vefþjóðviljans alger skyldulesning og bregst ekki þetta árið frekar en öll hin. Birti hér lítið sýnishorn er færsluna má finna á andriki.is undir dagsetningunni 31. desember:
Söfnun ársins: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna efndi til tónleika til styrktar Kristjáni Jóhannssyni, tenór.
Þjóð ársins: Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson.
Halldór Ásgrímsson ársins: Helgi Ágústsson. Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar margtuggðu að Halldór Ásgrímsson hefði lagt til að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi miklar fjárveitingar. Í ljós kom að séníin höfðu misskilið skammstöfunina „H.Á.“. Ríkisútvarpið hefur enn ekki séð ástæðu til að leiðrétta langlokufréttir sínar af málinu.
Sherlock ársins: Jónas Ingi Ragnarsson fór í bíltúr með félögunum og tók bara alls ekki eftir því að þeir væru að transporta dauðum manni til Neskaupstaðar.
Herfræðingur ársins: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að hjálpa til við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna með því að lýsa því yfir að viðbúnaður væri óþarfur í Keflavík og Rússar sæjust aldrei framar. Daginn eftir bárust fréttir af stærstu flotaæfingu Rússa í manna minnum, svo nálægt landinu að ef Steingrímur J. Sigfússon hefði verið staddur heima í Þistilfirði þá hefði hann getað morsað nallann til þeirra með zippokveikjara.
Áramótaannáll Vefþjóðviljans alger skyldulesning og bregst ekki þetta árið frekar en öll hin. Birti hér lítið sýnishorn er færsluna má finna á andriki.is undir dagsetningunni 31. desember:
Söfnun ársins: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna efndi til tónleika til styrktar Kristjáni Jóhannssyni, tenór.
Þjóð ársins: Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson.
Halldór Ásgrímsson ársins: Helgi Ágústsson. Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar margtuggðu að Halldór Ásgrímsson hefði lagt til að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi miklar fjárveitingar. Í ljós kom að séníin höfðu misskilið skammstöfunina „H.Á.“. Ríkisútvarpið hefur enn ekki séð ástæðu til að leiðrétta langlokufréttir sínar af málinu.
Sherlock ársins: Jónas Ingi Ragnarsson fór í bíltúr með félögunum og tók bara alls ekki eftir því að þeir væru að transporta dauðum manni til Neskaupstaðar.
Herfræðingur ársins: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að hjálpa til við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna með því að lýsa því yfir að viðbúnaður væri óþarfur í Keflavík og Rússar sæjust aldrei framar. Daginn eftir bárust fréttir af stærstu flotaæfingu Rússa í manna minnum, svo nálægt landinu að ef Steingrímur J. Sigfússon hefði verið staddur heima í Þistilfirði þá hefði hann getað morsað nallann til þeirra með zippokveikjara.
Þjóðfélagsrýnirinn Dr. Gunni
Ég sá örstutt brot af Áramótasilfri Egils Helga (meintum tvífara mínum). Þar var meðal annars mættur Dr. Gunni (ekki Hallsson) og sagði álit sitt á hinu og þessu ásamt fjöldanum öllum af stórpólitíkusum og kverólöntum. Egill bað þessa valinkunnu sérfræðinga að spá fyrir um næsta ár í pólitíkinni og þá settu margir sig í Nostradamusarstellingar og spáðu falli ríkisstjórnarinnar og fleiru í þeim dúr. Til dæmis rauðhærða barnabókarkonan sem er með leiðinlegu bakþankana í Fréttablaðinu. En Dr. Gunni afgreiddi þetta mjög skemmtilega eða eitthvað á þennan veg: "Ég held að þetta verði bara gott ár. Það verður áfram offramboð á peningum, Davíð verður eitthvað að snúast og svona, og allir verða bara í nokkuð góðu stuði".
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég sá örstutt brot af Áramótasilfri Egils Helga (meintum tvífara mínum). Þar var meðal annars mættur Dr. Gunni (ekki Hallsson) og sagði álit sitt á hinu og þessu ásamt fjöldanum öllum af stórpólitíkusum og kverólöntum. Egill bað þessa valinkunnu sérfræðinga að spá fyrir um næsta ár í pólitíkinni og þá settu margir sig í Nostradamusarstellingar og spáðu falli ríkisstjórnarinnar og fleiru í þeim dúr. Til dæmis rauðhærða barnabókarkonan sem er með leiðinlegu bakþankana í Fréttablaðinu. En Dr. Gunni afgreiddi þetta mjög skemmtilega eða eitthvað á þennan veg: "Ég held að þetta verði bara gott ár. Það verður áfram offramboð á peningum, Davíð verður eitthvað að snúast og svona, og allir verða bara í nokkuð góðu stuði".
Passið ykkur á myrkrinu.
Fálkaorðuna á Flosa
Ég er búinn með bókina hans Flosa Ólafs og hún er snilld. Ég hló samt meira að bókinni hans í fyrra en kannski voru væntingarnar ómanneskjulegar fyrir þessa bók eftir lesninguna í fyrra. Ég hefði viljað vera nemandi í MA fyrir svona hálfri öld eða svo þegar Flosi og Séra Baldur í Vatnsfirði voru nemendur þar á sama tíma. Það er kominn tími á að sonur Gríms rakara næli Fálkaorðunni í kassann á Flosa fyrir framlag hans til íslenskrar kímni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég er búinn með bókina hans Flosa Ólafs og hún er snilld. Ég hló samt meira að bókinni hans í fyrra en kannski voru væntingarnar ómanneskjulegar fyrir þessa bók eftir lesninguna í fyrra. Ég hefði viljað vera nemandi í MA fyrir svona hálfri öld eða svo þegar Flosi og Séra Baldur í Vatnsfirði voru nemendur þar á sama tíma. Það er kominn tími á að sonur Gríms rakara næli Fálkaorðunni í kassann á Flosa fyrir framlag hans til íslenskrar kímni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Skammdegishamingjan
Já í dag er ég bara nokkuð hamingjusamur bloggari, sem telst kannski til tíðinda svona í svartasta skammdeginu. Papa Mug (frægasti karókísöngvari í S-A-Asíu ef hún er þá ennþá til) var að detta inn á commentakerfið. Skemmtilegur maður Muggens, ég er með smá bit yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann og Hjalta á harbourinu í mínu afar stutta jólafríi. Fyrst HarbourMasterinn berst í tal þá verð ég að taka fram að ég hef hlustað töluvert á nýjustu afurð Ödda og er mjög sáttur þó ég eigi eftir að skanna betur sum lögin. Einnig er ég reglulega kátur með færslu sem ég rakst á hjá Kristjáni Frey trymbli þar sem hann segir að ég og Kalli Hallgríms (Mugafrændi) séum með þeim hressari úr Víkinni. Þetta er allt reglulega skemmtilegt. Ætli ég linki ekki á Kris í þakklætisskyni, hann er góður penni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Já í dag er ég bara nokkuð hamingjusamur bloggari, sem telst kannski til tíðinda svona í svartasta skammdeginu. Papa Mug (frægasti karókísöngvari í S-A-Asíu ef hún er þá ennþá til) var að detta inn á commentakerfið. Skemmtilegur maður Muggens, ég er með smá bit yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann og Hjalta á harbourinu í mínu afar stutta jólafríi. Fyrst HarbourMasterinn berst í tal þá verð ég að taka fram að ég hef hlustað töluvert á nýjustu afurð Ödda og er mjög sáttur þó ég eigi eftir að skanna betur sum lögin. Einnig er ég reglulega kátur með færslu sem ég rakst á hjá Kristjáni Frey trymbli þar sem hann segir að ég og Kalli Hallgríms (Mugafrændi) séum með þeim hressari úr Víkinni. Þetta er allt reglulega skemmtilegt. Ætli ég linki ekki á Kris í þakklætisskyni, hann er góður penni.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, January 10, 2005
Harald mokar út úr Framsóknarfjósinu
Samkvæmt heimildum Bloggs fólksins kann Markaðstjóri Íslands, Guðmundur Halldór Björnsson, fermingarbróður sínum Haraldi Péturssyni litlar þakkir fyrir að setja kosningu um Framsóknarmann ársins í uppnám. Ungir Framsóknarmenn stóðu fyrir kosningunni á vefsíðu sinni þar sem Kristinn H. Gunnarsson sló öll fyrirliggjandi met Steingríms Hermannssonar í vinsældum, enda Kristinn ákaflega vel að sér í skoðanakönnunum. Halldór Ásgrímsson djammfélagi Gumma hafnaði hins vegar í 3. sæti eða einungis sjónarmun á undan líttþekktri frænku Haralds: Sigrúnu Aspelund. Haft er eftir Gumma á vefnum SÍS lifir að Harald hljóti að hafa átt eitthvað við cookies takkann á tölvunni hjá sér, því um 10 þúsund atkvæði hafi verið greidd í kosningunni og svo margir bændur séu einfaldlega ekki til að Íslandi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Samkvæmt heimildum Bloggs fólksins kann Markaðstjóri Íslands, Guðmundur Halldór Björnsson, fermingarbróður sínum Haraldi Péturssyni litlar þakkir fyrir að setja kosningu um Framsóknarmann ársins í uppnám. Ungir Framsóknarmenn stóðu fyrir kosningunni á vefsíðu sinni þar sem Kristinn H. Gunnarsson sló öll fyrirliggjandi met Steingríms Hermannssonar í vinsældum, enda Kristinn ákaflega vel að sér í skoðanakönnunum. Halldór Ásgrímsson djammfélagi Gumma hafnaði hins vegar í 3. sæti eða einungis sjónarmun á undan líttþekktri frænku Haralds: Sigrúnu Aspelund. Haft er eftir Gumma á vefnum SÍS lifir að Harald hljóti að hafa átt eitthvað við cookies takkann á tölvunni hjá sér, því um 10 þúsund atkvæði hafi verið greidd í kosningunni og svo margir bændur séu einfaldlega ekki til að Íslandi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Danni setur Stálið út í kuldann
Danni (vinur minn?) svaraði á dögunum spurningum fyrir einhverja kjaftasögusíðu sem heitir fotbolti.net. Ég varð óneitanlega mjög undrandi þegar hann svaraði spurningunni besti íþróttafréttaritarinn. Ekki stóð á svarinu: Gummi Ben. Þrátt fyrir að G.Ben hafi staðið sig með sóma sem aðstoðarlýsari og sýnt mikið hlutleysi í leikjum Man Utd þá veit Danni hins vegar fullvel hver stendur fremstur í íþróttablaðamennsku á landinu. Átta mig ekki á hvað hann meinar með þessu en hann þarf alla vega ekki að reikna með neinum M-um fyrir frammistöðu sína næsta sumar.
Passið ykkur á myrkrinu.
Danni (vinur minn?) svaraði á dögunum spurningum fyrir einhverja kjaftasögusíðu sem heitir fotbolti.net. Ég varð óneitanlega mjög undrandi þegar hann svaraði spurningunni besti íþróttafréttaritarinn. Ekki stóð á svarinu: Gummi Ben. Þrátt fyrir að G.Ben hafi staðið sig með sóma sem aðstoðarlýsari og sýnt mikið hlutleysi í leikjum Man Utd þá veit Danni hins vegar fullvel hver stendur fremstur í íþróttablaðamennsku á landinu. Átta mig ekki á hvað hann meinar með þessu en hann þarf alla vega ekki að reikna með neinum M-um fyrir frammistöðu sína næsta sumar.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, January 08, 2005
Ársuppgjör
Í upphafi nýs árs er rétt að líta aðeins um öxl (best að gera það og Albert ef þú vildir kannski telja inn í lagið fyrir okkur). Akademia Bloggs fólksins hefur valið það úr sem helst skaraði fram úr á vefnum á fyrsta starfsári hans og eru nöfn sigurvegarana nú birt opinberlega í fyrsta skipti:
Commentari ársins: HáEmm (Halldór Valgarð Magnússon). Langflest af hans commentum þóttu feykilega skemmtileg.
Comment ársins: Útskýringar Kristinns Hermannssonar á muninum á gayárum og straightárum undir færslunni Síðuhaldari og rakakremið þann 28. apríl.
Flest comment: Trausti Salvar Kristjánsson...by far.
Uppbyggilegasta commentið:Íslenskufræðsla Magnúsar Pálma Örnólfssonar við færslunni Trausti úr Vík hleður byssuna þann 9. október.
Óvæntasti commentari: Victor Blær Birgisson.
Frægasti commentari: Pálmi Gestsson.
Færsla sem uppskar flest comment: Var Kraftaverk ekki best eftir allt saman. 2. september/...og heimsbyggðin fylgist agndofa með. 26. apríl. Báðar þessar færslur fengu 11 comment.
Vinsælasti gestapenninn: Samlókur síðuhaldari Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík.
Dyggasti lesandi: Frú Margrét Kristjánsdóttir móðir mín.
Í upphafi nýs árs er rétt að líta aðeins um öxl (best að gera það og Albert ef þú vildir kannski telja inn í lagið fyrir okkur). Akademia Bloggs fólksins hefur valið það úr sem helst skaraði fram úr á vefnum á fyrsta starfsári hans og eru nöfn sigurvegarana nú birt opinberlega í fyrsta skipti:
Commentari ársins: HáEmm (Halldór Valgarð Magnússon). Langflest af hans commentum þóttu feykilega skemmtileg.
Comment ársins: Útskýringar Kristinns Hermannssonar á muninum á gayárum og straightárum undir færslunni Síðuhaldari og rakakremið þann 28. apríl.
Flest comment: Trausti Salvar Kristjánsson...by far.
Uppbyggilegasta commentið:Íslenskufræðsla Magnúsar Pálma Örnólfssonar við færslunni Trausti úr Vík hleður byssuna þann 9. október.
Óvæntasti commentari: Victor Blær Birgisson.
Frægasti commentari: Pálmi Gestsson.
Færsla sem uppskar flest comment: Var Kraftaverk ekki best eftir allt saman. 2. september/...og heimsbyggðin fylgist agndofa með. 26. apríl. Báðar þessar færslur fengu 11 comment.
Vinsælasti gestapenninn: Samlókur síðuhaldari Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík.
Dyggasti lesandi: Frú Margrét Kristjánsdóttir móðir mín.
Friday, January 07, 2005
Samgöngurnar
Sökum ört vaxandi orðspors Bloggs fólksins hefur ritstjórinn nú verið fenginn til þess að ljá samgönguvefnum Samgöngur.is starfskrafta sína um hríð. Sé ég um að uppfæra vefinn í tíu daga eða svo frá 4.-14. janúar í fjarveru eiganda vefjarins. Ágætis vefur sem gæti nýst fólki sem hyggur á ferðalög. Reyndar er hann að mælast glettilega hár á listum hjá teljara.is eða í kringum 50. sæti. Til samanburðar þá er hann á svipuðu róli og arsenal.is.
Passið ykkur á myrkrinu.
Sökum ört vaxandi orðspors Bloggs fólksins hefur ritstjórinn nú verið fenginn til þess að ljá samgönguvefnum Samgöngur.is starfskrafta sína um hríð. Sé ég um að uppfæra vefinn í tíu daga eða svo frá 4.-14. janúar í fjarveru eiganda vefjarins. Ágætis vefur sem gæti nýst fólki sem hyggur á ferðalög. Reyndar er hann að mælast glettilega hár á listum hjá teljara.is eða í kringum 50. sæti. Til samanburðar þá er hann á svipuðu róli og arsenal.is.
Passið ykkur á myrkrinu.
Wednesday, January 05, 2005
Bloggmeik
Stórmerkileg frétt datt inn á tækni og vísundavefinn á mbl.is í gær þar sem fram kom að áhugi á bloggsíðum hefði stóraukist. Fyrir aðstandendur Bloggs fólksins eru þetta auðvitað gamlar fréttir eins og aðsóknartölur hér bera með sér. Auk þess hafa þekktir menn í þjóðfélaginu verið að detta hér inn í commentakerfinu. Þessari bloggsíðu var ýtt úr vör í febrúar síðastliðinn og fyrst um sinn var ekki teljaragræja til staðar sökum takmarkaðrar tæknikunnáttu ritstjórans. Á páskunum var síðan settur teljari í gang en þegar hann hafði náð 5000 flettingum í byrjun ágúst þá hvarf hann og kom ekki aftur fyrr en nokkrum dögum síðar, þá núllstilltur! Hefur hann nú náð tæpum 9000 flettingum eftir þá núllstillingu og hlýtur það að teljast prýðilegt hjá miskildum snillingi utan af landi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Stórmerkileg frétt datt inn á tækni og vísundavefinn á mbl.is í gær þar sem fram kom að áhugi á bloggsíðum hefði stóraukist. Fyrir aðstandendur Bloggs fólksins eru þetta auðvitað gamlar fréttir eins og aðsóknartölur hér bera með sér. Auk þess hafa þekktir menn í þjóðfélaginu verið að detta hér inn í commentakerfinu. Þessari bloggsíðu var ýtt úr vör í febrúar síðastliðinn og fyrst um sinn var ekki teljaragræja til staðar sökum takmarkaðrar tæknikunnáttu ritstjórans. Á páskunum var síðan settur teljari í gang en þegar hann hafði náð 5000 flettingum í byrjun ágúst þá hvarf hann og kom ekki aftur fyrr en nokkrum dögum síðar, þá núllstilltur! Hefur hann nú náð tæpum 9000 flettingum eftir þá núllstillingu og hlýtur það að teljast prýðilegt hjá miskildum snillingi utan af landi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Tuesday, January 04, 2005
Jólakorta"flóðið"
Mér finnst geysilega fallegt þegar fólk sendir mér jólakort þrátt fyrir að ég hafi ekki lagt það í vana minn að svara í sömu mynt. Ritstjóri Bloggs fólksins var á jólakortalista þessara einstaklinga þetta árið (Vona að Persónuvernd geri ekki athugasemdir við þessa birtingu):
Spilafélagið Máni: (Siggi Kári, Gísli Marteinn, Rúnar Freyr, Viðar Þór, Pétur Hafliði, Ólafur Örn.)
Jón Steinar og Pálína
Raggi Ingvars
Una og Goggi
Baldur Smári
Anna Kristine
Hjalti og Guðrún
Davíð og Ástríður
Torfi og Eyrún
Björn og Rut
Danni og Íris
Geir og Inga Jóna
Á nafnlausu korti stóð: sjáumst á Grenivík, Skólastjórinn.
Ritstjórinn færir þessu fólki jóla-og nýárskveðjur af hrærðu en ekki hristu hjarta og biður Guðina að blessa þau fyrir að hugsa til sérvits einstæðings á Aðventunni.
Mér finnst geysilega fallegt þegar fólk sendir mér jólakort þrátt fyrir að ég hafi ekki lagt það í vana minn að svara í sömu mynt. Ritstjóri Bloggs fólksins var á jólakortalista þessara einstaklinga þetta árið (Vona að Persónuvernd geri ekki athugasemdir við þessa birtingu):
Spilafélagið Máni: (Siggi Kári, Gísli Marteinn, Rúnar Freyr, Viðar Þór, Pétur Hafliði, Ólafur Örn.)
Jón Steinar og Pálína
Raggi Ingvars
Una og Goggi
Baldur Smári
Anna Kristine
Hjalti og Guðrún
Davíð og Ástríður
Torfi og Eyrún
Björn og Rut
Danni og Íris
Geir og Inga Jóna
Á nafnlausu korti stóð: sjáumst á Grenivík, Skólastjórinn.
Ritstjórinn færir þessu fólki jóla-og nýárskveðjur af hrærðu en ekki hristu hjarta og biður Guðina að blessa þau fyrir að hugsa til sérvits einstæðings á Aðventunni.